Morgunblaðið - 30.10.1976, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1976
25
félk í
fréttum
i
Hárttzkan í haust
+ Lfklega hefur tízkan aldrei
verið margbreytilegri en um
þessar mundir, engin ein
stefna er allsráðandi, heldur
leitað fanga f allar áttir og á
ýmsum tíma. Þessi mynd sem
tekin var á sýningu hár-
greiðslumeistara f Hamburg
gefur nokkra hugmynd um hár-
tizkuna f vetur. Nú eru fléttur
aftur komnar f tfzku, bæði ekta
og raunar ekki sfður „falskar
fléttur", sem festa má I
hnakkann. Fléttur af ýmsum
gerðum voru sýndar og virtust
þær falla fólki vel f geð. Sem
eins konar andhverfa fléttunn-
ar er drengjakollurinn, sem var
mjög vinsæll fyrir nokkrum
árum og virðist nú vera að
sækja sig á ný.
+ Fáir hafa getið sér jafn mikillar frægðar og bandarfski barna-
læknirinn Benjamin Spock, sem með kenningum sfnum um upp-
eldi barna hefur um langan aldur tröllriðið öðru hverju heimili f
Bandarfkjunum og víðar um lönd, svo engu er likara en hann hafi
fyrstur orðið til þess að „uppgötva" barnið. Spock, sem nú er 73 ára
gamall, gekk f hjónaband fyrir nokkru og sést hér dansa brúðarvals-
inn við brúði sfna, Mary Morgan Councille sem er aðeins 32 ára að
aldri.
Paul Williams,
lagasmiður
og leikari
+ Paul Williams, sá hæfileika-
rfki en dálftið sérsinnaði laga-
smiður og söngvari, er nú að
semja tónlist við nýjan söng-
leik, sem nefnist „Dottie" og er
byggður á ævi rithöfundarins
Dorothys Parkers, sem er sögð
hafa verið hvort tveggja kát-
brosleg og harmsöguleg f senn.
Söngleiksins er beðið með
mikilli eftirvæntingu en hann
verður sýndur á Broadway á
vori komanda. Þeir sem sáu
myndina „Paradfsaróvætturin"
sem sýnd var hér fyrir stuttu
muna vafalaust eftir Paul en
þar lék hann eitt aðalhlut-
verkið auk þess að vera
höfundur tónlistarinnar, sem
flutt var í myndinni.
+ Leikarinn Sal Mineo átti
aðeins 85 dali f reiðufé þegar
hann var myrtur. Allar hans
eigur að öðru leyti eru metnar
á 8.500 dali þrátt fyrir að hann
hafi verið önnum kafinn við
leik bæði f kvikmyndum og
sjónvarpi.
Garðshorn auglýsir
35 kg. rófupokar á aðeins kr. 2.500.
Mikið úrval af pottaplöntum.
Ný sending af burknum.
Ódýrir páskaliljulaukar.
Ódýr afskorin blóm og blómvendir.
Kynnið ykkur okkar verð.
Garðshorn, Fossvogi,
sími 40500.
Hæðargarður 1
Við höfum enn til sölu nokkrar íbúðir í þessari
glæsilegu sambyggð á besta stað í borginni.
íbúðirnar seljast t.b. undir tréverk og málningu
og afhendast á tímabilinu maí—nóv. 1977.
Fullkomið líkan af byggðinni ásamt teikningum
er til sýnis í skrifstofunni.
Opið í dag
KOMIÐ OG LEITIÐ
UPPLÝSINGA.
BUSTOFNbS.
Funahöfði 19, Reykjavik
simar 81663 — 81077
LOKK A BILIIMN
BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR
ÞARF AÐ BLETTA EÐA SPRAUTA BÍLINN?
Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru
gæðavara, margreynd og henta
íslenskum staðháttum.
Gefið okkur upp bílategund, árgerð
og litanúmer. Við afgreiðum litinn
með stuttum fyrirvara.
í Dupont blöndunarkerfinu eru 7000
litaafbrigði möguleg.
Öll undirefni svo sem grunnar, þynn-
ar og sparsl fást einnig hjá okkur.
Laugavegi I78 simi 38000
IMLAR
LUCITE