Morgunblaðið - 13.11.1976, Side 22

Morgunblaðið - 13.11.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1976 • • ___ Olver Fannberg Minningarorð F. 30. aprtl 1924. D. 3. nóv. 1976. Daglega lesum við dánarminningar í blöðunum. Margar fjalla þær um fólk, sem átti langa ferð að baki og hafði skilað drjúgu ævistarfi. En við lesum líka æði oft um fólk, sem kveður þetta jarðllf á miðjum aldri eða jafnvel yngra. Verður þá okkur, sem komin erum á þennan aldur, oft á að spyrja: Fer nú kannski lokadagurinn að nálgast? Ég kveð hér með nokkrum orð- um jafnaldra minn, sem nú hefur hlotið hvíld eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð, er hlaut að hafa einn endi. Hann vissi sjálfur að hverju stefndi með sjúkdóminn. En hann var jafnan með bros á vör, þegar hann fékk heimsókn á sjúkrahúsið. ölver Fannberg var fæddur 1 Bolungarvík 30. apríl árið 1924. Eru foreldrar hans Bjarni Fann- berg, fyrrum útgerðarmaður og skipstjóri, og Kristjana Guðjóns- dóttir kona hans. ölvers-nafnið mun þannig tilkomið, að fyrsta skipið, sem Bjarni stýrði, hét þessu nafni. ölver ólst upp í Vík- inni til 11 ára aldurs, en þá flutt- ust foreldrar hans til Isafjarðar. Byrjaði ölver snemma að stunda sjó. Og til þess að vera vel hlut- gengur á þeim vettvangi, sótti hann um inngöngu á Stýrimanna- skólann og Iauk þaðan fiski- mannaprófi 1949. Stundaði hann sjóinn nokkur næstu árin, en tók að þvi búnu að vinna að upp- setningu á fiskinetum og viðgerð- um hér I bæ, hjá Thorberg Einarssyni netagerðarmeistara. Má ætla, að þarna hafi ölver verið á réttri hillu I lífinu, en svo fór þó, að landbúnaður varð aðalstarf hans slðustu árin. En orsök er til alls. Árið 1952 kvæntist ölver Þóru Ólafsdóttur frá Jaðri I Þykkvabæ, sem lengi hafði starfað á heimili Sofflu og Magnúsar Kjarans stór- kaupmanns, að Hólatorgi 4 hér I bæ. Bjuggu þau á nokkrum stöð- um I bænum, þar til þau fluttust I Þykkvabæinn vorið 1965. Bjuggu þau þar upp frá því til haustsins 1975, er heilsa ölvers var orðin mjög tæp. Var þá seld jörð og bú, en íbúð keypt hér, sem Þóra dvel- ur nú I ásamt syni þeirra, Ólafi, sem nú er 15 ára að aldri og stundar nám við Hagaskólann. ölver kunni vel við búskapinn I Þykkvabænum, sem er, eins og flestum mun kunnugt, mest- megnis kartöflurækt. Hann hefði vafalaust sinnt búskapnum I Þykkvabænum meðan kraftar entust. Jarðrækt og skepnuhirð- ing var honum yndi. Má það þó merkilegt teljast, þar sem hann var alinn upp I sjávarplássum. Heimilisfaðir var ölver góður og heimakær. Hann hafði yndi af því að fegra heimilið yzt sem innst og var þar samhuga konu sinni, sem öllu vill halda snyrti- legu og I reglu. ölver las bækur og timarit og átti reyndar allmikið af hvorutveggja. Ég kom oft á heimili Þóru og Ölvers meðan ég dvaldi I Þykkvabænum og get um þetta borið af eigin raun. Ég kenndi syni þeirra fyrsta árið, sem hann gekk I skóla og á um þetta heimili góðar minningar sem og um önnur heimili á þess- um stað. Ég vil láta það koma fram, að I Þykkvabænum býr gott fólk. ölver var aðkomumaður I Þykkvabæ, en hann samlagaðist þar fólkinu, eins og hann væri innfæddur, er mér óhætt að segja. Hann var hrókur alls fagnaðar á mannmótum og kunni að meta krydd lífsins, allt þó I hófi. Nú er komið að leiðarlokum. 1 dag verður ölver Fannberg jarð- settur I Hábæjarkirkjugarði I Þykkvabæ. Þar kaus hann að hvíla við hlið ættmenna konu sinnar. Auk konu hans og sonar fylgja honum til grafar foreldrar hans og bróðir Eyþór, sem einn er nú á lífi fimm systkina. Tvö hvlla I Isafjarðarkirkjugarði, eitt I Bol.vík. Þá fylgir ölver til grafar Óiafur tengdafaðir hans, nærri hálfníræður, svo og systir Þóru, Isafold, sem annast hefur föður sinn við þverrandi krafta og heilsu undanfarin ár. Hefur þá hér verið upptalinn nánasti hópur ættmenna og tengdafólks ölvers sáluga. öll sakna þau öðlings- manns, sem horfinn er sjónum okkar á miðjum aldri. En mest hafa að sjálfsögðu kona hans og sonur misst. En sú er trú mín, að tlminn græði sárin og eftir verði þakklæti fyrir árin öll, sem hann fékk með þeim að dvelja á þessari jörð. Haf þökk af hjarta. þetta Ijöð tii þfn f f jarlægð nær. Nú sé þér hvfldin sæt og góð og sfðasti blundur vær. Vinur minn ölver Fannberg lést á Landspítalanum miðviku- daginn 3. nóvember. Hann var fæddur I Bolungarvlk 30. apríl 1924, sonur hjónanna Kristjönu Jónsdóttur Fannberg og Bjarna Fannberg skipstjóra. ölver ólst upp I „Víkinni" hjá foreldrum sínum og komst þá fljótt I kynni við sjóinn og beit- ingarskúrana, enda var hann mjög góður sjómaður. Hann fluttist með foreldrum sinum til ísafjarðar 1935, og lauk þar gagnfræðaprófi. ölver var af- burða línumaður, og tók oft þátt I kappmótum á Isafirði og vann til verðlauna. Hann var einnig mjög góður netamaður, handfljótur, handlaginn og vandvirkur. Fjölskyldan flyst suður til Reykjavíkur 1943. Þar kynnist hann konu sinni, Þóru Ólafsdótt- ur, Friðrikssonar frá Jaðri I Þykkvabæ. Þóra vann þá hjá Magnúsi Kjaran og Soffíu konu hans. Við ölver vorum mikið sam- an á þessum árum, og eru margar ljúfar minningar i huga minum frá þeim tímum. ölver fer I Stýrimannaskólann 1947 og lýkur prófi þaðan 1949. Þáttaskil verða I lífi hans þegar tengdamóðir hans og mágurdeyja með stuttu millibili og Ólafur er eftir með eina dóttur. ölver og Þóra flytja austur og fara að búa að hálfu á móti þeim. Síðan versn- aði heilsa Ólafs og aldurinn færð- ist yfir hann, tók þá ölver við þeirra helmingi búsins. Fyrstu ár- in voru þau með skepnur, en síð- ustu árin eingöngu með kartöflu- rækt. En síðan kom slæma fréttin, ölver kominn á sjúkrahús. Þegar menn, sem aldrei hafa kennt sér meins, þurfa á sjúkrahús, án þess að slasast, eru það slæmar fréttir. Þó birti upp I sumar, þá var ölver kominn heim og við fórum I bæinn, eins og i gamla daga, sát- um á bekknum á torginu og geng- um með höfninni. En birtan stóð ekki lengi, næst þegar ég kom I land var Ölver kominn á sjúkra- hús aftur. Ölver og Þóra áttu kjörson, Ólaf Fannberg, sem nú stundar gagn- fræðanám I Hagaskóla. ölver var vinamargur, sem best sást þegar hann lá á sjúkrahúsinu, og var það þó smáhópur af öllum hans vinum. Honum líkaði vel I Þykkvabæ og þar verður hann til moldar borinn laugardaginn 13. nóvember. Ég og kona min, Aðalheiður Sigurðardóttir, biðjum Guð að blessa hann, og styrkja konu hans Þóru, son hans Ólaf, foreldra og önnur skyldmenni. Skarphéðinn Magnússon. Tll jarðar hnfga hlýtur það henni er komið af vor ævi flugsnör flýtur sem fljótið ðt f haf og dauðahaf ið dökkva vér daprlr störum á og harmat&rin hrökkva svo heit af vina bré. (B.H.) I dag verður gerð frá Hábæjar- kirkju I Djúpárhreppi útför ölvers Fannbergs en hann lést hinn 3ja nóvember síðastl. ölver var fæddur á Bolungarvlk 30. aprfl 1924, sonur hjónanna Kristjönu Herdlsar Guðjónsdótt- ur og Bjarna Þórðar Fannberg einn fimm systkina og eru nú fjögur látin. Vegna ókunnugleika frá uppvaxtarárum ölvers mun ég fara fljótt yfir sögu og aðeins stikla á þvl stærsta. Hann flyst hingað suður með fjölskyldunni, starfsvettvangur hans er tengdur sjó og sjómennsku ásamt al- mennri vinnu til lands, svo sem best gafst hverju sinni. Hann tekur próf frá Stýrimannaskólan- um 1949 eftir það er starfsvett- vangur hans á sjónum. Seinna hóf hann störf við netagerðariðn og vinnur við það ásamt öðrum störf- um er til féllu. 3ja júll 1952 gekk ölver að eiga eftirlifandi konu slna Þóru Ólafsdóttur ættaða úr Þykkvabæ I Rangárvallasýslu. Þau reistu sér bú hér I Reykjavík og áttu heima hér I borg til ársins 1965 að þau flytjast austur I Þykkvabæ og hefja þar búskap. I tæp ellefu ár eru þau búsett fyrir austan eða þar til fyrir rúmu ári að þau verða að bregða búi og flytjast hingað til Reykjavíkur aftur vegna sjúkdóms sem ölver hafði þá tekið og nauðsynlegrar spltalavistar. Þau fengu inni I leiguhúsnæði fyrst en I júlí s.l. fluttust þau I eigið húsnæði að Birkimel 6 hér I borg. Þau Þóra og ölver eiga eitt barn, Ólaf Guðjón, fæddan 1961, nú við nám I Hagaskóla hér I Reykjavlk. Hér að framan hef ég numið staðar við örfá atriði sem tengd eru rúmlega hálfrar aldar æviskeiði ölvers og hverf nú til baka til ársins 1966. Við hjónin höfðum þá um vorið komið syni okkar til sumardvalar hjá þeim. Heimilið að Rósalundi þar sem Þóra og ölver bjuggu var hlýlegt, þangað var gott að koma enda komu þar margir. Leið okkar hjóna lá oft austur þangað því dvöl drengsins sem þá var aðeins 6 ára er hann fór fyrst austur var endurnýjuð á hverju vori og mun hann hafa dvalist hjá þeim 8 sumur, enda leit hann á Rósalund sem sitt annað heimili og húsráðendur sem sína aðra foreldra meðan hann dvaldist þar. Kynni okkar ölvers voru all- náin á þessum árum. Frá þeim kynnum ber birtu. Ég minnist viðræðna við hann og þess hlý- leika sem maður mætti. Við hann var gaman að ræða um menn og málefni. Mér fannst ölver fremur dulur, hann sagöi ekki öðrum hug sinn við fyrstu kynni en traustur vinur og góður félagi var hann sem gott er að minnast, frábær heimilisfaðir sem með vökulu starfi og umönnun gerði heimilið að sannkölluðum friðar- og sælu- reit sem hann átti svo ríkan þátt I að móta. Hann tengdist byggðar- laginu traustum böndum og ég held að sá tími sem ölver átti heima fyrir austan, þau tæp ellefu ár sem þau hjón bjuggu I Rósalundi, hafi verið honum tvennt I senn anna- og gleðitími. Samskipti hans viö fólk I fjölmennri byggð ásamt fögru umhverfi hafi gefið honum meira heldur en búseta á mölinni sem svo er kölluð. En skjótt skipast veður I lofti, fyrir einu ári verður ölver að yfirgefa heimili sitt fyrir austan, hann er fluttur fársjúkur hingað til Reykjavlkur, lagður inn á sjúkrahús þar sem hann varð að dvelja að meira eða minna leyti síðan, með örstuttum frávik- um þó, er hann dvaldi heima og nú síðast eftir að fjölskyldan hafði búið sér heimili að Birkimel 6. Ég minnist heimsókna til ölvers og minnist orðaskipta við hann svo veikan að hann lítt mátti mæla vegna þjáninga, ég minnist þess ekki að I eitt einasta skipti hafi hann látið æðruorð falla eða minnst á hlutskipti sitt á Land- spítalanum þar sem hann dvaldist lengstum eftir að hann veiktist. Heimsóttum við hjónin hann oft. Þar kynntumst við hetjulegri bar- áttu hans sem háð var við erfiðan sjúkdóm sem nú slðustu mánuðina var auðséð að ekki fengist bót á. Mér er hugsað til eiginkonunn- ar sem allan þann tima stóð við hliö hans i erfiðu sjúkdómsstrlði óþreytandi að dvelja við sjúkra- beð hans uns yfir lauk, leitandi allra hugsanlegra ráða sem til hjálpar mættu koma. Ég kom stuttu fyrir andlát Ölvers á sjúkrastofuna þar sem hann lá, sýnt var að skammt var til um- skipta, hann hafði þó rænu og fylgdist með, þróttur var þorrinn og hann mátti lítt mæla. Ég stóð þögull við sjúkrabeðinn friður og kyrrð var að færast yfir ásjónu hans ég tafði ekki lengi, við tókumst I hendur handtakiö var traust og ég fór leiðar minnar. Tveim dögum síðar var hann allur. Og nú er strlðinu lokið þjáning, vonbrigði og hrörnun, linnulaus barátta við hinn slynga sláttumann er að baki, sjá allt er orðið nýtt. Nú hefur hann sem við kveðjum ýtt úr vör, leyst land- festar og beint fleyi slnu I átt til þeirrar strandar sem við hér sem eftir blðum eigum eftir að stefna til. Ég trúi þvl að þar sé landsýn fögur og þar hafi vinir beðið og vísar leið til hinna eilífu bústaða þar sem þreyttum er búin hvlld. Kristur sagði: Ég er upprisan og lífið, hver sem trúir á mig mun lifa þó hann deyi. Honum fel ég kæran vin um leið og ég flyt samúðarkveðjur eiginkonu syni, öldruðum foreldrum og bróður, heimilisfólkinu I Jaðri, ásamt fjölmennu frænda- og vinaliði. Far þú I friðl friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. V.B. C.K.Þ. ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á 1 mið- vikudagsblaði, að berast I sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. t SVEINFRÍÐUR GUÐBJÖRNSDÓTTIR, fri Flateyri, léztað Flrafnistu, 1 1. nóvember Vilborg Ásgeirsdóttir. Auðunn Bragi Sveinsson. Faðir okkar. t BJARNI PÉTURSSON, bHasmiður, andaðist 1 2 þ.m Lilja Bendixen, Lára Petrina Bjarnadóttir. Elinborg Bjarnadóttir. t Útför SIGURBORGAR SIGUROARDÓTTUR. Þingholsbraut 15, Kópavogi. fer fram frá Frikirkjunni i Hafnarfirði, laugardaginn 13. nóvember kl. 1 1 árdegis Blóm vinsamlega afþökkuð. en þeir sem vildu minnast hinnar látnu látið liknarstofnanir njóta þess Vandamenn t Konan min og móðir okkar, GUÐLAUG OTTESEN lézt þann 1 1. nóvember. Gnoðarvogur 32. Þorkell Gunnarsson Karl Ottesen Auður Þorkelsdóttir Gunnar Þorkelsson Bryndls Þorkelsdóttir t Útför mannsins míns, foður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS H. SIGMUNDSSONAR frá Hvallátrum Marfubakka 14, Reykjavlk fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 5. nóvember kl. 1 3.30. SigriSur Eggertsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.