Morgunblaðið - 27.11.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.11.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 Barnaspítali Hringsins: Veitir aukna þjónustu vegna heilahimnubólgu VEGNA fjölgunar heila- himnubólgu tilfella, sem orðiö hefur vart að undan- förnu, hafa læknar Barna- spitala Hringsins ákveðið að taka upp aukna þjón- ustu. Geta heimilis- og vaktlæknar nú vísað veik- um börnum til Barnaspít- ala Hringsins. Með- fylgjandi upplýsingar bár- ust Morgunblaðinu í gær frá Barnaspítala Hringsins: „Heimilis- og vaktlæknar geta nú vísað veikum börnum til Barnaspítala Hringsins, Land- spítalanum til skoðunar, en þar verður síðan tekin ákvörðun um hvort sjúklingurinn geti farið heim aftur eða þurfi að leggjast inn. Læknar deildarinnar hafa boð- izt til að veita þessa þjónustu um óákveðinn tíma og er hún hafin nú vegna þeirrar aukningar heila- himnubólgu, sem orðið hefur vart að undanförnu, en segja má, að þetta sé spor i þá átt, að gera Landspítalann virkari i hinni al- mennu heilbirgðisþjónustu, sér i lagi, þegar um bráð veikindi er að ræða. Læknar spítalans hafa haft áhuga fyrir aukinni þjónustu af þessu tagi, en reynst hefur erfitt að finna slikri starfsemi stað í spítalanum vegna þrengsla. I sambandi við þá þjónustu, sem barnadeild Landspitalans er nú að fara af stað með má geta þess, að læknar deildarinnar munu til skiptis gegna þessari við- bótarstarfsemi, en til hennar kasta kemur fyrst og fremst í þeim tilvikum, þegar vaktlæknir telur sig ekki geta sinnt nógu fljótt þeim verkefnum, sem fyrir liggja hverju sinni eða hann álit- ur sjúklingþarfnastnánari rann- sóknar en hægt er að veita við sjúkrabeð". Kaupa um 50 myndir Gunnars Hannessonar FERÐAMÁLARAÐ og Flugleiðir hafa nýverið fest kaup á 45 af litmyndum Gunnars heitins Hannessonar ljósmyndara og mun vera ætlun þessara aðilja að nota myndirnar í landkynningar- starfsemi. Myndirnar spanna yfir ýmis svið en flestar þeirra eru af r Oskað setudóm- ara í útburðarmáli bóndans á Alviðru NUVERANDI eigendur jarðar- innar Alviðru i Ölfushreppi, Landvernd og Árnessýsla, hafa óskað eftir því við sýslumann Arnessýslu að ábúandi Alviðru, Helgi Þórarinsson, verði borinn af jörðini og umráðaréttur yfir jörðinni verði að fullu afhentur eigendum Alviðru. , WO Efl SJHVflRÚT- VE6SRÁ0H£RRfl. HflNH SEÚIR WW9SÉSÍN PEflSÓNOLEáfl flp ÞflP VFR9I VE90R R MORáON Páll Hallgrímsson, sýslumaður Arnessýslu, hefur að þessu tilefni ritað dómsmálaráðuneytinu og óskað eftir því að sérstakur setu- dómari verði skipur til að fjalla um málið vegna aðildar hans að því sem fulltrúa Arnessýslu í stjórn Alviðru. Að sögn Baldurs Möller, ráðuneytisstjóra í dóms- málarláðneytinu, hefur ráðuneyt- ið ekki skipað setudómara í málið en sennilegt er að það verði gert strax eftir helgi. Sem kunnugt er af fréttum hefur fyrrum eigandi Alviðru, Magnús Jóhannesson, sem gaf jörðina Landvernd og Árnessýslu, nú óskað eftir að gjöfinni verði rift. Páll S. Pálsson, lögmaður núverandi eiganda, sagði í samtali við blaðið í gær, að allt benti nú til að leitað yrði sátta i riftunarmálinu áður en það yrði falið dómstólum til úrlausnar. eldgosum, jöklum, hreinu og tæru lofti og siðast en ekki sizt fagurri náttúru. I viðtali við Morgunblaðið i gær sagði Heimir Hannesson, formað- ur Umhverfismálaráðs, að mynd- irnar væru rtú i stækkun í Noregi, en fljótlega eftir að vinnslu þeirra væri lokið yrðu þær settar á sýningu á meginlandi Evrópu og síðar væntanlega I Bandarikjun- um. Myndirnar munu m.a. verða notaðar sem rammi um vörusýn- ingar og til greina kæmi að nota þær á hverri þeirri sýningu er- lendis sem snerti Island og Is- Iendinga, sagði Heimir. Gunnar Gunnarsson, sonur Gunnars Hannessonar, sagði við Morgunblaðið i gær að það væri sérstök ánægja að af þessum kaupum hefði orðið. — Þetta er mikil viðurkennig á starfi föður míns, sem vann alla tíð mikið að landkynningarmálum. Það er mikill heiður að opinber aðili eins og Ferðamálaráð skuli ætla að kynna ísland með myndum hans, sagði Gunnar Gunnarsson. Þess má að lokum geta að Sam- band islenzkra samvinnufélaga hefur keypt milli 5 og 10 mynda Gunnars og hyggst nota þær á sýningum sínum erlendis. (Ljósm. Fridþjófur). „Ég mæti honum daglega, manninum með pokann. Og hvert sinn hef ég spurt: Ifvað er í pokanum?" (Hvað er I pokanum? T.G.) Mokloðnuveiði: Átta bát- ar með 300 lestir UM LEIÐ og gefur á loðnu- miðunum er mokveiði og í fyrrinótt fengu allir bátarnir á miðunum full- fermi utan einn, sem varð fyrir því óhappi að aðal- vindan bilaði. Alls fengu bátarnir um þrjú þúsund tonn og er þá heildarloðnu- aflinn kominn yfir 95 þús- und tonn. Bátarnir sem voru á miðunum eru átta talsins, en 14 bátar stunda nú veiðarnar og fer sifellt fjölgandi. Bátarnir, sem fengu afla, voru þessir.: Pétur Jónsson 550 tonn, Hrafn 400 tonn og Ás- berg 380. Þessir bátar fóru til Siglufjarðar. Eldborg fór með 530 tonn til Hafnarfjarðar, Ársæll Sigurðsson 180 til Faxafióahafna, Bjarni Ólafsson 150 tonn til Akra- ness og Helga 2. með 360 tonn og Svanur með 320 tonn til Reykja- vikur. Uppsögn röntgen- tæknanna er baga- leg fyrir spítalana STAÐAN I málum röntgentækna á spftölum I Reykjavfk hefur ekki breytzt sfðustu daga, en sem kunnugt er hættu flestir röntgen- tæknar störfum á þriðjudaginn. Haukur Benediktsson, fram- kvæmdarstjóri Borgarspítalans, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að uppsögn röntgentækn- anna níu á Borgarspítalanum væri mjög bagaleg fyrir stofnun- • • Onnur Twin Otter-vél Vængja í loftið í dag ina og t.d. yrði fólk utan úr bæ nær alveg að bíða með myndatök- ur, en hins vegar væri hægt að sinna starfi röntgentækna í að- kallandi tilfellum með þvi að röntgenhjúkrunarkonur og lækn- ar ynnu störf tæknanna. Ekki hafa þeir aðilar sem eiga í deilunum verið boðaðir saman til fundar, en að sögn Hauks er verið að reyna að finna lausn á þessu máli. Nú starfa tveir röntgen- tæknar á Borgarspítalanum, en þeir voru ráðnir eftir að uppsagn- ir hinna níu, sem hættu, komu til. Á Landspítalanum hættu 5 rönt- gentæknar vinnu í vikunni og einn á Landakotsspítala. VÆNGIR hefja f dag að nýju áætlunarflug með annarri Twin Otter flugvél félagsins og verður Guðbjörg til við- gerðar á Akureyri tsafirði, 26 nóvember. SJÁLFSTÝRING mun hafa bilað er skuttogarinn Guðbjörg ÍS 46 strandaði við utanverðan Seljadal í ísafjarðardjúpi í gær- kvöldi. Skipið losnaði af strandstað af eigin ramm- leik, en er það kom til ísa- fjarðar kom í ljós að nokk- ur leki hafði komið að skip- inu. Við rannsókn kom í ljós 3—4 metra rifa frá stefni skipsins og dældir í botninum 4—5 metra þar fyrir aftan. Auk þess rofnuðu suð- ur og leki kom að olíutanki bak- borðsmegin. Lak nokkur olia úr skipinu, en þessi tankur var fljót- lega tæmdur. I kvödl hélt Guð- björg af stað til Akureyrar þar sem gert verður við þetta mikla aflaskip eins fljótt og auðið er. — Ólafur. flogið til Blönduóss og Sigluf jarð- ar í dag. Undanfarið hefur Island- er-vél félagsins verið ein I áætlunarflugi, en unnið hefur verið að viðgerðum á hinum flug- vélunum. Sfðastliðinn miðviku- dag kom hingað til lands Banda- rfkjamaðurinn, sem verða mun yfirflugvirki félagsins, en hann hefur mikið starfað við Twin Ott- er-flugvélar. Að sögn Ómars Ólafssonar hjá Vængjum var farið í reynsluflug á annarri Twin Otter-flugvélinni í gær og reyndist hún í alla staði mjög vel. Hefur Loftferðaeftirlit- ið gefið grænt ljós á að vélin hefji áætlunarflug að sögn Ómars. Leitað að sjö- tugum manni BJÖRGUNARSVEITIR leituðu í gær að 70 ára gömlum manni, Gunnlaugi Guðmundssyni, Barmahlíð 50, Reykjavik. Siðast er vitað um ferðir Gunnlaugs með vissu á miðvikudagskvöldið. Gunnlaugur er hár og grannur, hvithærður og sennilega klæddur í gráa úlpu, með köflóttan hatt og í gráum buxum. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir Gunnlaugs eftir miðvikudagskvöld eru beðn- ir að láta rannsóknarlögregluna vita. © INNLENT Neituðu að landa rækjunni: Langanes kemur aft- ur heim með ræk juna VÉLBÁTURINN Langa- nes frá Þórshöfn átti að selja frystan fisk og laus- frysta rækju í Grimsby í gærmorgun. Vel gekk að landa fiskinum, en þegar kom að því að landa rækj- unni strandaði allt vegna kjaradeilna verkamanna við höfnina í Grimsby. Langanesið seldi 14 tonn af lausfrystum fiski fyrir 1.8 millj. kr. og fékk 126 kr. pr. kíló og síðan seldi skipið 6 tonn af heil- frystum fiski, og fengust 140 kr. á kíló af þeim afla. Að lokum átti að landa rækj- unni, en þá strandaði allt. 1 fyrstu neituðu tollyfirvöld bátnum um löndun i fiskihöfn- inni og létu hann , fara í verzlunarhöfnina. Þegar þang- að kom voru verkamenn þar í verkfalli og neituðu að landa. Tollyfirvöld féllust þá á að heimila löndun í fiskihöfninni, en ekki tók betra við er bátur- inn kom þangað. Þá kröfðust verkamenn í fiskihöfninni að fá sama kaup við þessa löndun og greitt er í verzlunarhöfninni og gekk hvorki né rak í samninga- umleitan. Málið endaði með því að báturinn verður að sigla með rækjuna á ný til tslands og verður að afskipa henni hér og senda siðan út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.