Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 13

Morgunblaðið - 27.11.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 13 Sala ad hef jast á happdrættis- skuldabréfum ÞRIÐJUDAGINN 30. nóvember n.k. hefst sala á verðtryggðum happdrættisskuldabréfum rfkis- sjóðs, I-fiokki, samtals að fjárhæð 200 millj. kr. Skal fé því, sem inn kemur fyrir sölu bréfanna, varið til framkvæmda við Norður- og Austurveg. Áður liafa verið boðnir út átta flokkar happdrættiskuldabréfa, samtals að fjárhæð 1410 rnillj. kr. og er árlega dregið um 4.740 vinn- Litli prins- inn áförum í gærkvöldi var síðasta sýning Þjóðleikhússins á leikritinu Vojtsek eftir þýzka skáldið Georg Buchner. Þá verður á morgun síðasta sýningin á Litla prinsinum eftir Exupery. Þetta er brúðuleiksýn- ing sem notið hefur afar mikilia vinsælda en ekki er unnt að sýna hana lengur, þar eð brúðurnar og sviðsbúnaður er fenginn að láni frá Svíþjóð og verður nú sendur þangað aftur. Næsta verkefni Þjóðleikhússins verður ballett- sýning íslenzka dansflokksins, nemenda Listdansskólans, leikara og karldansara. Nánar verður sagt frá ballettsýningunni í blað- inu síðar. inga, samtals að fjárhæð 128,6 millj. kr. Allir þessir flokkar hafa selst upp á skömmum tima og hefur fénu m.a. verið varið til að ljúka hringvegi um landið og full- gera Djúpveg. Happdrættisskuldabréf í I- flokki eru hvert að fjárhæð tvö þúsund krónur. Árleg fjárhæð happdrættisvinninga nemur 10% af heiidarútgáfunni, og er dregið um þá einu sinni á ári, nú fyrst 10. febrúar 1977. Alls verður dregið 10 sinnum, en vinningar hverju sinni eru 598 talsins, sam- tals að fjárhæð 20 millj. króna, og skiptast þannig: 4 vinningar á kr. 1.000.000 kr. 4.000.000 4 vinningar á kr. 500.000 kr. 2.000.000 90 vínningar á kr. 100.000 kr. 9.000.000 500 vinningar á kr. 10.000 kr. 5.000.000 Happdrættisskuldabréfin verða endurgreidd að 10 árum liðnum, ásamt verðbótum í hlutfalli við þá hækkun, sem verða á vlsitölu framfærslukostnaðar á láns- tímanum. Sem dæmi um þróun framfærsluvísitölu, þá hafa bréf í A-flokki 1972 hækkað um 310,83% eða liðlega fjórfaldast. Happdrættisskuldabréf ríkis- sjóðs eru undanþegin framtals- skyldu og eignarsköttum, en vinn- ingar og verðbætur undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari. Seðlabanki Islands sér um út- boð happdrættislánsins fyrir hönd ríkissjóðs, en sölustaðir eru bankar, bankaútibú og sparistjóð- ir um land allt. Fréttatilkynning Klippurnar voru til í þorskastríðinu 1958 KLIPPURNAR alræmdu, sem ísienzku varðskipin beittu óspart gegn brezkum landhelgisbrjótum í tveimur sfðustu þorskastriðum, voru til þegar á árinu 1958, en þá fékk Landhelgisgæzlan ekki heimild tii að beita þeim. Kemur þetta fram i bókinni „Tíu þorska- str(ð“ eftir Björn Þorsteinsson sagnfræðing. í bókinni segir, að klippurnar hafi verið hannaðar af Pétri Sigurðssyni forstjóra Landhelgis- gæzlunnar á árum 8. þorskastriðs- ins, þ.e. 1958, en ekki beitt fyrr en siðar. Þegar komið hafi á daginn, að Bretar beittu herskipavaldi togurum sínum til verndar og togarasjómenn þeirra snúist önd- verðir gegn störfum gæzlunnar, hafi góð ráð verið dýr. „Á miðju ári 1958 hóf Pétur Sigurðsson for- stjóri með aðstoð Friðriks Teits- sonar, járnsmfðameistara frá Vitamál að smíða klippur, sem að gagni mættu koma I viðureign við landhelgisbrjóta. Smíði tækjanna fór leynt; Islendingar höfðu eignast hernaðarleyndarmál, sem var aðeins á vitorði þeirra Péturs og Friðriks." Siðan segir: „Tilraunir með togvíraklippur voru framkvæmdar af varð- skipunum Ægi og Mariu Júllu undir stjórn skipherranna Þórarins Björnssonar og Lárusar Þorsteinssonar seint árinu 1958 og lokið rétt fyrir áramót. Þá þótti fullreynt að klippurnar dygðu til þess að stýfa i sundur togvíra án þess að vinna tjón á skipi eða slasa áhöfn. Framleiðsla á togvíraklippum handa varðskipunum hófst strax að tilraunum loknum og snemma árs 1959 voru öll varðskipin búin leynivopninu, en þvi var ekki beitt til þess að stöðva landhelgis- brjóta, vegna þess að Islenzka rikisstjórnin var þá tekin að þreifa fyrir sér um samninga við Breta.“ A blaðamannafundi hjá Sögufélaginu. Frá vinstri: Björn Þorsteinsson, Þórður Björnsson, Pétur Sigurðsson og Bergsteinn Jónsson. — Ljésm.: rax. „Tíu þorskastríð” eftir Björn Þorsteinsson BÚK þessi, sem kom út um helgina, er þáttasafn um fslensk hafréttarmál frá 15. öld til nútfma. — Höfundur teiur, að einhver mikilvægasta tækni- byiting allra tlma hafi orðið á Norður-Atlantshafi um 1400, er nýjar gerðir skipa, tvf- og þrí- möstrungar búnir margs konar seglum útrýmdu vikingaaldar einmöstrungunum af sigiinga- leiðum Vesturlanda. I kjölfar tæknibyltingarinnar sigldu fiskveiðar á höfum úti, og voru englendingar braut- ryðjendur i þeirri iðju og sóttu á íslandsmið þegar um 1410. Aldrei höfðu neinir menn í heiminum sótt áður svo langan veg til þess eins að drepa þorsk, og siglingar og fiskveiðar á höf- um úti urðu blómlegur atvinnu- vegur. „Menn höfðu unnið full- an sigur á sjálfu úthafinu og tóku að leggja um það þjóðleið- ir, og hin fyrsta lá norður til íslands." Miklum tæknibyltingum fylgir valdaröskun og þar með strið og styrjaldir, og nú tóku menn snemma á 15. öld að berj- ast um aðstöðu til fiskveiða langt norður í höfum. Björn telur að 10 þorskastrið hafi a.m.k. verið háð um tslandsmið. Stríð skýrgreinir hann sem skipuleg ofbeldisverk eins ríkis gegn öðru til þess að auka hag sinn og veldi. Flestum stríðum hefur lokið með samningum, og það eru einkum samningar eða breytt hafréttarlöggjöf, sem Björn leggur fram þorskastrið- um sínum til sönnunar. Þorskastríðin sem Björn nefnir eru sem hér segir: 1. 1415—25; sjóræningja- stríð, sem lýkur með þvi að landsstjórnin á Islandi er hernumin til Englands. 2. 1447—49; Eyrarsunds- strið. Danakonungur lokar Eyrarsundi fyrir enskum skip- um og hernemur nokkur. Björn telur að „Eyrarsundslásinn" hafi tryggt dönum völd á Is- landi, annars hefði landið hlot- ið sömu örlög og Hjaltland. 3. 1467—73; Eyrarsundi lokað, blóðugt strið bæði á ís- landi og Norðursjó. 4. 1484—90; Eyrarsundi lokað. Blóðugt strið við Islands- strendur og á Norðursjó. 5. 1532—33; Grindavíkur- striðið, englendingar hraktir úr stöðvum, sem þeir höfðu komið sér upp á Suðurnesjum og viðar um land. Þeir halda eftir stöðv- um i Vestmannaeyjum. 6. 1896—97; englendingar senda flotadeild til íslands og krefjast frjálsra veiða á flóum og fjörðum utan 3ja mílna marka frá landi. Engin mót- spyrna, en landsstjórnin óskar þess að Faxaflói verði friðaður fyrir togveiðum. Ekki sinnt. 7. 1952—56; ísl. fiskveiðilög- saga færð út i 4 milur og flóum og fjörðum lokað fyrir veiðum útlendinga. 8. 1958—61; fiskveiðilögsag- an færð út í 12 mílur. 9. 1972—73; fiskveiðilögsag- an færð út i 50 mílur. 10. 1975—76; fiskveiðilögsag- an færð út í 200 mílur. Samningar tókust milli dansk-norsku ensku stjórnanna um tslandsmái 1415, en þeir Kvennavandræði Hinriks VIII ollu því að hann innlimaði ekki Ísland í Bretaveldi Hinrik VIII. samningar ættu fremur að hafa táknað stríðslok en upphaf striðs. Hins vegar hófust skær- ur milli englendinga og islenskra stjórnvalda um 1419 og friðarsamningar tókust ekki fyrr en 1432. Þorskastriðin við englendinga gætu þvi verið 11 eða jafnvel 12, ef vandlega er að gáð. I bókinni er allgildur kafli um Hinrik 8. Englandskonung og konur hans, en hann hafði miklar tekjur af tslandi og Is- landsmiðum, en kvennavand- ræði ollu þvi að dómi Björns, að hann innlimáði tsland ekki í riki sitt. Hér átti hann tals- verðra hagsmuna að gæta, en tapaði þeim í Grindavikurstrið- inu, af því að hann var mjög önnum-kafinn, upptekinn af Framhald á bls. 17 Bragi Ásgeirsson og Pétur Ölafsson, varaformaður Germania- félagsins við mynd, sem ber hið einkennilega nafn Sparisjóður og er eftir Wolf Vostell. ói. k. m. „Grafík á heimsmælikvarða” KLUKKAN tvö í dag verður opnuð með við- höfn á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á þýzkri grafík eða „Þýzk grafík á vorum dögum,“ eins og segir í sýningarskrá. Sýningin er á vegum Germania-félagsins, sem er félag menningarlegra tengsla milli íslands og Þýzkalands. Pétur Ólafs- son, varaformaður Germania, sagði sýning- una með þeim merkari af listsýningum þessa árs. I Sýning opnar í dag á Kjarvalsstöðum fyrra var haldin á vegum Germania félagsins hin svokallaða Gutenberg- sýning. Bragi Ásgeirsson, hefur séð um uppsetningu sýningarinnar, en honum til aðstoðar voru tveir nemendur úr Myndlista- og handíðaskólanum. Sagði Bragi að grafik þessi væri á heimsmælikvarða. Sú albezta sem hefði komið hingað til lands, eins og hann komst að orði. Ennfremur að allir lista- mennirnir væru ungir og marg- ir þeirra væru málarar og myndhöggvarar, jafnframt sem þeir ynnu við grafik. I sýningarskrá, „Þýzk grafík á vorum dögum“, segir m.a.: „Þeir 36 listamenn, sem eiga grafík, myndaða eða nefnda á nafn í sýningarskrá þessari, reyna að túlka þá veröld, sem við lifum í nákvæmlega á jafn margvíslegan hátt. bæði i lýsingum sinum og skoðun- um. . .“ Ennfremur: ,,Nýir fjöl- miðlar, nýtt efnisval og nýr skilningur hefir leitt til þess, að upp hefir vaxið ný-raunsæi með eigin sérkennum, sem skýrt og greinilega hefir haslað sér völl á þýzku listsviði, einkum i. Berlin. Þarna er ekkert blítt og saklaust og þaðan af síður sam- hljóma; á óbliðan harðan, oft grimmilegan hátt eru fjaðrirn- ar reyttar af manngerð velferðarþjóðfélags okkar." A sýningunni eru alls hundr- að myndir. Hún verður opin virka daga frá 4—10, um helgar frá 2—10 og stendur til 9. desember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.