Morgunblaðið - 27.11.1976, Síða 15

Morgunblaðið - 27.11.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 15 Hvað er leikmaður? í kristinni kirkju, sem telur innan sinna vébanda um það bil þriðjung mannkyns, eru margir einstaklingar. Með hliðsjón af verkaskiptingu kirkj- unnar manna hefur frá fornu fari tíð- kazt að tala um „lærða og leika'. Lærðir voru menn andlegrar stéttar þ e. prestar. áður fyrr þeir einu, sem það gátu kallazt. Leikir voru einstakl- ingar, konur og karlur úr öllum öðrum stéttum þjóðfélagsins. Leikmannastétt Or röðum leikmanna var snemma farið að kjósa menn til ákveðinna starfa i kirkjunni. Leikmannastétt varð til á dögum fyrstu postula Jesú Þegar frumsöfnuðurinn I Jerúsalem hafði vaxið svo, að postulunum var um megn að sinna auknum skyldum ásamt predikunarstarfi slnu, voru kosnir þeim til aðstoðar sjö menn. Nöfn þeirra eru skráð I Postulasögunni Verkefni þeirra var að sjá um dreifingu matvæla til nauðliðandi fólks, en kvartað hafði ver- ið um, að nokkrir væru settir hjá, er matargjöfunum var útbýtt. Dlanonía Mennirnir sjö voru nefndir safnaðar- þjónar eða djáknar Brátt urðu til nýjar þjónustugreinar, t.d. hjúkrun og kennsla. Fjölmennt lið karla og kvenna skipaði sér I þessar leikmannaraðir. Þessi kirkjulega þjónusta fékk nafnið diakonia. Orðið er grískt og merkir þjónusta (af orðinu diakonos, sem merkir þjónn) — Mér lék hugur á að kynnast leik- mannastarfi sænsku kirkjunnar, er við hjónin vorum á ferðalagi í Svíþjóð í sumar Það var ekki sizt vegna þess, að stjórn Prestafélags Hólastiftis ákvað að efna til námskeiðs fyrir leikmenn á Hólum i Hjaltadal næsta sumar Svíar eignast leikmannaskóla Þegar minnzt er á sænska leik- mannaskólann, er þar til máls að tala, að á fyrstu tugum 20. aldar var all- mikill skortur á prestum I Sviþjóð, einkum Norður-Svíþjóð Þá var það prestur að nafni séra Jón Melander, framkvæmdastjóri sænsku diakon- hreyfingarinnar 1910—1918, sem gerðist brautryðjandi leikmanna- skólans. Hugðist hann bæta úr presta- skortinum með þvi að mennta svo- kallaða aðstoðarkennimenn (pastorsdiakoner). Það var fyrsta verk- efni skólans. Skólinn var stofnaður 8 okt. 1922 i Hallesjö, prestakalli séra Jóns Melanders. Að vakna til ábyrgðar í kirkjunni Með skólahugsjóninni var það ósk séra Melanders og bæn, að skólinn yrði lyftistöng kirkjulegs starfs i Sviþjóð, enda er sú raun á orðin Skólinn hefur vakið leikmenn i kirkj- unni til ábyrgðar, til þátttöku. fórnar- vilja og vinnu, sem hefur orðið sænsku kirkjunni til farsældar. Elisabet, eigin- kona Melanders. var honum mikil hjálp i þessari köllun hans. Rétt áður en skólinn var stofnaður skrifar Mel- ander: „Elisabet og eg höfum ákveðið að byrja skólann." Fyrstu nemendur urðu þrettán og bjuggu þeir á sveita- heimilum i grennd við safnaðarheimil- ið i Hallesjö, þar sem kennslan fór fram. Námstimí aðstoðarkennimanna var þrjú og hálft ár Fyrstu árin var séra Melander hvorttveggja sóknarprestur I Hallesjö og skjólastjóri leikmanna- skólans. Að uppbyggjast sem lifandi steinar Á stofndegi var skólinn hátíðlega vigður að viðstöddum nokkrum gest- Skólastjórinn Carl Henrik Martling MeÓ Ajax þvottaefní veróur mísliti þvotturinn alveg jafn hreinn og suóuþvotturinn. Hinir nýju endurbættu efnakíjúfar gera þaó kleift aö þvo jafn vel meó ölium þvottakerfum. Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvítur. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða kosti sina, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatiminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýjr, endurbættir efnakljúfar ganga alveg inn i þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i forþvottinum. Þannig er óþaHt að nota sérstök forþvottaefni. Ajax pvottaefní þýóir: gegnumhreínn þvottur meó öllum þvottakerfum. Mjög óhreinn fatnaður þarf mjög gott þvottaefm... Leikmannaskóli rlkara mæli inn á þá braut, að mennta ýmsa starfshópa almenns safnaðar- starfs: Leiðbeinendur i sunnudaga- skólastarfi, æskulýðsleiðtoga, sóknar- nefndarmenn, kirkjuverði, reiknings- haldara, stjórnendur kirkjulegra saumaklúbba. fræðara i bibliulestri, kennara smábarnaskóla, unglinga- fræðslu, heimilisiðnaðar og hjúkrunar- nema . Vinafélag leikmannaskólans Séra Jón Melander var áfram hinn skeleggi og ótrauði forsvarsmaður leik- mannaskólans og mótaði stefnu hans: Hlutverk leikmánnaskólans er að annast fræðslu leikanna á trúargrund- velli sænsku kirkjunnar, mennta leik- menn til þjónustu I kirkjulegum embættum og frjálsu safnaðarstarfi. Árið 1924 stofnuðu nokkrir leik- menn á sumarnámskeiði félag, er hlaut nafnið: Vinafélag leikmannaskóla sænsku kirkjunnar. Eins og nafnið gefur til kynna, er það tilgangur félags- ins að sýna skólanum hollustu og vin- áttu, standa vörð um skólahugsjónina. Ákveðið var að félagar legðu skólanum til fé árlega, minnst 5 krónur sænskar. Þá má einnig geta stuðnings sænsku „kirkjubræðranna" einkum á degi leik- manna I kirkjunni, þegar fjársöfnun fer fram I Sviþjóð handa skólannm. Framhald á Dls. 17 4. grein um, þar á meðal hinum fræga erkibiskupi Svía, Natan Söderblom Erkibiskupinn var þar sem fulltrúi dia- konhreyfingarinnar, sem hafði átt sinn þátt I að stofna skólann. Slðastur gesta gekk Söderblom inn fyrir altarisgrátur kirkjunnar I Hallesjö. Hann lagði út af orðunum í 1. Pétursbréfi „og látið sjálfir upnbyggjast sem lifandi steinar I andlegt hús til heilags prestafélags til að frambera andlegar fórnir. . ." Söderblom talaði um dýrmæti og gildi fórnarinnar og þakkaði Hállesjö — söfnuði kærleiksrlka þátttöku i þessu nýmæli kirkjunnar. Skólahúsið [ brekkunni við Löginn Haustið 1 923, árið eftir að skólinn hóf starf sitt, var hann fluttur til Sig- túna Fyrst hafði hann aðsetur i leigu- húsnæði Sigtúnastofnunar (sambr. Mbl. 28 sept. s.L), en síðan i eigin byggingu, er byggð var 1 930 Á þvi ári var minnzt ellefu alda afmælis fyrsta kristniboðs I Sviþjóð, er postuli Norðurlanda. Ansgar, kom fyrst þangað. Af þvl hátiðlega tilefni var byggingin i brekkunni látin heita Ansgarshlíð (Ansgarsliden) Eftir nokkra reynslu aðstoðarkenni manna, kom I Ijós, að ekki var grund- völlur fyrir starfrækslu þeirra, einkum af fjárhags ástæðum Skólinn fór i æ Frá norrnnu leikmannanámskeiSi í skólanum Leikmannaskóli sænsku kirkjunnar i Sigtunum Einkennismerki skólans, mynd af Ansgar. Ur Svíþjóðarför: Eftir sr. Pétur Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.