Morgunblaðið - 10.12.1976, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.12.1976, Qupperneq 1
64 SÍÐUR 272. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Atlantshafebandalag- ið áfram hornsteinn vestræns öryggis” Yfirlýsing Carters: Símamynd AP Myndin var tekin á utanrfkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins I Brtissel í gær og sjást þeir Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta, og Henry Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, spjalla glað- lega saman. Þetta er í síðasta sinn sem Kissinger situr slfkan fund og voru honum færðar gjafir frá ýmsum starfsbræðrum sínum. Brezka stjórnin: Samkomulag um efnahags- ráðstafanir vegna lántöku Nóbelsverðlaunin verða afhent f dag og f fyrsta skipti f 76 ára sögu þeirra hljóta öll verðlaunin menn frá sama landi, Bandarfkjunum. Myndin var tekin í samkvæmi f bandaríska sendiráðinu f Stokkhólmi f gær og t.f.v. eru Burton Richter, Carleton D. Gajdusek, William L. Lipscomb, Saul Bellow, Samuel C.C. Ting, Milton Friedman og Baruch S. Blumber. Nóbelshátíðin í dag Bandaríkjamenn hrepptu öll verðlaunin Lundúnum — 9. des. — AP t grundvallaratriðum hef- ur náðst samkomulag inn- an brezku stjórnarinnar um nauðsynlegar efna- hagsráðstafanir vegna lán- töku hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, en lánið sem Bretar hafa sótt um hjá sjóðnum nemur 3.9 milíjörðum Bandarfkja- dala, eða sem nemur um 741 milljarði fslenzkra króna. Lánið er veitt með skilyrðum og er talið að brezka stjórnin muni beita sér fyrir verulegum niður- skurði á opinberum út- Lesa Marx og Churchill London 9. des. Reuter. KARL Marx og kenningar hans er eftirlætislesefni þingmanna Verkamannaflokksins, en aftur á móti hneigjast ihaldsþingmenn- irnir að þvi að lesa verk Winstons Churchills, segir í frétt um könn- un á lestrarvenjum þingmanna. Þar sagði einnig að meðal þess sem þingmenn Ihaldsflokksins læsu einnig töluvert væri Biblían og skrif Adolfs Hitlers. gjöldum, en vinstri armur Verkamannaflokksins hef- ur barizt mjög gegn slfkri stefnu. Denis Healey fjármálaráðherra gerir grein fyrir tillögum stjórn- Briissel 9. des. Reuter NTB. JIMMY Carter, kjörínn forseti Bandarfkjanna. fullvissaði f dag utanrfkisráðherra Atlantshafs- bandalagsins um að hann liti svo á að bandalagið yrði áfram sá hornsteinn bandarfsks öryggis og alls hins vestræna heims sem það hefði verið og hét þvf að rfkis- stjórn hans myndi vinna að þvf á aflan hátt að styrkja aðild Banda- rfkjamanna að þvf. Yfirlýsingu Carters var vel tekið og Josef Luns, framkvæmdastjóri banda- lagsins, sagði hana hafa verið kærkomna og einmitt það sem þurft hefði á þessari stundu. Það var Henry Kissinger, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sem las yfirlýsinguna frá Carter en um hana hafði verið tilkynnt. 1 yfirlýsingunni lagði Carter áherzlu á að NATO-löndin hefðu nána samvinnu sfn á milli bæði varðandi evrópsk öryggismál og heimsmálin almennt. „Ég efast ekki um að við getum staðið af okkur alla storma og ég er sann- færður um að hlutverk Atlants- Framhald á bls. 18 arinnar um efnahagsráðstafanirn- ar n.k. miðvikudag. Þegar fréttist, að brezka stjórn- in og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn væru í þann veginn að komast að samkomulagi hækkaði pundið víða á gjaldeyrismarkaði. Stokkhólmi, 9. des. Reuter. BANDARfSKIR Nóbelshafar munu setja mikinn svip sinn á Nóbelshátfðina sem verður f Stokkhólmi á morgun, föstudag. Þetta er f fyrsta skipti f 76 ára sögu Nóbelsverðlaunanna að öll verðlaunin fara til sama lands. Bandarfkjamenn fengu verðlaun- in f bókmenntun, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og hag- fræði. Friðarverðlaunum var ekki úthlutað. Stig Ramel, forstjóri Nóbels- sjóðsins, harðneitaði í dag þeim vangaveltum, sem hafa birzt f sænskum blöðum um að verðlaun- in væru veitt Bandaríkjamönnum til að heiðra þá sérstaklega í til- efni 200 ára afmælis Bandarkj- anna, heldur væru þau veitt fyrir frábær vásinda- og bókmennta- störf. Karl Gústaf Svíakonungur mun afhenda verðlaunin annað kvöld. Margir Nóbelsverðlaunahafanna eru komnir til Stokkhólms, þar á meðal annar verðlaunahafanna i læknisfræði, Carleton Gajdusek, og átta kjörsynir hans, svo og Saul Bellow og fimmtán nánir ættingj-1 ar hans. Upphæð sú sem hver verð- launahafi hlýtur er um 681 þús- und sænskar krónur eða röskar 27 milljónir íslenzkra króna. Aðrir Nóbelsverðlaunahafar f ár eru Baruch Blumberg, sem einnig fékk verðlaun i læknis- fræði, William Lipscomb i efna- fræði, Samuel C. Ting og Burton Richter i eðlisfræði og Milton Friedman I hagfræði. „Ofreskja með mannsandlit og hjarta skrimslis” Tókýó 9. des. AP. „CHANG Chiang er ófreskja með mannsandlit en hjarta skrímslis," segir f grein f Dagblaði alþýðunn- ar f Peking f dag, en þar er for- dæmingarherferðinni á hendur ekkju Maós haldið áfram af mikl- um þrótti. Nú er ekkjan sökuð um að hafa komið f veg fyrir að læknismeðferð kæmi formannin- um heitnum að tilætluðu gagni, Framhald á bls. 21 Engin ákvörðun hef ur verið tekin um viðræður segir Matthías Bjarnason um Reuters- frétt um veiðiheimildir brezkra togara 1 tilefni af ummælum þeim, sem Reuter-fréttastofan hefur eftir Efnahagsbandalaginu f gær, að búast megi við þvf að meira en helmingur þeirra brezku togara, sem leyfi höfðu til veiða hér við land fram til 1. desember s.l., geti snúið aftur á lslandsmið, náist bráðabirgða- samkomulag um gagnkvæmar veiðiheimildir bandalagsins og fslendinga, hafði Morgunblaðið f gærkvöldi samband við Matt- hfas Bjarnason sjávart.vegs- ráðherra og spurði hvort slfkt samkomulag væri til umræðu: „Eg fæ ekki skifið þessa frétt. 1 fyrsta lagi hefur engin ákvörðun verið tekin um við- ræður enn sem komið er, og f öðru lagi tel ég að fulltrúar Efnahagsbandalagsins geti á engan hátt sagt hvers konar samkomulagi þeir geti komizt að um gagnkvæmar fiskveiði- heimildir Efnahagsbandalags- ins og Islendinga, eða með hvaða hætti,“ sagði sjávarút- vegsráðherra. Morgunblaðið ræddi f gær- kvöldi við Einar Ágústsson, utanrfkisráðherra, sem nú er á fundi utanrfkisráðherra At- Framhald á bls. 18 Einar Ágústsson, utanrfkisráðherra, sést hér á tali við Knut Frydenlund, utanrfkisráðherra Noregs, f BrUssel f gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.