Morgunblaðið - 10.12.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 10.12.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 Bíldudalur: Hafrún átti að róa í gærkvöldi HAFRUN frá Bolungarvík, sem nú hefur verið keypt til Bíldudals, átti að fara f sinn fyrsta róður frá BHdu- dal I gærkvöldi og með tilkomu báts- ins er talið að 30—40 manns fái vinnu og ef annar bátur fæst til, að atvinnuleysi muni algjörlega hverfa á BHdudal. Theodór Bjarnason, sveitarstjóri i Bildudal. sagði i samtali við Morgun- blaðið í gær, að Hafrún hefði komið til Bildudals í gær, og þá hefði þegar verið búið að beita 40 bjóð í fyrsta róðurinn. Á bátnum eru 6 menn og 7 við beitingu. allt Bilddælingar. þá myndu 20 manns fá vinnu i frystihús- inu við verkun aflans Sagði Theodór, að skuldahalli frysti hússins hefði verið leystur í gær og menn vonuðust nú til að ástandið á Biidudal ætti eftir að gjörbreytast En annað skip þyrfti til viðbótar Hafrúnu, ef atvinnuleysi ætti að hverfa Til þess að atvinnulíf yrði tryggt allt árið um kring. þyrfti 2—3 báta eða skuttogara Þegar vinna hefst í frystihúsinu á Bíldudal á morgun, hefur það verið lokað frá því um mánaðamótin septem- ber — október á síðasta ári, eða i meira en 1 4 mánuði Að sögn Theodórs róa 10 rækjubát- ar frá Bíldudal um þessar mundir og hefur afli þeirra verið þolanlegur. I „lomber” með níu „mattadora” á hendi Framnes tók niðri við Bjargtangavita FRAMNESIÐ, 137 tonna bátur frá Þingeyri. tók niðri í fyrrakvöld við Látrabjarg, skammt frá Bjargtanga- vita. Losnaði skipið af sjálfsdáðum af strandstað og var dregið af vél- bátnum Birgi inn til Patreksfjarðar. Skemmdist Framnesið talsvert, dældaðist að framan, stýri skemmd- ist og stefnisrör, en tiltölulega litlar skemmdir urðu á skrúfu skipsins. í gær fóru sjópróf fram hjá sýslumann- inum á Patreksfirði, en skemmdir voru ekki fullkannaðar. Framnesið verður dregið til Reykjavíkur næstu daga og fer I slipp þar. Jón Andrésson, skipstjóri á Fram- nesinu. sagði í viðtali við Morgunblað- ið í gær, að skipið hefði strandað um klukkan 1 8 30 I fyrrakvöld. en um leið og skipið hefði tekið niðri hefði verið sett á fullt aftur á bak og skipið losnað fljótlega af strandstað — Við áttuðum okkur undir eins og skipið var orðið laust aftur og ekki hafði komið leki að því. að enginn 'hætta var á ferðum. Framnesið var síðan komið í tog hjá Birgi klukkan 20.10 sagði Jón — Stýrið fór úr sambandi við strandið, en vindátt var þannig og straumar að engin hætta var á að okkur ræki upp í land, þá hálfu aðra klukkustund. sem leið frá því að við tókum niðri, þar til við vorum komnir í tog Á Framnesinu var sex manna áhöfn og var skipið að koma úr róðri með sex tonn af línufiski þegar óhappið átti sér stað Skemmdir voru ekki fullkannaðar í gærkvöldi. en þó Ijóst að stýri og stefnisrör voru mikið skemmd. en skrúfan minna löskuð en talið var I fyrstu Sjópróf fóru fram í gær hjá Jóhannesi Árnasyni sýslumanni á Pat- reksfirði Framnesið verður dregið til Framhald á bls. 21 Lítið um óhöpp I GÆRDAG snjóaði í fyrsta sinn i Reykjavík á vetrinum, en þrátt fyrir mikla hálku var lítið um óhöpp í umferðinni. Að sögn lög- reglunnar höfðu orðið 15 árekstr- ar um kvöldmat, og engin alvar- legur. I fyrradag urðu árekstrar 114 talsins, en þá var mjög gott ökufæri i borginni. Eínn bátur með góðan loðnuafla EFTIR 10 daga brælu héldu loðnuskipin á miðin I fyrrakvöld, en aðeins einn bátur fékk góðan afla áður en tunglið kom upp, Pétur Jónsson KÓ fékk 350 lestir, sem hann fór með til Bolungar- vikur. Nokkrir aðrir bátar munu hafa fengið afla, þótt þeir færu ekki með hann í land. Um leið og tunglið kom upp stakk loðnan sér og þýddi þá ekkert að kasta á hana. 1 gærkvöldi var spáð góðu veðri á loðnumiðunum og áttu menn von á góðri ve.iði. FYRIR „Lomber .spilara" er þa8 eflauststórfrétt að 9 mattadorar skuli koma á eina hönd I beinni gjöf. Þetta gerSist þó á þriðjudags- kvöldið er þeir sátu að spilum Einar Magnússon fyrrum rektor. Karl Jónsson læknir, Valdimar Sveinbjörnsson fyrrverandi iþróttakennari og Pétur Jónsson starfsmaður Alþingis og það var sá sfðastnefndi, sem hafði heppnina með sér á miðvikudaginn. Spila- klúbburinn , sem fjórmenningarnir eru I, hefur verið virkur f 41 ár og aldrei fyrr hefur það gerzt að 9 mattadorar kæmu beint á sömu höndina. Einar Magnússon rektor sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ..lomber'' væri mikið menningarspil, skemmtileg blanda af heppni og snilld Það hefði verið mikið spilað hér áður, en þeir væru stöðugt færri sem kynnu þetta flókna spil Einar sagði að þeir hefðu verið með spila- klúbb i 41 ár, en alltaf þætti þeim „lomber" jafn spennandi. Eins og áður sagði er þetta ! fyrsta skipti, sem 9 mattadorar koma beint á höndina f klúbbnum. en þrisvar sinnum hefur það gerzt að 9 matta- dorar hafa fengizt eftir að keypt var. Það að fá 9 mattadora þýðir að sá sem fær hefur á hendinni öll hæstu spilin I þeirri tegund, sem verið er að spila. Að þessu sinni var lauf spilað og Pétur hirti að sjálfsögðu alla slagina. þvi ekki eru gefin nema 9 spil á hverja hönd i „lomber”. Verður 18. desember síðasti kennsludagur? I nýjum reglum, sem settar voru I arar munu vera mjög óhressir yf- fyrra um jólafrf f skólum, segir að jólafrf f grunnskólum skuli vera frá 21. desember til 4. janúar, eins og var áður f gagn- fræðaskólum. Samkvæmt reglunum á sfðasti kennsludagur að vera 20. desem- ber n.k. sem er mánudagur. Kenn- ir þvi að þurfa að mæta þennan eina dag i þessari viku, og eftir þeim upplýsingum, sem Morgun- blaðið aflaði sér í gær, þá munu samtök þeirra hafa sótt um heimild til að kenna laugardaginn 18. desember í stað mánudagsins 20. des. og mun það að likindum verða samþykkt. í moldinni glitrar gullið Ný bók, e.k. ferðalag með Sigurði Haralz MORGUNBLAÐINU hefur borizt ný bók, í moldinni glitrar gullið eftir Kormák Sigurðsson son Sigurðar Haralz. Útgefandi er Skuggsjá. í kynningu bókarinnar er sagt frá þvf. Geðdeild Landspítalans mun taka virkan þátt í meðferð drykkjusjúkra — FRÁ sjónarhóli læknis. sem fæst við meðferð drykkjusjúkra, tel ég mjög brýnt að geðdeildin komist I gagnið á Landspltalalóð- inni sem allra fyrst — ekki aðeins vegna þess að nauðsyn er á auk- inni aðstöðu til meðferðar drykkjusjúkra, heldur kannski fyrst og fremst vegna þess að háskólasjúkrahús, sem annast kennslu læknanema og annarra heilbrigðisstétta, þarf nauðsyn- lega að hafa geðdeild — sagði Jóhannes Bergsveinsson geð- læknir I viðtali við Morgunblaðið. — Eins og staðan hefur verið hér á undanförnum árum með sérstakan geðspítala, þá læðist sú skoðun að og verður tilfinning þeirra, sem þar eru við nám, að líkami og sál séu aðskilin fyrirbrigði, og menn fara að lita á einstaka sjúkdóma í sjálfu sér en ekki á sjúklinginn í heild „Ég hef orðið þess var t d á meðal drykkju- sjúkra, að þeir neita þvi að drykkju- sýki sé geðrænn kvilli. Þetta viðhorf byggist hvað mest á þvi að menn gera sér ekki grein fyrir þvi að líkami og sál starfa saman. Líta menn á þetta sem sérgreinar, eitt sé geð- sjúkdómar og geðrænir kvillar og annað séu líkamlegir sjúkdómar og líkamlegir kvillar — þetta eigi þvi ekki samleið Menn vilja ekki viður- kenna sjúkdóminn, þar sem hann telst til geðsjúkdóms og því ekki leita sér lækninga — Þetta viðhorf verður að breyt- ast, sagði Jóhannes, ekki aðeins vegna drykkjusjúkra, heldur og vegna annarra sjúklinga, sem þjást af geðrænum kvillum Fyrirbrigði, sem mikið hefur verið talað um, er misnotkun alls konar ávana- og fíkniefna, þar á meðal ávana- og fíknefna, sem eru lyf, hangir saman við þetta Menn hafa tilhneigingu til þess að nota þessi efni án þess að gera sér grein fyrir því að bak við einkennin, sem þessi efni hafa áhrif á, leynast geðrænar flækjur eða geð- rænir kvillar, sem þarfnast aHt ann- arrar meðferðar, og hana fá þeir ekki. Þetta — og nauðsyn þess að ekki má einungis líta á sjúklinginn sem heild. heldur einnig verður að lita á það félagslega umhverfi, sem hann er í — má ekki aðskilja en það verður aðskilið ef svo heldur áfram, sem verið hefur, að háskólaspítalinn sé rekinn án geðdeildar „Þegar ég fór til Svíþjóðar að skoða geðdeildir í sambandi við hönnun geðdeildarinnar, þá kom ég t.d. á Beckomberea-sjúkrahúsið i Stokkhólmi, sem er stór geðspftali, „geðspítalaófreskja' , sem víða er unnt að sjá í heiminum, t.d. i Banda- rikjunum Sviar hafa farið þá leið í lausn vandamála spítalans, að þeir hafa hreinlega byggt við hann deild segir Jóhannes Berg- sveinsson geólæknir ir fyrir Ifkamlega sjúka Það gera þeir til þess að þessi starfsemi fari öll saman Þá er það einnig, sagði Jóhannes Bergsveinsson, að f framtfðinni er unnt að reikna með þvi að geðdeild- in við Landspítalann taki vírkan þátt í meðferðinni á drykkjusjúkum og þvi er nauðsynlegt, að þar séu möguleikar til þess að þar sé unnt að leggja sjúklinginn inn á aðrar deildir — eða fá aðstoð frá öðrum deildum og sérfræðingum. þegar eitthvað fleira er að sjúklingnum og einhverjir Ifkamlegir kvillar blandast inn i. M: ður, sem kemur eftir lang- varandi drykkju, svo sem nýlegt dæmi sannar. á göngudeildina og er með lungnabólgu mjög bráða, sem hann hefur fengið af því, að móf- stöðuaflið er skert, þyrfti nauðsyn- lega að fara beint inn á lyflæknis- deild í þessu tilviki, sem ég hef i huga, tókst það, en hefðum við fengið harm inn á Kleppsspitalann, eins og allt eins hefði getað gerzt, þá höfum við þar engan aðgang að röntgen i húsinu Við höfum ekki rannsóknastofu. sem er á vakt allan sólarhringinn Það er margt þessu llkt, sem menn gera sér alls ekki grein fyrir. í þessu tilviki, sem ég hefði allt eins getað verið um hjarta- sjúkdómstilfelli að ræða Allt sllkt þarf að kanna og þvi verður að lita á sjúklinginn I heild Morgunblaðíð spurði Jóhannes. hvort hann liti svo á að um leið og þeim áfanga sem geðdeild Landsplt- alans væri, yrði náð, þyrfti þá að reisa almennt sjúkrahús fyrir llkam- lega kvilla á Kleppi til þess að gera spitalann hæfari Jóhannes kvaðst ekki vilja taka svo djúpt i árinni. þar sem ætlunin væri að leggja niður Kleppsspítalann, þar sem hann stendur á svæði sem siðar á að verða eins konar Otivistarsvæði Ef hins vegar lægi fyrir að halda rekstri spitalans 'fram, væri nauðsynlegt að hann værí I nánuiu tengslum við spítala fyrir fólk með likamlega sjúk- dóma. Jóhannes Bergsveinsson sagði augljóst. að áfengissýki væri vax- andi sjúkdómur i landinu og slikum sjúkdómstilfellum haldi áfram að fjölga svo lengi sem áfengisneyzlan minnkaði ekki, svo að ekki sé talað um á meðan hún færðist I vöxt „Vitum við i rauninni ekki, hve mörg rúm þarf Margt spilar þar inni, en vitað er, að nauðsynlegt er að fá miklu betri og meiri aðstöðu. Ekki þarf einungis rúm. heldur einnig göngudeild. Gagnslaust er að fá aðeins göngudeild, því að einnig þarf aðstöðu til þess að leggja sjúk- lingana inn. Nú eru rúmin alls 122. 17 rúm eru á afvötnunardeildinni, deild nr 10 á Kleppsspltalanum, þá eru 23 rúm á eftirmeðferðardeildinni á Vlfilsstöðum, slðan 46 rúm á hæl- inu i Gunnarsholti og 36 rúm eru á hælinu i Viðinesi Þá eru og nokkur rúm á heimilinu i Hlaðgerðarkoti. Flókadeildin er göngudeild og þar eru ekki lengur rúm fyrir drykkju- sjúka Jóhannes sagði að margir teldu, að eftirmeðferðardeildin á Vifilsstöðum hafi bætzt við þau rúm, sem fyrir voru. þegar hún var opn- uð. en svo er ekki, vegna þess að aðstaðan á Kleppsspítalanum er þannig að ekki er hægt að taka út 1 7 rúm fyrir afvötnunardeild öðru vísi en koma sama fjölda af sjúkling- um fyrir í gömlu Flókadeildinni. „Þegar ég var stúdent inni á Kleppi, og reyndar þegar ég var þar fyrst aðstoðarlæknir í byrjun sjö- unda áratugarins. þá voru þrengslin aldeilis geysileg. Reyndar voru einu sjúklingarnir. sem útskrifuðust þar sæmilega fljótt drykkjusjúkir Aðrir sjúklingar stöðnuðu á spítalanum og hann var orðinn fullskipaður lang- dvalarsjúklingum. Þurfti þvi gifur- legt átak til þess að fækka sjúkling- unum, þannig að á deildum spital- ans yrði sá fjöldi, sem er I dag Hann er raunar of mikill miðað við húsnæðið Það sér hver maður, sem I spítalann kemur Um sjúklingana er mjög þröngt. og ef enn þrengist þar verður spitalinn svo óaðlaðandi, Framhald á bls. 18 a8 hér séu um að ræða „hreinskilnar og opinskáar sögur úr fórum ævin- týramannsins og frásagnarsnillings- ins sem skrifaSi Lassaróna, Emi- granta og Nú er tréfótur dauður". Á bókarkápu eru ennfremur þær upplýsingar um bókina, að lesandinn fari með höfundi frá Hæstarétti til Hrafnistu, með viðkomu á nokkrum stöðum til sjávar og sveita, við nætur- vörslu í Völundi eða í heimsókn hjá Ingibjörgu og Þorgrlmi i Laugarnesi, eins og komizt er að orði. Fjöldi manna kemur við sögu. þ.a.m. Árni Þórarins- son á Stórahrauni, Jón Norland lækn- SigurSur Haralz. ir. Jóhannes Kjarval, Jón Pálsson frá Hllð, sem nú er farinn að koma vlða við sögu eins og bókmenntafólk hefur tekið eftir, m.a. I nýrri bók Halldórs Laxness. Ungur ég var. fjármálamaður- inn umdeildi Sigurður Berndsen. Guð- brandur Magnússon I Rikinu og Sig- urður Jónasson i Tóbakinu, eins og þeir eru auðkenndir á kápunni. „Allt voru þetta vinir Sigurðar Haralz og allt voru þetta óvenjulegir persónuleikar, stórbrotnir og skemmtilegir." Og svo er klykkt út með þvi. að ekki skorti á magnaðar draugasögur i bókina. 5. bókmennta- kynningin á Kjarvalsstöðum FIMMTA bókmenntakynning Rit höfundasambands Islands oj Kjarvalsstaða verður sunnudag inn 12. desember á Kjarvalsstöð um kl. 4 siðdegis. Þar munu les; úr verkum sínum: Guðmundu: Gíslason Hagalin, Hannes Péturs son, Pjétur Lárusson og Tho: Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.