Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
11
í Borgarnesi Iðnkynning í Borgarnesi Iðnkyn
Stefán Ólafsson (Ijósm. ágás)
Stefán Ólafsson skósmiður:
,,Nú bara ein-
tómar helvítis
vidgerdir
99
- skóari í 62 ár
,4A, hvað ætli kommarnir segðu
núna, og kratarnir lfka, ef f dag
þyrftu menn að læra við slfkar
aðstæður og maður þurfti f
byrjun aldarinnar? — Þá þurfti
ekkert að kaupa unglingana til að
læra, og ekki þurfti það opinbera
að borga mönnum kaup til að
læra. — Og svo þurfti maður lfka
að vinna, sko. Það var nú þannig
sko að fyrstu árin var ég bara
ráðinn til að læra hjá mfnum
meistara og fæða þurfti ég mig
sjálfur. Maður þurfti að vinna, og
það komu tfmar þegar nóttin var
lögð við dag, eins og t.d. á tfma-
bilinu frá nóvember til fébrúar,
þegar mikið lá við að gera skútu-
karlana klára. Það var mikið að
gera f þvf sambandi, og það var
erfitt að smfða skutukarla-
sjóstfgvél. Þau voru úr þykku
efni, því þá var ekkert gúmmíið.
En það komu þó Ifka góðir tfmar
og þá var nú ekki puðað eins
mikið, þótt alltaf væri nóg að
gera.“ Eitthvað á þessa leið mælti
Stefán Ólafsson skósmiður á
Borgarnesi, þegar við tókum
hann tali nú nýverið.
— Stefán var þá á vinnustofu
sinni, en að eigin sögn er hann -
farinn að minnka sinn vinnutíma
og nú vinnur hann aðeins 4 klst
hvern dag, þótt áður hafi 12 klst
tíma vinnudagur varla dugað til
að sinna verkefnunum. Á vinnu-
stofunni, sem er i fyrrum Ibúðar-
húsi Stefáns við Borgarbraut, úir
og grúir af nútímaverkfærum og
vélum sem til skóviðgerða notast.
Stóru vélarnar voru af nýrra
taginu, og þykir það ef til vill
sérstætt, þegar höfð er í huga sú
tækni sem Stefán nam sína iðn
við og tíðkaðist fram eftir starfs-
aldri hans svo og hár aldur
Stefáns, en hann er 81 árs að aldri
þó svo að það beri hann ekki beint
utan á sér.
— Stefán Ólafsson er fæddur í
Hjarðarholti i Stafholtstungum á
árinu 1895. Giftur er hann Sigur-
björgu Magnúsdóttir ættaðri af
Vatnsleysuströnd, systir Erlends
á Kálfatjörnum. Skósmiðanám
hóf Stefán á Akranesi á árinu
1910 hjá meistara þar sem hét Jón
Jónsson. Sagði Stefán meistara
sinn hafa verið stórmenni og hafa
verið ákaflega vel liðinn af öllum.
Jón þessi hætti skósmíðum stuttu
eftir að Stefán hafði lokið námi
og gerðist sveatarbóndi í Fellsöxl i
Innri-Akraneshreppi, að sögn
Stefáns.
— Námi lauk Stefán árið 1914.
Fluttist hann þegar til
Borgarness og setti upp stofu þar.
Tjáði hann Mbl. að hann hefði
keypt sín verkfæri aó mestu af
Eggert Eiríkssyni, sem þá var að
hætta skósmíðum, en hann hafði
verið með stofu á Akranesi. —
Það var svolítið sérkennileg tið
daginn sem ég kom hingað til
Borgarness að námi loknu sagði
Stefán. Það var 20. maí 1914, og
kom ég með danska skipinu Kong
Helgi, sem margir kannast við frá
þessum árum. Veðrið þann dag
var þannag, að á var svartabylur
og á landi allsstaðar ökkladjúpur
snjór
Skósmíðin hefur
breyst með tfmanum
— Þegar ég lærði og byrjaði
mitt starf þá voru ekki nein tæki i
þessari iðn nema saumavélin ein
sér. Nú er öldin önnur og nota
menn allskyns vélar og áhöld sér
til aðstoðar. Verkefnin hafa lika
breyst með timanum. Fram til
1940 var miklu meiri vinna I
nýsmíði alls konar heldur en í
viðgerðum. Nú eru nýsmíðarnar
horfnar og iðnin ekkert nema
helvítis viðgerðir, eintómar
viðgerðir. Aðspurður sagðist
Stefán svo sem ekkert sjá eftir
nýsmíðunum. Þær hafi verið
erfiðar, eins og t.d. smíði sjóstíg-
véla, en þó skemmtilegar. Sagðist
Stefán litið hafa smíðað af sjóstig-
vélum eftir að hann kom til
Borgarness, þá hafi tekið við
smíði reiðstigvéla fyrir karlmenn,
spariskór og alls konar vinnu-
skófatnaður. — Það má segja um
skósmíðina að hún hefur gengið í
gegnum sams konar breytingar og
heyskapurinn hvað vinnsluna
snertir. Áður var þetta mest
handavinna, eins og heyskaður-
inn, en nú er þetta hvorttveggja
að svo til öllu leyti vélavinna. Þótt
ég hafi lært við frumstæðari
aðstæður en nú þekkjast, þá
hefur ekkert þýtt annað en að
fylgjast með tækninni. Það hefði
lítið stoðað með því að stanza í
gömlu tækninni. Ja, það þætti
sennilega flestum heyskapur upp
á gamla mátanna ganga hægt
fyrir sig nú til dags.
— Stefán sagðist vera kominn
af bændafólki, og hafði hann
hugsað sér að verða bóndi. — Þær
fyrirætlanir fóru þó allar út um
þúfur þegar faðir minn réð mig til
náms I skósmíði. Var hann búinn
að því áður en ég vissi af, og það
varð að standa. Það hafði að visu
verið innra með mér að nema
trésmfði, þ.e. húsasmíði, og var ég
við slíkt í alls þrjú ár. Lauk ég þó
aldrei prófi i þeirri iðn, og urðu
skósmiðarnar mitt hlutskipti, og
Framhald á bls. 19
Spil Muggs gefin
út í annað sinn
Fyrstu islenzku spilin teiknaði
Guðmundur Thorsteinsson,
Muggur, en Bjarni Þ. Magnússon.
sem var góðvinur Muggs, gaf þau
út árið 1922. Spilin seldust fljót-
lega upp og eru nú mjög fágæt.
Nú hafa þessi spil verið gefin út I
annað sinn. Rétt er að taka fram,
með tilliti til safnara, að 1. útgáfa
spilanna hefur þau sérkenni, að
engin hætta er á, að þessum
tveimur útgáfum verði ruglað
saman.
Spiladrottningar Guðmundar
klæðast íslenzkum búningum og
gosarnir eru I gervi bónda,
sjómanns, verkamanns og
stúdents. Ásarnir eru með mynd-
um frá ýmsum stöðum á landinu,
en um kóngana er ekkert sérstakt
að segja.
Hluti af fyrstu sendingu var
gefinn Rauða krossi Islands, sem
mun selja spilin í verzlunum sin-
um á spitölum, en annars er aðal-
útsölustaður i frímerkjamiðstöð-
inni á Skólavörðustig.
Þannig lltur tfgulgosinn í spilun-
um út.
TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
KARNABÆR
Simi frá skiptibofði 281S5