Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ofgaöflin taka völdin
í Alþýðubandalaginu
Ásíðustu árum hefur
svo virzt, sem nokkrar
breytingar væru að verða á
Alþýðubandalaginu sem
stjórnmálaflokki og arf-
taka Sósíalistaflokksins í
íslenzkum stjórnmálum.
Hinir gömlu forirtgjar
kommúnista sem voru alls-
ráðandi í Kommúnista-
flokki íslands og síðar Só-
síalistaflokknum og Al-
þýðubandalaginu, hafa
smátt og smátt dregið sig í
hlé, og nýir menn komið til
skjalanna. Enda þótt aug-
ljóst hafi verið, að þessir
nýju menn væru undir
sterkum áhrifum frá hin-
um gömlu foringjum
kommúnista hefur þó mátt
merkja nokkra breytingu á
viðhorfum þeirra frá því,
sem áður var. Eftir að for-
maður Alþýðubandalags-
ins gaf í skyn í blaðagrein í
haust, að Alþýðubandalag-
ið kynni að breyta um
stefnu í utanríkis- og
varnarmálum, a.m.k. að því
er varðaði þá áherzlu, sem
flokkurinn hingað til hefur
lagt á þessa málaflokka,
hafa menn að vonum velt
því fyrir sér, hvort breytt
afstaða gæti skapað nýjar
víddir i íslenzkum stjórn-
málum.
Atburðarásin á þingi ASÍ
hefur dregið úr líkum á því
að svo sé. Margt bendir til
þess, að ofstækisfull öfga-
öfl séu að komast til stór-
aukinna áhrifa í Alþýðu-
bandalaginu. Fyrir ASÍ-
þing var vitað, að mikil
átök stóðu yfir í verkalýðs-
armi Alþýðubandalagsins.
Þar tókust á hinir ábyrgari
verkalýðsforingjar þess og
öfgaöflin. Hin síðarnefndu
vildu gera tilraun til þess
að „hreinsa út“ lýðræðis-
sinnuð öfl í miðstjórn ASÍ.
Hinir fyrrnefndu töldu
óhyggilegt að raska því
jafnvægi, sem verið hefur
milli ólíkra hópa í ASÍ um
skeið. Talið var víst fyrir
þingið, að hinir ábyrgari
menn hefðu orðið ofan á.
En þegar á þingið kom
varð ljóst, að þeir réðu ekki
við órólegu deildina, sem
svo hefur verið kölluð. Á
þinginu kom í ljós, að öfga-
mennirnir eru orðnir svo
áhrifamiklir í Alþýðu-
bandalaginu, að þeir geta
farið sínu fram, hvað sem
hinir reyndari forystu-
menn segja.
Þessi staðreynd boðar
aukin átök í verkalýðs-
félögunum og á vinnu-
markanum. Framferði
öfgamanna á ASÍ-þingi
sýnir að vænta má harðn-
andi átaka innan verka-
lýðshreyfingarinnar. Hin
einstöku verkalýðsfélög
hafa á annan áratug verið
blessunarlega laus við
flokkspólitísk átök innan
sinna vébanda. Um og upp
úr 1960 fóru fram harðar
kosningar í flestum hinna
stærri verkalýðsfélaga.
Flokksvélarnar tóku þátt í
þeirri kosningabaráttu. Nú
má búast við, að öfgamenn-
irnir í Alþýðubandalaginu
vinni markvisst að því að
ryðja lýðræðissinnum úr
áhrifastöðum innan verka-
lýðssamtakanna. Þetta þýð-
ir að lýðræðissinnar hvar í
flokki, sem þeir standa,
verða að snúa bökum sam-
an og standa sameiginlega
gegn væntanlegu áhlaupi
öfgamanna i röðum komm-
únista.
Það er líka ljóst, að of-
stopamennirnir hefðu ekki
náð svo langt, sem raun
ber vitni um á ASt-þingi, ef
þeir hefðu ekki þegar náð
umtalsverðum styrkleika
innan Alþýðubandalagsins
sjálfs. Margt bendir til þess
að skipulega sé unnið að
því að ryðja hinum hóf-
samari forystumönnum Al-
þýðubandalagsins til hlið-
ar. Alþýðubandalagið yrði
þá í enn ríkara mæli en nú
er harðsvíraður kommún-
istaflokkur, sem beitti öll-
um þeim vinnubrögðum,
sem slíkum flokkum eru
töm. Slík þróun innan Al-
þýðubandalagsins nú
mundi að sjálfsögðu hafa
þau áhrif, að flokkurinn
mundi einangra sig frá
hvers kyns samstarfi við
aðra flokka, þvi að rétttrú-
aðir kommúnistaflokkar
eru ósamstarfshæfir. Um
leið er auðvitað ljóst, að
slík þróun herðir samstarf
lýðræðisflokkanna í land-
inu, bæði þeirra, sem nú
starfa saman i ríkisstjórn,
og þeirra, sem utan við
standa.
Menn verða að gera sér
grein fyrir því strax, að
yfirvofandi valdataka öfga-
aflanna í Alþýðubandalag-
inu mundi leiða til þess að
stjórnmálabaráttan hér á
landi harðnar mjög og
verður harðskeyttari og all-
vígari en hún hefur verið
um nokkurt skeið. Lýð-
ræðissinnar verða að búa
sig undir það. Hitt er svo
eftir að sjá, hvernig hinir
hófsamari menn í Alþýðu-
bandalaginu bregðast við
þessari þróun og hvort þeir
gera ráðstafanir til þess að
vísa öfgaöflunum á bug.
Þessi þróun, hvernig, sem
hún verður, mun hafa mik-
il áhrif á framvindu ís-
lenzkra stjórnmála næstu
árin.
Heldur fleiri
erlendir ferða-
menn en í fyrra
FRÁ áramótum til 1.
þessa mánaðar komu
69.325 erlendir ferða-
menn hingað til lands
og er það aðeins meira
en á sama tima í fyrra.
Alls hafa í ár komið
123.839 ferðamenn
hingað og af þeim eru
Islendingar 55.672.
t nóvembermánuði sl.
komu hingað til lands 5.585
ferðamenn, 3319 Islending-
ar og 2266 erlendir ferða-
menn. Voru Bandaríkja-
menn fjölmennastir 1 þess-
um hópi, eða 1120, Danir
150, Svíar 145, Norðmenn
129, Spánverjar 191 og V-
Þjóðverjar 94.
Hér má sjá „jólagjöf vélaiðnaðarins til hraðfrystiiðnaðarins** eins og
stjóri Stáivirkjans, komst svo skemmtilega að orði. Lengst til hægri st
einnig sjást dælurnar og stjórnbúnaður. Hjá „jólagjöfinni" standa f.
Bjarni Guðlaugsson framkvæmdastjóri Stálvirkjans og Alexander Sigi
Islenzk fiskkassaþvottavél
ýmsum nýjungum komin á
FYRIR skömmu var lokið við
smlði á fyrstu fslenzku fiskkassa-
þvottavélinni og er hún sérhönn-
uð með tilliti til fslenzkra að-
stæðna. Það er Halldór Gfslason,
verkfræðingur sem hefur hannað
vélina, en Stálvirkinn h.f. sá um
smfði hennar en það fyrirtæki
hefur smfðað fjölmargar vélar
fyrir fsienzkan iðnað.
Þessi nýa þvottavél hefur ýmsa
kosti fram yfir þær erlendu, sem
hingað hafa verið keyptar. Felst
það aðallega í þvf að f henni eru
sérstakir vatnsventlar, sem snú-
ast af miklum krafti og skola kass-
ana mjög vel, en slfkir snúnings-
ventlar munu vera nýjung f vél-
um af þessu tagi. Mjög kraftmikl-
ar, riðfríar dælur eru f vélinni og
erskolkrafturinn meiri en venju-
lega gerist eða 12 kg/fsm. Þá er
vélin breiðari en hingað til hefur
þekkzt, þannig að auk fiskkass-
anna er hægt að þvo frystipönnur
og trébrettin, sem kössunum er
staflað á.
Vélin er algjörlega sjálfvirk og
við þvott fara kassarnir gegnum
þrjú stig: forskolun, þvott og loka-
skolun, og að þvotti loknum koma
þeir sjóðheitir úr vélinni þannig
að þeir þorna mjög fljótt. Sfðan er
hægt að útbúa færiband frá vél-
inni og þarf því lítinn mannafla
við þvottinn. Halldór gerir í hönn-
un sinni ráð fyrir þremur mis-
munandi hröðum, sem stilla má
eftir þvf hvað kassarnir eru
óhreinir. Hámarksafköst þessarar
fyrstu vélar eru 300 kassar á klst.,
en búið er að selja hana til Skaga-
strandar og þótti ekki ástæða til
að hafa afköst vélarinnar meiri.
Hins vegar gerir Halldór ráð fyrir
hámarksafköstum allt að 7—800
kössum á klst.
Halldór hefur éinnig gert ráð
fyrir mismunandi aðstæðum á
hverjum stað hvað varðar orku til
að knýja vélina. Þessi vél er búin
öflugum elementum sem hita
vatnið en einnig er hægt að útbúa
vélina fyrir hitaveitu, sem yrði
töluvert ódýrara.
Vélin er einnig sjálfvirk að þvf
leyti að ef ekki er nægilegt vatn á
henni, slekkur hún á sér, og held-
ur þannig alltaf réttu vatnsyfir-
borði. Þá er á vélinni klukkurofi,
svo hægt er að láta hana kveikja
sjálfkrafa á sér og hita vatnið á
nóttunni, þegan. rafmagnið er
ódýrast, og þannig er hún tilbúin
til notkunar strax og menn hefja
vinnu að morgni.
Verð vélarinnar mun vera 314
— 4 milljónir en til samanburðar
má geta þess að erlendu þvotta-
vélarnar, sem hingað hafa verið
keyptar, munu kosta frá 4 — 6
milljónum. Þá má einnig geta
þess að gert er ráð fyrir að kostn-
aður á ári við að handþvo fisk-
kassa úr einum togara nemi urn
214 milljón. Sem fyrr sagði hefur
vélin þegar verið seld til Skaga-
Blaðað f nýju bókinni. F.v. Brynjólfur Bjarnason forstjóri A.B., Tómas
Guðmundsson formaður bókmenntaráðs AB, en hann vakti fyrstur
manna máls á útgáfu bókarinnar, og Þór Magnússon þjóðminjavörður.
A myndina vantar Eirfk Hrein Finnbogason bókmenntafræðing, sem
einnig á þátt í útgáfu bókarinnar. Ljósm. Friðþjófur.
Ein myndanna f bókinni, sem gel
Bændurnir eru komnir f kaupsi
greiðslu. Kaupmaður og búðarþjc
Ekki er vitað nákvæmlega hven:
ráða af klæðaburði mannanna.
Ný bók: Ljósmyndir Sigfúsar Eymund
Fróðleikur í myndum i
HJÁ Almenna bókafélaginu
er kominn út ný bók, sem
nefnist Ljósmyndir Sigfúsar
Eymundssonar. Er hér um að
ræða bók með um 100 Ijós-
myndum af húsum, mann-
virkjum og mannlffi í Reykja-
vfk og þorpum og sveitabæj-
um úti um land, sem kenndar
eru við Sigfns Eymundsson
Ijósmyndara og bóksala.
Sigfús Eymundsson
(1837—-191 1) var einn af frumkvöðl-
um Ijósmyndunar hér á landi og var
hann mjög mikilvirkur Ijósmyndari,
einkum framan af, og varð hann fyrstur
Ijósmyndara til að taka útimyndir að
ráði Myndaefnin hans var mjög fjöl-
þætt, mannamyndir. myndir af mann-
virkjum og atburðum, bæjum . fiusum,
fólki við dagleg störf. skipum og bát-
um. útgerðarstöðum og yfirleitt flest-
um þáttum þjóðltfs þess tíma
Þótt titill bókarinnar bendi aðeins til
verka Sigfúsar eins, eru þó teknar með
allmargar myndir, sem líkur eða jafnvel
vissa er fyrír, að Dantel Dantelsson.
mágur hans og eftirmaður, hefur tekið
Dantel hafði lært Ijósmyndun bæði hjá
Sigfúsi og éinnig erlendis og tók hann
margar myndir i nafni Sigfúsar og rak
Ijósmyndastofu hans stðustu árin.
Plöturnar eru þó allar ómerktar og
óskráðar og er þvi oft vafamál, hverjar
Sigfús og hverjar Danlel hefur tekið
Má þó gera ráð fyrir að Daniel hafi
tekið nýrri myndirnar allflestar
Að Sigfúsi látnum keypti Þjóðminja-
safnið allt plötusafn hans, sem var
mikið að vöxtum, og eru allar myndirn-
ar i bókinni unnar af þeim plötum. en
þær hefur valið Þór Magnússon, þjóð-
minjavörður.
Þótt Ijósmyndirnar tali mest sjálfar
stnu máli ! bókinni. fylgja þeim einnig
greinargóðar upplýsingar, bæði um
myndefnið sjálft og annað tengt þvi.
—Flefur Þór Magnússon samið
skýringarnar, en hann ritar einnig for-