Morgunblaðið - 10.12.1976, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
17
Ljósm. Friðþjófur.
Bjarni Guðlaugsson, framkvæmda-
íst hvar óhreinu kassarnir fara inn,
v. Halldór Gfslason verkfræðingur,
urðsson eigandi Stálvirkjans.
með
markað
strandar og er þegar byrjað að
smíða aðra vélina, enda kvað Hall-
dór þörfina mikla og sýndi þetta
að ekkert stæði í vegi fyrir Is-
lenzkum iðnaði ef einhverja fyrir-
greiðslu væri að fá hjá hinu opin-
bera. Ekki tók Halldór heldur fyr-
ir þann möguleika að vélin yrði
seld til annarra landa, þvf fisk-
kassar eru mikið notaðir um allan
heim.
Halldór er verkfræðingur að
mennt. Hann starfaði um árabil
fyrir Fiskmat rlkisins og þar
kynntist hann upphaflega notkun
fiskkassa og þeim erfiðleikum,
sem fylgja þvf að hreinsa þá. Nú
undanfarið hefur hann starfað
fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna.
Þess má geta að I dag mun vélin
verða til sýnis öllum, sem áhuga
hafa, 1 Hraðfrystistöðinni á
Grandagarði frá 10—12 og 14—
16.
Fur skemmtilega mynd af þjóólffinu.
taðinn með ullina og bfða eftir af-
inn skeggræða hjá pakkhúsdyrunum.
er myndin er tekin, en ýmislegt má
ssonar
EráAB
mála að bókinni, þar sem hann gerir
grein fyrir upphafi Ijósmyndunar, segir
frá lífi og starfi Sigfúsar og Danlels o.fl.
Þótt auðvelt sé að staðfæra flestar
myndanna, er stundum erfitt að tfma-
setja þær nákvæmlega, en elzta mynd-
in, sem tlmasett verður með öruggri
vissu, er tekin I Stykkishólmi haustið
1868 Elzta myndi'" j. Reykjavfk er
hins vegar frá I- _,st fyrir R70 og er
hún jafnfram. talin ein elztó 'iósmynd
sem til e. af Reykjavfk
Bókin er 1 20 bls. að stærð, i b. ’inu
26x26 sm Um umbrot og útlit á
Graffk og hönnun — Ottó Ólafsso.
Bókin kostar 5 880.00,- krónur.
Pólverjar:
Fái veiðiheimildir
í norskri lögsögu
Ósló, 9. des. Ntb.
SEINT í gærkvöldi, 8. des. náðist
samkomulag um samning milli
Norðmanna og Pólverja, þar sem
Pólverjar fá heimild til að veiða f
efnahagslögsögu Noregs norðan
62. breiddargráðu, eftir að þeir
færa út I 200 mílur 1. janúar n.k.
Það voru Jens Evensen hafréttar-
ráðherra og pólski aðstoðarutan-
ríkisráðherrann E. Winniewski,
sem orðuðu drög þau sem unnið
verður eftir.
Pólska sendinefndin var i Ósló
dagana 6. — 8. desember 1 þessu
augnamiði. Ekki verður gert
kunnugt að svo stöddu hvað felst I
samkomulagsdrögum þessum.
Noregur:
Lögþingið stað-
festi útfærslu
Ósló, 9. des. Ntb.
NORSKA lögþingið staðfesti (
dag samþykkt efri deildar þings-
ins, óðalsþingsins, um 200 milna
efnahagslögsögu Noregs frá og
með 1. janúar n.k. Formaður
fiskimálanefndar þingsins, Valt-
er Gabrielsen, sagði að það væri
Norev hvatning, svo og Sovétrfkj-
unum að ná samkomulagi um að-
gerðir sem gæti orðið til verndun-
ar þorskstofnanum, eftir að starf
Norðausturatlantshafsfiskveiði-
nefndarinnar hefði nánast farið
út um þúfur.
Hann sagði að Norðmenn yrðu
að mynda sér skýra afstöðu um
þær aðgerðir sem yrði að gripa til,
veiðikvóta fyrir erlend skip 1 lög-
sögu þeirri, bann við notkun flot-
trolls bæði fyrir norska og er-
lenda fiskimenn, setja yrði
nákvæmar reglur um möskva-
stærð og fylgja öllum þessum
ákvæðum eftar.
Formaður utanríkismálanefnd-
ar lögþingsins, Tor Oftedal, sagð-
ist fagna samþykktinni og sagði
það sérstakt gleðiefni hversu mik-
ill einhugur hefði komið fram
meðal Norðmanna og einnig væri
gleðiefni að ýmis önnur ríki
hefðu sýnt skilning á brýnni þörf
Norðmanna fyrir þessar aðgerðir.
Hann sagði að Norðmenn hefðu
orðið að gera sér ljóst að svo
kynni að fara að kurr kæmi upp
meðal annarra þjóða, en flest
benti til að Norðmenn slyppu við
að lenda í þorskastríði.
Gilmoremálið:
Gilmore með lögfræðingi sfnum Ronald Stanger.
Lagalegar forsendur
til aftöku brostnar?
Salt Lake City,
9. des. Reuter. Ntb.
LÖGFRÆÐINGUR Gary Gilmor-
es, hins fræga dauðadæmda fanga
I Salt Lake City krafðist þess i
dag að Gilmore yrði látinn laus
vegna þess að hann hefði ekki
verið tekinn af lffi innan 60 daga
frá dómsuppkvaðningu eins og
lögin gera ráð fyrir.
Lögfræðingurinn staðhæfði að
þar sem Gilmore hefði ekki verið
lfflátinn á mánudaginn var eins
og talað hefði verið um, væru þar
með lagalegar forsendur brostnar
fyrir aftöku hans.
Hann benti og á að Gilmore
hefði verið dæmdur til dauða en
ekki til setu I lífstíðarfangelsi og
hefði öll meðferð á honum ein-
kennzt af ómannúðlegri meðferð
og lögleysu.
Gilmore hefur ekki tjáð sig um
þetta efni, en hins vegar lét hann
óspart gremju slna I ljós eftir að
móðir hans blandaði sér I málið
um sl. helgi og óskaði eftir að
aftöku yrði frestað. Gilmore sagði
að hann kærði sig ekki um slíka
afskiptasemi.
Liðsmenn „járnfrú-
arinnar” óstýrilátir
Lundúnum, 9. desember.
Reuter.
ÞRtR málsmetandi þingmenn
brezka Ihaldsflokksins hafa sagt
skilið við Margaret Thatchér
vegna hatrammra deilna innan
þingflokksins vegna þeirra fyrir-
mæla flokksleiðtogans að allir
st jórnarandstöðuþingmenn greiði
atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi
um að Skotland og Wales fái tak-
markaða sjálfstjórn, en atkvæða-
greiðslan á að fara fram f næstu
viku.
Ihaldsþingmennirnir þrír eru
allir frá Skotlandi. Einn þeirra er
Alick Buchanan-Smith, talsmaður
skuggaráðuneytis Thatchers I
Skotlandsmálum, en hann hefur
gegnt aðstoðarráðherraembætti I
stjórn íhaldsflokksins og fór þá
með málefni Skotlands. Buchan-
an-Smith og samherjar hans I
þessu máli hafa allir beitt sér
mjög fyrir sjálfstjórnarmálinu.
Þegar eftir að tilkynnt hafði verið
um ákvörðun Skotanna skipaði
Thatcher nýjan talsmann I Skot-
landsmálum, en það er Teddy
Taylor, sem verið hefur talsmað-
ur þingflokksins I iðnaðarmálum.
Hann er eindreginn andstæðing-
ur sjálfsstjórnar einstakra héraða
eða landshluta.
Svo virðist sem 20 Ihaldsþ'jng-
menn muni greiða atkvæði I and-
stöðu við stefnu Thatchers i
sjálfsstjórnarmálinu i næstu
viku, og meðal þeirra, sem þráast
við að láta formanninn skipa sér
fyrir verkum á þennan hátt, er
Edward Heath, fyrrverandi for-
maður íhaldsflokksins og for-
sætisráðherra.
Amin ætlaði að láta
ræna prinsessunni
London 8. des. Reuter.
TVEIR herforingjar Idi Amins Úgandaforseta voru
handteknir og yfirheyrðir er þeir komu til
Heathrowsflugvallar. Játuðu þeir, þegar á þá var
gengið, að þeir væru komnir þeirra erinda að sækja
Elizabeth Okit, prinsessu, sem um skamma stund
var utanríkisráðherra Úganda, og ætluðu þeir að
flytja hana með sér til Úganda nauðuga viljuga.
Mennirnir, sem voru óeinkennisklæddir, sögðu
starfsmönnum innflytjendaeftirlitsins i fyrstu að
þeir væru í viðskiptaerindum, en við nánari yfir-
heyrslur drógust þeir á að játa hið sanna.
Mennirnir voru fluttir til lög- úr starfi utanríkisráðherra
reglustöðvar og þangað var Oganda I nóvember 1974 og
var
stefnt einnig stúlkunni, Eliza-
beth Okit, og hún spurð hvort
hún bæri kennsl á mennina, en
annar þeirra kvaðst vera
frændi hennar. Mennirnir fá
ekki landvistarleyfi I Bretlandi
fyrr en málið hefur verið kann-
að nánar.
Elizabeth prinsessa var rekin
sakaði Amin hana um ósiðlegt
athæfi og eyðslusemi með al-
mannafé, svo og fyrar að hafa
haft mök við vestrænan dipló-
mat á salerni á Orlyflugvelli.
Hún flúði til Kenya og komst
slðar til London og hefur búið
þar síðan undir nafninu Eliza-
beth Okit.
Hoss hefur myndað
ríkisstiórn í Líbanon
Beirut 9.des. Reuter.
SELIM Al-hoss, forsætisráðherra
Libanons, tilkynnti I kvöld aS hann
hefSi myndaS átta manna utanþings-
stjóm. en Sarkis forseti fól honum
verkiS I gær. Þar var kveSiS svo á
um aS Hoss myndaSi utanþings-
stjóm sárfræSinga sem stjórnaSi
uppbyggingu landsins eftir 19 mán-
aSa borgarstyrjöld. i nýju stjóminni
sitja meSal annars verkfræSingur,
kaupsýslumaSur, bankastjóri og
læknir. Hoss. sem er hagfræSingur,
fer meS efnahagsmál, iSnaSar-, oliu-
og upplýsingamál. InnanrlkisráS-
herraembættiS sem er meiriháttar
verSur I höndum dr. Salah Salman,
sem er læknir aS mennt og hefur
áSur gegnt ráSherraembætti. Varnar-
málaráSherra verSur Fuad Butros,
grlskur orthodox og lögfræSingur.
Fjármála- og dómsmálaráSuneytin
verSa I höndum Farid Raphael, sem
er bankastjóri.
KAMAL Jumblatt, leiðtogi vinstri sinna
i Libanon. krafðist þess i dag að nýja
libanska rikisstjórnin tækist fyrst á við
hinn pólitíska vanda í landinu, sem
væri meiri en hinn efnahagslega
„Efnahagsmálin eru ekki eins aðkall-
andi", sagði Jumblatt við Reuter og
bætti þvi við að það sem mest væri um
vert væri að jafna rétt kristinna og
múhammeðstrúarmanna i landinu, ella
kæmist þar ekki á varanlegt jafnvægi
og friður.
Jumblatt sagði að frumskylda væri
að láta alla flóttamenn komast á ný
heim til sín og þegar þvi væri lokið
væri hægt að snúa sér að pólitískum
umræðum og nýrri stjórnarskrá. Hann
sagði að menn hefðu gert of mikið úr
þvi efnahagshruni sem orðið hefði i
landinu. enda þótt jtt væri að marg-
ichæfir ungir menn hefðu ýmist flúið
eða fallið i striðinu.
Mjög rólegt hefur verið I Llbanon
slðustu þrjár vikur og aðeins komið til
óskipulagðra dreifðra bardaga en báðir
aðilar, vinstri- og hægrisinnar. telja þó
of mikla bjartsýni að spá þvi að erfið-
leikarnir séu á enda
Camille Chamoun. hægrisinnaður
forystumaður hvatti til þess að kan-
túnukerfi, i likingu við það sem er i
Sviss, yrði komið á, en Jumblatt visaði
þeirri hugmynd á bug og sagði að
vinstrimenn krefðust þess að fá þing-
styrk sem væri i samræmi við það fylgi
sem þeir hefðu í landinu
i núverandi lögum hafa kristnir
menn 54 sæti i þinginu en Múhamm-
eðstrúarmenn 45