Morgunblaðið - 10.12.1976, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.12.1976, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 — Kommúnistar Framhald af bls. 3 frjálsa samningsrétt af verkalýðshreyf- ingunni og ríkisstjórnin. sem kommún- istar hafa gjarnan kallað ..ríkisstjórn hinna vinnandi stétta” skyldi nú hafa alla tauma í sinni hendi, var eftirfar- andi ákvæði sett i 7. gr.: „Kjarasamningar, sem gerðir hafa verið eftir 31 desember 1973 og gerðir verða til 30. nóvember 1974, skulu sendir félagsmálaráðuneytinu til skráningar. Kjarasamningar, sem gerð- ir hafa verið fyrir 30. april 1 974, skulu sendir félagsmálaráðuneytinu eigi sið- ar en 7. maí 1974 Verði ágreiningur um það, hvað telja skuli grunnlaun eða grunnlaunahækk- un samkvæmt þessari grein skal leita úrskurðar þriggja manna dómnefndar. Alþýðusamband íslands skal tilnefna einn mann i nefndina og vinnuveit- endasamband íslands annan. Hæsti- réttur nefnir oddamann. Neiti annar hvor aðili að nefna mann í nefndina skal félagsmálaráðherra nefna mann í hans stað Úrskurður dómnefndarinnar er endanlegur Komi fram þrjú atkvæði í dómnefndinni ræður atkvæði odda- manns." ^ Björn Jónsson rekinn úr vinstri stjórninni Eins og áður sagði var þetta frum- varp lagt fram fyrir Alþingi af vinstri stjórninni með kommúnista í broddi fylkingar hinn 2 maí 1974 Frumvarp- ið varð aldrei að lögum vegna þess að Björn Jónsson forseti ASÍ, þáverandi félagsmálaráðherra neitaði að styðja það og skorti þá meiri hluta fyrir því Þessi ákvörðun Björns varð til þess að hann var rekinn úr stjórninni En það stóð ekki á kommúnistum að semja og styðja þessa aðför að samningsrétti launþega Ég minnist þess ekki — sagði Magnús L Sveinsso, að hafa séð þá menn, sem nú tala um íkisstjórn, sem sé fjandsamleg launþegum og kölluðu okkar sjálfstæðismenn útsendara hennar á ASÍ-þingi, hreyfa moomælum við þessu frumvarpi vinstri stjórnarinn- ar, þar sem átti með einu pennastriki að afjnema frjálsan samningsrétt verkalýðsreyfingarinnar Það er ekki sama hverjir fremja verknaðinn, sem er fjandsamdlegur launþegum Ef það eru „réttir' menn í „réttri" ríkisstjórn, þá hlýtur það að vja í „þágu" launþega Eða hvað? Þessu frumvarpi fylgdi allítarleg greinargerð um ástand og horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar um það leyti sx vinstri stjórnin var að skilja við Það er fróðlegt að lesa í þessari greinargerð þeira eigin orð um efna- hagsástandið eftir nær þriggja ára vinstri stjórn. Þar segir m.a „Síðustu mánuði hefur verðbólgan hérlendis magnazt, og nú blasir við, að hún færist enn i aukana i kjölfar ný- gerðra kjarasamninga Þessi þróun tefl- ir atvinnuöriggi og skipulegri viðleitni til efnahagslegra framfara i landinu i tvísýnu auk þess sem miklum verð- bólgusveiflum getur fylgt félagslegt ranglæti." Og Magnús L. Sveinsson hélt áfram: Hér kennir vinstri stjórnin nýgerðum kjarasamningum um aufcna verðbólgu Og eina ráð hennar var að banna hluta af þeim launahækkunum, sem samið hafði verið um í greinargerðinni er talað um „Sprengihækkun launa ' Þetta áttu þó aðeins að vera bráða birgðaráðstafanir, þvi að frekari að- gerðir voru boðaðar samkvæmt eftir- farandi í greinargerðinni 9 Svipting samningsréttar aðeinsbráðabirgðar ráðstafanir „Við þessum vanda vrður að snúast án tafar. Frumvarp þett má skoða sem fyrsta áfanga áætlunar til þess að koma á jafnvægi í efnahagsmálum. Megmtil- gangur þess er að lögfesta þegar í stað þær efnahagsráðstafanir, sem telja má forsendu þess, að föstum tökum verði náð á efnahagsmálum þjóðarinnar á næstu misserum Það svigrúm, sem með þessum ráðstöfunum fengizt, yrði notað til undirbúnings og fram- kvæmda frekori ráðstafana bæði til þess að fást við sérstök vondamál líð- andi stundar, sem frekari athugunar og úrræða kunna að krefjast og eins til þess að koma á almennum umbótum í hagkerfinu, sem ætlað væn að auð- velda stjórn efnahagsmála í landmu til frambúðar Vandinn sem við er að fást er bæði aðkallandi og margslunginn 0 Hættuástand Samkvæmt greinargerðinni var mikil hætta framundan „Við blasir háskaleg verðbólguþró- un, sem stefnir atvínnuöryggi, láns- trausti þjóðannnar erlendis, og hag- vexti í framtíðínni í hættu " Og um þjóðhagshorfur segir ..Atburðarás síð- ustu vikna og mánaða á sviði efna- hagsmála hefur verið svo ör og breyt- ingar verðlags og launa svo tíðar og miklar, að torvelt er að setja fram nákvæmt mat á þjóðhagshorfum árs- ins. Sama gildir að miklu leyti um það mat á afkomuhorfum atvinnuvega, sem fram komu hér að framan. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga, þegar tölurnar eru skoðaðar Hitt er svo jafnvíst, hvað sem nákvæmni taln- anna líður, að efnahagsveðramótin framundan eru svo skörp og vandamál- in, sem þeim fylgja svo alvarleg, að varla er of fast að orði kveðið, þótt ástandið fram undan sé nefnt: hættu- ástand." Þá er greint frá verðhækkunartilefn- um, sem höfðu hrannazt upp og þeim lýst þannig með orðum vinstri stjórnar- innar: „Rekstrarhalli og fjárvöntun kemur fram hjá mörgum opinberum fyrirtækj- um og verðhækkunartilefni hrannazt upp í rekstri þeirra, sem vafalaust er ekki að fullu tekið tillit til í visitöluspám hér að framan Mikil fjárvöntun er hjá fjárfestingalánasjóðum að óbreyttum útlánaáformum. Geysimikil aukning hefur verið í útlánum bankanna á fyrstu mánuðum þessa árs, þrátt fyrir það að lausafjárstaða þeirra hefur farið ört versnandi. Vaxandi verðbólga og peningaþensla hefur þannig haldizt í hendur " Að lokum segir í greinargerð- inni með frumvarpinu: „Efnahagsvand- inn, sem við er að fást — og lýst hefur verið i greinargerðinni hér að framan — er svo mikill og margþættur, að hann verður ekki leystur nema með róttækum, alhliða ráðstöfunum, sem margar hverjar þola ekki bið Frumvarp þetta er flutt til þess að koma þeim á " Magnús L. Sveinsson sagði: „Þannig var þá i raun efnahags- ástand þjóðarinnar í lok þriggja ára valdatima vinstri stjórnarinnar, sam- kvæmt hennar eigin orðum. Ég veit að þeim, sem syrgja nú vinstri stjórnina og telja sér trú um að allt væri í himna lagi ef hún hefði verið áfram við völd, dettur ekki i hug að halda því fram að þeirra eigin lýsing á efnahagsástand- inu sé ýkt. Sannleikurinn er sá, að kommúnistar gerðu sér grein fyrir því að raunverulegt efnahagshrun blasti við þjóðinni, þegar þeir skildu við og róttækra ráðstafana var þörf, sem að sjálfsögðu myndi koma hart niður á landsmönnum Þá ábyrgð vildu komm- únistar ekki axla — heldur hlaupa frá öllu i kalda koli og kenna siðan öðrum um En þeirra eigin orð verða ekki aftur tekin. Því standa þeir nú berskjaldaðir frammi fyrir þjóðinni sem óábyrgur flokkur, sem hleypur frá þeim vanda, sem þeir áttu hlut að að kalla yfir þjóðina Slik vinnubrögð má líkja við vinnubrögð manns, sem kveikir i húsi og ásakar siðan slökkviliðið fyrir að standa sig ekki nógu vel við slökkvi- starfið " 0 Launþegar verða að standa saman Að lokum sagði Magnús L Sveins- son: „Björn Jónsson forseti ASÍ undir- strikaði það í framsöguræðu sinni fyrir stefnuskrá ASÍ, aðallir launþegar, hvar í flokki sem þeir stæðu, sneru bökum saman og sameinuðust fyrir faglegum réttindum launþega Hann sagði rétti- lega, að verkalýðshreyfingin væri sterk og ósigrandi, þegar henni tækist að sameinast um fagleg réttmdi Björn Jónsson sagði einnig, að allir yrðu að virða lýðræðislegan rétt til að skipa sér í hvaða pólitískan flokk sem mönnum sýndist Hér er í raun verið að fjalla um grundvallaratriði þess lýðræðisskipu- lags, sem við höfum búið við og mikill meirihluti þjóðarinnar styður Það er von min, að ábyrgari menn innan verkalýðshreyfingarinnar beri gæfu og hafi þroska til að vinna saman burt séð frá pólitískum skoðunum hver annars, og þeir munu sameiginlega varða veg- inn, sem framundan er til að tryggja launþegum, sem bezt kjör. Meginþorri launþega krefst þess." — Þorskafli mun minnka um 2% Framhald af bls. 32. meir og það dæmi liti ekki alveg eins vel út. Reyndar yrðu menn að taka tölunum um ýsuna með svolitilli varúð, þar sem reiknað væri með að allur fiskurinn, sem slyppi í gegn Iifði. Það væri ekka öruggt með ýsuna, þar sem hún væri viðkvæmari en aðrir fiskar og skaddaðist þar af leiðandi meira á möskvunum er hún færi I gegnum þá. Guðni var spurður hvort skip- stjórar og útgerðarmenn togar- anna hefðu sætt sig við stækkun möskva úr 135 mm, sem er frá þvi I vor, i 155 mm nú um áramótin. „Skipstjórar flestra togaranna hafa mótmælt riðilstækkuninni. Mótmælin byggjast fyrst og fremst á því, að pokinn togni tölu- vert mikið og fari upp fyrir 155 mm. Vegna þessa meðal annars fór ég eina veiðiferð með skuttogar- anum Guðbjörgu IS. 1 veiðiferð- inni var notaður tviskiptur poki, annar 135 mm, en hinn 155 mm. I lok Veiðiferðarinnar mældum við riðilstærðina með sérstöku áhaldi. Mældust möskvarnir að meðaltali 150.3 mm i lok ferðar- innar en voru 149.8 mm i upphafi veiðiferðar. Á 135 mm pokanum mældust möskvarnir 131.2 mm i upphafi ferðar en 130,8 mm i lok- in. Á vissum stað I stórriðnari pokanum, það er 11 til 15 möskv- um frá pokaenda, tognaði á möskvunum um 5 mm og það bendir til þess að skipstjórarnir hafi eitthvað fyrir sér, um að sums staðar togni á möskvunum, en það vegur upp á móti, að á öðrum stöðum hlaupaþeir." Guðni sagði að í stórriðna pokanum hefði fiskurinn mælst að meðaltali 63,5 sm langur, en 61,7 sm I þeim smáriðnari, Þeir hefðu verið % hluta togtlmans með botnvörpuna og fengið I hana 65 tonn, en Ví hluta með flotvörpu og fengið í hana 85 tonn, þar af tvö 30 tonna höl. Meðalstærð fisksins í flotvörpunni hefði verið 65.9 sm, eða töluvert stærri en sá sem fékkst i botntrollið. Gerðar hafa verið tilraunir með 170 mm möskva í dragnót og er þessi stóri riðill miðaður við það að ná skarkola með góðu móti og þá á svæðum, sem hafa verið lokð uð ragnót fram til þessa. „1 fyrra veiddum við aðeins 4400 tonn skarkola, I stað þess að geta veitt 10 þúsund tonn, þarna áttum við sem sagt 5600 gjafa- tonn. Við tilraunir hefur komið í ljós, að þroskur sleppur betur út um hinn stóra riðil á dragnót en botnvörpu og því tel ég, að sá fiskur, sem veiddist I þessa stór- riðnu dragnót yrði eingöngu stór þorskur fyrir utan skarkolann. En eftir þessa breytingu á drag- nótina má segja að hún sé orðin algjört skarkolaveiðarfæri,“ sagði Guðni að lokum. - Enginákvörðun Framhald af bls. 1. lantshafsbandalagsins IBriiss- el, og spurði hvort nokkuð hefði verið ákveðið um fram- haldsviðræður lslendinga og Efnahagsbandalagsins. Utan- rikisráðherra kvaðst hafa feng- ið boð frá Finn Olav Gundelach þess efnis, að Efnahagsbanda- lagið hefði áhuga á framhalds- viðræðum 16. eða 17. þessa mánaðar. Sagði Einar, að engin afstaða hefði verið tekin til þessarar málaleitunar enn sem komið væri. 1 samtalinu við sjávarútvegs- ráðherra bar Morgunblaðið undir hann þau ummæli Finn Olav Gundelachs, að bandalag- ið mundi ekki geta farið yfir 30 þúsund tonna aflakvóta til handa Islendingum i skiptum fyrir veiðiheimildir aðildar- rikja bandalagsins innan 200 milnanna við tsland. „1 þeim könnunarviðræðum, sem fram hafa farið, hafa engin bein tilboð komið fram um hugsanlegt aflamagn okkar á miðum Efnahagsbandalagsins. Þar var allt mjög óljóst, og því get ég ekki skilið hvernig þessi tala um 30 þúsund tonn er til- komin." Um núverandi aflamagn Is- lenzkra skipa á 12 mánaða tíma- bili á miðum, sem verða innan 200 milna EBE frá næstu ára- mótum, sagði ráðherrann, að þar væri um að ræða um það bil 23.200 tonn, — 12.200 af Norðursjávarsíld og samanlagt 11 þúsund tonn af karfa og þorska, m.a. við Grænland. Þá spurði "Morgunblaðið hvort ráðherrann vildi tjá sig um það hvort Gundelach eða Austin Laing væru nær raun- veruleikanum, miðað við um- mæli hins siðarnefnda í Morgunblaðinu I gær, þar sem Laing hafði það eftir heimildar- mönnum hjá Efnahagsbanda- laginu, að i viðræðunum væri stefnt að gerð rammasamnings til langs tima en engar veiði- heimildir. Um þetta atriði hafði Matthias Bjarnason þetta að segja: Ég get ekkert um það sagt hvort Austin Laing eða Gunde- lach er nær raunveruleikanum, þvi að við höfum engin tilboð fengið frá Efnahagsbandalag- inu. Það var bandalagið, sem óskaði eftir könnunarviðræð- um og það hafði ekki á síðasta fundi tekið endanlega afstöðu til þess hvernig það mun nýta sína fyrirhuguðu fiskveiðiland- helgi. Þegar næsti fundur verð- ur haldinn fáum við væntan- lega upplýsingar um það,“ sagði ráðherrann. — Geðdeild Framhald af bls. 2 að ekki verður hægt að vera þar Þá þyrfti að rýma enn meir til þess að koma fyrir fleiri rúmum sem eru til ráðstöfunar. en siðan þarf mikið átak að halda þeim sem sllkum Er læknunum sifellt legið á hálsi að leysa ekki vandamál sjúklinga. sem eru úti i bæ og þarf að koma fyrir til frambúðar En ef það yrði gert, við þessar aðstæður, sem spitalinn býr við nú, myndum við á mjög skömm- um tima sitja uppi með mjög vel mannaðan spitala, en hann væri algjörlega vanbúinn að taka við sjúk- lingum. Er þvi ekki hugsanlegt að reka virka göngudeild, nema hafa rúm til þess að taka við sjúklingum til bráðrar innlagningar. T d. hafa sjúklingar utan af landi ekki i annað hús að venda, a.m k ekki i bráða- ástandi Morgunblaðið spurði þá Jóhann- es Bergsveinsson að þvi I sambandi við það, sem hann sagði um sam- bandsleysi geðlækninganna og há- skólasjúkrahússins. Landspitalans, hvort menntun lækna i Háskólanum væri þá gölluð og nýútskrifaðir læknar hefðu ekki skilning sem skyldi á geðsjúkdómum og geðræn- um kvillum. Jóhannes svaraði: „Tvimælalaust. Fyrir lækni, sem ekki ætlar að sérmennta sig i geð- sjúkdómum, er nauðsynlegt að taka þátt i að meta þá sjúklinga. sem ekki eru flokkaðir sérstaklega sem geð- sjúklingar út frá geðlæknislegu sjónarmiði Þetta er vegna þess að margir sjúkdómar hafa verulegan geðrænan þátt. Við skulum taka sem dæmi alls konar sjúkdóma. sem fylgja streitu. magasár, ristilbólgu. astma, — jafnvel húðsjúkdóma o.sv.frv. Okkur er ekki tamt að lita á þessa sjúkdóma fyrst og fremst sem geðræna sjúkdóma, en geðflækjur eru samt stór þáttur i að þeir verða til og viðhaldast. Oftast fá þessir sjúklingar ekki árangursrika meðferð — ekki meðferð sem beinist að þvi að leysa innrí togstreitu, heldur meðferð sem fyrst og fremst ræðst af einkennum. Þetta er llkast því að við færum að meðhöndla beinbrot með asperini Það er kannski i lagi, ef brotið er þess eðlis, að ekki þarf annað en láta handlegginn hanga i kraga um háisinn — þá værí unnt að gefa asperín við sársaukanum á meðan brotið festist En með asper- ini læknar maður ékki beinbrot sem slíkt Sama er að segja um marga þá sjúkdóma, sem hafa verulega geð- ræna þætti. Þeir verða ekki læknað- ir, nema notaðir séu til þess aðrar aðferðiren einkennameðferð Jóhannes Bergsveinsson kvað þetta afskaplega veigamíkið atriði, því að stúdentarnir kæmu inn á Klepp Þar kynnast þeir geðsjúkling- um, sem eru fyrst og fremst haldnir geðrænum kvillum. Þeir læra að greina þá sjúkdóma og meðhöndla þá sem sérstaka--sjúkdóma. en það tengist ekki saman vitundin um þetta hvorttveggja Þá er einnig nauðsynleegrar aðstöðu þessara ein- staklinga,'því að oft spilar hún ekk- ert slður inn i. Þetta verður ekki lagfært, nema með samvinnu — náinni samvinnu allra þessara lækna. Þetta skiptir ennþá meira máli ef til vill en sú viðbót sjúkra- rúma. sem geðdeild Landspltalans hefur i för með sér. þótt hún s^ mjög mikilvæg Ár hvert útskrifast mikill fjöldi lækna og þvi fleiri læknar sem koma á markaðinn, sem ekki hafa þessí tengsl milli llkamlegra og geðrænna kvilla, þeim mun verr erum við staddir Að þessu leyti höfum við mjög gAllaða læknismenntun Það eru ekki kennararnir, sem eru gall- aðir, heldur það kerfi sem við búum við Þetta vandamál ætti geðdeildin að leysa." sagði Jóhannes Berg- sveinsson I lok viðtalsins — Atlantshafs- bandalagið áfram Framhald af bls. 1. hafsbandalagsins er ekki síður mikilvægt nú en þegar það var stofnað," sagði Carter I yfirlýsing- unni Kissinger, sem sat nú utanríkis- ráðherrafundinn I siðasta sinni, sagði I ræðu sinni að það væri nauðsynlegt að bandalagið drægi ekki úr vörnum sinum. Hann sagði, að það væri óhugsandi með öllu að árás frá austri myndi hefj- ast með kjarnorkuvopnum. Fundur utanrikisráðherranna var haldinn fyrir luktum dyrum, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum sagði Kissinger, að vestræn lönd og þá sérstaklega B : ndaríkin yrðu að gera sér fulla grein fyrir þvi hversu langt So- vétar mættu ganga. Hann stað- hæfði að hann hefði ekki trú á þvi, að Sovétrikin hefðu gert og ættu í fórum sinum heildaráætl- un um árás á Vesturlönd. En aft- ur á móti myndu Sovétar halda áfram að ná fótfestu á hinum ólík- legustu stöðum, sagði Kissinger og nefndi Angóla sem dæmi. Kissinger visaði eindregið og afdráttarlaust á bug samþykkt Varsjárbandalagsrikjanna um að bandalögin tvö ættu að gera með sér samkomulag um að hvorugt yrði fyrra til að taka í notkun kjarnorkuvopn ef til vopnaðra átaka kæmi. „Þessi tillaga er ekki einu sinni til umræðu,“ sagði hann. Ræða Kissingers mótaðist töluvert af þvi að sögn fréttaskýr- enda að hann talaði nú á utanrik- isráðherrafundi NATOS I siðasta sinn. Hann fjallaði í alllöngu og ítarlegu máli um pólitisk mál og alþjóðamál vitt og breitt. Hann sagðist ekki líta svo á að nýju leiðtogarnir I Kina myndu taka upp róttækari stefnu og áleit hann ekki að í uppsiglingu væri batnandi sambúð Kina og Sovét- ríkjanna. Aftur á móti kvaðst hann hafa trú á að sambandi Kina og Bandaríkjaanna myndi enn batna. Þegar kom að málefnum Mið- austurlanda lét Kissinger i ljós bjartsýni og sagði að nú væru langtum betri möguleikar á því að koma þar á friði en nokkru sinni siðan ísraelsriki var stofnað árið 1947. Hann sagði að mesta vanda- málið væri ókyrrðin i Arabaheim- inum. Kissinger vék einnig að ástand- inu I suðurhluta Afriku og sagði að þar væri engin patentlausn á málunum. Hann varaði við þvi að aðilar í þeirri viðkvæmu deilum yrðu beittir of miklum þrýstingi og sagði að þar væri margs að gæta. Kissinger sagði að enda þótt hlé hefði orðið á þróun detente I heiminum upp á síðkastið, mætti það ekki verða til að draga úr trú manna á því að detente væri nauðsynlegt. 1 niðurlagsorðum ræðu sinnar fór Kissinger lofsamlegum orðum um væntanlegan eftirmann sinn, Cyrus Vance, og kvaðst vonast til að hann fengi jafn góðar og hlýjar móttökur innan bandalagsins og hann hefði notið frá fyrstu tið. Utanríkisráðherrarnir hafa fengið til athugunar tvær skýrsl- ur um evrópsk öryggismál svo og um ráðstefnuna í Belgrad næsta haust. 1 þessum skýrslum mun koma fram að enda þótt ljósa punkta sé að finna sé þó langur vegur frá því að Sovétríkin hafi uppfyllt ákvæðin í yfirlýsingunni, sem snýst um manneskjuleg sam- skipti og almenn mannréttindi. Utanrikisráðherra Vestur- Þýzkalands, Genscher, studdi -skoðanir Kissingers varðandi til- lögur Varsjárbandalagsins og er búizt við að formlegt svar verði samið og sent vegna Búkaresttil- lagnanna að þvi er óstaðfestar heimildir segja. Anthony Crosland, utanríkis- ráðherra Breta, fjallaði einkum um Ródesiumálið í ávarpi sinu og kvaðst ekki hafa gefið frá sér vonir um að lausn næðist á þvf máli, enda þótt hægt hefði miðað að Genfarfundinum. Crosland sagði að almennt markmið Sovét- —rikjanna væri að reyna að eyði- leggja viðleitni til að ná friðsam- legri lausn á þvi vandamáli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.