Morgunblaðið - 10.12.1976, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
21
— Rankaði
við mér ....
Framhald af bls. 32.
brotinn — því vinstri fóturinn
var allur snúinn frá öklanum
og blasti í bert beinið. Mín
fyrstu viðbrögð voru að kalla á
Viðar — auðvitað hvarflaði að
mér sú hugsun að hann kynni
að vera dáinn eða stórslasaður.
Hann svaraði þó lagum rómi og
spurði mig hvort hann væri
mikið skaddaður I andliti þvl
hann sá ekki neitt — ég gat
engu svarað því, ég sá ekki
framan í hann. Sá bara að hann
lá þarna einhversstaðar inni i
flakinu.
Um aðdragandann að slysinu
sagði Sigurður: „Við lögðum af
stað frá Reykjavíkurflugvelli
um tvöleytið. Viðar flaug og ég
fylgdist með.“ Þess má geta að
Sigurður, sem er nemandi I
Vélskóla Islands, byrjaði að
læra flug hjá Flugtak hf. nú I
haust og hugðist taka tuttugu
tíma I vetur.
„I þessum ákveðna tlma hafði
Viðar hugsað sér að kenna mér
nauðlendingu og hvernig mað-
ur brygðist við í slíkum tilfell-
um,“ heldur Sigurður áfram.
„Viðar sat hægra megin í vél-
inni og flaug. Við vorum í
fimmtán hundruð metra hæð
og höfðum ákveðinn lend-
ingarstað I huga, en auðvitað
hvarflaði ekki að okkur að
nauðlenda I alvöru — hvað þá
að við myndum hrapa," sagði
Sigurður um leið og hann
reyndi að brosa og lyfta höfð-
inu, en það var erfitt, þar sem
hann á bágt með að hreyfa
höfuðið, sökum þess að einn
hálsliðurinn sprakk.
„Eins og ég sagði," heldur
Sigurður áfram“ þá dró Viðar
úr benzíngjöfinni um leið og
vélin sveif niður í lægstu mögu-
lega hæð, 200 fet. Þá var ætlun-
in að auka benzíngjöfina að
nýju, um leið og vélinni var
beint upp — en um leið missir
hún hraða. — Og þá gerðist
þetta. Okkur fannst vélin
hiksta — slðan veit ég ekki af
mér, fyrr en undir vinstra
vængnum. Ég veit ekki hvort
vélin, sem missti þann litla
hraða, sem á henni var, ofreis
— en tel það líklegt. Ég reikna
með að það hafi liðið tíu mlnút-
ur frá þvl að ég rankaði við mér
og þangað til hjálp barst.
Það var bóndinn I Miðdal,
Tryggvi Einarsson, og kona
hans, Sæunn Halldörsdóttir,
sem komu fyrst á slysastaðinn.
Þau hlúðu að okkur með tepp-
um og yfirhöfnum, áður en þau
fóru að sækja hjálp. Ég missti
meðvitund aftur I sjúkrabíln-
um á leiðinni I bæinn. Aðgerð-
inni á mér lauk fyrir miðnætti
sama dag — en ég var I hálf-
gerðu móki þar til fram á þriðja
dag.“
Sigurður kvaðst ekki halda
að hann hafi fengið taugaáfall
— og þetta ætti ekki eftir að
hindra hann að fljúga I framtíð-
inni. „Nei, ég held persónulega
að flugvélar séu öruggari en
bílar og hef aldrei fundið fyrir
flughræðslu. Ég áætlaði að taka
tuttugu flugtlma I vetur, þann-
ig að ég fengi sólópróf — en því
seinkar nú að öllum Hkindum,
þar sem ég á vafalaust hálfsárs
rúmlegu fyrir höndum. Þó von-
ast ég til að geta losnað af
spítalanum innan tveggja mán-
aða — þannig að ég geti farið
að lesa utanskóla heima hjá
mér.“
— Ófreskja . .
Framhald af bls. 1.'
auk þess sem fullyrt er að Hún
hafi misþyrmt honum, og þannig
orðið þess valdandi að heilsu
hans hafi hrakað mjög.
I kínverskum fjölmiðlum hefur
að undanförnu verið mirinzt
nokkuð á aðra konu Maós, Yang
Kai-Hui, en formaðurinn var fj,ór-
giftur. Er Yang Kai-Hui lofuð
mjög fyrir hetjulega framgöngu.
Hafi hún verið kommúnísk hetja,
sem hafi staðizt margskonar þján-
ingar og pyndingar fyrir málstað-
inn eftir að hún var tekin hönd-
um árið 1930, og látið síðan lífið
sem píslarvottur mánuði eftir
handtökuna. Grein um þetta hef-
ur nýlega verið dreift á vegum
Hsinhua-fréttastofunnar, en þar
segir m.a. að Yang Kai-Hui hafi
verið trú marz-leninismanum allt
sitt líf. öðru máli gegni um Chi-
ang Ching, sem aldri hafi litið I
verk marx, Lenins eða Maós. Hún
hafi þverskallast við að meðtaka
uppfræðslu Maós og gagnrýni,
sem henni hafi sífellt staðið til
boða, en gengið I lið með sam-
særismönnum og brunnið af
áfergju eftir að verða „keisara-
drottning“.
— Vírnet hf.
Framhald af bls. 10
fyrirtækið hefði verið heppið með
starfskraft frá upphafi. — Þetta
var smátt I upp afi, en nú eru hér
14 fastir menn, en starfsemim er
meira og minna næstum sjálfvirk
vélavinna, svo ekki þarf ýkja
marga starfsennn. Hjá okkur
hefur einn verið frá byrjin, og
fjórir á annan áratug, svo ég held
að hægt sé að segja að okkur
haldist vel á fólki ,sagði Páll.
Byrjuðu f
veitingaskála
úti í Brákarey
Vírnet hf. starfar nú I eigin
húsnæði upp á 1200 fermetra, en
Páll sagði okkur að upphafleg
starfsemi hefði hafizt á gömlum
veitingaskála úti I Brákarey.
J
Sagði Páll það hafa verið I
veitingaskálanum hans Fúsa vert,
eans og hann var vlst kallaður. En
fljótt var orðin þar mikil þröng á
þingi að sögn Páls, og var flutt i
núverandi húsnæði 1963. Segir
Páll okkur, að nú væri svo komið
að núverandi húsæði væri orðið
of Iitið, og þvl hefði nýlega verið
hafizt handa við aðra eins bygg-
ingu við og hliðina á núverandi
húsnæði og verður það hús tilbúið
á næsta ári. Segir Páll að fyrir-
tækið muni vart koma til með að
nota nema helming þess húsnæðis
fyrir núverandi starfrækslu fyrst
um sinn alla vega. — Við erum
svolltið að hugleiða að taka upp
nýja starfsemi hérna hjá okkur
þ.e. nýjan þátt. En þetta er þó allt
á umræðustigi svo ekki er hægt að
greina frá þeim áformum ennþá.
Ætli við segjum nokkuð meira um
það og setjum heldur bara spenn-
ing I fólk, sagði Páll Guðbjartsson
að lokum.
—ágás.
— Urskurður
Framhald af bls. 32.
ginntur i net lögreglunnar I
Keflavík til að lögreglumenn þar
gætu orðið sér úti um ástæður til
að úrskurða hann I gæzluvarð-
hald.
Vitað er að Kristján Pétursson,
deildarstjóri I tollgæzlunni á
Keflavíkurflugvelli, og Haukur
Guómundsson, rannsóknarlög-
reglumaður I Keflavík, hafa um
skeið rannsakað margháttað mis-
ferli bifreiðastjórans. Af hálfu
rannsóknarlögreglunnar þar hafa
komið fram þær skýringar, að
hún hafi fengið upplýsingar um
ferðir bifreiðastjórans I þessu
umdæmi I ólöglegum erindagjörð-
um og þess vegna setið fyrir bif-
reiðastjóranum.
— Framnes
Framhald af bls. 2
Reykjavíkur á næstunni þar sem gert
verður við það
Framnesið strandaði við hinn enda
Látrabjargs 19 73, en 1 1 manna áhöfn
skipsins komst þá í land á gúmbjörg-
unarbát Skipinu var síðan bjargað af
strandstað fjórum dögum siðar Árið
1 960 strandaði Sæborg BA á sama
stað, en losnaði af strandstaðnum og
var dregin til Patreksfjarðar eins og
Framnesið núna
Skeiðsfoss-
virkjun sann-
ar ágæti sitt
Siglufirði 9. desember.
VIÐBÓTARVIRKJUNIN við
Skeiðsfossvirkjun hefur nú verið
I gangi hátt á annan mánuð og
hefur þegar sannað gildi sitt.
Þennan tlma hafa mikil frost ver-
ið hér og hefur ekki þurft að setja
dtsilvél I gang til að auka
rafmagnsframleiðsluna. Þannig
hafa Siglfirðingar ekki eytt einni
einustu krðnu I dýra hráollu.
-mj.
bakadá
hædum
Jurto eldavél meö hverfiloftsofni gerir þér kleift
aó baka á 4 hœóum - sem sagt - þú getur bakaó á
4 plötum í einu - athyglisvert, ekki satt?
Aó sjálfsögóu er Juno meö grilli og klukkurofa
- já klukkurofa.sem ekki baraer tengdurofni -hann
er líkatengdur 2 hellum - þetta erdagsatt, hann er
tengdur tveim hellum - þaö œtti aó geta komió
sér vel.
Juno hverfiloftsofninn er sjálfhreynsandi-hvaó
annaó?
II
Zmniówms
vél ætlum viöaósýnaþér ínotkun-á
milli klukkan 2og 5 á morgun.
Já.vió œtlumáó baka fyrir þig á milli klukkan 2 og 5 - þar fyrir utan,sýnum vió þér rafmagns-heimilis-
tœki frá KRUPS - maóur sleppir ekki svona tœkifœri - er þaó? - auóvitaó ekki - þá sjáumst .vió í
sýningarsalnum aóSkúlagötu 30 á morgun.
PS.
þaó fer ekki ámilli mála aó
okkar lausnerbetri lausn
n
J. ÞORLAKSSON & NORÐMANN H.F
Skúlagötu30 -Sími 11280
JUNOogKRUPS
Einkaumboö á íslandi
JÓN JÓHANNESSON & Co