Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
25
eins 4 hús að standa, en þau voru:
Túngata 8, Aðalstræti 10 (Silli og
Valdi), Aðalstræti 6 (Morgun-
blaðshúsið) og Fischersund 3
(bakaríið). Miklar umræður
spunnust í kring um þessa tillögu
og voru meðal annars stofnuð
íbúasamtök í Grjótaþorpi.
Tillagan inniheldur svokallaða
raðbuggingarlausn og er gert ráð
fyrir óbreyttu gatnakerfi. Dæmi
um raðbyggingarlausn má sjá i
Austurstræti, Hafnarstræti, við
Laugaveg og viðar, þar sem lokað-
ir húsgaflar 3, 4 og 5 hæða húsa
blasa við (stundum með ámáluð-
um auglýsingum).
I gögnum með tillögunni kemur
I ljós að borgarsjóður á 32% lóð-
anna i Grjótaþorpi (götur reikn-
aðar með), Silli og Valdi 18% og
aðrir einkaaðilar 50%.
Tillagan hefur aldrei verið sam-
þykkt. Meirihluta skipulags-
nefndar fannst nýtingarhlutfallið
of lágt! en minnihlutanum of
hátt.
5. 12 nóvember 1975 er haldinn
fundur I umhverfismálaráði
Reykjavíkurborgar og eftirfar-
andi bókun gerð m.a.: Þar sem
komið hefur fram, að fá húsanna
(í Grjótaþorpi innsk. höf.) hafa
verið könnuð með varðveislu í
huga, óskar umhverfismálaráð
eftir því, að áður en lengra sé
gengið, verði Nönnu Hermanns-
son minjaverði falið að gera út-
tekt á byggingarsögulegu gilda
húsanna og ástandi þeirra, auk
þeirrar sögulegu könnunar, sem
þegar er burjað á“.
Nanna fékk til liðs við sig
Stefán Örn Stefánsson arkitekt,
sem hafði reynslu í uppmælingu
gamaila húsa og hefur hann unn-
ið að uppmælingu húsanna og
könnun á ástandi ásamt Hjörleifi
Stefánssyni arkitekt og í samráði
við Árbæjarsafn. Starfsfólk Ar-
bæjarsafns hefur hins vegar unn-
ið að sögulegri könnin á svæðinu.
Niðurstöður þessarar könnunar
liggja ekki fyrir, en eru á loka-
stigi. Fundargerð ofannefnds
fundar er samþykkt i borgarráði.
6. 10. nóvember 1976 var haldinn
fundur iumhverfismálaráði. Á
fundinum var eftirfarandi bókað:
„Ólafur B. Thors skýrði frá hug-
myndum, sem nú eru ræddar i
skipulags- og bygginganefnd um
Grjótaþorp." Ólafur er formaður
skipulagsnefndar. Annað er ekki
bókað um þetta mál á þessum
fundi. A þennan fund átti að boða
Nönnu Hermannsson, sem stend-
ur fyrir könnun á Grjótaþorpi, en
það gleymdist.
7. Þriðjudaginn 16. nóvember
1976 var haldinn fundur í skipu-
lagsnefnd, þar sem eftirfarandi
tillaga var samþykkt með 3:1 at-
kvæði (einn sat hjá): „Nýting I
Grjótaþorpi verði 1,5. Einnig get-
ur nýting ibúðarbygginga hækkað
um allt að 0.5 ef um er að ræða
þingl. kvöð um þá notkun. Gatna-
kerfi í Grjótaþorpi verði óbreytt í
meginatriðum. Byggð verði þétt
og lág (1—4 hæðir). Þök verði
brött og auka má nýtingu með þvi
að leyfa kvisti."
Ef litið er á síðustu setninguna,
þá hafal fyrsta lagi hallandi þök
og kvistir ekki nokkurn skapaðan
hlut með aðalskipulag að gera,
heldur deiliskipulag (deiliskipu-
lagstillagan, sem hangir við hlið-
ina gerir hins vegar ráð fyrir hall-
andi þökum) og i öðru lagi kemur
ekki fram, hvort þessi aukna nýt-
ing með kvistum er reiknuð með i
nýtingarhlutfallinu.
Á sama fundi lagði Sigurður
Harðarson arkitekt, sem á sæti I
skipulagsnefnd, fram svohljóð-
andi tillögu: „Skipulagsnefnd
samþykkir að fresta ákvörðunar-
töku um aðalskipulag Grjóta-
þorps, þar til kynntar hafa verið
fyrir henni helstu niðurstöður
könnunar á vegum umhverfis-
málaráðs og Árbæjarsafns á
ástandi og varðveislugildi húsa í
Grjótaþorpi. Telur nefndin óhjá-
kvæmilegt að taka mið af þeirri
könnun áður en ákveðin er
endanlega landnoktun og nýt-
ingarhlutfall."
Tillagan var felld með 3:1 at-
kvæðum.
HVERSVEGNA?
Hvers vegna svo algera endur-
byggingu í Grjótaþorpi? Er gatna-
kerfið í miðbæ Reykjavíkur svona
vannýtt? Er vöntun á lóðum fyrir
miðbæjarstarfsemi? Er ekki verið
að byggja tvo miðbæi í Reykjavík
þ.e. Kringlumýri og Mjóddina í
Breiðholti og einn i Kópavogi? Er
ekki hægt að gera þá „intima“?
Ef fjölga á ibúum í gamla mið-
bænum, væri þá ekki nær að veita
fólki, sem vill kaupa og gera upp
gömul hús, húsnæðismála-
stjórnarlán, eins og veitt er við
nýbyggingar? Þannig væri alla
vega hægt að koma i veg fyrir, að
þau fáu hús sem fá að standa
verði notuð sem skrifstofu- eða
lagerhúsnæði.
Grjótaþorp er enginn gim-
steinn, enginn Gamla Stan i
Stokkhólmi eða Tinganæs á Fær-
eyjum, heldur fátæklegar leifar
gömlu Reykjavikur. En þó þær
séu f átæklegar er engin ástæða til
að gera þær fáu leifar ennþá fá-
tæklegri. Einmitt þess vegna er
ástæða til að niðurstöður könnin-
arinnar liggi fyrir áður en ákveð-
ið er að „endurnýja", svo hægt sé
að gera tillögur, sem byggja á
þekkingu á ástandi húsanna, sögu
hverfisins og þeim kostnaði, sem
þvi fylgir að gera betri húsin upp.
Þá væri um leið hægt að varðveita
heildarsvip svæðisins, sem eftir
er. Þá mætti einnig hugsa sér að
efnt yrði til samkeppni um skipu-
lag Grjótaþorps, þó með þeim
fyrirvara að tryggt væri, að ekki
fari um tillögur í þeirri sam-
keppni eins og I hugmyndasam-
keppninni um Bernhöftstorfuna,
þ.e. að þeim verði stungið ofan í
skúffu og húsin látin standa ónot-
uð, þar til þau eru orðin svo ónýt,
að hægt er að rifa þau með góðri
samvisku og litlum tilkostnaði.
Eða blða þar til komið er „úr
tisku“ að varðveita gömul timbur-
hús, en það hefur oft verið litið
svo á og málin afgreidd með því,
að varðveisla sé bara í tisku hjá
listasnobburum og rómantiskum
kommúnistum. Eða hvað? Við
skulum bara þakka fyrir að hús
eru gerð upp og varðveitt, þvi þau
verða ekki rifin á meðan. Það á
alla vega ekki eftir að að skipta
eftirkomendur neinu máli hvers
vegna húsunum var haldið við.
Aðalatriðið er að þau séu til. Það
er aftur á móti önnur tíska, sem á
eftir að valda eftirkomendum
meiri erfiðleikum, en það eru
flötu þökin og stóru gluggarnir.
Hún er annars merkileg þessi
árátta okkar að vilja eyðileggja
allt, sem minnir okkur á minni
efni liðinna tíma. 1 sveitum eru
nýju hvitmáluðu villurnar byggð-
ar beint fyrir framan eða ofan á
rústum gamla torfbæjarins, til að
koma i veg fyrir að nokkur geti
séð, að í honum hafi verið búið.
Sömu sögu er að segja i Reykja-
vik. Þar eru gömlu húsin fjarlægð
um leið og tækifæri gefst og
byggð 3,4 eða 5 hæða hús með
misjöfnum árangri.
TILLAGA
Svo aftur sé vikið að skipulags-
sýningunni, þá vil ég í fyrsta lagi
hvetja borgarbúa til að skoða
hana og taka sér góðan tíma. Fara
ef til vill oftar en einu sinni. 1
öðru lagi vil ég taka boði borgar-
stjóra og koma með ábendingar
og athugasemdir. Þennan
greinarstúf mun ég klippa út og
setja f tillögukassann á Kjarvals-
stöðum og bæti að lokum við eftir-
farandi tillögum:
1. Að samþykkt skipulagsnefndar
Framhald á bls. 19
— Tollskrá
Framhald af bls. 32.
tollfrelsi á aðföngum til fram-
leiðslu sinnar síðan, eins og segir
í athugasemdum við frumvarpið.
Á þessu hafa þó verið undantekn-
ingar og er með frumvarpinu
stefnt að því að leysa þau vanda-
mál, sem óleyst hafa verið á þeim
aðlögunartfma, sem liðinn er frá
1970. Er hér einkum um að ræða
niðurfellingu tolla á timbri og ým-
iss konar plötum til smíða og
bygginga úr trjáviði og afnám
tolla á ýmsum tekstrarvörum og
hlutum til iðnaðar. Þá er samn-
ingsbundnum tollalækkunum á
hráefnum til fataframleiðslu
hraðað þannig að sú tollalækkun
á þessum vörum, sem lokið skyldi
I ársbyrjun 1980, kemur til fram-
kvæmda strax i ársbyrjun 1977.
Hvað snertir fjárfestingarvörur
aðrar en vélar og tæki hafa tollar
á þeim yfirleitt ekki lækkað og
eru þeir á l'ilinu 18 til 35%. Auk
þess p’ »agðu 20% söluskattur á
fk^iar þessar örur en sambæri-
iegan skatt fá er* ndir samkeppn-
isaðilar endurgre 'dan gegnum
virðisaukaskattkerfk viðkomandi
lands. Þá greiðist 18lA vörugjald
af ýmsum fjárfestint -rvörum,
sem ekki er lagt á f nágrai 'alönd-
unum. Meðal annars með h. tsjón
af þessum þætti í samanburði á
gjöldum innlends verndarvöru-
iðnaðar annars vegar og erlendra
samkeppnisaðila hins vegar gerir
frumvarpið ráð fyrir því að tollar
á helztu fjárfestingarvörum verði
lækkaðir I áföngum frá og með
ársbyrjun 1978 til ársbyrjunar
1980.
í athugasemdum við frumvarp-
ið er vfsað til þess að f lögum sem
sett hafa verið um stjoriðju eru
felld niður gjöld af helztu fjár-
festingarvörum viðkomandi stór-
iðju auk gjalda af hráefnum, vél-
um og tækjum til að jafna sarp-
keppnisaðstöðu hennar á erlend-
um mörkuðum. Almennur iðnað-
ur hefur hins vegar ekki notið
hliðstæðra ivilnana. Sfðan segir I
athugasemdunum: „Þegar toll-
vernd íslenzks iðnaðar lýkur 1980
verða ekki að öðru jöfnu lengur
nokkur rök til að gera greinar-
mun á tollalegri aðstöðu stóriðju
og almenns verndarvöruiðnaðar."
Hins vegar er jafnframt bent á að
ef algerlega á að jafna samkeppn-
isaðstöðu íslenzks iðnaðar við er-
lendan sé óhjákvæmilegt að taka
upp virðisaukaskattkerfi hér á
landi eða söluskattskerfi með
virðisaukasniði.
Þá er í frumvarpinu gert ráð
fyrir nýju heimildarákvæði í fjár-
lögum næsta árs þess efnis að
fella megi niður að fullu söluskatt
af vélum og tækjum til samkeppn-
isiðnaðar. Þá er gert ráð fyrir
frekari lækkun fjáröflunartolla,
en þeir voru lækkaðir á mörgum
vörum úr 100% I 80% 1974. Er
gert ráð fyrir því að þeir tollar
sem enn eru 100% lækki i tveim
áföngum, 1. janúar 1978 og 1.
janúar 1980 i 80%. Þá er gerð sú
tillaga að magntollar, aðrir en af
olium, verði felldir niður, en í
staðinn lagður á 4% verðtollur á
þær vörur, sem magntollur hefur
verið lagður á að undanskildum
kartöflum. Auk gjaldalækkana
eru gerðar tillögur um breytingar
sem leiða af breytingum á hinni
alþjóðlegu tollnafnaskrá Tolla-
samvinnuráðsins, breytingar á 3.
grein tollskrárlaga, sem fjallar
um ýmsar undanþágur og lækk-
unarheimildir auk ýmissa efnis-
breytinga.
Hradskákmót
Taflfélags
Kópavogs
HAUSTHRAÐSKAKMÓT Taflfé-
lags Kópavogs fór fram um sið-
ustu helgi (verður ekki um næstu
helgi eins og missagt var i blaðinu
s.l. þriðjudag).
Sigurvegari á mótinu var Guðni
Sigurbjarnarson.
Inn á hmi
I hcimilil