Morgunblaðið - 10.12.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
29
Kátlegar kvonbæn-
ir í Hveragerði
LEIKFÉLAG Hveragerðis frum-
sýnir i kvöld enska gamanleikinn
Kátlegar kvonbænir (She Stoops
to Conquer) eftir Oliver Gold-
smith. Leikstjóri er Benedikt
Árnason en leikmynd gerði Jill
Brooke. Leikritið, sem er í þýð-
ingu Bjarna Guðmundssonar, hef-
ur verið fært upp einu sinni hér á
landi áður, á Herranótt fyrir rúm-
um áratug og þá einnig undir
leikstjórn Benedikts. Með helstu
hlutverk I sýningu Leikfélags
Hveragefðis fara: Svava Hauks-
dóttir, Aðalbjörg M. Jóhannsdótt-
ir, Inga Wiium, Sigurgeir Hilmar
Friðþjófsson, Guðjón H. Björns-
son Steindór Gestsson og Níels
Kristjánsson. Enginn vafi er áþví
að þessi bráðlétti gamanleikur á
eftir að laða að sér marga áhorf-
endur í Hveragerði og vlðar um
Suðurland, en ráðgert er að ferð-
ast um með leikinn, svo sem venja
er hjá leikfélaginu.
Litabók fyrir börn
LITABÓKIN, sem kom út
fyrir um 30 árum, er nú
komin út i annarri útgáfu.
I henni eru 16 teikningar,
sem Teiknistofa Stefáns
Jónssonar teiknaði, en síð-
an eiga börnin að lita teikn-
ingarnar eftir eigin höfði.
Myndirnar í bókinni eru
allt dýra- og landslags-
myndir. (Jtgefandi er
Myndabókaútgáfan.
Athugasemd vid frétt um
byggingu verksmidjuhúss
I MORGUNBLAÐINU s.l. föstu-
dag er frétt um að Breiðholt h.f.
hafi steypt upp 5.700 rúmm. verk-
smiðjuhús á einum mánuði og
notað við það aðferð, sem feli í sér
algera nýjung við byggingu verk-
smiðjuhúsa hér á landi m.a. að þvi
leyti er varðar byggingartima.
Það er ekki rétt, sem fullyrt er i
fréttinni, að skammur byggingar-
timi hússins sé nýjung hér á landi
þar sem Byggingariðjan h.f. hefir
undanfarin ár framleitt stein-
steyptar húseiningar I ýmsar
gerðir húsa, þar á meðal verk-
smiðjuhús, og hafa einingahús
Byggingariðjunnar verið reist á
miklu skemmri tíma heldur en
þeim, sem getið er um í fréttinni.
Sem dæmi um þetta má nefna,
að s.l. sumar var reast í Mosfells-
sveit 12.000 rúmm. Iþróttahús á
12 dögum. Húsið er steinsteypt
einingahús með einangruðum út-
veggjum fullfrágengnum að utan
og innan með steinsteyptri þak-
klæðningu, en til 'samanburðar
má geta þess að húsið sem Breið-
holt h.f. reisti á einum mánuði,
5.700 rúmm. að stærð, var án þak-
klæðningar.
Aðferð Byggingariðjunnar h.f.
er í þvi fólgin, að steinsteyptar
einingar eru framleiddar í verk-
smiðju, óháð veðri og vindum, á
meðan unnið er við gerð hús-
grunns, en að þvi loknu er húsið
reist á mjög skömmum tlma eða
um það bil 1000 rúmm. á dag eins
og framangreint dæmi sýnir.
Aðferð Breiðholts h.f. er aftur á
móti fólgin i því, að útveggir húss-
ins ásamt þakbitum en án þak-
klæðningar, eru steyptir á staðn-
um og er sú framkvæmd þvi háð
umhleypingasömu veðurfari hér
á landi. Byggingarhraði er sam-
kvæmt frétt blaðsins um 300
rúmm. á dag og tekur því þrisvar
til fjórum sinnum lengri tlma að
Iþróttahús I byggingu I Mosfellssveit. Húsið er 12.000 rúmmetrar og
var reist á 12 dögum.
reisa hús með aðferð Breiðholts
h.f. heldur en að reisa einingahús
Byggingariðjunnar h.f.
Við samanburð á þessum bygg-
ingaraðferðum má nefnaýmislegt
fleira, sem er einingahúsum í
hag. í húsi þvl, sem frétt blaðsins
fjallar um, er súlnaröð I miðju
húsi en það er til óhagræðis fyrir
alla starfsemi I húsinu. Eininga-
hús Byggingariðjunnar h.f. eru |
aftur á móti súlnalaus fyrir allt að
30 m húsbreidd. Þakklæðning
Breiðholtshússins er úr timbri,
sem er innflutt efni, en þak-
klæðning einingahúsa Byggingar-
iðjunnar eru steinsteypueiningar,
sem er islensk iðnaðarframleiðsla
að mestu úr islensku byggingar-
efni.
f.h. Byggingariðjunnar h.f.
Helgi H. Árnason
„Heitar ástir”, þýdd
ástarsaga
FJÓRÐA bókin I bókaflokknum
Grænu skáldsögurnar, sem Sögu-
safn heimilanna gefur út, er kom-
in á markaðinn. Nefnist hún
.Jleitar ástir“ og er eftir Joy
Packer.
Bókin heitir „Boomerang" á
frummálinu og er sögusvið henn-
ar Suður-Afrika. „Þeir atburðir,
sem hún greinir frá eru þó á
engan hátt staðbundnir og gæti
hún þvi gerzt hvar sem væri I
heimi okkar,“ segir á kápusiðu.
„Þetta er ósvikin ástarsaga, eins
og nafnið bendir til.“
Bókin er 245 bls. að stærð.
‘Pe>«Z)(scx^t eíR. v'&RYyAorv'ft 1
£ö.ooo V^ -
tS h.f. Laugavegi 33 sími 115 08