Morgunblaðið - 10.12.1976, Side 31

Morgunblaðið - 10.12.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 31 Enn var það Klempel sem sígraði FH-inga - FH-liðið sýndi góðan leik í Póllandi en tapaði 18:22 FH-ingar léku seinni leik sinn l Evrópubikarkeppni meistaraliða við pólska liðiS Slask i Wroclaw i Póllandi i fyrrakvöld. Átti FH-liðið þarna skínandi góSan leik, og mátti teljast óheppið að tapa leiknum með 4 marka mun eða 22:18, þar sem það var öilu betri aðilinn allt fram undir lokaminútur leiksins. FH-íngar höfðu forystu I leiknum til að byrja með, en stórskytta pólska liðsins. Klempel. var eins og i fyrri leiknum illviðráðanleg og það var fyrst og fremst honum að þakka að Pólverj- um tókst að jafna 8:8. þegar nokkrar mlnútur voru til loka fyrri hálfleiksins. Pólverjar skoruðu siðan tvö slðustu mörk hálfleiksins þannig að staðan að honum loknum var 10:8 Slask I vil. i byrjun seinni hálfleiks tókst Slask enn að auka muninn og komst I 12:8, en FH-ingar létu ekki deigan slga og tókst að jafna á tölunni 15:15. Komu þá fyrir atvik sem breyttu tvimælalaust gangi leiksins. FH-ingar fengu tvisvar mjög góð marktækifæri, en skutu I bæði skiptin I stöng og i bæði skiptin náðu Pólverjar knettinum og skoruðu úr hraðaupphlaupi. Þar með átti FH undir högg að sækja og fóru að reyna skot úr verri færum en áður. sem varð svo til þess að Pólverjunum tókst að auka muninn I fjögur mörk fyrir leiks- lok. í leik þessum áttu tveir leikmanna FH mjög góðan leik, þeir Birgir Finn- bogason, sem var lengst af I markinu og varði mjög vel. Hann mátti sln þó ekki við hraðaupphlaupum Slask, en þannig skoraði liðið hvorki fleiri né færri en 8 mörk Hinn leikmaður FH- liðsins sem stóð sig mjög vel I leik þessum var Viðar Símonarson. Hann var einn traustasti varnarleikmaður liðsins I leiknum og skoraði flest mörk FH-inga, 7 talsins. Þeir Geir og Janus komust einnig ágætlega frá þessum leik. Mörk Slask: Klempel 10, Faleta 4. Antczak 3, Moczulski 2, Czykaluk 2, Sokolowski 1. Ólafur og Axel með í undirbúningi landsliðsins? MEÐAL áhorfenda aó lands- leik Islands og Austur- Þýzkalands ( Berlfn I gær- kvöldi voru þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson en þeir komu akandi frá Minden ( gær, bæði til þess að fylgjast með leiknum og eins til þess að ræða við landsliðsnefndar- menn og landsliðsþjálfarann. Sátu þeir lengi á fundi I gær og var farið yfir æfingapró- gramm (slenzka liðsins fram að B-heimsmeistarakeppninni I Austurfki. Kom fram, að þeir Ólafur og Axel hafa báðir mik- inn áhuga á að vera með I undirbúningi og leikjum Is- lenzka liðsins. Kom fram, að þeir eiga ekki að leika nema þrjá leiki með liði sfnu, Dankersen, frá áramótum og fram yfir heimsmeistara- keppnina og langt er á milli þessara leikja. Hins vegar kann staðan eitthvað að breyt- ast ef Dankersen kemst áfram I Evrópubikarkeppni bikar- hafa, en liðið á að leika seinni leik sinn við sænska liðið Heim 12. desember n.k. Janus Cerwinski og Birgir Björnsson sögðu báðir I viðtali við Morgunblaðið I gærkvöldi, að þeir hefðu áhuga á þvl að fá þá Ólaf og Axel inn I liðið og yrði áfram unnið að þessu máli. Mörk FH: Viðar Slmonarson7, Janus Guðlaugsson 4, Sæmundur Stefánsson 2, Geir Hallsteinsson 2, Örn Sigurðsson 1, Július Pálsson 1, Kristján Stefánsson 1. TVEIR NÝLIÐAR I' KVÖLD ÍSELNDINGAR og Austur-Þjóðverjar leika annan handknattleikslandsleik i kvöld og fer hann fram i Frankfurt. íslenzka landsliðsnefndin og Janus Cerwinski þjálfari voru ekki búnir að velja islenzka liSið fyrir þann leik er MorgunblaSiS hafði samband viS þá í gærkvöldi, en sögSu hins vegaar að þeir tveir leikmenn sem ekki voru meS I gærkvöldi myndi leika i kvöld, en þeir eru Þorbergur ASalsteinsson úr Vikingi og Kristjan Sigmundsson úr Þrótti. Leika þeir þar báSir sinn fyrsta landsleik. SLAKUR VARNARLEIKUR OR- SAKAÐI 6 MARKA ÖSIGUR - EN SÓKNARLEIKURINN VAR VEL OG SKYNSAMLEGA ÚTFÆRÐUR Frá Sigtryggi Sigtryggssyni blaSamanni Morgunblaðsins í Berlfn. ÍSLENZKA landsliSiS i handknattleik varð aS þola tap i sinum fyrsta leik undir stjóm hins nýja landsliSsþjálf- ara, Janusar Cerwinski, er það mætti Austur-Þjóðverjum i gær- kvöldi. 25—19, eSa 6 marka munur Þjóðverjunum i vil urSu úrslit leiks- ins en ekki verður annaS sagt en aS sá sigur hafi verið fullstór miSað við gang leiksins. íslendingar misstu af nokkrum ágætum tækifærum i leikn- um, þannig aS eSlilegt hefði veriS aS munurinn væri 3—4 mörk. Siðast er íslendingar léku viS Austur- Þjóðverja á heimavelli var i Rostock árið 1973 og þá töpuðu íslendingar 14:35. MiSaS viS þau úrslit má út- koman i gærkvöldi teljast bærileg. Mikill tilraunasvipur var á leik beggja liðanna I gær, enda eru Þjóð- verjarnir ekki siður en við að þreifa sig áfram fyrir B-heimsmeistarakeppnina I Austurrlki, en þar leika þeir i sama riðli og við. Lið þeirra er blanda ungra og nýrra manna I landsliðinu og gamal- reyndra landsliðsmanna. sem leikið hafa vel á annað hundrað landsleiki. Margt af þvi sem Þjóðverjarnir ætluðu sér sýnilega að gera I leiknum I gær- kvöldi gekk ekki upp hjá þeim, og mega verða töluverð straumhvörf, ef Islendingar eiga nokkra möguleika gegn þeim þegar út I alvöruna — heimsmeistarakeppnina er komið íslenzka liðið byrjaði leikinn ágæt- lega i gærkvöldi og maður gerði sér vonir um að þetta yrði einn af hinum góðu dögum þess. Eftir fimm mlnútna leik var staðan orðin 3:1 fyrir ísland. en upp úr þv! fóru að koma I Ijós miklir annmarkar á leik liðsins, sérstaklega I vörninni, sem opnaðist hvað eftir ann- að mjög illa, þannig áð Þjóðverjarnir þurftu ekki að hafa mikið fyrir Kvi að skora. Staðan breyttist lika i samræmi við þetta og fyrr en varði höfðu Þjóð- verjarnir náð 4 marka forystu, er stað- an var 9:5, og eftir það tókst ekki að ógna sigri þeirra, jafnvel þótt vörn islenzka liðsins lagaðist nokkuð I seinni hálfleiknum Það verður greinilega mikið verk hjá Cerwinski að koma vörn liðsins I lag, og eftir leiknum i gærkvöldi að dæma verður það aðalverkefni hans á næst- unni. SóknadeiKur liðsins var hins veg- ar bærilegur og mun meiri ró og festa yfir honum en oft áður. Margar sóknar- lotur Islenzka liðsins voru alllangar, og lyktaði ekki fyrr en góð færi fengust sem ýmist gáfu mörk eða vitaköst. Telst það gott hjá hvaða liði sem er að skora 18 mörk hjá Austur-Þjóðverjum sem þekktir eru fyrir góðan og harðan varnarleik, ásamt með góðri mark- vörzlu. Eitt var þó það sem brást illa I sókarleik íslenzka liðsins. en það voru hraðaupphlaupin, en einmitt það atriði hefur Cerwinski lagt mikla áherzlu á að bæta hjá liðinu að undanförnu. Fengu Islendingar nokkrum sinnum góð tæki- færi til hraðaupphlaupa I leiknum. en ævinlega skorti herzlumuninn á að út- færa þau Með svolltið meiri æfingu ætti hins vegar að geta fengist töluvert út úr hraðaupphlaupunum, en hingað til hefur það meira heyrt til undantekn- inga ef Islenzk landslið hafa reynt þau, hvað þá meira. Viðar Simonarson framúrskarandi Það fór ekkert á milii mála hver var bezti leikmaður islenzka liðsins I þess- um leik. Viðar Simonarson var framúr- skarandi, bæði I sókn og vörn. Er árangur Viðars i leik þessum enn glæsilegri þegar tekið er tillit til þess að hann gat tæpast verið verr undir átökin búinn. FH-ingarnir léku erfiðan leik við pólska liðið Slask I Póllandi I fyrrakvöld, og þaðan lögðu þeir slðan af stað undir miðnætti þeir Viðar. Geir og Þórarinn Tók ferðin til Berlinar 10 klukkustundir með næturlestinni, og gátu þeir félagar lítið sem ekkert sofið á leiðinni Þegar þeir komust loks á hótelið i Berlln sem islenzka landsliðið bjó á, gátu þeir lagt sig stundarkorn, en siðan hófst undirbúningurinn fyrir landsleikinn Björgvin Björgvinsson átti einnig ágætan leik í gærkvöldi Hann var frlskúr á linunni og hreyfði sig mikið, en alltof oft kom það fyrir að þegar Björgvin var búinn að skapa sér færi, fékk hann ekki knöttinn Hann skoraði þó tvö mörk — annað á sinn sérstæða og glæsilega hátt og fiskaði nokkur vitaköst að auki. Ólafur Benediktsson var I markinu nær allan leikinn Hann varði nokkrum sinnum ágætlega, en hlutverk hans var annars ekki öfundsvert vegna þess hve islenzka vörnin opnaðist illa og Þjóð- verjarnir fengu góð færi Ólafur Einarsson var sá sem ógnaði hvað mest I sóknarleiknum, og höfðu Þjóðverjarnir nánar gætur á honum. í fyrri hálfleiknum komu þeir vel út á móti honum, en I seinni hálfleiknum mátti heita að hann væri tekinn úr umferð Geir Hallsteinsson var mjög hreyfan- legur I þessum leik, en hann var óheppinn með skot sln, og má vel vera að þreyta vegna hinnar erfiðu nætur- ferar hafi komið niður á snerpu hans. Þá komst Jón H. Karlsson bærilega frá leiknum, en hann var nú i fyrsta sinn fyrirliði islenzka landsliðsins Vert er einnig að geta um frammistöðu Þor- björns Guðmundssonar, en hann lék bara með I vörninni. og var raunar eini islenzki leikmaðurinn sem komst vel frá varnarleiknum i gærkvöldi ( STUHU MÁLI I STUTTU MÁLI LANDSLEIKUR t HANDKNATTLEI BERLtN 9. DESEMBER URSLIT: A-Þýzkaland 6 tsland 25—18 (13-4) GANGUR LEIKSINS: Mln A-Þýzkal. 2 2. Griiner 3. 4. 5. Griiner(v) 6. Schmith 7. Schmith 8. Griiner 9. Hildebrand 9. 11. Engels 13. 15. Griiner 16. Schmidt 16. 17. Engels 20. Griiner 21. 23. Engels (v) 25. 27. 28. Híldebrand 31. Kriiger 31. Wal 36. Rost tsland 0:1 Ólafur 1:1 1:2 Ólafur 1:3 Jón K. 2:3 3:3 4:3 5:3 6:3 6:4 Viðar (v) 7:4 7:5 Jón K. 8:5 9:5 9:6 Viðar (v) 10:6 11:6 11:7 Viðar (v) 12:7 12:8 Viðar (v) 12:9 Vipðar(v) 13:9 39. Griiner 40. Wal 40. 40. 42. Griiner (v) 45. 45. Schmidt 50. Engels 50. 51. Engels 51. 52. 55. Griiner 57. 58. Griiner 59. Schmith 16:10 Björgvin 16:11 Jón 17:11 18:11 18:12 Viðar (v) 18:13 Viðar 19:13 19:14 Viðar 20:14 21:14 21:15 Ólafur 22:16 Viðar (v) 22:16 Viðar (v) 22:17 Geir 23:17 23:18 BJörgvin 24:18 25:18 HÁLFLEIKUR 14:9 15:9 16:9 MÖRK A-ÞVZKALANDS: Gruner 9, Schmidt 5, Engels 5, Hildebrand 2, Wal 2, Kriiger 1, Rost 1. MÖRK tSLANDS: Viðar Símonarson 9, Ólaf- ur Einarsson 3, Jón Karlsson 3, Björgvin Björgvinsson 2, Geir Hallsteinsson 1. BROTTVlSANIR AF VELLI: Þorbjörn Guð- mundsson 12 mfn. MISHEPPNUÐ VtTAKÖST: Engin. DÓMARAR: Frá Austurríki. Þeir voru mjög óöruggir og sumir dómar þeirra hreinlega út I hött, eins og er þeir sendu Þorbjörn Guð- mundsson af velli fyrir smóvægilegt brot, án áðurgenginnar áminningar. — ss wr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.