Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 _2________________ Jólabókaflóðið: Laxness r og Olafur á Oddhóli seldust mest EFTIR þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér hjá bókaverslunum og bókaútgef- endum, virðist sem mest seldu bækurnar fyrir jólin hafi verið Úngur eg var, eftir Halldór Kiljan Laxness og Eg vil nú hafa mínar konur sjálfur, endur- minningar Ólafs Jónssonar á Oddhól. Bók Ólafs á Oddhól seldist upp og að sögn útgefanda var bókinni dreift í um 6000 ein- tökum ( bókaverslanir. Milli 7 og 8 þúsund eintökum af bók Halldórs Laxness var dreift f verslanir en hjá sumum bóka- verslunum seldist bókin upp og f öðrum var nokkuð enn til af bókinni f gær. Bóksalar þeir sem blaðið ræddi Við í gær, sögðu að þær bækur sem mest hefðu selst fyrir utan tvær fyrrnefndar bækur, hefðu verið Punktur punktur komma strik eftir Pétur Gunnarsson, Líf og lífsviðhorf eftir Jón Auðuns, Enginn veit hver annars konu hlýtiir eftir Snjólaugu Braga- dóttur og endurminningar sr. Gunnars Benediktssonar, Stiklað á stóru. Seldust þessar bækur í svipuðum eintakafjölda nema hvað sú síðast nefnda seldist upp en upplag hennar var nokkru minna en hinna. Af þýddum skáldsögum var mest sala í bókinni Sirkus eftir Alistair Maclean. Aðrar þýddar skáldsögur, sem bóksalar nefndu að mikið hefðu selst nú fyrir jólin voru SS-foringinn, eftir Sven Hazel, og Til móts við hættuna, eftir Hammond Innes. Þær barnabækur, sem mest virðast hafa selst fyrir þessi jól, eru Helgi skoðar heiminn, saga eftir Njörð P. Njarðvík með myndum eftir Halldór Pétursson, Tinna-bækurnar, eftir Herge, og myndskreyttar útgáfur af sögunum Heiðu og Róbinson Krúsó. Gífurleg kirkjusókn um jólin KIRKJUSÓKN f Reykjavfk um jólin var afbragðsgóð og á aðfangadagskveld komust færri að en vildu f kirkjum og messu- stöðum borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Skúlasonar dómprófasts ber prestum borgar- innar saman um að kirkjusókn hafi verið talsvert miklu meiri en t.d. f fyrra og kvað Ólafur hið góða jólaveður hafa þar mikið hjálpað til. Kirkjusókn var einnig mikil á jóladag og á annan í jólum. Ólafur Skúlason sagði að alla jafna mætti búast við góðri kirkjusókn á jól- um en breytilegt væri hins vegar frá ári til árs, hversu mikil hún væri. Daglega fundað um fiskverðið YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins kom saman til fundar f gær til að fjalla um almennt fiskverð, en samkomulag tókst ekki á fundinum. Fundur í loðnudeild verðlagsráðsins verð- ur haldinn í dag og að sögn Sveins Finnssonar framkvæmdastjóra Verðlagsráðs sjávarútvegsins má búast við að daglegir fundir verði um hin ýmsu fiskverð fram að áramótum, en þá á nýtt fiskverð að taka gildi. Myndin er tekin f barnaherbergi hússins að Borgarholtsbraut og sýnir hvernig barnarúm hefur sviðnað. Eldsvoði í Kópavogi: Móðir stökk með barn út um glugga Skátar björguðu tveimur öðrum börnum MÓÐIR og þrjú börn björguð- ust úr fbúð sem eldur kom upp í um kl. 9 f gærmorgun að Borgarholtsbraut 3 f Kópavogi. Eldurinn kom upp f barnaher- bergi hjá þriggja og fimm ára gömlum börnum sem munu hafa verið að fikta með eldfæri. Mikill eldur gaus upp f barna- herberginu, en börnin komust inn f svefnherbergi móður sinnar sem svaf þar ásamt árs gömlu barni. Mikill reykur var f fbúðinni er börnin tvö vöktu móður sfna, en hún braut þegar rúðu á svefnherbergisgluggan- um og fór þar út með yngsta barnið. Hjálparsveitarskátar úr Kópavogi og fleiri komu þegar á vettvang og náðu tveimur eldri börnunum út úr húsinu en þau stóðu við gluggann eftir að móðir þeirra hafði bjargað yngsta barninu út. Skarst hún mjög illa á rúðubrotum og missti mikið blóð. Slagæð á handlegg hennar fór f sundur og einnig skarst hún vfðar. Var hún flutt f slysadeild Borgar- spftalans til aðgerðar, en hún var ekki talin f Iffshættu. Börn- in þrjú voru flutt á barnadeild Hringsins þar sem talið var mögulegt að þau hefðu fengið reykeitrun, en þau sluppu við brunasár. Þegar Morgunblaðið hafði samband við barnadeíld- ina sfðdegis f gær voru þau við ágæta heilsu. Morgunblaðið ræddi í gær við annan hjálparsveitarskátann, Jón Þór Friðvinsson, en hann ásamt öðrum skáta, Einari Haukssyni, bjargaði börnunum út úr húsinu. Jóni Þór sagðist svo frá: „Við Einar vorum að setja upp borð í flugeldasölu skáta á Borgar- holtsbraut 7 um kl. 9 þegar maður kom þar til okkar og bað okkur að hjálpa sér að ýta bíl í gang. Maðurinn heyrði þá óp og þegar að var gætt sáum við hvað var á seyði. Ég hringdi strax i slökkviliðið, en Einar og maðurinn hlupu að húsinu. Þar var konan þá búin að stökkva út um gluggann með ungabarn, en tvö eldri börn voru við brotna gluggann. Við náðum þeim strax út og fórum með konuna og börnin í næsta hús til aðhlynningar. Konan f þvf húsi setti börnin þegar f baðkar til þess að fyrirbyggja bruna- skaða ef börnin hefðu brennzt. Við spurðum móðurina hins vegar hvort einhverjir fleiri kynnu að vera í húsinu og taldi hún mögulegt að eldri kona væri á efri hæðinni. Fórum við Framhald á bls. 27 Jón Þór Friðvinsson t.v. og Einar Hauksson. Ljósmynd Mbl. RAX. Skáksambandið fær formlega ósk um einvígið SKÁKSAMBANDI tslands hefur nú borizt formleg ósk frá Al- þjóðaskáksambandinu um að halda hér f Reykjavfk áskorenda- einvfgið milli skákmeistaranna Victors Kortsnoj og Tigrans Petrosjan. Að sögn Einars S. Ein- arssonar, forseta Skáksambands- ins, verður sambandið að hafa gefið svar fyrir 30. desember. Mun stjórn sambandsins halda fund um málið á miðvikudaginn og taka þá ákvörðun. Einar sagði að kannaðir hefðu verið möguleikar á því að halda einvígið hér. Væri ekki komin niðurstaða af þeim athugunum. Þá sagði Einar, áð ekki væri búið að ræða við rfki og borg um ein- hverja aðstoð ef til kemur, en öllum væri ljóst að einvágið yrði mikil landkynning ef af þvf yrði. Sovétmenn hafa enn ekkert svar gefið um það hvort Petrosjan verður leyft að tefla við hinn landflótta Rússa Kortsnoj, en svar þarf að berast fyrir áramót. Ef það verður jákvætt, verða skák- meistararnir að samþykkja Island sem keppnisstað. Er ísland eina landið sem til greina kemur nú sem stendur. r Olögmæta handtakan: Rannsókn að mestu lokið fyrir áramót HORFUR eru á þvf að rannsókn þeirri á meintri ólögmætri hand- töku ökumanns Guðbjarts Páls- sonar á Suðurnesjum á sfnum tfma, verði að mestu leyti lokið fyrir áramót, að þvf er Steingrfm- ur Gautur Kristjánsson, setudóm- ari f málinu, tjáði Morgunblaðinu f gær. Hins vegar kvaðst Stein- grfmur ekki eiga von á þvf, að hann myndi afhenda málið fyrr en á nýja árinu. Málið er orðið all flókið, að því er Steingrímur sagði. Alls hafa 24 vitni verið yfirheyrð í málinu, eins og áður hefur komið fram, og hallast þau flest að þvf að gildra hefði verið lögð fyrir Guðbjart sem leiddi til handtöku hans. Framhald á bls. 27 Frá brennugerð við Ægissfðu. Eins og sjá má er brennuefnið lftið annað en pappakassar. — Ljósm: Öl. K.M. Lélegt brennuefni SAMKVÆMT upplýsingum Stefans Jóhannssonar, lögreglu- þjóns, sem f áraraðir hefur séð um og haft eftirlit með gerð brenna á höfuðborgarsvæðinu, er nú mikill eldiviðarskortur hjá börnum og unglingum, sem vinna að gerð áramótabálkasta. Skortur þessi stafar af breyttum innflutn- ingsháttum, þar sem það hefur minnkað stórum að menn flytji inn vörur f trékössum. Nú er mik- i11 hluti innflutnings fluttur inn f gámum og pappakössum. Þetta veldur því, að krakkarnir, sem að brennunum standa, eiga lítið af timbri í brennurnar, en þó hafa sum bjargað málunum á þann hátt að þeim fáu trékössum, sem þeim áskotnast, raða þau upp í kringum pappadraslið. Þá eru og allir gamlir bátar, sem áður voru uppistaða brennanna og uppurnir í brennum síðustu áramóta. Vegna þess hve eldiviðurinn er miklu lélegri nú munu kestirnir fuðra upp á mun skemmri tíma en áður. Framhald á bls. 27 Ingimar Brynjólfsson stórkaupmaður látinn INGIMAR Brynjólfsson, stór- kaupmaður og annar eigandi heildverzlunarinnar I. Brynjólfs- son & Kvaran, er látinn á áttug- asta og fimmta aldursári. Ingimar Brynjólfsson var fædd- ur 19. ágúst 1892 á Ólafsvöllum á Skeiðum, sonur séra Brynjóifs Jónssonar sóknarprests þar og konu hans Ingunnar Brynjólfs- dóttur. Hann stundaði nám í Verzlunarskóla Islands á árunum 1910 til 1912. Á árunum 1912 til 1919 stundaði Ingimar verzlunar- störf hjá Natan & Olsen, en árið 1922 stofnaði hann og var meðeig- endi síðan I. Brynjólfsson & Kvar- an. Eftirlifandi kona Ingimars er Herborg Theódóra Guðmunds- dóttir verzlunarmanns í Stykkis- hólmi Jónssonar. Ingimar Brynjólfsson stórkaupmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.