Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 \M9 MORÖdfc- KArtlNU (0 1 slmanum. J6i: Heyrðu Villi, komdu út að leika þér klukkan sex. Villi: Eg get það ekki. J6i: Geturðu það ekki? Hefur mamma þín bannað þér að fara út? Villi: Nei, en ég var búinn að lofa pabba að hjálpa honum með heimaverkefnin. Ég verð bara brjáluð ef þú segir enn einu sinni að garðurinn hafi gotl af þessu! Tveir strákar talast við. Kalli: Hvaða dýr er nytsamast f heiminum? Siggi: Kjúklingar. Kalli: Kjúklingar, hvers vegna þá? Siggi: Vegna þess að það er hægt að borða þá bæði áður en þeir fæðast og eftir að þeir eru dauðir. — Hvers vegna stendur stork- urinn áöðrum fætinum? — Vegna þess að ef hann lyfti honum lfka, myndi hann detta niður. I sannleika sagt, læknir, ég er orðinn vantrúaður á þetta svar þitt: ef þetta ekki dugar reyn- um við eitthvað annað! Ofan á allt annað byrjar hann svo að rigna! Fullkomin eiginkona lætur aldrei bl6m f baðkerið svo þau liggja þar, þegar eiginmaður- inn ætlar að fara f bað. Gerið hreint... „Kæri Velvakandi. Það er eitt orð sem hefur oft verið nefnt undanfarið og það er Hallærisplanið. Það er átakanlegt að heyra að þetta sé til og ég vil segja við þetta unga fólk: Ef ykk- ur vantar útrás fyrir krafta ykkar þá ættuð þið að nota betur kraft- ana og þrífa kringum húsin hjá okkur, gömlu sóðunum. Og þegar minnst er á þá eldri er bezt að segja sannleikann. Við höfum haft margt ljótt og iilt fyrir ykkur — fyrirgefið okkur og byrjið að nýju — þið eigið að taka við þessu öllu. Gerið hreint og hættið ekki fyrr en þíð hafið útrýmt öllum skemmdarverkunum, rúðubrot- um og innbrotum og siðleysi alls konar. Þetta er fyrir neðan virð- ingu ykkar. Látið þá sem sækja okkur heim finna að hér er gott að koma. Gömul húsmóðir." Þessari hvatningu er hér með komið á framfæri til þeirra sem hana vilja taka alvarlega. Það er oft talað um unglingavandamál og gefið í skyn að unglingar eigi sök á öllu sem miður fer í þessu þjóð- félagi. Sennilega vilja ungling- arnir seint samþykkja það og málshátturinn segir að það læri börnin sem fyrir þeim er haft. Hvar hafa þau lært óknyttina nema af fullorðnum, annað hvort úti við fyrir eigin augum eða í sjónvarpi og kvikmyndum. Eða er þetta kannski fullharður dómur yfir fyrirmyndunum sem börn og unglingar eiga að geta haft í þeim fullorðnu? 0 Áramótaskaupiö Næsta mál fjallar um áramóta- skaup sjónvarpsins og þar er spurt af hverju þessi en ekki hinn sjái um þennan dagskrárlið. HH kom að máli við Velvak- anda og hafði eftirfarandi að segja: „Mér finnst það afskaplega mis- ráðið hjá sjónvarpinu að ráða Flosa Ölafsson til að sjá um ára- mótaskaupið í ár. Ég er þess full- viss að fleirum en mér finnst það afkáralega fiflagt, sem sá maður BRIDGE I UMSJÁ PÁLS BERGSSONAR ÞRÁTT fyrir 30 punkta samtals á höndum norðurs og suðurs, voru 3 grönd í hendi suðurs ekki auð- unnin í spili dagsins. Norður S. 7542 H . DG T. DG82 L. 842 Vestur S. G963 H.10983 T. 1073 L. D6 Austur S. 108 H. 76542 T. K65 L. KG10 Suc'ur S. ÁK'D H.ÁK T. A94 L. A9753 Vestur spilaði út hjarta 10. Sagnhafi sá strax 8 slagi (2 á tígul), en hvar átti að fá þann níunda. Ekki þýddi að reyna lauf- ið þvi vörnin yrði á undan að frfa hjörtun. Þá lá beint við að athuga spaðaleguna. Þegar austur lét hjarta i þriðja spaðaslaginn, var sá draumur búinn. Tigullinn varð þannig að gefa þrjá slagi. En til að það tækist varð vestur að eiga tíuna og austur kónginn. Sagnhafí spilaði því tigulfjarka og lét áttuna frá blindum. Austur var nú varnarlaus. Tæki hann á kóng, voru tigulslagirnir orðnir þrír og léti hann lágt átti sagnhafi einfalt svar. Tigulsvíning var orðin einimöguleikinn. Spili sagnhafi lágum tígli á gosa blinds, gefur austur og þá er spil- ið tapað, því nú eru aðeins tveir tígulslagir fáanlegir. Við verðum að hætta þessum leik, vinur, maðurinn minn er farinn aö tortryggja mig, nú eru aðeins fjórar tennur eftir! Maigret og þrjózka stúlkan 43 MSMSMS SIAI/r^asiai \ AUGLYSINGA- V^/TEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aóalstra'ti 6 simt 25810 virkileika hans og eiga sér að- eins sess sinn f endurminning- unni. — Þad er ég, tilkynnir hann þegar hann kemur inn f Cap Horn og heldur á humrinum fyrir aftan bak. — Ég þarf að leggja fyrir yður mjög mikilvæga spurn- ingu Felicie... Hún er þegar á verði. — Getið þér búið til majon- es? Hún brosir yfirlætislega. — Þá skulum við búa til majones og borða þennan ágæta humar hérna f sanrheit- um. Hann er léttur f lund. Hann nýr saman höndunum. Þar sem dyrnar inn f borðstofuna standa f hálfa gátt gengur hann inn og hrukkar ennið þegar hann sér dúkað horðið, rauð- köflóttur dúkur, krystalglas, silfurborðbúnaður, en aðeins einn diskur. Hann segir ekkert og bfður. Hann hefur grun um að hún sé byrjuð að sjóða humarinn og hann veit að konan hans á eftir að strfða honum á þessu. Þó er hún ekki afbrýðissöm — að minnsta kosti vill hún ekki meina það. —Afbrýðissöm ... ég ... Ut f hvern ef ég mætti spyrja ... segir hún stundum og brosir en bros hennar virðist ekki full- komlega eðlílegt. En þegar f fjöiskyldu eða meðal vina er talað um Maigret segir hún áreiðanlega: — Þetta er alls ekki eins leiðinlegt né óþægilegt og sum- ir vilja vera láta... það getur til dæmis átt sér stað f micjri rannsókn að hann borði humar með stúlku að nafni Felicie og dvelji sfðan nóttina undir sama þaki og hún. Vesalings Felicie... Hamingjan má vita að hún hugsar sé sannarlega ekki að gera sig til fyrir honum. Hún stússar víð sitt og Iftur öðru hverju til hans, spyrjandi og ringluð og veit ekki hvers hún á að spyrja. Myrkrið gerir hana óstyrka og það er eins og hún finni styrk í þvf að hafa Maigret f návist sinni. Maigret er að labba f garðin- um, og hann ffnir blóm og setur þau f vasa. — Segið mér Felicie. Hvar borðaði hann Lape gamli? — I eldhúsinu. Hvers vegna spyrjið þér? Það er engin ástæða til að fara að útbfa borð- stofuna bara hans vegna. — Nei það segið þér öldungis rétt. Ilann færir disklnn og glösin og ailt af borðstofuborðinu yfir f eldhúsið og hún verður óstyrkari en áður og sér að majonesið ætlar ekki að takast eins vel og hún ætlaði sér. — Ef allt gengur vel og þér eruð þægar getur verið að ég geti flutt yður góðar fregnir á morgun. — Hvers konaar fréttir — Ég sega ekki meira f bili. þér fáið kannski að vita það snemma f fyrramálið ... Enda þótt hann vilji ekki vera vondur við hana getur hann ekkí stillt sig um það. Hann tekur vissulega eftir þvf að hún Ifður hinar mestu kvalir Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi og er gersamlega miður sfn og að taugarnar eru alveg að bresta. Samt getur hann ekki á sér setið að strfða henni dálítið. Það er engu Ifkara en hann telji sig hafa einhvers að hefna. Er það ekki vegna þess að hann skammast sfn f aðra rönd- ina fyrri að vera hér f stað þess að stjórna með eigin hendi þeim aðgerðum sem nú eru að hefjast f hverfinu umhverfis Place Pigalle. — Hershöfðingi á ekki að vera f miðjum bardaganum ... Rett; En er nauðsynlegt að hann sé svona langt búrtu? Og að Lucas veslingurinn verði að þjóta milli Orgeval og Jeanne- ville eins og landpóstur? Maðurinn sem er að leita að peningunum gæti látið Ser detta f hug að skáparnir hefðu verið fluttir til. Kannski hugkvæmist honum að koma aftur og þá er með öllu óvfst að hann láti sér nægja að gefa Felicie vink. Allt er þetta sem sagt rétt en þrátt fyrir allt er hann ekki dús við að kannski sé málið að leys- ast. Sannleikurinn er sá að Mai-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.