Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 |H«rðunblatiib AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 3n«r0unbt«bib ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 Gunnar Elísson er kominn heim GUNNAR Elísson, húsasmiður, sem hvarf af hóteli sínu f Frankfurt f V-Þýzkalandi 12. oktðber s.l. og ekkert spurðist til þrátt fyrir ftrekaða eftirgrennslan, kom heim til sfn að kvöldi annars dags jóla. Hafði hann komið til landsins með Flugleiðaþotu frá Luxemburg fyrr um daginn, án þess að gera boð á undan sér. Þessa jólalegu stemmningsmynd tók Ól. K.M. í Reykjavíkurhöfn í gær af tveimur varðskipum. Annað þeirra er varðskipið Óðinn, sem ekki var unnt að afgreiða olíu til í gær vegna vangoldinnar skuldar skipareksturs ríkisins við Olíufélögin. Afereiðsla olíu til ríkis- rekinna skipa stöðvuð Varðskipið Óðinn fékk ekki olíu í gœr vegna vanskila skipareksturs ríkisins Gunnar var mjög miður sín eftir heimkomuna, og hefur því ekki enn fengizt á því skýríng hvað olli hvarfi hans né hvar hann hefur dvalið þá tvo og hálfan mánuð, sem liðnir eru frá hvarfi hans. Rannsóknarlögregl- an hugðist yfirheyra Gunnar i gær, en hann treysti sér þá ekki í yfirheyrslur. Er meiningin að rannsóknarlögreglan ræði við hann í dag ef tök eru á. Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samband við Níels P. Sigurðsson, sendiherra íslands í Bonn. Sagðí Níels að Gunnar hefði ekki haft samband við sendiráðið og hefði það frétt um heimkomu hans í skeyti frá utanríkisráðuneytinu i gær. Þegar Gunnar hvarf í Frank- Geirfinnsmálið: Erlu Bolla- dóttur sleppt úr varðhaldi ERLU Bolladóttur, sem setið hefur f gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins sfðan 4. maf s.l., var sleppt úr varðhaldinu á miðvikudaginn í sfðustu viku. Hafði hún þá setið inni f 233 daga. Fljótlega eftir að Erla var hand- tekin í maí s.l. sagði hún við yfir- heyrslur að hún hefði skotið af riffli að manni f Dráttarbrautinni í Keflavík að kvöldi 19. nóvember 1974, þ.e. kvöldið sem Geirfinnur Einarsson hvarf. Taldi hún senni- legt af myndum að dæma að maðurinn hefði verið Geirfinnur Einarsson. Þessi framburður Erlu stangaðist alveg á við fyrri framburð hennar og þeirra Sævars Ciesielskis, unnusta Erlu, og Kristjáns Viðars Viðarssonar, sem báðir eru viðriðnir Geir- finnsmálið. Leiddi þessi breyting á framburði til þess, að fjórum mönnum var sleppt úr gæzluvarð- haldi, en þeir höfðu setið inni i rúma 100 daga samkvæmt fram- burði fyrrnefndra ungmenna, sem höfðu borið við yfirheryslur að þeir væru viðriðnir hvarf Geirfinns. Framhaid á bls. 27 furt 12. október var hann þar staddur ásamt eiginkonu sinni til að kaupa byggingarkrana. Var hann með 20 þúsund mörk á sér þegar hann hvarf, eða tæpar 1,6 milljönir íslenzkra króna. Fórnadi matartím- anum og náði jöf nu Margeir í 3.-6. sæti á HM í Groningen — ÉG fórnaði I kvöld matar- tlmanum til að yfirfara bið- skákina gegn sænska meist- aranum Schussler. Hann fór aftur á móti f mat ásamt aðstoðarmanni sfnum og þegar við hófum taflið að nýju kom það sér vel að hafa fórnað matnum þvf ég gat snúið lakari skák upp f jafnteflis- stöðu, sagði Margeir Pétursson f samtali við Morgunblaðið f gær. Margeir teflir nú á heims- meistaramóti unglinga f Groningen f Hollandi og hefur staðið sig mjög vel. Hefur Margeir hlotið 4 vinninga og biðskák úr 6 fyrstu um- ferðunum. Biðskákin er rakið jafntefli þannig að Margeir verður með 4*/4 vinning og í 3.—6. sæti af 54 keppendum. Að sögn Margeirs er Rússinn Vladimirov, unglingameistari Sovétríkjanna, efstur með 5‘A vinning. Hann gerði jafntefli við Diesen frá Bandaríkjunum í gærkvöldi. Weidemann frá V-Þýzkalandi hefur 5 vinn- inga, Diesen, Tékkinn Ftacnik og Ungverjinn Groszpeter hafa 4‘A vinning og Margeir og Schussler 4 vinninga og biðskák sfn á milli. Margeir bjóst við því að hann myndi mæta Ftacnik eða Groszpeter í 7. umferðinni, sem tefld verður í dag Margeir hefur þá svart. Alls eru tefldar 13 umferðir eftir Monradkerfi, og hefur Margeir. nú þegar Framhald á bls. 27 OLlUFÉLÖGIN stöðvuðu afgreiðslu til allrar skipaútgerðar á vegum rfkisins hinn 21. desember sfðastliðinn og hefur brennsluolfa á skip Skipaút- gerðar rfkisins, varðskipin og skip Hafrannsóknastofnunarinn- ar, ekki verið afgreidd sfðán vegna vanskila. 1 gær t.d. biðu menn frá Olfuverzlun fslands reiðubúnir til þess að afgreiða olfu á varðskipið Oðin, en „grænt )jós“ kom ekki frá yfirstjórn Olfs, þar sem skuldin, tugmilljónir króna, var ekki greidd. Samkvæmt upplýsingum önundar Asgeirssonar, forstjóra Olíuverzlunar íslands, er f gildi samningur milli rfkisins og olfu- félaganna um að það greiði skuld sína jafnan fyrir 20. hvers mánaðar. Nær samningurinn til allra rfkisfyrirtækja. Kvað önundur það lengri frest en aðrir viðskiptavinir olíufélaganna hafa. Afgreiðsla til skipa rfkisins var stöðvuð með bréfi 21. desember og hinn 22. var bæði fjármála- ráðuneytinu og Innkaupastofnun rfkisins tilkynnt þessi ákvörðun. Nær þessi stöðvun til allra skipa i eigu rfkisins. önundur Ásgeirsson kvað þetta ekki í raun vera nokkra nýlundu fyrir ólfufélögin, þvf að þau hefðu átt í brösum allt árið við að fá þessar skuldir gerðar upp. Hins vegar hefur ekki verið lokað á afgreiðslu fyrr en nú. „Það eru stöðvaðar greiðslur til okkar, og þá getum við ekki annað en stöðvað á móti,“ sagði önundur. önundur kvað málið vera í sjálfheldu, sem hlyti að leysast fyrr en seinna. Hann kvað menn frá Olíuverzlun íslands hafa beðið reiðubúna í allan gærdag eftir þvi að málið leystist til þess að afgreiða á varðskipið Óðin olfu, en allt kom fyrir ekki. Þá kvað hann einhver fleiri skip bfða eftir Framhald á bls. 27 Arnarflug leitar eftir kaupum á Vængjum „Viljum stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri,” segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Amarflugs „Jú það er rétt, Arnar- flug hefur leitað eftir kaupum á flugfélaginu Vængjum," staðfesti Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarflugs þegar Mbl. spurði hann um málið f gærkvöldi. „Við höfum haft samband við stjórnarformann Vængja og hluthafa félagsins og leitað eftir þvf hvort þessir aðilar væru reiðubúnir að selja Arnarflugi Vængi,“ sagði Magnús," en þessar viðræður eru nýhafnar og þvf á algjöru frumstigi. Aðspurður svaraði Magnús því að ástæðan fyrir þessum vilja Arnarflugs væri fyrst og fremst sú, að þeir sæju fram á að mjög hagkvæmt væri að sameina reksturinn á þessum tveimur litlu fyrirtækjum. „Slíkt myndi styrkja bæði verkefnin sem þessi fyrirtæki vinna að,“ sagði Magnús, „ og auka mjög hagkvæmni og nýtingu varðandi starfs- fólk á skrifstofu, flug- liða og viðhalds- þjónustu. Við höfum mikinn áhuga á að ná út meiri hagkvæmni í rekstri en nú er hjá báðum fyrirtækjunum á þessum sviðum.“ Morgunblaðið náði ekki tali af forsvars- mönnum Vængja f gær- kvöldi. Hjónin Guðrún Olgeirsdóttir og Albert Guðjónsson brunnu inni í eldsvoða að Hverfisgötu 66A í Reykjavík á jólanótt, en 6 aðrir sem í húsinu voru, er eldsins varð vart, björguðust. Nánar er skýrt frá þessum voveiflega atburði á bls 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.