Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 herra Libýu, Azzous Attalhi, hef- ur verið í Moskvu og gekk þar frá samningum um að rússneskir tæknifræðingar aðstoðuðu við stækkun járn- og stálverkmsiðju í Mizerata á ströndinni og endur- skipulagningu rafveitukerfisins i vesturhluta landsins. Þar að auki verða samkomulag um að Rússar legðu gasleiðslu meðfram ströndinni í vestri frá Sirte til Zuara. Hún á fyrst að sjá verksmiðjunni í Mizerata fyrir orku og síðan í litlum iðnfyrir- tækjum og heimilum i Tripoli og öðrum bæjum á ströndinni. Gasið verður leitt frá oliusvæðum í eyði- Rússar beztu vinir Gaddafy RUSSAR eru að verða beztu vinir Gaddafis ofursta, þjóðarleiðtoga Lfbýu, og lfklegt er að þeir fái þar sams konar aðstöðu fyrir herskip sín og herflugvélar og þeir áður höfðu I Egyptalandi. tbúar Líbýu eru innan við tvær milljónir og 93% landsins eru eyðimörk, en landið er auðugt af olfu og á strandlengjunni, sem er um 1800 kílómetrar, eru hafnar- borgirnar Tripoli, Benghazi og Tobruk. Sovézkir sérfræðingar hafa kynnt sér hafnarskilyrði og flug- vallaaðstöðu í Líbýu og nú herma fréttir að Rússar ætli að reisa kjarnorkuver þar. Iðnaðarráó- mörkinni, Mabruk og Dahra, þar sem því er nú brennt sem úr- gangi. Rússneskir búfræðingar hafa einnig gert athuganir á eyðimörk- inni og kannað vatnslindir neðan- jarðar. Þeir eiga að gera nákvæmt kort af Líbýu með upplýsingum um samsetningu jarðvegsins og gróðurmöguleika. Jafnframt halda Rússar uppa loftbrú frá herstöð skammt frá Leníngrad til Kúbu. Notaðar eru langfleygar sprengjuflugvélar af gerðinni TU-95 (Bear) og gert er ráð fyrir að þær flytji hergögn til kúbumanna og bandamanna þeirra. Gaddafi Brezhnev SYSTIR Farúks Egyptakonungs, Fathia prinsessa, hefur verið myrt I fbúð sinni I Los Angeles og eigin- maður hennar, Riad Ghali, handtekinn, grunaður um morðið. Hann hefur verið fluttur I sjúkrahús alvarlega særður á höfði og virðist hafa reynt að ráða sér bana eftir að hafa myrt konu sfna. Morðið komst upp þegar einn sona prins- essunnar reyndi að hringja til hennar. Símanum var ekki svarað og hann fór til Rhiad Ghali með mynd af Fathiu prinsessu 1950, árið sem þau giftust. fbúðarinnar þar sem særðan og skamm- hann fann móður sfna byssu rétt hjá þeim. látna, föður sinn Fathia bjó f fbúðinni TITO forseti hafnaði tilmælum frá Leonid Brezhnev flokksleið- toga þegar hann var f heimsókn sinni í Belgrad nýlega um að sovézk herskip fái aukna aðstöðu f júgóslavneskum höfnum og að sovézkar herflugvélar fái að fljúga f júgóslavneskri loftheigi þar sem það gæti ieitt til þess að Rússar fái flotastöð við Adriahaf. Ljóst er að samsjdpti Júgóslava og Rússa eru ekki góð eftir heimsóknina þrátt fyrir opinber- ar yfirlýsingar um hið gagnstæða, þvi að Brezhnev reyndi að beita Júgóslava þrýstingi í því skyni að auka tengsl þeirra og annarra Austur-Evrópuríkja. Þetta er byggt á skýrslu sem Tito hefur gefið stjórn flokksins um viðræð- ur hans og Brezhnevs. Tito sagði að Brezhnev hefði reynt að fá hann til að ganga að kröfum sem samrýmdust ekki hlutleysi og sjálfstæði Júgóslavíu. Þannig reyndi Brezhnev að gera samband Júgóslavíu og Comecon (markaðsbandalags Austur- Evrópu) nánara, fá Júgóslava til að taka þátt í „hugsjónafræðilegu starfi“ Varsjárbandalagsins, fá Júgóslava til að samþykkja að Kolbrún S. Ingólfsdóttir, Hamborg: Nám eða ekki nám? UNDANFARNA mánuði hefur miklu rými dagblaða landsmanna verið eytt í að rifa niður náms- menn eða öllu heldur námslánin, sem þeim hefur hingað til staðið til boða. Það er aftur á móti marg- sannað, að menntun íbúa sér- hvers lands hefur afar mikið að segja fyrir þjóðarhaginn. Og þá er ekki þar með sagt, að verkalýður- inn sé einskis metinn. Það er stað- reynd, að hann er máttarstólpi þjóðfélagsins, og er eigi að verð- leikum metinn, sé miðað við þá vinnu, sem hann innir af hendi, og er lífsnauðsynleg fyrir landið. Það má ef til vill segja, að margar námsgreinar séu með öllu NU skömmu fyrir jólin voru brautskráðir frá Tækniskóla ts- lands 37 nýir tæknar og er þetta I fyrsta sinn sem Tækniskólinn brautskráir nemendur sfna fyrir jól því venjulega hefur það ekki verið gert fyrr en um miðjan jan- úar. Að sögn Bjarna Kristjánsson- ar skólastjóra liggur ekki annað að baki breytingunni en tilbreyt- óþarfar, eða hvað á maður að halda, þegar alltaf er verið að níða lán til námsmanna okkar. Það er vitnað í orð Sigurðar Óskarssonar á ASÍ þingi í Morgunblaðinu þann 3. desember 1976, að: „Fjósflór, bátslúkar eða beituskúrar séu ekki vinnustaðir hinnar krefjandi námsmanna að námi loknu.“ Það er alveg rétt, en á meðan á námi stendur, hefur margur námsmaðurinn lagt hönd á plóginn sem verkamaður. Eða væri ekki til að mynda illa farið með prestsnám, ef viðkomandi settist í beituskúr í stað þess að þjóna til prests? Og ef taka á dæmi um mennta- greinar, þá er læknisfræðin ein ingin — mætti e.t.v. Ifta á hana sem nokkurs konar jólagjöf til fslenzks atvinnulffs. Nýju tæknarnir skiptast í þrjá hópa. 18 byggingatæknifræðingar voru brautskráðir eftir 5‘A árs nám eftir sveinspróf, 10 raftækn- ar eftir 2'A árs nám eftir sveins- próf og 9 véltæknar eftir 2lA árs nám eftir sveinspróf. elzta námsgrein mannkynsins, ásamt heimspeki og byggingar- list. Oft hefur heyrst, að við höfum ekki metið okkar fyrstu mennta- menn sem skyldi. Skáld landsins voru löngum misskilin og spottuð, þegar þau komu heim að lokinni námsdvöl erlendis. Lafafrakki þeirra varð fyrir háði lands- manna. Öfund í garð námsmanna er því engin ný bóla. Hæfileikar manna liggja á afar misjöfnum sviðum, sem betur fer. Það væri erfitt, ef allir vildu vera i beituskúrnum, og enginn skip- stjóri væri til að stýra skútunni. Þá mætti eins vel leggja þessa starfsgrein niður. 1 okkar þjóðfélagi styður hver atvinnugreinin aðra. Alltaf er miðað við hinar ólæsu þjóðir og við getum með sanni sagt, að við vorum með þeim fyrstu, sem komum á almennri lestrar- kennslu. Við erum afar stolt af menningarauðæfum okkar, sem eru bókmenntirnar. Það væri íllt, ef enginn gæti lengur lesið Egils- sögu og skilið skáldskapinn, vegna þess að eigi væri Iengur kennt hið forna skáldamál. Það má vel vera, að margur námsmaðurinn misnoti þau lán, sem veitt eru. En það er nú einu sinni svo, að eigi þarf marga mis- lita sauði til þess að öll hjörðin litist. Illt væri, ef þessir fáu mis- notuðu traust hins almenna skatt- greiðanda, og það yrði til þess, að engin námslán væru veitt I fram- tíðinni. í landi voru er mikið um alls konar styrki; ellistyrki, örorku- styrki, barnabætur, mæðralaun, ekkjubætur, skáldalaun, styrkir til leikhúsmála, lista og rann- sókna af ýmsu tagi. Það yrði afar erfitt að skera alla þessa styrki niður. Skoðanir manna eru líka misjafnar á þvl, hvað sé nauðsyn og hvað ekki. Ég mæli algerlega með náms- Kolbrún Ing'ólfsdóttir. lanum. Pau gera morgum náms- manninum kleift að mennta sig og verða þannig þjóðfélaginu til gagns. En þáð mætti ef til vill setja á takmörk, hve langan tíma hvert nám ætti að taka samkvæmt mati þeirra, sem sjá um þessi mál innan háskólans, sjómannaskól- ans, iðnskólans o.s.frv. Það er enginn leikur að mennta sig f fimm :r eða lengur, og á meðan verður námsmaðurinn að miklu leyti að lifa á öðrum. Það er heldur ekki þægileg tilhugsun, að vera allan þann tíma upp á ölmusu annarra kominn. Og jafn- vel horfa á hinar vinnandi stéttir veita sér gæði lífsins í fríum sín- um, meðan námsmaðurinn verður að nota sitt frí til að vinna fyrir sér eða til að vinna að námi sínu, sem oft vill verða, þegar lengra líður á námið. En að lokum getur námsmaðiírinn farið út í atvinnu- lífið og lagt sitt að mörkum til allra þessara styrkja, sem eru veittir hinum ýmsu, sem þörf hafa á þeim. Það á hvert mannsbarn að fá tækifæri til að mennta sig, eins og það kýs og hefur hæfileika til. Eg geri líka ráð fyrir, að verkalýður- inn vilji mennta sín börn, þvi að Frá brautskráningarathöfn Tækniskóla Islands. „Jólagjöf til atvinnulífsins” allir vilja það bezta fyrir sig og sína. Það er engin ástæða til að líta á námsmenn sem snýkjudýr þjóðar- innar. Þá væru það áreiðanlega fleiri. Vel má vera, að hinar mismun- andi stéttir eða þá frekar, að ýms- ir menn misnoti aðstöðu sína, þannig að almenningi blöskrar, en það er rétt minnst á slfkt í dagblöðum landsins, og síðan fell- ur allt í dúnalogn. Og lfklega er ekki hægt að segja, að ein stétt sé betri en önnur. Ekki eru allir verkamenn verkstjórar, ekki eru allir sjó- menn skipstjórar, ekki er allt skrifstofufólk forstjórar, ekki allt afgreiðslufólk verzlunareigendur og ekki eru allir alþingismenn ráðherrar. Það eru sendir menn til ann- arra landa til að skoða mjólkurbú, bilaverksmiðjur, virkjanir og leikhús eða til að dæma bók- menntir og veita verðlaun fyrir þær. Menn fara í alls konar menn- ingarferðir um allar álfur, skoða sýningar á leikföngum, húsgögn- um, pappírsvörum, mat og klæðn- aði og svo mætti lengi telja. Styrkir, sem eru greiddir af skattgreiðendum, eru eftirsóttir, og ekki komast allir að, sem vildu, til að skoða allt það, er hinn stóri heimur hefur upp á að bjóða. Það má ekki gleyma hinum al- menna verkalýð, sem lfka styður slfkt, þar sem það er lífsnauðsyn- legt að fylgjast með þróun mála erlendis og heima, og læra að not- færa sér það, sem bezt á við okkar land hverju sinni. Ef engir námsmenn væru til, þá kæmumst við frekar stutt á tungu vorri í alheimsviðskiptum. Við gætum eigi fylgst með þróuninni á sviði læknisfræðinnar, eða fært okkur alla þá tækni og vísindi í nyt, sem ailtaf fleygir fram. 1 reynd vill enginn missa af slíkri þróun. Við viljum ekki og megum ekki verða eftir f lífsbaráttunni og eig- um því að mennta börn okkar sem bezt.. . jafnddel þó það kosti ein- hverjar fjárhæðir árlega, en þær ættu sfóan að koma margfaldar aftur inn í þjóðarbúið, ef rétt er með farið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.