Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 11 „Útideildin hefur sannað að starf- semi hennar er nauð- synleg bœði fyrir foreldra og unglinga* 0 í sumar var starfrækt svo- nefnd útideild á vegum Félagsmálastofnunar Reykja- víkur og Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Hlutverk hennar var m.a. að vera uti meðal unglinga i Breiðholtshverfum og reyna að koma í veg fyrir afbrot, og veita aðhald með öðrum orðum vinna fyrir- byggjandi starf. Meðal starfs- manna útideildar voru Valur Þórarinsson og Eiríkur Ragnarsson. Þeir greindu frá starfsemi deildarinnar í sam- tali við Morgunblaðið nú ný- verið. — Útideildin var starfrækt frá 21. maí til 29 ágúst í sumar, sagði Eiríkur. og má segja að ýmsar ástæður liggi að baki því að útideildin var stofnuð Meðal þeirra er að Framfarafélag Breiðholts III fjallaði um það á fundi í mars s.l. hvernig ætti að bregðast við vandamálum sem sköpuðust í hverfinu vegna hegðunar unglinga Starfsfólk Félagsmálastofnunar Reykjavikur i Breiðholti hafði af og til rætt nauðsyn þess að vinna meira starf í þágu ungl- inga og starfsfólk Fellahellis óskaði eftir nánara samstarfi við Félagsmála- stofnun um málefni unglinga Komið var á samstarfsnefnd 5 aðila í Breiðholti III er einkum hafa samskipti við unglinga, Félagsmálastofnunar, Æskulýðsráðs — Fellahellis, Sálfræði- deildar skóla i Fellaskóla og fulltrúa skólastjóra Fella- og Hólabrekkuskóla Nefnd þessi kom með ýmsar tillögur að starfi fyrir unglinga og er útideildin ein þeirra. — Það er varla hægt að segja að starfið hafi takmarkast við Breiðholtið. sagði Valur, því við vorum á ferðinni í miðbænum, við Tónabæ, i Heiðmörk, Úlfljótsvatn og á Þingvöllum Mest var samt verið á ferli hér í Breiðholtinu og yfirleitt byrjað i Fellahelli Við vorum á ferðinn 2 nætur i viku og starfsmenn voru alls bæði frá Félagsmálastofnun og Æskulýðsráði. og störfuðu tveir i einu. — Það var yfirleitt þannig að við fórum á þann stað þar sem við áttum von á að unglingarnir væru og röltum um hverfið og ræddum við unglingana sem voru i hópum hér og þar. Þeir sögðust i upphafi hafa orðið Eiríkur Ragnarsson félagsráð- gjafi. Ljósm. Mbl. RAX. varir við tortryggni krakkanna, þau hefðu haldið þá vera senda af lögreglu. verzlunareigendum eða foreldrum. Þetta viðhorf hvarf smám saman þegar þeir fóru að ávinna sér traust ungling- anna og líta þeir nú á starf útideildar- innar sem sjálfsagðan hlut. — Það fór að koma fyrir að krakk- arnir leituðu til okkar, þau vissu til þess að innbrot hafði verið framið og þá létu þau okkur vita Við tilkynntum það lögreglu en siðan reyndum við að fá unglingana til að láta vita af sér og gera upp slík mál við rétta aðila, lög- reglu og verzlunareigendur, fara á Jög- reglustöðina og gefa þar sínar skýrslur — í margra augum er það svo að þeim finnst ekki saknæmt að ,,fá sér" i verzlunum eftir að búið er að brjóta rúður og auðvelt er að komast inn Þessi hugsunarháttur sló okkur mjög í byrjun og þau álykta líka sem svo að þau séu ekki sek ef þau ná að taka eitthvað úr búðum án þess að af- greiðslufólkið sjái það. þá sé það sök afgreiðslufólksins að vera svo klaufa- legt að láta stela af sér — En þessi hugsunarháttur ristir ekki djúpt og við reynum að hafa áhrif á hópinn í heild. Eitt af þeim markmið- um sem útideildin starfar eftir er að reyna í lengstu lög að gera ekkert sem unglingarnir hafa ekki samþykkt og er það vel fallið til þess að skapa traust þeirra á útideildinni Þeir félagar sögðu að það gæti stundum tekið talsverðan tíma að benda unglingunum á að eitthvað sem þau höfðust að var rangt, eins og t d þetta sem nefnt var fyrr í sambandi við •innbrot, en sögðu að alltaf hefði tekizt að Ijúka slíkum málum og þau innbrot sem þeir hefðu verið látnir vita af uppgerð af hálfu unglinganna. Þeir nefndu að á margan hátt væri þetta starf erfitt en það væri Ijóst eftir reynsl- una sem fékkst í sumar að það væri nauðsynlegt og það hefði sýnt sig að bæði unglingar og foreldrar leituðu til útideildarinnar af fyrra bragði eftir að- stoð í ýmsum málum Tengsl starfsliðs við unglinga leiddi til þess að þeir sem vegna óframfærni eða hræðslu hefðu ekki leitað aðstoðar fyrr en í óefni var komið sneru sér til útideildar Sýnt hefði verið fram á að unglingar hafa þörf fyrir og óska eftir tengslum við fullorðna, og hefði starfs- liðið öðlast vitneskju um ástand ungl- ingamála sem erfitt eða ógerningur hefði verið að afla á annan hátt — Yfirgripsmesti málaflokkurinn voru mál sem á einn eða annan hátt tengdust áfengisneyzlu Við notuðum öll tækifæri sem gáfust til að ræða við þau sem drukku og það er algengt að það sé tvisvar í viku Þau samþykktu oft að drekka minna, gera það aðra hverja helgi eða að vera minna drukkin en að hætta alveg er af og frá í því sambandi má nefna, sögðu þeir, að þau fá yfirleitt áfengi hjá kunningjum eða eldri systkinum og ef aldur verður lækkaður i 1 8 ár stækkar að mun sá hópur sem getur aflað víns fyrir 1 2-- 16 ára unglinga Misnotkun áfengis stafaði af ýmsum orsökum. atvinnu- leysi, heimiliserfiðleikum, félagslegri einangrun eða skorti á áhugamálum og greiddum við úr vandanum t.d. með þvi að útvega vinnu og stundum var nægilegt að gefa unglingunum tæki- færi til að ræða mál sin og er greinilegt að eitthvað hefur dregið úr drykkju- skap Þá nefndu þeir að ýmis persónuleg mál, innbrot og kynferðismál hefðu komið til kasta útideildar og í því sambandi töldu þeir að fjöldi þeirra unglinga 1 2— 1 6 ára sem væri farinn að lifa kynferðislífi væri mun meiri en almennt væri talið Erfiðleikar við að ná í getnaðarvarnir yllu því að þær nýttust ekki og af þvi leiddi ótímabæra þung- un kornungra stúlkna Sammerkt slík- um málum var að unglingarnir leituðu ekki til útideildar fyrr en í óefni var komið Þau úrræði sem útideild hafði yfir að ráða var að visa á göngudeild kvensjúkdómadeildar Landspítalans, kynfræðsludeild Heilsuverndarstöðvar- innar eða lækna AIGLYSINGA- SÍMINN EK: SIGLFIRÐINGAFELAGIÐ Frá Siglfirðinga- félaginu Siglfirðingar í Reykjavík og nágrenni. Jólatré- skemmtunin verður á Hótel Sögu miðviku- daginn 29. þ.m. kl. 3 — 6. Miðar við innganginn. Nefndin. œ CATERPILLAR vélstjórar útgeróarménn NÁMSKEIÐ í meóferó og vióhaldi á CATERPILLAR bátavélum veróur haldiö dagana 5-7janúar 1977. Þeir aöilar sem áhuga hafa á þátttöku láti skrá sig sem fyrst. AUKIN PEKKING - AUKIÐ ÖRYGGI HEKLA HF Caterpillor, Cat.og CB eru skrósett vörumerki Laugavegi 170-172, — Sími 21240 'J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.