Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 LIVERPOOL Á TOPPINN Macari. Var að vonum feikilegur fögnuður meðal þeirra 56 þúsund áhorfenda er fylgdust með leikn- um. 47.000 áhorfendur fylgdust með leik Tottenham og Arsenal i gær- kvöldi. Var sá leikur mjög átaka- mikill og áður en lauk var einum leikmanna Tottenham, Willie Young, visað af velli fyrir að standa I slagsmálum. Gerðist það á 57. mínútu og léku Tottenham leikmenn 10 eftir það. Mörk Tottenham skoruðu þeir Young og John Duncan en Malcolm MacDonald skoraði bæði mörk Arsenal. Úrslit í leikjunum i gærkvöldi urðu þessi: ENGLAND 1. DEILD: Birmingham — West Ham 0—0 Coventry — Ipswieh 1—1 Derby — Leicester 1—0 Leeds — Manchester City 0—2 Liverpool — Stoke 4—0 Manchester Utd. — Everton 4—0 Middlesbrough —Aston Villa 3—2 Newcastle — Sunderland 2—0 Norwich — Q.P.R. 2—0 Tottenham — Arsenal 2—2 W.B.A. — Bristol City 1—1 ENGLAND 2. DEILD: Blackburn Rovers —Burnley 2—2 Blackpool — Carlisle 0—0 Bolton — Notthingham 1—1 Bristol Rovers — Wolves 1—5 Cardiff — Hereford 3—1 Chelsea — Fulham 2—0 Millwall —Charlton 1—1 Notts County — Hull 1—1 Framhald á bls. 21 Einar Magnússon — leikur með úrvalsliði HKRR I Berlfn ENSKU meistararnir I knatt- spyrnu, Liverpool, voru I essinu slnu I gærkvöldi er þeir mættu Stoke á heimavelli slnum að við- stöddum rösklega 50.000 áhorfendum. Fjórum sinnum lá knötturinn í marki Stoke, og þar með hefur Liverpool tekið við forystuhlutverkinu að nýju I ensku 1. deildar keppninni, þar sem helzti andstæðingur þeirra I toppbaráttunni, Ipswich Town, varð að gera sér jafntefli að góðu I leik sfnum við Coventry. Phil Thompson kom Liverpool á bragðið i leiknum við Stoke, er hann skoraði á 5. mfnútu, en það var síðan ekki fyrr en að liða tók á leikinn að markavél Liverpool fór aftur í gang. Phil Neal skoraði annað mark liðsins, Kevin Keegan þriðja markið úr vita- spyrnu og loks skoraði David Johnson fjórða markið, en hann kom inn á I þessum leik sem vara- maður Ian Callaghans. Ipswich átti í miklum erfiðleik- um í Teik sínum við Coventry, en náði þó jöfnu, og var þetta þrettándi leikur liðsins í röð, án taps. Manchester City er svo í þriðja sæti í deildinni — sigraði Leeds á útivelli I gærkvöldi 2—0. Mörkin skoraði Brian Kidd bæði á fyrstu 30 mínútum leiksins. Nágrannalið Manchester City, Manchester United, náði sér nú loks á strik eftir mjög slakt tímabil og sigraði Everton 4—0 á Old Trafford. Ekk- ert mark var skorað I fyrri hálf- leik þess leiks, en í seinni hálfleik skoruðu Stuart Pearson, Jim Greenhoff, Gordon Hill og Lou Fulltrúar starfsfólks Sigölduvirkjunar afhenda forseta ISl, Halldórssyni gjöf sfna. Vv Gfsla Islenzkt lið til Berlínar - keppir þar m.a. við MAI og Steaua Og Gfsli Halldórsson, framselur sfðan gjöfina til formanns Iþrótta- félags fatlaðra. EINS og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu ákvað landsliðs- nefnd HSl að hætta við að senda fslenzka landsliðið til þátttöku f móti sem búið var að bjóða liðinu til f Vestur-Berlfn nú um áramót- in , en boð þetta hafði HSl fengið frá Handknattleiksráði Reykja- vfkur, en framkvæmdaaðilar mótsins f Berlfn höfðu upphaf- lega leitað til þess. Buðust Þjóð- verjarnir til þess að greiða mest- an hluta kostnaðar af þátttöku fslenzka liðsins, en aðalástæðan fyrir þvf að HSt ákvað að hætta þarna við þátttöku var sú að ekki var talið að landsliðið fengi nógu mikið út úr ferð þessari. Þarna er aðeins um að ræða hraðkeppni sem stendur einn dag, og leikirn- ir eru 2x15 mfnútur. Þjóðverjarnir voru að vonum óánægðir að fá ekki íslenzkt lið til keppninnar, og höfðu þeir sam- Höfðingleg gjöf Sigöldufólks til íþróttafélags fatlaðra SKÖMMU fyrir jólin var Iþrótta- sambandi tslands afhent ein milljón króna að gjöf frá Starfs- mannafélagi Sigölduvirkjunar. Fylgdi gjöfinni sú ósk, að henni yrði varið til eflingar íþróttaiðk- un fatlaðra f Reykjavfk. Jóhann Pálsson, formaður starfsmannafélagsins, afhenti gjöfina i kaffisamsæti sem efnt var til, en þar voru viðstaddir, auk fulltrúa gefenda og Energo- project, fulltrúar ÍSl og íþróttafé- lags fatlaðra í Reykjavik. Formaður starfsmannafélags- ins greindi frá því, að hér væri um að ræða hagnað af verzlunar- starfsemi við Sigöldu en starfs- mannafélagið hefði haft með höndum og notið til þess aðstoðar Energoprojekt, sem hefði greitt laun starfsfólks við verzlunar- reksturinn. Lét Jóhann Pálsson í ljós þá von starfsfólksins við Sig- öldu, að þessi gjöf gæti orðið til að létta undir með uppbyggingu iþróttaiðkana fyrir fatlað fólk. GIsli Halldórsson, forseti ÍSl, þakkaði og veitti þessari höfðing- legu gjöf viðtöku sem hann kvað vera þá stærstu, er ÍSI hefði bor- ist og mundi hún verða ómetanleg hvatning og stuðningur við þenn- an nýja þátt íþróttastarfsins. Af- henti hann síðan gjöfiná til stjórnar íþróttafélags fatlaðra sem var viðstödd af þessu tilefni. Arnór Pétursson, formaður Iþróttafélags fatlaðra, þakkaði af þeirra hálfu og sagði m.a. við þetta tækifæri: „Þið sem hafið unnið langan og harðan vinnudag i óbyggðum Is- lands við að reisa mannvirki, er eiga eftir að flytja birtu og yl inn á hundruð islenzkra heimila og ylja íslenzku þjóðinni I skamm- degi komandi ára, hafið með þess- band við Handknattleiksráð Reykjavikur, og tilkynntu að þeir myndu fara fram á bætur vegna afboðsins. Varð að lokum að ráð að senda lið til keppninnar og mun það halda utan á fimmtudag- smorgun. — Við töldum skynsamlegra að senda lið en að lenda i útistöðum við þá, og fá á okkur skaðabóta- kröfur, sagði Ólafur Steingríms- son, formaður Handknattleiks- ráðs Reykjavíkur i viðtali við Morgunblaðið I gær, — það varð því úr að valið var lið og hefur það þegar komið saman til æfinga undir stjórn Bjarna Jónssonar er fer utan með liðinu og leikur væntanlega með þvi þar ef þörf krefur. Þá mun Einar Magnússon frá Hamburger SV einnig koma til Berlínar og leika með liðinu Liðið sem tekur þátt í mótinu f Berlin verður þannig skipað: Markverðir: Sigurður Ragnarsson, Þrótti Örn Guðmundsson, IR Aðrir leikmenn: Sigurður Sveinsson, Þrótti Konráð Jónsson, Þrótti Steindór Gunnarsson, Val Sigurður Gíslason, IR. Bjarni Bessason, ÍR Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi Jón G. Sigurðsson, Vikingi Ólafur Jónsson, Vikingi Magnús Guðmundsson, Víkingi Einar Magnússon, HSV Auk þessa liðs taka þátt í mót- inu í Berlfn lið MAI frá Sovétríkj- unum — það er Valur keppti við I Evrópubikarkeppni bikarhafa, lið Steaua frá Búkarest og úrvalslið frá Vestur-Berlín. — Vegna þess hve ferðin var ákveðin með skömmum fyrirvara voru mörg ljón á veginum, sagði Framhald á bls. 21 Cierpinski og Ender kjörin WALDEMAR Cierpinski var kjörinn „Iþróttamaður ársins 1976“ f Austur-Þýzkalandi, en sem kunnugt er sigraði hann, flestum á óvart, f maraþonhlaupi á Ólympfuleikunum f Montreal. „Iþróttakona ársins 1976“ var kjörin sunddrottningin Kornelia Ender. Þá var einnig „lið ársins" kjörið og féllu verðlaun f skaut knattspy rnulandsliðsins. sem hlaut gullverðlaun á Ólympíu- leikunum f Montreal. Má til gam- ans geta þess að það var að mestu skipað sömu leikmönnum og voru f Iiði þvf er tslendingar sigruðu á Laugardalsvellinum 2—1 1975. Mjög fallegir verðlaunagripir fylgja sæmdarheitinu f Austur- Þýzkalandi og eru þeir gefnir af dagblaðinu „Junge Welt“. ari höfðinglegu gjöf tendrað skært ljós, er lýsa mun íþróttafé- lagi fatlaðra fram á veg hins ókomna tfma. Okkar er að halda þessu ljósi logandi. Þið hafið sáð svo um munar í akur þess fólks, sem minna má sin og enginn veit með fullri vissu hversu margt er né hver þörfin er fyrir aðhlynn- ingu.“ Loks tók til máls Pétur Péturs- son, starfsmannastjóri Energo- projekt. Lofaði hann mjög þetta framtak starfsfólksins, en margir úr röðum starfmanna hefðu unn- ið ómælda sjálfboðavinnu til að þetta gæti orðið að veruleika. Jafnframt kvað hann þessa gjöf vera gott fordæmi öðrum hlið- stæðum starfshópum og kvaðst t.d. vilja minna starfsfólk við Kröfluvirkjun á, að á Akureyri væri einnig starfandi íþróttafélag fatlaðra. NÆRRI MARK A MÍNÚTU í EYJUM íslandsmeistarar FH i handknattleik komu í heimsókn til Vestmannaeyja á öðrum degi.jóla og léku þar vi8 Tý í bikarkeppni Handknattleiks- sambands íslands. Svo sem vi8 mátti búast höf8u meistararnir algjöra yfirburði í leik sinum vi8 Týrarana, og urðu úrslit leiksins 36:17 fyrir FH, eftir að staðan hafði verið 17:7 i hálfleik Svo sem bezt má sjá af þessum tölum var mikið skorað — tæplega mark á minútu, og má það teljast allgóður árangur hjá Vestmannaeyjaliðinu að skora 17 mörk hjá FH. Hins vegar er greinilegt að Eyjamenn skortir ennþá töluvert á i varnarleik sinum. Mörk FH i leiknum skoruðu: Þórarinn Ragnarsson 10, Janus Guðlaugsson 9. Geir Hallsteinsson 6. Sæmundur Stefánsson 3, Auðunn Óskarsson 2, Július Pálsson 2, Árni Guðjónsson 2, Guðmundur Á. Stefánsson 1, og Viðar Simonarson 1. FyrirTý skoruðu: Sigurlás Þorleifs- son 9. Páll Guðlaugsson 4, Hjalti Elíasson 1. Snorri Rútsson 1, Valþór Sigþórsson 1 og Þorvarður Þorvalds- son 1. Þá léku lið Leiknis og Aftur- eldingar i bikarkeppninni skömmu fyrir jól og lauk þeim leik með sigri Leiknismanna 25—18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.