Morgunblaðið - 28.12.1976, Síða 27

Morgunblaðið - 28.12.1976, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 27 Litlar líkur á ad olía valditjóni vid ísland MENN hafa borið nokkurn kvfðboga fyrir þvf, hvað gerast myndi, ef olfan frá risaolfu- skipinu sem strandaði og brotn- aði við strendur Bandarfkjanna rétt fyrir jólin, bærist inn f golfstrauminn. Þess vegna hafði Morgunblaðið f gær samband við sérfræðing á þessu sviði og spurðist fyrir um hættur þvf samfara hér við land. Unnsteinn Stefánsson, haf- fræðingur, kvað erfitt að svara þessu í fljótu bragði, þar sem olían þyrfti að fara um langan veg áður en hún bærist hingað að ströndum Islands. Hann kvað það mundu taka mánuði fyrir olíuna að ná til Islands- stranda og á þeim tíma gæti mikill hluti olíunnar verið sokkinn. Ekki vildi Unnsteinn fullyrða að það gerist á þessari leið, en hann kvaðst telja að ástæða væri til að ætla, að áhrifin yrðu ekki stórvægileg, ef olian næði tal Islands. Ef oliubrákin berst út í golf- strauminn mun hún þynnast og smám saman eyðast. Því kvað hann frekar litlar likur á að þessi olia ylli alvarlegu tjóni hér. Frá þeim slóðum, sem slysið varð við strendur Banda- ríkjanna, eru um 2 þúsund mílur til Islands. Getur þvi tekið olíuna marga mánuði að ná hingað. Jólagledi MR Kveikt í brennu BÖRNIN í Álfheimum og næsta nágrenni hafa af miklum dugnaði undanfar- ið unnið að gerð bálkastar, sem ætlunin var að brenna um áramótin. í gærkveldi gerðist það svo, að allt i einu urðu menn þess varir að kösturinn stóð í björtu báli. Þetta olli að vonum miklum sársauka hjá krökkunum, sem lagt höfðu á sig mikið erfiði og útsjónarsemi við gerð kast- arins. Brennan stendur vestan Álfheimablokkanna og norðan Engjavegar. 1 gærkveldi voru krakkarnir að reyna að bjarga einhverju úr kestinum áður en eldurinn eyddi þvi, svo að unnt yrði að byrja að nýju. Ólafur Eggertsson, ábyrgð- armaður brennunnar, bað I gær- kveldi Morgunblaðið að koma því á framfæri við þá aðila, sem þyrftu að hreinsa til hjá sér, að með þökkum yrði efni í brennuna þegið. Með aðstoð slikra aðila von- ast krakkarnir til að þrátt fyrir allt geti þau skemmt sér við stóra og mikla brennu á gamlárskvöld. Ólafur sagði, að tekið yrði við brennuefni alla daga fram til gamlársdags. Róleg jól SAMKVÆMT upplýsingum lög- reglunnar i Reykjavík voru jólin einkar róleg og þægileg fyrir lög- regluna. Annar f jólum var einnig með ágætum, þótt um stutta stund hafi verið talsvert annrfki. „Jólin voru með ágætum í höfuð- borginni," sagði varðstjóri lög- reglunnar, „þegar frá er talið hið sviplega slys, er varð á Hverfis- götunni, er hjón brunnu inni. Það var og eini skuggi þessarar hátfðar.“ — Erlu sleppt Framhald af bls. 28 örn Höskuldsson, fulltrúi við sakadóm Reykjavikur, staðfesti i gær við Mbl., að Erlu hefði verið sleppt úr gæzluvarðhaldi. Þegar Mbl. spurði örn hvort framburður Erlu frá í vor hefði ekki verið á rökum reistur eða hvort einhverjar aðrar ástæður lægju að baki þeirri ákvörðun að sleppa Erlu, kvaðst örn engu vilja um það svara. AUGI.ÝSINGASÍMINN ER: ^22480 NEMENDUR Menntaskólans f Reykjavfk hafa enn á ný dustað rykið af málningardollum sfnum og penslum. Vinna þeir nú að þvf að búa til skreytingar á jóla- skemmtun skólans, „hnotskurðar- myndir af þjóðfélaginu og ver- öldinni f kringum okkur“ eins og þeir orða það sjálfir. teflt við nokkra sterkustu mennina, svo sem Schussler og Vladimirov. Flestir sterkustu mennirnir eru 20 ára gamlir, en Margeir er aðeins 16 ára garnall og á ennþá eftir 4 ár í unglingaflokknum. I 5 fyrstu umferðunum vann Jólagleði menntaskólanemend- anna verður haldin I kvöld í Sig- túni og verða skreytingar á veggj- um hússins. Munu Stuðmenn leika fyrir dansi til klukkan 03 í nótt, en myndin er af nokkrum menntaskólanemum með mynd- skreytingarnar. Margeir 4 skákir og tapaði einni, gegn Vladimirov. Margeir kvaðst afa verið mjög óheppinn að tapa þeirri skák. Upp hefði komið afbrigði, sem hann þekkti vel en Rússinn illa og hefði hann náð um tima betri stöðu en tapað skákinni niður í tlmahraki skömmu áð- ur en hún for I bið. Margeir lét mjög vel af að- stæðum á keppnisstað. — Afgreiðsla Framhald af bls. 28 afgreiðslu. „Þannig er þetta, þvi miður,“ sagði önundur. Indriði Pálsson, forstjóri Olíu- félagsins Skeljungs, sagði, er Morgunblaðið spurði hann um þetta ástand, að hann vonaði að ekki þyrfti til þess að koma að oliufélögin yrðu neydd til þess að neita um afgreiðslu til skipa i rekstri rikisins vegna vanskila skipareksturs ríkisins við oliu- félögin. — Brennuefni Framhald af bls. 2 Annar ókostur þessa er og sá að ef eitthvað hreyfir vind, vill brennuefnið fjúka út í veður og vind. Það vill þó til að fram að þessu hafa verið miklar stillur og staðviðri. Stefán Jóhannsson sagði, að ef hvessti xfyki elds- maturinn út um allt og gæti orðið tafsamt og erfitt að safna draslinu .saman. Getur því skapazt vand- ræðaástand, ef veður breytist. Líkur benda til þess að brennur í Reykjavik verði um þessi áramót einhvers staðar á bilinu 20 til 30. Eru þær af öllum stærðum og gerðum. Barðstrending- ar kaupa bát HLUTAFÉLAGIÐ Klöpp á Barðaströnd keypti nýlega vél- bátinn Hólmsberg frá Keflavfk, sem er 100 rúmlesta bátur og sökum hafnleysis á Barðaströnd er ætlunin að gera bátinn út frá Patreksfirði I vetur á Ifnu alla vertfðina. Skipstjóri á bátnum er Kristófer Kristjánsson. Ákveðið er að aflanum verði ekið til vinnslu á Barðaströnd í fiskverkunarhúsi Klappar, sem er rétt utan við Hauka- bergsós. Samkvæmt upplýsing- um Páls Agústssonar, frétta- ritara Morgunblaðsins á Patreksfirði er mikill hugur í Barðstrendingum að útvega unga fólkinu vinnu. Allir bátar, sem gerðir eru út á iínu frá Patreksfirði hafa aflað vel að undanförnu og hefur aflinn verið allt að 10 lestir í róðri. — Móðir stökk Framhald af bls. 2 þrir þar inn en íbúðin var auð.“ Slökkviliðið réð niðurlögum eldsins á skömmum tima, nokkrum mínútum, en mikill reykur var í íbúðinni. Bruna- skemmdir urðu aðallega i barnaherberginu, bæði á rúm- um og veggjum. — Handtakan Framhald af bls. 2 Haukur Guðmundsson, rannsókn- arlögreglumaður, neitar að hafa átt hlutdeild I að leggja neina slíka gildru fyrir Guðbjart, en tel- ur ekki óhugsandi að gildra hafi verið lögð fyrir þá lögreglumenn- ina í Keflavík í því skyni að klekkja á þeim. Samkvæmt framburði Guð- bjarts og ökumanns hans eiga tvær stúlkur að haía komið að máli við Guðbjart og beðið hann um að komast yfir gjaldeyri, og það leitt til þess að hann ók þeim til Suðurnesja. Stúlkurnar hafi síðan horfið skömmu áður en lög- reglan handtók Guðbjart og öku- mann hans. Stúlkur þessar virð- ast þannig vera lykillinn að lausn þessarar ráðgátu, og er þeirra nú leitað. — Ford Framhald af bls. 1. kosningaloforð Carters séu „eingöngu pólitísk." Hann kvest vona að næsta stjórn geti byggt á árangri Sinai- samnings ísraels og Egyptalands sem hafi verið gerður I tíð fráfarandi stjórnar. í sambúðinni við Rússa er hann óánægðastur með að ekki hefur verið gengið frá nýjum samningi um tak- mörkun kjarnorkuvígbúnaðar. Slíkan samning og nánari samvinnu í efnahagsmálum og menningarmálum telur hann I þágu beggja aðila og heimsfriðar. Ford leggur áherzlu á að eina ástæðan til þess að hann náðaði Nixon hafi verið sú að hann hafi viljað fá málið úr sögunni svo hann gæti einbeitt sér að aðkall- andi málum. Hann segir að 25% tíma sins hafi farið í að hlusta á lagaleg rök um hvað ætti að gera við skjöl Nixons þegar hann hafi þurft að einbeita sér 100% að Víetnam og efnahagsmálum." Ford kveðst hafa vitað að náðunin mundi kosta hann fýlgis- tap og segir hann hafa átt þátt í ósigrinum i nóvember. Hann kveðst hafa haldið sambandinu við Nixon en aldrei rætt náðunina við hann I einstökum atriðum. Ford kveðst ekki sjá eftir nokkru í sambandi við kosningabaráttuna og telur sig hafa brugðizt eins rólega við ósigrinum og unnt hafi verið. — Aukinn undirróður Framhald af bls. 1. ur Austur-Evrópuríkja í Vestur-Þýzkalandi. Hann segir, að aukin ferðalög Vestur- Þjóðverja til Austur- Þýzkalands hafi leitt til þess, að KGB hafi skipað starfsmönnum sinum þar að færa sér þau í nyt. Höfundurinn tekur sem dæmi um árangur undirróðurs KGB á Vesturlöndum þá ákvörðun Frakka 1968 að draga sig út úr hernaðarsamvinnu NATO. Hann segir að KGB hafi notað starfsmenn sina úr hóp- um sovézkra blaðamanna og starfsmanna ýmissa stofnana í Frakklandi og auk þess félaga úr vináttufélagi Rússa og Frakka til þess að halda uppi öflugum áróðri á þá leið að aðild Frakka að NATO kæmi niður á sjálfstæði þeirra. Ákvörðun Frakka var notuð sem kennslubókardæmi á nám- skeiðum KGB að sögn Myagkovs. Yfirmaður KGB- skóla nr. 311 sagði foringjaefn- um i fyrirlestri að það væri skoðun stjórnmálaráðsins að at- burðir í Frakklandi væru beinn árangur starfs Sovétstjórnar- innar og KGB, segir Myagkov. Myagkov lýsir ævintýraleg- um flótta til Vestur-Berlinar í febrúar 1974 þar sem hann gaf sig fram við lögreglu borgar- innar og kom seinna fram í sjónvarpi. Hann kveðst ekki hafa getað sætt sig við ofbeldi og ómannúðlega kúgun Sovét- kerfisins og ofsóknir gegn öll- um sem stjórninni sé ekki að skapi. Hann segir frá tilraununum sem notaðar séu til að brjóta nióur andófsmenn og „innri óvini“ í Sovétrikjunum. Hann segir að ekki sé aðeins barizt gegn „innri óvinum" heldur reynt að halda landsmönnum i stöðugum ótta. Hann segir að 110.000 menn starfi fyrir KGB í Sovétríkjunum og þeir hafi á sinum snærum geysifjölmennt lið uppljóstrara sem séu ómiss- andi í starfi KGB. KGB hefur sérstök fyrirmæli um að fylgjast með sovézkum borgum sem eru ekki af rúss- neskum uppruna að sögn Myagkovs. Enginn Gyðingur fær að starfa erlendis fyrir so- vézkar stofnanir og KGB hefur fyrirmæli um að finna ráð til að flytja úr landi konur sovézkra leyniþjónustumanna sem starfa erlendis ef þær eru af Gyðinga- ættum. , Myagkov tekur mál andófs- mannsins Pyotr Grigorenkos hershöfðingja sem dæmi um að- ferðir KGB. KGB-ofurstinn Ivan Tarasovich Shilenko, sem varð yfirmaður Myagkovs í Austur-Þýzkalandi, fjallaði um mál hans. Shilenko sagði ótví- rætt að Grigorenko hefði aldrei verið geðveikur, en hann væri andsovézkur og því verið lýstur geðveikur og sendur I geð- sjúkrahús þar sem hann yrði gerður geðveikur, segir hann. SVAR MITT ö| EFTIR BILLY GRAHAM Eg sá auglýsingaspjald, sem á var letrað: „Hreinlæti er betra en guðhræðsla“. Haldið þér, að hreinlæti á llkamanum sé meira metið meðal þjóðar okkar en andlegur hreinleiki? Eg hef aldrei séð þetta auglýsingaspjald. Hvergi stendur í Biblíunni, að hreinlæti sé betra en guðhræsla. Jesús sagði t.d. við Farísea: „Þér hreinsið bikarinn og diskinn að utan, en að innan eru þeir fullir ráns og óhófs“ (Matt. 23,25). Hann sagði líka í Mark. 7,15: „Ekkert er það fyrir utan manninn, sem inn í hann fer, sem geti saurgað hann, heldur það, sem út fer af manninum, það saurgar manninn“. Samt ætti hver maður að leitast við að vera hreinn á líkamanum. Allt eðlilegt fólk vill hreinan mat, hrein rúm og að líkaminn sé hreinn. En það, sem Jesús lagði áherzlu á, var, að líkamlegur hreinleiki þurfi ekki út af fyrir sig að fela í sér andlegan þrifnað. Með öðrum orðum: Maður getur verið hreinn á líkamanum, en óhreinn í anda sínum, og öfugt: Hann getur verið óhreinn á líkamanum, en hreinn í anda sér. Auðvitað ættum við að sækjast eftir hvoru tveggju. Sápa er það, sem hreinsar líkamann, en hið hreinsandi blóð frelsarans er það, sem hreinsar sálina. Biblían segir: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti“ (1. Jóh. 1,9). Guð hefur bæði séð okkur fyrir því, sem hreinsar líkamann og sálina. Fórnaði Framhald af bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.