Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976 5 Miklar brunaskemmdír urðu i IbUðinni þar sem upptök eldsins urðu Hjón fórust í elds- voóa á jólanótt HJONIN Guðrún Olgeirsdðttir og Albert Guðjðnsson fðrust I elds- voða að Hverfisgötu 66 A á jóla- nðtt. Eldsins varð vart laust fyrir kl. 4 um nðttina og var þá mikill eldur I íbúð þeirra hjðna, en f jðr- ar fbúðir eru f húsinu. Guðrún var fædd 1912 en Albert 1907. Siglfirdingar fengu í soðið Siglufirði, 27. desember.— TOGARARNIR Sigluvík og Stálvik komu á aðfangadag af veiðum og var landað úr Sigluvik á annan dag jóla 110 tonnum af fiski og á morgun þriðjudag verð- ur byrjað að landa úr Stálvík sem kom með 60 — 70 tonna afla. Frétt höfum við hér á Siglufirði að allliflegt hafi verið hjá tog- urum sem voru á veiðum um jólin á miðunum út af norðvesturlandi. Fyrrum sendi- herra látinn HINN 17. desember lézt f Kaupmannahöfn August von Hartmansdorff, fyrrum sendi- herra Svfa á Islandi. Hann verður jarðsettur þar hinn 28. desember. August von Hartmansdorff var sendiherra á Islandi í um það bil þrjú ár eða frá 1962 til 1965. Atti hann margt góðra vina á tslandi. Sonur þeirra, Sævar Oliver, svaf I stofu og vaknaði hann þeg- ar mikill reykur var kominn I íbúðina. Reyndi hann að komast inn til foreldra sinna en komst ekki vegna eldhafs. Fór hann þá út úr húsinu og lét kalla á slökkvi- liðið, en um sama leyti mun kona í annarri ibúð hússins hafa orðið eldsins vör og hringdi hún einnig á slökkviliðið. Þegar slökkviliðið kom á vettvang stundarkorni síð- ar stóðu eldtungur út um svefn- herbergis- og eldhúsglugga á hæð- inni. Fólk úr öðrum fbúðum hússins var þá komið út, en bróðir Alberts og kona hans, sem bjuggu í risi yfir fbúðinni sem eldurinn kom upp f, komust út úr húsinu við illan leik. Var fólkið flutt á sjúkrahús, en reyndist ekki hafa orðið meint af reyk. Hjónin Guðrún og Albert voru látin þegar slökkviliðið kom á vettvang um kl. 4, en tilkynnt var um eldinn kl. 03.53. Húsið Hverf- isgata 66A er ein hæð, kjallari og ris, en það tók slökkviliðsmenn um 20 min. að ráða niðurlögum eldsins og urðu ekki skemmdir af völdum elds í öðrum Ibúðum hússins samkvæmt upplýsingum Gisla Guðmundssonar rannsókn- arlögreglumanns. Slökkviliðs- menn stóðu siðan vakt i húsinu til hádegis, en eldsupptök eru ókunn. Lfkur eru þó taldar á þvi að upptök eldsins hafi orðið í eld- húsi. 8 manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Álit nokkurra aðila á útbúnaði S.V.R. Saltdreifing gerir nagla óþarfa AÐ undanfornu hefur verið rætt nokkuð um útbúnað vagnakosts Strætisvagna Reykjavíkur til aksturs i hálku og hafa bifreiðastjórar S.V.R. nýlega lýst ábyrgð á hendur stjóm S.V.R. fyrir hversu vagnarnir eru að þeirra mati illa útbúnir til aksturs i hálku. Hafa vagnstjórarnir bent á, að aðgerðir svo sem saltburður á götur komi seint til framkvæmda og sé þvi ekki til mikils gagns og áskilja þeir sér rétt til að stöðva akstur á þeim leiðum sem viðkomandi bílstjórar telja ófærar. í framhaldi af þessu óskaði stjórn S.V.R. eftir umsögn þriggja aðila um útbúnað þann sem viðhafður er vegna vetraraksturs vagnanna Voru það gatnamálastjóri, Bifreiðaeftirlit ríkisins og umferðarnefnd. í áliti Guðna Karlssonar, forstöðu- manns Bifreiðaeftirlits ríkisins, segir m a., að svo virtist sem til væri mikið af vel mynztruðum vetrarhjól- börðum hjá S.V.R. og aðstaða til að skipta væri góð. „Góðir hjólbarðar án nagla, en með grófu snjómynztri, eiga að koma að góðum notum i snjó. Svellum og ís verður þá að eyða með salti " í áliti umferðarnefndar segir að það sé almennt viðurkennt, að negldir hjólbarðar henti bezt á ísaðri akbraut, en á auðu malbiki verði hemlunarvegalengd lengri en ónegldra snjóhjólbarða „Hér sunnanlands eru veðrabrigði oftast mjög tíð, en þær aðstæður, þegar negldir hjólbarðar henta betur en ónegldir, standa yfirleitt stuttan tíma hverju sinni og er aðeins litill hluti af heildaraksturstima yfir vetrar- mánuðina Ef vel er séð um hálku- eyðingu við þessar aðstæður ætti notkun negldra hjólbarða að vera óþörf Með tilliti til þess að borgin hefur komið upp sérstakri vakt á gatna- kerfið og sér sérsíaklega um hálku- eyðingu á strætisvagnaleiðum ætti ekki að vera nauðsynlegt að búa strætisvagnana negldum hjól- börðum," segir að lokum i bréfi umferðarnefndar \ bréfi gatnamálastjóra segir að þar sem sérstök áhersla sé lögð á hálkueyðingu á strætisvagnaleiðum og þeir séu búnir með bezta snjómynztri á hjólbörðum sem tök séu á að útvega, verði ekki annað séð en að útbúnaður vagnanna til vetraraksturs sé í góðu lagi Síðan segir gatnamálastjóri: „Á það skal bent að ef ákvörðun yrði tekin um að búa strætisvagnana negldum hjólbörðum yrði lagt til að vaktafyrirkomulaginu og hálku- eyðingunni á akstursleiðunum yrði hætt, þar sem hún er tilkomin vegna strætisvagnanna, en hvorutveggja naglabúnaðurinn og hálkueyðingin yrði borginni of dýr fyrir utan hið aukna slit sem yrði á malbikinu. Er það skoðun undirritaðs og þeirra tæknimanna sem um þessi mál hafa fjallað að fyrri valkosturinn, hálku- eyðing og naglalausir snjóhjól- barðar. séu ólikt meira öryggi fyrir vetrarakstur strætisvagnanna, en ef þeir væru með neglda hjólbarða " Þessar umsagnir verða nú teknar til athugunar hjá stjórn S V R og sagði Eirikur Ásgeirsson forstjóri, að stjórnin væri öll af vilja gerð til að leita lausnar á þessu vandamáli Á því væru margar hliðar og þyrftu margir aðilar að tjá sig um það Það væri Ijóst að það kostaði mikið að negla alla hjólbarða strætisvagn- anna og til viðbótar þeim kostnaði kæmi viðhald á götum vegna skemmda sem naglarnir yllu Eiríkur sagðist skilja vel viðhorf vagnstjór- anna, þar sem veturinn í fyrra hefði verið mjög slæmur hvað varðaði alla færð og vildu þeir því leggja áherzlu á að vera vel undir það búnir að mæta þungri færð Eiríkur benti einnig á það að fólk gerði oft þær kröfur til strætisvagnanna að þeir kæmust ætið leiðar sinnar hversu þungfært sem væri og það væri oft raunin að smábílar tefðu fyrir og lokuðu strætisvagnaleiðum Það væri þvi fremur oft af þeim sökum, sem vagnarnir kæmust ekki leiðar sinnar en að það væri vegna van- búnaðar þeirra til aksturs i hálkunm í samvinnu við gatnamálastjóra hefur undanfarna tvo vetur verið reynt að halda strætisvagnaleiðum opnum með því að borið væri á götur strax og hálka tæki að mynd- ast. Sagði Ingi Ú Magnússon gatnamálastjóri, að það hefði komið nokkrum sinnum fyrir að menn hans hefðu ekki brugðist nógu fljótt við og þvi hefðu skapast vandræði Yfir- leitt væri farið að saltbera uppúr kl 4 að morgni og væri því verki lokið um kl 7 þegar akstur S V. R hæfist En það kæmi fyrir á daginn þegar umferð væri mikil að saltburðurinn tefðist og því gæti myndazt hálka á leiðum vagnanna Nú hefur gatna- málastjóri átt fundi með starfsmönn- um, sem vinna að saltburði og hefur verið aukið eftirlit með götum, og vaktmenn taka sjálfir ákvörðun um saltdreifingu þannig að saltburður á að geta hafizt hvenær sem er sólar- hringsins strax og vart verður hálku Sagði Ingi að þetta gæti hins vegar brugðist í einstaka tilfellum, þessum mönnum gætu orðið á mistök eins og öðrum Þá hefur einnig verið bætt við bifreiðakostinn til saltdreifingar og á hverri nóttu er reiðubúin ein vöru- bifreið með salthlassi. auk annarra. sem komast fljótt i gang Það hefur komið fram að Strætis- vagnar Kópavogs aka á negldum hjólbörðum og sagði Haraldur Þórðarson forsöðumaður tækni- deildar S V R að það væri vegna þess að þar væri saltdreifing ekki Framhald ábls. 17. Handtösku stolið STÓRRI handtözku var stolið úr bifreið á aðfangadagskvöld milli kl. 20 og 22. Bifreiðin stóð þá á milli húsanna Grettisgötu 28 og 30. Töluvert verðmæti var í tözk- unni. Biður rannsóknarlögreglan i Reykjavík þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um stuld þennan að gefa sig fram. Ekið á kyrr- stæðan bíl RANNSÓKNARLÖGREGLAN i Hafnarfirði hefur beðið Morgunblaðið um að lýsa eftir vitnum að þvi er ekið var á VW- bifreið þriðjudaginn 21. þessa mánaðar. Bifreiðin stóð kyrrstæð fyrir framan húsið nr. 5 við Skerseyrarveg í Hafnarfirði á tfmabilinu 19—20.20 og hefur þá verið ekið á hana og vinstra aftur- brettið dældað en ökumaður bifreiðarinnar sem tjóninu olli, hefur ekið síðan á brott. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JR*r0H«í>Iat>i& Flugleiðir h.f., v/Loftleiða h.f. ætla frá og með maímánuði 1977 að ráða allmargar nýjar flug- freyjur og flugþjóna til starfa. j sambandi við væntanlegar umsóknir skal eftirfarandi tekið fram: 1. Umsækjendur séu á aldrinum 20—26 ára Þeir hafi góða almenna menntun. gott vald á ensku og öðru erlendu tungumáli, helzt þýzku, frönsku eða Norður- landamáli. 2. Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja kvöldnám- skeið í febrúar/marz n.k. (3—4 vikur) og ganga undir hæfnispróf að því loknu. 3. Á umsóknareyðublöðum sé þess greinilega getið, hvort viðkomandi sæki um starfið til lengri eða skemmri tíma. 4. Umsóknir um endurráðningu flugfreyja. sem' áður hafa starfað hjá Loftleiðum h f , skulu hafa borizt starfsmannahaldi fyrir 31 þ m. 5. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannahaldi félagsins á Reykjavíkurflugvelli og Lækjargötu 2 og skulu umsóknir hafa borizt starfsmannahaldi félaqsins fyrir 31 þ.m FLUGLEIÐIR HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.