Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 (13) Hollenzka skipavélaverk- smiójan Bronx ákvað að setja upp samsetningarverksmiðju á Islandi. Verksmiðjan er staðsett a) í Loðmundarfirði b) á Bíldudal c) áÖlafsfirði d) á Kirkjubæjarklaustri (14) Ljónunum í sædýrasafninu var lógað á árinu vegna a) offitu b) kattafárs c) illsku d) hræðslu við rottur (15) Þjóðkunnur maður arfleiddi þjóðkirkjuna að jöróinni a) Arhæjarhjáleigu í Iloltum b) Þúfu í Suðursveit e) Tobbakoti á Mýrum d) Túngarði í Leiðvallahreppi Innl (41) vambmikh fiskur? II vað neitir þessi (38) Hver er maðurinn sem skálar þarna í fslenzku vatni? (4) Merkur áfangi náðist í jafn- réttisbaráttu karla á árinu, þegar: a) karlmaður fékk inngöngu í kvenfélagið á Dalvík b) karlmaður fékk inngöngu á saumavélanámskeið Pfaff. c) Indriði G. Þorsteinsson var kjörinn formaður Félags prjónakvenna. d) Thor Vilhjálmsson kjörinn formaður bandalags manna. (12) Á árinu gerðu Danir sex sjónvarpsþætti á íslandi um a) Kröfluævintýrið b) skölasjónvarp og útvarp c) Geirfinnsmálið d) íslenzka fjármálasnillinga (1) I alldór Pálsson búr.aðarmála- stjon flutti yfirlit um land- búnaðinn 1975 í upphafi árs 1976. Erindið vakti mikla athygli því: a) Búnaaðarmálastjóri formælti sauðkindinni b) hann sagði að skógræktar- stjóri hefði beitt ósönnum og övísindalegum áróðri gegn sauðkindinni i 40 ár. e) búnaðarmálastjóri vildi leggja kaupfélögin niður. d) búnaðarmálastjóri lagði til að sauðfjárrækt yrði stóraukin. (2) Maður nokkur bjargaðist á síðustu stundu úr bíl sínum á Siglufjarðarvegi áður en: a) hann hrapaði fram af veginum h) grófst í snjóflóði c) lenti í árekstri við flugvél d) snjóblásari hakkaði bílinn í síg. (3) 1 febrúar urðu miklar umræður um Klúbbmálið og meint afskipti dómsmalaráðuneytisins af því máli. Umræðurnar höfðu m.a. þær afleiðingar að: a) Olafur Jóhannesson stefndi daghlaðinu Vísi b) Dagblaðið Vfsir stefndi Ölafi Jóhannessyni c) Vilmundur Gylfason stefndi Olafi Jóhannessyni d) Ölafur Jóhannesson bauð Kristjáni Péturssyni starf í dómsmálaráðuneytinu. (6) 1 byrjun maí sigldi ein af brezku freigátunum það glanna- lega á varðskipið Tý, að við lá að því hvolfdi. Freigátan heitir a) Foulmouth b) Bigmouth c) Falmouth d) Queenmouth (7) I maímánuði hóf Seðlabankinn umfangsmikla könnun á banka- viðskiptum a) Rússneska sendiráðsins í Reykjavík c) Klúbbsins c) Þorsks h.f. d) Búkollu s.f. (8) Fyrri hluta sumars var mikið rætt um tollverði, þegar sannaðist að þeir höfðu fengið frá far- mönnum a) á kjaftinn b) ómælt magn af spíra c) kjúklinga að vild d) flösku í vasann (9) 580 norrænir kvenlæknar þing- uðu á lslandi í sumar. Formaður Sambands norrænna kvensjúk- dómalækna var kosinn: (5) Á árinu var svonefnt vörugjald hækkað í 18% og var tekjuauki ríkissjóðs áætlaður 1600 millj. kr. vegna þessa. Af þessari upphæð áttu 1000 miilj. kr. að fara til. a) Strandarkirkju b) könnunar á bústofni Björns á Löngumýri c) landhelgisgæzlu og fiskleitar d) könnunar á útþenslu ríkis- kerfisins (40) Hvaða vísindamaður er hér við vinnu sina? a) Gunnlaugur Snædal b) Pétur Gunnarsson c) Bragi Ásgeirsson d) Geir Hallsteinsson (10) Tvö íslenzk ungmenni voru handtekin á Spáni í júnímánuði þegar þau urðu uppvís að því að smygla a) Aróðursbæklingum um Franco inn í landið b) vopnum til Baska á N-Spáni c) 15 kg af hassi frá Marokkó d) klámmyndum (11) Starfsfólk útvarpsins fór yfir- vinnubann á sumrinu vegna a) mikillar þreytu b) svefnsýki starfsmanna c) óánægju með launakjör d) leiðinlegs dagskrárefnis (16) Ung erlend hjón voru stöðvuð á Keflavíkurflugvelli er þau voru að smygla úr landi a) Flateyjarbók b) 5 milljónum í 100 kr. seðlum c) fimm Islandsfálkum d) málskjölum í Klúbbmálinu (17) Litlu munaði að illa færi þegar loftbelgur Holbergs Mássonar tók sig á loft einn dag í sumar, en allt fór þó vel að lokum. Ástæðan fyrir óhappinu var að a) loftbelgurinn rakst á girðingu og velktist um í flæðarmálinu b) allt loft fór úr belgnum c) ventillinn á belgnum stíflaðist, þannig að ekki var hægt að dæia í hann d) íslenzka loftið var of hreint til þess að hægt væri að nota það á belginn. (18) Maður nokkur hafði það fyrir sið á árinu, að brjótast inn i íbúðir í Reykjavík og stela þó svo að fólk væri í íbúðunum. Maðurinn hefur verið kallaður a) Blíðfari b) Náttfari c) Snarfari d) Krossfari (19) Skipað var í jafnréttisráð í júlí- mánuði sl. Formaður þess er a) Guðrún A. Símonar h) Svanhildur Jakobsdóttir c) Guðrún Erlendsdóttir d) Ragnhildur Helgadóttir (20) Enska leiguflugfélagið Air Hibiscus áformaði að hefja leigu- flug milli íslands og 8) Suðurskautsins b) Uganda c) Kína d) Fiji eyja (21) Að vanda var fegursta gata ársins valin í Reykjavik. Að þessu sinni varð-fyrir valinu a) Gilsárstekkur b) Urðarbraut c) Stóristekkur d) Mýrargata fréttagetraun 1976

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.