Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 Slagbrandar(a) - spá f>TÍr NÚ UlVl áramótin, þegar sumir plötuútgefendur sleikja sár sín eftir tapið á útgáfunni, en aðrir sleikja út um, glaðhlakkalegir, vegna mikillar plötusölu, þá hlýtur hugur þeirra, svo og annarra aðila að plötuútgáfu hérlendis, einkum tónlistar- manna, að beinast að komandi ári og spurningunni um hvað það beri í skauti sér. Árið 1976 var metár í íslenzkri plötuútgáfu og plötusölu. Kn ekki seldust allar plötur vel og því er þess að vænta, að útgefendur verði varfærnari á komandi ári og taki minni áhættu en áður. Slag- brandi lék forvitni á að vita, hvað væri líklegasta stórra tíðinda í útgáfumálunum og öðrum málefn- um íslenzka poppsins á komandi ári og leitaði því til valinkunnrar popp-spákonu, Diskó-Dísu. Hún rýndi í kristalskúluna sína og lýsti því sem þar gaf að líta: • ER ÉG KEIVI HEIM í...?? „Eg sé hreppsnefndir og bæjarstjórnir um land allt á löngum fundum, dag og nótt, þar sem reynt er að berja saman nýja texta við Búðardals-lagið. Þeir vilja koma sínum plássum á kortið, rétt eins og Búðardalnum. .. “ Og Slagbrandur reynir að gera sér í hugarlund hvernig útkom- an yrði: • Er ég kem heim á Tálknaf jörð, bíður min stúlknahjörð. . . • Erég kem heim í Þorlákshöfn, bíða mín Sigga og Sjöfn. . . • Er ég kem heim á Hellissand, kemst ég i kvennastand. . . • Er ég kem heim i Stvkkishólm, steðjar að mér stúlka ólm. . . • Erég kem heim heim á Djúpavog, kyssi ég þær við kertalog. . . • Er ég kem heim á Kópasker, kvinnurnar æða að mér. .. • Er ég kem heim á Húsavík, biður meyjamergðin slik... • Er ég kem heim í Neskaupstað, bjóða þær mér í bað.. . • Er ég kem heim á Sauðárkrók, verður mér brátt í brók. . . • Er ég kem heim á Blönduós, bregð ég mér bak við fjós. . . • Er ég kem heim í Borgarnes, biða mín ferleg fés... • LÁTUM SEM EKKERT C... „Ég sé alla helztu skemmtikrafta þjóðarinnar rembast eins og rjúpa í potti við að yrkja brandara og gamanmál á plötu, rétt eins og Halli, Laddi og Gisli Rúnar. . .“ — Og Slagbrandur sér þá fyrir sér, þar sem þeir reyna að gulltryggja velgengni plötunnar með því að nota bókstafina á sérkennilegan hátt í plötuheitinu, rétt eins og H, L & GR: • Tónlistin erof h • Við látum þér allt í t • Læknir, mig vantar j • Við eigum kindurog q • Við reynum aðz á okkur • LÓNLÍ BLÚ BOJS... „Eg sé hljómsveitir með peningaglampa í augum draga fram lakkskóna og fermingarfötin til að fara að fordæmi Lónlí blú bojs og þeysa um byggðir landsins, spilaridi gömlu lögin og rakandi saman seðlum og kvenfólki. Og Slagbrandur lygnir aftur augunum og heyrir í hugskoti sér í poppurunum, þar sem þeir fletta ensku orðabókinni og reyna að koma saman nafni á hljömsveitina. . . #Onlítúbojs • Verrí gúdd gæs • Prittí kúl gæs • Bjútí fúl görls • ÓLSEN ÓLSEN... Ég sé Bridgesambandið leggja spilið á borðið og heimta, að út EINN mesti tónlistarviðburður ársins, að dómi Slagbrands, var koma klarinett- leikarans Benny Goodman og söngkon- unnar Cleo Laine ásamt hljómsveit John Dankworth á listahátfð f júnf. Vakti lista- fólk þetta mikla hrifningu meðal hátfð- argesta og undrar það sjálfsagt engan sem til heyrðu. STUÐMENN létu mikið að sér kveða í október er þeir héldu í hljómleikaferð um landið með tilheyrandi tilþrifum og Tívolfútbúnaði. 1 kjölfarið kom svo önn- ur breiðplata þeirra félaga sem náði miklum vinsældum sem hin fyrri. Liðs- menn hljómsveitarinnar létu auk þess mikið að sér kveða á öðrum sviðum. T.a.m. gaf Spilverkið út tvær breiðplötur á árinu og Jakob Magnússon sendi frá sér breiðplötuna „Horft f roðann“ nú rétt fyrir jól. Þá má segja að árið 1976 endi með heljarmikilli „Stuðmannahá- tíð“ sem stendur yfir í Sigtúni þessa dagana. GUNNAR Þórðarson og Björgvin Hall- dórsson unnu mikið saman á árinu og m.a. unnu þeir saman að gerð breiðplöt- unnar „Einu sinni var“ sem almennt er kölluð „Vísnabókarplatan“. Plata þessi varð metsöluplata í ár og næst í röðinni varð önnur plata sem þeir Gunnar og Björgvin unnu saman að ásamt Rfó og Halla og Ladda, þ.e. „Jólastjörnur“. Þá má geta þess, að í haust náði Gunnar góðum samningum við bandarfska um- boðsmanninn Lee Kramer og mun hann væntanlega dvelja í Bandarfkjunum að mestu á næsta ári. ÁRIÐ 1976 hófst með miklum sviptivind- um í fslensku rokktónlistarlffi eftir fjör- lega atburðarás varðandi liðsskipan f vinsælustu hljómsveitum landsins. Peli- can lagði upp laupana f árslok ’75 enda hafði lffskraftur hennar farið þverrandi jafnt og þétt, allt frá því er Pétri Krist- jánssyni var sparkað á miðju ári. Hljóm- sveitin Paradfs, sem Pétur stofnaði eftir sparkið, stóð hins vegar með pálmann f höndunum og í ársbyrjun gengu pelican- arnir Björgvin Gfslason og Ásgeir Ósk- arsson í Paradfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.