Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 61 ju 1wrrr. w VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MANUDEGI i\y í/jvunp\''U.f^'L) n sem þeim tilheyra og við getum farið að snúa okkur að venjuleg- um störfum. Menn hafa tekið þátt í fjölskyiduboðum, ef að líkum lætur, og borðað sig vel sadda oftar en einu sinni. Þar sem kom- ið var í fjölskylduboðin var það sums staðar tízkan að hafa alla fjölmiðla sem eitthvað heyrðist í á „fullu" og svo mátti maður reyna að tala saman undir þessum hamagangi. Þar á ég við útvarp, sjónvarp og plötuspilara. En hvað sem því líður reyndi maður heima í rólegheitunum svona inn á milli boðanna að glugga í það sem borið var fram á vegum útvarps og sjónvarps. Þar var fjölmargt i boði, ehki vantaði það og ekkert mjög fráleitt. Mér sýnist það mun oftar gerast að menn nöldri yfir hlutunum en ég ætia að verða undantekning hvað það snertir. Endursýndur var þáttur frá Horni, rabbað við Jó- hann Pétursson vitavörð og sýnd- ar nokkrar myndir af nánasta um- hverfi hans. Einhvern tíma hefði nú verið kvartað yfir endursýndu efni í sjónvarpinu, en ekki er ástæða til þess hér. Þetta var ágætur þáttur og vel þess virði að endursýna hahn þótt á jólunum sé. Hins vegar fannst mér í dauf- ara lagi þátturinn hjá honum Eiði þar sem rabbað var um jólin. Þetta voru kunnir menn sem þar komu við sögu, að undanteknum rithöfundinum kannski, en varla er hægt að segja að þetta hafi verið líflegur þáttur. Það þarf kannski alltaf að gefa mönnum kost á að rífast um eitthvað tíl að bragð sé að þáttunum og maður er kannski bara vanastur því og kann því ekki að meta gott þegar þar að kemur. Skemmtiatriðiq á milli voru svo sem ágæt og í heild sinni var þetta sæmilefur þáttur, þótt hann væri ekki mjög líflegur. Varðandi aðra liði í sjónvarps- dagskránni um jólin get ég litið sagt þar sem ég horfði ekki á þá nema með öðru auganu að heitið geti. I útvarpinu var fjölbreytt dagskrá að vanda um hátíðir og það er alveg óhætt að láta það koma fram að mér finnst að þeir sem standa að því við þessar að- stæður að halda úti dagskrá í marga klukkutíma á dag eigi full- ar þakkir skildar fyrir það verk- efni sitt. Ég vil ekki nefna neínn þátt eða efni sem mér finnst öðru betra, þetta var flest allt í bezta lagi. Endurflutningur þáttar um Magnús Stephensen var bara áhugaverður, ekki sízt fyrir þá sem lítið vita um feril hans. En sennilega hafa kannski ekki margir hlustað. Eitt atriði langar mig til að nefna varðandi dagskrá bæði út- varps og sjónvarps. Það er að mér finnst eins, og fleirum að þessir fjölmiðlar ættu að standa að skoð- anakönnunum um efni sem fólk óskar eftir að flutt verði. Það yrði án efa mikil leiðbeining í því fyrir útvarpsráð að fara eftir við drög að dagskrá. Ég held að það þýði ekki að bera fram sem mótrök að það sé of mikið og dýrt fyrirtæki, þó það sé of mikið og dýrt fyrir- tæki, þó það sé dýrt þá er það áreiðanlegt að sú fjárfesting mun skila sér í ennþá ánægðari hlust- endum útvarps og sjónvarps. Er ekki alltaf verið að tala um að við þurfum að fjárfesta í hinu og þessu? Er þetta verri fjárfesting en hvað annað?hvað annað?. í>essir hringdu . . . % Má ekki sjóða of lengi Kona í vesturbænum: — Mig langaði til að nefna að í sambandi við hangikjötsöguna, sem var í Velvakanda í fyrradag að það verður að gæta þess að sjóða það alls ekki of lengi. Ég held að marga hætti til að sjóða það of lengi og mín reynsla er sú að það sé alveg nóg að sjóða það í 45 mínútur. Ég er ekki endílega að segja að það hafi verið soðið of mikið í áðurnefndu tilfelli, en þetta þarf að passa. Faðir niinn var mikill kjöt- vinnslumaður og hann kenndi okkur að sjöða mat ekki of lengi. Eg sauð t.d. tvær stórar hangi- kjötsrúllur og það sá varla flot ofan á pottinum að lokinni suð- unni. Ég set það ofan í sjóðandi vatnið, sýð kjötið í 45 mínútur og tek pottinn af. Siðan læt ég það standa i pottinum næstu 15 min- útur. Ég hef stundum orðið vör við að fólk, sém hefur sjaldan hangikjöt, er ekki alveg visst hvernig best sé að sjóða kjötið.— SKÁK / UMSJÁ MAR- GE/RS PÉTURSSONAR A ítalska meistaramótinu 1976 kom þessi staða upp í viðureign Paolis, sem hafði hvítt og átti leik, og Tatai: 17. Bg6! fxg6 18. hxg6. Svartur gafst upp, því að eftir 18.. . hxg6 19. Dxg6+ Kh8 kemur 20. Rf5 og hvftur vinnur létt. J ólahangik j öt- ið sem hvarf Einn hinna fjölmörgu sem keyptu hangikjöt til að hafa á borðum um jólin kom að máli við Velvakanda og sagði sögu nokkra af hangikjötinu sem hvarf: hátiðinni, — var það augljóst að það hafði minnkað verulega. Þaó vó rúmlega 1.7 kg fyrir suðuna en eftir aðeins 750 grömm. Það hafði sem sé mmnkað um h.ill kiln vid HÖGNI HREKKVlSI Nú árið er liðið... Óskum viðskiptavinum okkar farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á liðna árinu LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 Óskum viðskiptavinum okkar árs og friðar. Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu 1976 1977 Laugalœk 2, REYKJAVIK. simi 3 5o 2o &> S\G€A V/öGA £ t/LVEfcÁW pro- 'matt ENN EIN NÝJUNG FRÁ MYNDIÐJUNNI ÁSTÞÓR H.F. Nú bjóðum við allar litmyndir unnar á Pro-Mattan pappír, sem aðeins atvinnuljósmyndarar hafa not- að hingað til. PRO-MATT tryggir yður besta fáanlega skarpleika á litmyndum, og jafnframt endingargóða og fall- ega liti. Myndiðjan Ástþór hefur frá byrjun ávallt verið í fararbroddi með nýjungar. Eruð þér ! takt við tímann? Eru yðar myndir unnar á PRO-MATT HJÁ Myndiðjunni Ástþór h.f ? myndiðjan HÁSTÞÓRf LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI LJÓSMYNDAIÐNAÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.