Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 Hvers er helzt að minnast frá árinu 1976 SlÐASTI dagur árs hefur löngum ordið Morg- unblaðinu jafnt og öðrum fjölmiðlum tilefni upprifjunar og endurminninga. Þjóðkunnir menn og konur, er þykja standa ofarlega á sjónarhólnum, eru þá gjarnan innt eftir áliti: — hver er að yðar mati merkasti atburður ársins, sem nú er að hverfa í skaut aldarinnar? Og enn er spurt. Þó ekki eftir sögulegu gildismati á atvikum ársins 1976, — heldur einkum eftir því, hvað eftirminnilegast væri frá persónulegra sjónarhorni... Aðalsteinn Ingólfsson Merkasti atburður ársins hvað mig snertir — enda til- heyrandi mlnu sviði — er að við skulum hafa megnað að halda Listahátíð þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Og þá um leið að listamenn sjálfir höfðu for- gang Iþvl máli. Uppgangur grafiklistarinnar á árinu er ánægjuleg og eftir- minnileg þróun. Þá þykir mér gleðilegt að listamenn og borg- aryfirvöld hafa aftur hafið virka samvinnu á Kjarvalsstöð- um. Bryndís Schram Eftirminnilegasti atburður ársins? Ja, — það voru engar kosningar I ár — ekkert eldgos — ég eignaðist ekki barn á árinu og ég fékk ekki friðar- verðlaun Nóbels. Hvað er þá eftirminnilegt? Er það, þegar blllinn valt ofan I ána? Eða þegar ég gleymdi einum nemanda mínum norð- ur I Jökulfjörðum I haust? Eða þegar Bretar yfirgáfu land- helgina? Eða...? Það er reyndar aðeins tvennt, sem mér er efst I huga að árinu liðnu: Aðskilnaður — endurfundir. En um það segi ég ekki fleira! Stemuim Rnnbogad. Árið hefur verið okkur gjöfult að mörgu leyti, rign- ingin sem dundi á okkur I sumar hefur gleymst I feg- urð og bllðu haustsins. Fyrst ég nefni veðrið þá vil ég segja að mér eru minnis- stæðir atburðirnir við Kröflu og reunar flest sem henni hefur tengst. Forsjóninni virðist hafa þótt ástæða til þessa að hrista mannskapinn all hraustlega, e.t.v. til að minna á að við erum æði völt á jarðkringlunni þegar allt kem- ur til alls, en vonandi verður þetta ekki undanfari annarra og meiri tlðinda. í stjórnmálunum hafa skipst á hæðir, lægðir og háþrýsti- svæði, eins.og gengur, og þó að stjórnmálin séu sú veðurfræði sem allir verða að skyggnast I, beint eða óbeint, þá ætla ég ekki I þessu stutta svari að undirstrika neitt sérstaklega þar nema fenginn rétt okkar islendinga I landhelgismálinu. Það undirstrika ég sem sér- stakt gleðiefni ársins. Mér er líka minnisstætt að nú hefur nýja Kvensjúkdóma- og fæðingar.deildin verið af- hent heilbrigðisráðherra. Bygging hennar var baráttu- mál kvennasamtakanna I land- inu og er enn eitt sýnishorn af samtakamættinum. Þetta er glæsileg bygging, búin full- komnum tækjum og sérmennt- uðu starfsfólki. Þessu ber að fagna. Islenzkar konur eru sannarlega verðugar þessa alls, og þó fyrr hefði verið. Við skulum þó ekki miklast en vera minnug þess, að hvert einstakt verkefni I dagsins önn gefur hverri stofnun hið sanna gildi. Það eru þau verk og það hugarfar sem rlkir hvern dag, sem ræður þvf hvort glæsíleg bygging verður góð stofnun. En sjálf hef ég ástæðu til að þakka guði og mönnum árið sem er að líða, og vil nota tækifærið sem mér gefst hér til að óska landsmönnum öll- um velf arnaðar á nýia árinu. Jón Qlason Frá árinu sem er að llða eru manni efstar I huga náttúru- hamfarirnar frá sfðasta vetri"* en þær verða öllum hér ógleymanlegar. Vegna þeirra hafa orðið gifurlega miklar breytingar á landi og hér myndast stöðuvötn og mikil jarðsig. Þá hafa verið sffelldir erfiðleikar með vatn sem hef- ur ásótt okkur. Óneitanlega hefur þetta svo haft áhrif á minn búskap og annarra, bæði er að mikið af landi hefur farið undir vatn og þá voru fjárhús mln svo illa staðsett að ég þurfti að fækka við mig fé I haust. Ræktað land slapp þó að mestu við að fara undir vatn, en þó seig það nokkuð. Hin eftirminnilega og góða tlð sem var I fyrrasumar bjargaði miklu, en vegna þurrkanna lentu tún ekki á floti sem þau vafalaust gera I einhverju vot- viðri. Það verður manni eftir- minnilegt hversu mikil ein- muna tíð hefur verið hér frá áramótum og fram úr. Þetta bjargaði miklu um málefni okkar bændanna, en hver framtíðin verður er ekki hægt að segja um. Það sem manni er einnig ofarlega I huga frá árinu sem er að llða er að það skyldi Hukkast að koma á friði á mið- anum, en hvort sá friður verð- ur varanlegur eða ekki verður að láta framtíðina skera úr um. Guðný Sigurðard. Hvað mér er minnisstæðast? Andlát Maos formanns, en ég varð bæði hrædd og hrygg, þegar ég frétti það. Ég vænti þess af framtíðinni að Ólafur Jóhannesson segi af sér. Valgeir Guðjónsson „Ef hringt er I þig um hálf- fimmleytið á þriðja I jólum og þú beðinn að skrifa pistil f Moggann um það, sem þér er efst I huga frá árinu 1976, verður vandinn I höndum þín- um svo stórvaxinn og stæðileg- ur, að hann skyggir á allt það sem þú bisast við að tína fram stórum hluta landsmanna til uppfræðslu og ánægju á ára- mótum. Reyndar dettur mér nú eitt I hug, sem mér finnst alltaf jafn makalaust: Sjónvarpið skenkti fjórum mönnum jafnmörg lita- sjónvarpstæki (ansi dýr) en borgaði á sama tíma mér og mörgum fleirum skltakaup fyrir ýmis verkefni og bar við geigvænlegum fjárskorti. Hvernig er nú svona lagað hægt? Og það er svo margt og margt, t.d. lánamál náms- manna, allir réttarfarsóskund- arnir og fleira og fleira. Yfir- leitt þykja mér stuttir pistlar taka löngum fram, svo ég nota tækifærið áður en ég botna þennan og óska þjóðinni allri árs og friðar. Kannski fer Eyjólfur að hressast.“ Sigrún Stefánsd. I heild verður mér árið 1976 minnisstætt sem gott ár. Mér finnst árið hafa verið okkur Islendingum heldur hliðhollt. Við höfum náð mikilvægum áföngum I ýmsum stórmálum, sem ég læt vera að tíunda hér. En það sem að sjálfri mér snýr, þá verður mér það minnisstæðast að ég og fjöl- skylda mín komum því I fram- kvæmd að flytja búferlum til Reykjavlkur, en það hafði lengi verið á döfinni. I sam- bandi við þessa flutninga þá minnist ég þess sérstaklega hversu erfitt það var að fá sig til að selja fyrstu íbúðina, sem Framhald á bls. 53 Helgi Ólafsson Auðvitað e landhelgissigur- inn efst I huga manns þegar litið er yfir árið sem er að llða. Samningurinn sem gerður var i Ósló er auðvitað forleikurinn Framhald ábls. 53 Halldór Halldórsson Burtséð frá Mao, Kröflu, Carter, landhelgismálum og dómsmálum og öðru merku, sem var ofarlega á baugi á síðasta ári, þá á ég ákaflega bágt með að grafa úr huga mér, það sem mér er minnis- stæðast frá árinu. Bæði vegna þess, að ég hefi tiltölulega lélegt minni og svo vegna hins, að árið 1976 var mjög viðurða- ríkt ár. Fyrir fréttamann held ég, að sjaldan hafi komið jafn mikið fréttaár og þá sérstak- lega I innlendum fréttum. Allt frá upphafi ársins, með setn- ingu Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra, „Mafia er það og Mafia skal hún heita“ og tilboði sama manns um að aðstoða sjómannsfrú við að smygla kjúklingum inn I land- ið og til loka ársins hafa blöðin verið uppfull af spennandi fréttum. Fyrir sjálfan mig er árið og Framhald á bls. 53

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.