Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 55 sagði hann lágt, eins og við sjálfan sig. Hann sá, að það væri stjórn fyrir klaustrið að missa af svo góðum eignum. En var það rétt að nota sér varnar- leysi ekkjunnar og hræða hana til að undirskrifa þetta gjafabréf? Hann var að velta þessu í huga sér, og var um það allhörð barátta, sem hann háði með sjálfum sér. En allt í einu fannst honum hrollur fara um sig, og hann fann til líkrar tilfinningar eins og þegar einhver starir á mann, manni óafvitandi. Hann sneri sér snöggt við og leit á drenginn, sem lá þar sofandi á bekknum. Hann svaf, og sakleysi og fegurð hvildi yfir ásjónu hins sofandi drengs. Príorinn horfði hug- fanginn á þessa sýn, og svo tók allt í einu hjartað að brenna í hinum gamla príor, og hann sá fyrir sér ekkjuna og þrjá syni hennar, alla i ómegð, og svo áður en hann vissi, hvað hann var að gjöra, hné hann niður á kné fyrir framan krossmark sitt; hann horfði á hið krossfesta mann- líkan og fór að hugsa um sár frelsa rans. Hann gat séð, þaðan sem hann lá á knjánum, hinn sof- andi dreng, því hvílbeðurinn var á vinstri hönd við hann og höfðalagið var þeim meg- in, sem krossmarkið var. Ósjálfrátt varð honum litið á drenginn. Þá sá hann, að hann hafði lagt höndina ofan á brekánið, sem hann var vafinn í. Og honum sýndist hann sjá stórt sár á hendinni, og það vætlaði blóð út úr sárinu, og um leið opnaði drengurinn augun og horfði á hann, og augun voru björt og skær eins og blástjarnan á frostbjartri vetrarnótt. Príorinn stóð upp, gekk að bekknum og sagði: „Hefur þú meitt þig?" Og drengurinn sagði: „Það er gamalt sár, mjög gamalt, en það blæðir úr því stund- um enn; og það er einlægt að ýfast upp. Sundurrifið pergament gaeti stöðvað blóðrásina núna!" Príorinn starði agndofa á drenginn. Honum fannst hann vera að hníga niður. Myndin af pergamentinu á halllokinu kom fram í huga hans. Drengurinn horfði á hann; honum fannst bruna- sviði leggja um sig allan. Hann vildi lita undan, en það var eins og hann væri negld- ur við gólfið; svo var eins og móða sigi yfir augu hans: Allt hvarf sjónum hans, en svo fóru að koma fram myndir í móðunni. Hann sá alt i einu fyrir sér herbergi, og þar við rúm inni. í rúminu lágu sofandi þrír drengir, og kona kraup við rúmið i bæn. Hann þekkti herbergið, þekkti konuna og drengina. Það var ekkjan. Honum fannst hann heyra bænina: Herra Kristur, heii- agi sonur Mariu; hjálpaðu mér fyrir blóðið þitt, sem draup niður fyrir augum þinnar elskuðu móður undir krossinum! Hjálpaðu mér og drengjunum varnarlausu mínum!” Þá sveif móðan yfir aftur, og hann sá ekkert, en þá fannst honum hann heyra rödd eins og langt að úr fjarska, og röddin var í einu ströng og þó var eins og grátstafur í henni, og röddin sagði: „Vei yður, þér farísear og fræðímenn! Þér sem upp- setið hús ekkna og föður- leysingja!" Þá stundi príorinn og kom til sjálfs sín. Hann stóð enn í sömu sporum og horfðist i augu við hinn undarlega dreg. Svo leit hann niður á höndina á hon- um og sá, að blóðdropar runnu úr sárinu. Þá sneri príorinn sér snöggt við og gekk að halllokinu og tók pergamentsblaðið og þreif um leið hnif, sem lá þar, og risti það í sundur og kom með það og lagði það í lóf- ann á drengnum. Þá stóð drengurinn upp og rétti úr sér, og fannst príornum, að birta skini um allt herbergið. Og ósjálfrátt hneig hann nið- ur á kné sin. Drengurinn lét hið sundur- skorna pergament falla niður og lyfti upp hendínni. Hún var alheil. Hann sagðí, og málrómur hans var blíður og glaðvær: „Nú er rúm fyrir mig hér. Friður sé með þér!" Priorinn draup höfði djúpt, og einhver gleði, sem hann aldrei hafði fundið áður, streymdi gegn um sál hans. Svo leit hann upp. Þá var hann aleinn, og við kné hans lá hið sundurrifna perga- ment. Hann stóð upp, tók blöðin, kyssti þau og læsti þau inni i skápnum. Síðan gekk hann að krossmarkinu og kraup niður Þar lá hann á bæn, er leikbróðirinn kom inn um morguninn. var góða stund að átta sig. Svo leit hún undrandi á mömmu. „Timi til að vakna,“ sagði mamma brosandi. „Það er komið langt fram á dag, nýársdagur.“ Nína áttaði sig smátt og smátt, en sagði ekkert. Hún þurfti tíma til að jafna sig. Hún var örþreytt, og henni var órótt innan- brjósts. Hún leit í kringum sig í rúminu og sá allar brúðurnar og dýrin, þau voru þarna alveg eins og i gærkvöldi, þegar hún lagð- ist til svefns. Nína leit rannsakandi á þau, eins og hún byggist við, að þau hefðu eitthvað breytzt. En svo var ekki að sjá. Svo tók hún snöggt við- bragð. Apinn, gamli apinn, hvar var hann? Allt í einu mundi hún, hvar hún hafði séð hann síðast. Hún stökk fram úr rúminu og þreif hann upp af gólfinu. Hún þrýsti honum þéttingsfast að sér með tárin í augun- um. „Litli, góði apinn minn,“ sagði hún lágt. „Hvernig gat ég látið þig liggja á gólfinu?“. Hún kyssti hann rembingskoss á óhreint andlitið og lagði hann síðan upp í rúmið hjá hinum leik- föngunum. Skömmu seinna varð mamma að lofa Nínu þvi að sauma nýjan handlegg á gamla apann og snyrta hann til. En sjálf tók Nína til við að þvo hann og fötin hans. Hann skyldi ekki verða vanræktur framar. Mamma sagði líka, að það væri eðlilegt, að manni þætti vænst um leikföngin sem væru elzt. En mamma hafði ekki verið þátttak- andi í leik apans i nótt. Nina sá fyrir sér allt, sem gerzt hafði. Og hún óskaði sér þess, meira en nokkurs annars, að hún gæti lifað þessa nótt upp aftur. rg N Leikir - Þrautir — Gátur Leikir 1. Þátttakendur fá eina tóma flösku hver. Þeir eiga að reyna að ýta henni á undan sér þvert yfir gólfið með þvf að ýta við henni með fætinum. Fiaskan á að standa upp á endann, og ef hún veltur verður að byrja aftur. Sá sem er fyrstur yfir, hefur unnið kapphiaupið. 2. Á hnjánum! Hér reynir aðeins einn sig f einu, en hinir fylgjast með. Sá sem ætlar að reyna sig, leggst á hnén og reisir eldspýtnastokk upp á rönd fyrir framan sig þannig, að hann lætur olnbog- ann nema við hnéð á sér um leið og hann nemur við gölfið, en eldspýtnastokkur stendur upp á endann við fingurgðm- ana. Sfðan leggur hann hendur fyrir aftan bak, og reynir að fella eldspýtnastokkinn með nefbroddinum. Ekki er leyfi- legt að hreyfa hnén hið minnsta og falli maður úr réttri stellingu, er maður úr leik. Kannski er rétt að hver fái að reyna a.m.k. tvisvar sinnum. 3. Að lyfta fæti! Undir venjulegum kringum- stæðum er það enginn vandi að lyfta vinstra fæti. En stilltu þér upp við vegg, þannig að hægri fótur, hné, mjöðm og öxl séu þétt við vegginn, og reyndu svo að lyfta vinstra fæti, og gáðu hvernig gengur! 4. Vmsar hugmyndir. Hægt er að benda á ýmsar hugmyndir til leikja, en tegund leikjanna fer oft eftir aldri þeirra, sem taka þátt f þeim. Hægt er að minna á leiki eins og: 1) Að fela hlut, þar sem þátttakendur syngja hátt eða lágt eftir þvf, sem viðkomandi nálgast hlutinn, sem hann leitar að, 2) Sá, sem flösku- stúturinn bendir á — þar sem þátttakendur sitja f hring og snúa flösku. Sá, sem snýr flösk- unni, segir þá hvað sá á að taka sér fyrir hendur, sem flösku- stúturinn bendir á t.d. að standa á öðrum fæti og gala eins og hani, standa f miðjum . hringnum og syngja Dansi, dansi dúkkan mfn o.s.frv. 3) Láta orðið ganga, þar sem þátt- takendur sitja einnig f hring og einn byrjar að hvfsla einhverju orði f eyra sessunautar sfns. Hann má aðeins hvfsla einu sinni og sfðan er orðið látið ganga hringinn. Þá segir sfðasti þátttakandinn orðið upphátt eins og honum hefur heyrst það vera — og ber það saman við orðið eins og það var f upphafi! 4) Að borða epli f vaskafati — þar sem tveir þátttakendur reyna að borða epli sem fljóta í vaskafati. Þeir eru með hendur fyrir aftan bak og mega ekkert hjálpa til á anna hátt, en mega aðeins nota höfuðið og munn- inn sér til hjálpar. 5) Boðhlaup — ýmiss konar boðhlaup eru til, sem unnt er að nota innan húss eins og t.d. að hlaupa með kartöflu f skeið, hlaupa með epli á milli hnjánna, að ganga með bók eða hlut á höfðinu án þess að missa hann o.s.frv. Gátur 1. Af hverju hefur strúturinn svona langa fætur? 2. Hvar stóð Eva, þegar Adam slökkti Ijósið? 3. Hvar sló Nói gamli fyrsta naglann f örkina sfna? 4. Hvaða spurningu getur maður aldrei með réttu svarað játandi? 5. Hver er það, sem er hvorki sonur guðs né manna, en er þó bæði skfrður og fermdur? 6. Hvaða sjúkdómur er það sem aldrei hefur geisað í nokkru landi? 7. Ég hef það ekki og vildi mjög ógjarna hafa það. En ef ég hefði það vildi ég alls ekki missa það. Hvað er það? 8. Hvaða eyja var stærst f heiminum áður en Grænland fannst? 9. Hvaða mánuður hefur 26 daga? 10. Hve mörg linsoðin eggg etur mjög stór og sterkur maður borðað á fastandi maga? (Lausn á gátum er á bls. 53.) Hvað er f pokanum? Þessi leikur er f þvf fólginn að finna út hvað er í pokanum. Vmislegt er hægt að setja f pokan eins og t.d. skeið, nagla, blýant, strokleður, tappa, lvkil o.s.frv. Þáttakendur fá að þreifa á pokanum og hlutunum og reyna að geta sér til um hlutina innan ákveðinna tfmatak- marka. Sá, sem getur flesta hluti, hefur unnið. Barna- og f jölskyldusfðan hvetur alla til þess að senda blaðinu efni. Það getur fjallað um hvað sem er eins og: hvað er að gerast f sveitinni, þorpinu, bænum — f skólanum. llvernig vinnið þið f skólanum? Hvernig finnst þér best að læra? Hvernig á fvrir- myndarskólinn að vera? Hvernig á skólinn ekki að vera o.s.frv. Einnig getið þið skrifað um útvarp og sjónvarp, hvernig er efnið og hvernig mætti það vera? Hver eru vandamál meðal barna og unglinga? Og svona mætti lengi telja. Einnig má senda frumsamdar sögur. Utanáskriftin er: Barna- og f jölskyldusíöa Morgunblaösins, Morgunblaöshúsinu, Revkjavfk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.