Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 39 Gísli Halldórsson Þegar maður minnist ársins sem nú er senn á enda, eru mér tveir atburðir efst f huga... Hinn fyrri er algjör sigur með samningum við Englend- inga um útfærslu fiskveiði- landhelginnar í 200 mílur. Telja verður að það sé einn mesti sigur sem unnist hefur i sjálfstæðisbaráttu okkar siðan lýst var yfir stofnun lýðveldis á Islandi 1944 á Þingvöllum. Utfærsla fiskimiða okkar og algjör yfirráð yfir þeim hefur verið langþráður draumur þjóðarinnar, enda grundvöll- urinn fyrir lífsafkomu okkar á komandi árum. Þessi árangur náðist fyrir þrautseigju og þor sjómanna okkar, sem unnu störf sín við erfið skilyrði en markvisst. Þá áttu stjórnendur landsins mikilvægan þátt í þvi að þessi árangur náðist svo skjótt með samningum, sem raun ber vitni. Þessi sigur verður án efa stærri fyrir þjóðina, eftir því sem tfmar lfða. Hinn er, að á árinu fóru fram 21. Ólympfuleikar í Montreal, eftir endurreisn þeirra. Islendingar tóku þátt í þeim með prýði, þar sem við urðum 46. þjóðin í röðinni af 120, sem höfðu skrásett sig til leiks. Ólympíuleikarnir eru mesta friðarhátið heims, þar koma saman þjóðir af hinum ólfkasta uppruna og trúarbrögðum, þar sem hver talar sfna tungu. Mörg vandamál hefur því orðið að leysa við hverja leika, og var nú spáð, að komið væri að endalokum þeirra, bæði vegna mikils undirbúnings, sem væri orðinn óviðráðanleg- ur, svo og vegna stjórnmála- legs ágreinings. Varð hann nú að þessu sinni til þess að nokkrar þjóðir drógu sig til baka frá þátttöku. Þrátt fyrir það, fóru leikarn- ir fram með mikilli reisn og standa nú styrkari fótum f meðvitund þjóðanna en áður. Það var mér mikil ánægja að vera viðstaddur leikana og fylgjast með okkar fþrótta- fólki á meðan dvalið var í Montreal. Framkoma allra var til mikillar sæmdar fyrir Is- land, jafnt utan leikvangs sem innan. Engin alþjóðahátíð æskunn- ar er svo viðamikil sem Ólympíuleikarnir, enda var talið að þúsund milljónir manna fylgdust með þeim f sjónvarpi á degi hverjum. Seg- ir það sfna sögu um áhugann fyrir leikunum. Hámarki náðu þeir við loka- athöfnina, þegar íþróttafólk og starfsmenn, ásamt borgarstjór- anum í Montreal dönsuðu út af hinum glæsilega leikvangi er rúmaði 80.000 manns. Slíkir atburðir ásamt hinum glæsilegu afrekur sem unnin voru gleymast ekki í önn dags- ins. Iveiðir og tæki til að meðliöndla, geyma og framleiða mat. Til að sjóða, grilla, hita, lialda heitu, þvo upp og hreinsa í stórum eldhúsum Meðhöndlun og geymsla efnis. Vagnar, hillur, skápar, kæli- borð, flöskukælar, kæliskápar, frystiskápar, kælihólf, ísgeymslur og vigtir. Suða. Gufu- og rafmagnssuðu- pottar, gufuofnar og pottar. Matardreifing með bökkum. Kerfi til framreiðslu og dreif- ingar á mat á sjúkrahúsum, flugvöllum o.fl. Undirbúningur. Áleggshnífar, kartöfluskrælarar, hrærivélar, grænmetiskvarnir, brauðhnff- ar, hakkavélar, kjötsagir, samlokuvélar, kartöfluhnffar og kjötsaxarar. Geymsla við hita. Borðhita- skápar, hitahólf, hitaplötur, hitaborð á hjólum o.fl. Eldavélar. Eldavélar og suðuborð. Smátæki. Kaffivélar, hitaplöt- ur, brauðristar, ísvélar, gos- drykkjavélar og ísmolavélar. Djúpsteiking og grillsteiking. Grillpönnur, djúpsteikingar- borð, grillofnar, örbylgjuofnar, kolagrill og vöfflubakarar. Afgreiðsluborð. Tvær gerðir: tegund 100 og tegund 200 með kælieiningum, hitaeiningum, sýningarborðum og vögnum. Uppþvottur Uppþvottavélar undir borð, uppþvottavélar með einu Áhöld og húsgögn. Potta- þvottahólfi, gegnum streymisuppþvottavélar og færibandaupp- grindur, yfirskápar, vinnuborð þvottavélar, Auk þesss skolarar, upppvoitakörfur, diskarekkar, vaskaskápar, borðskápar, vatnshitarar, hjólabönd, keðjubönd, borð, diskahitari, ruslavagnar, skúffur, vagnar hillubúnaður, pottagrindur og sorpkvarnir. Electrolux aðstoðar við skipulagningu Teitið upplýsinga. Sími 83422. Vörumarkaöurinn hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.