Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.1976, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1976 Orkukreppan: Orkunotkun dróst MIL^n-UMBOÐIÐ Ármúla 23. — Sími 81565. Enn meira ör- yggi og þægindi eru einkunnar- orð Hilti verksmiðjanna. Þjónusta og öryggi er markmið ásamt sanngjörnu verði. Leitið nánari upplýsinga. Skiptum á gömlum Hilti-byssum í nýjar. Rólegt á jarðskjálíta- svæðunum SAMKVÆMT upplýsingum Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings á Raunvfsindastofnuninni eru nú um það bil 10 dagar þar til land- ris við Kröflu verður komið f það hámark, sem var áður en landsig hófst í október s.l., en engir jarð- skjálftar eru á svæðinu. Páll kvað Ifklegt að hrinan úti af Reykja- nesi, sem stóð f hálfan sólarhring, væri gengin yfir og rólegt hefur verið f Mýrdalsjökli að undan- förnu. ekki saman á Is- landi og í Noregi í NÝJUSTU tölfræðibók Sameinuðu þjóðanna, sem er fyrir árið 1975 er m.a. fjallað um áhrif orku- kreppunnar, sem farið er þá að gæta í veröldinni og orkuneyzluna, sem aðeins jókst um 0,5 prósent milli ára 1974 og 1975 á móti 5,8 prósentum á árinu á und- an. Þar kemur líka fram að Noregur og ísland eru einu Norðurlöndin, þar sem orkunotkun dróst ekki saman á þessu tímabili. í Danmörku minnkaði orku- notkunin úr 27,9 niður í 25,8 milljónir lesta af „orku“ eða jafn- gildi þess magns í kolum. En sá háttur er hafður á f tölfræðihand- bókum að breyta orkunni í kola- gildi. í Finnlandi minnkaði notk- unin úr 23,6 lestum í 21,1 og í Svíþjóð úr 50,6 niður i 47,4 milljónir lesta. Orkunotkun í Nor- egi varð 1974 19,6 milljónir tonna, en þar varð samdrátturinn aðeins mjög óverulegur eða um 150 þús- und lestir. Þegar gerð er grein fyrir þeim löndum, sem nota mesta orku á mann, verður Svíþjóð i áttunda sæti. Þar er orkunotkun 5,8 tonn á mann. í efsta sæti eru Bandarík- in, sem kemur lfklega ekki á óvart, en þar er orkunotkun á hvern ibúa um það bil tvöfalt meiri en í Sviþjóð eða 11,6 tonn á ári á hvern mann. Strax á árinu 1974 varð þess vart að orkuneyzlan var að breyt- ast I heiminum. Þá sást að aukin sókn var i fast eldsneyti, en ásóknin I olíuna fór heldur minnkandi, enda fór þá verðlag ört hækkandi. Orkuþörf heimsins var þá fullnægt um 45 prósent með fljótandi eldsneyti, 32 pró- sent af orkunni fékkst úr föstu eldsneyti og 21 prósent úr gasi. Olíuframleiðsian skiptist í stór- um dráttum þannig, að 38 prósent komu frá Miðausturlöndum, 20 prósent frá Norður-Ameríku og um 19 próent frá sósíalistaríkjun- um. Vinsœlasta bílafjölskyldan á fslandi — Maxda 929 ÍJ viöskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á liðnum árum. BÍLABORG HF Nístings- kuldi nœðir um Evrópu Hamborg 29. des. NTB. NÍSTINGSKULDI var f flest- um Vestur-Evrópulöndum 1 dag og veðurfræðingar treystu sér ekki til að spá hlýnandi veðri. Kaldast var f Verkhojansk, sem er eitt Sovétlýðveldanna, þar mældist 45 stiga frost. Markúsartorgið 1 Feneyjum var snævi þakið og hefur ekki snjóað jafnmikið þar 1 einu i tlu ár og sfðasta sólarhringinn. Á Norður-ftalfu var vfða erfitt ástand þar sem jarðskjálftarnir dundu yfir fyrr f vetur og þar var tfu stiga frost. 1 París snjóaði f fyrsta skipti i vetur. í Sviss lokuðust fjöl- margir fjallvegir og skörð vegna mikillar snjókomu. i Belgiu og Hollandi var vægara frost og töluverður snjór. 1 Danmörku var ekki mikill snjór en hins vegar frost og mikil hálka á vegum. Danska firði og sund var að byrja að leggja og 1 Suður- og Mið- Svíþjóð varð viða umferðar- öngþveiti vegna snjóa. í Grikk- landi var kaldara en lengi áður og vfða í landinu mældist 13 stiga frost.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.