Morgunblaðið - 05.01.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1977, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1977 Keflavík: Níu grunaðir um ölvun við akstur NÍU bíistjórar voru teknir af lögreglunni f Keflavfk á nýársnótt og voru þeir all- ir grunaðir um ölvun við akstur. Að sögn lögreglunnar, þá munu menn hafa freistast til þess að nota bílana I hrfðinni á nýársnótt og talið sig sleppa undan lögregl- unni í veðri eins og þá var. Tilboð óskast Vegna brottflutnings af landinu er óskað eftir tilboði í parhús í Hveragerði tilbúið undir tré- verk og frágengið að utan. 1700 þús. kr. húsnæðismálastjórnarlán fylgir. Upplýsingar í síma 75689. HAGAMELUR Til sölu er nú þegar 160 fm., 5 herb. íbúð að Hagamel 33. íbúðin er öll nýstandsett og laus til íbúðar. Bílgeymsla fylgir. Upplýsingar veitir. Bjarni Bjarnason, lögg. endurskoðandi. Simi 24203. Höfum fjársterkan kaupanda að góðri 3ja herb íbúð á góðum stað í bænum t.d. Háaleiti. Fasteignatorgið GRÓFINNI1SÍMI: 27444 Sölustjóri: KarlJóhann Ottósson Heimasími 17874 Jón Gunnar Zoéga hdl. Jón Ingólfsson hdl. SIMAR 21150 -21370 Til sölu m.a: Nýtt einbýlishús í Þorlákshöfn steinhús ein hæð 120 fm Tilbúin undir tréverk. Með 5 herb. íbúð Skipti æskileg. Helzt á litlu húsi i Mosfells- sveit. Glæsilegt einbýlishús — skipti nýlegt og mjög vandað einbýlishús 1 70 fm. við> Lækjar- tún í Mosfellssveit. Með 6 herb. ibúð. Fullfrágengið með stórum bílskúr og fallegum trjágarði. Útsýni. Skipti möguleg á minna húsnæði (einbýlishúsi eða raðhúsi í borginni. Fullgerð íbúð við Jörvabakka 4ra herb. á 1. haeð um 106 fm. Nýleg og mjög góð. Fullgerð sameign. Ennfremur glæsilegar fbúðir við Hraunbæ. Dvergabakka, og Ásbraut. Séríbúð við Safamýri í kjallara i þríbýlishúsi um 87 fm 3ja herb. Mjög góð fullgerð Hitaveita sér. Inngangur sér. Ennfremur mjög góðar 3ja herb. kjallaraíbúðir við: Mjóuhlíð, (samþykkt, sérhitaveita). Hamrahlíð (sérhita- veita) I gamla austurbænum 3ja herb. góðar haeðir við Nönnugötu (sérhitaveita. Svalir. Útsýni.) Amtmannstfg (hálf húseign) Lítil séríbúð við Sogaveg 2ja herb. í kjallara um 40 fm Ný eldhúsinnrétting. Sérhitaveita. Sérinngangur. Ódýr íbúð í vesturborginni 3ja herb. rishæð um 75 fm. Kvistir, bað, eignarlóð. Verzlunarhúsnæði í Hlíðunum gott verzlunarhúsnæði óskast í Hlíðunum. Stærð um 100fm. Traustur kaupandi. Nýsöluskrá heimsend. ALMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVECI49 SIMAR 2TI50 21370 L.Þ.V. SÚLUM. JÓHANN ÞÓRÐARSON HDL. Ljósm Einar Gunnar Einarsson. Óhappalítið í umferðinni í Reykjavík um áramótin LtTIÐ var um óhöpp f umferðinni f Reykiavfk um áramótin og engin slys. Voru óhöppin innan við 20 að tölu frá gamlársdagskvöldi fram til annars f nýári. Myndin sýnir harðan árekstur, sem varð á mótum Elliðavogs og Skeiðarvogs sfðdegis á gamlársdag. Þá rákust saman 3 bflar. Árekstur- inn varð harður og skemmdir á bílunum töluverðar en engin slys á fólki. Féll út af togara — Náðist inn af tur Lögreglan í fólks- flutningum á nýársnótt LÖGREGLAN f Reykjavfk og ná- grannabyggðum átti mjög ann- rfkt á nýársnótt vegna óveðursins, sem geisaði Suð-Vestanlands þessa nótt. Átti f ólk f erf iðleikum með að komast heim til sfn af dansleikjum og úr samkvæmum f heimahúsum og leitaði þá á náðir iögreglunnar. Leystu lögreglu- menn úr vandræðum fðlksins eft- ir fremsta megni. Að sögn Bjarka Elíassonar yfir- lögregluþjóns lögreglunnar í Reykjavík var allur tiltækur bíla- floti lögreglunnar við þessa flutn- inga fram undir morgun. Voru bílarnir 20 talsins þegar flest var og þar af ein rúta. Einnig voru félagar úr björgunarsveitinni Ingólfi fengnir til aðstoðar. Lang- mesta starfið fór í fólksflutninga en einnig var töluvert um að þyrfti að draga bíla úr ófærð. Bjarki sagði, að sem betur fer hefðu flest útköllin verið vegna ófærðarinnar en fá vegna óhappa eða af brota. Fólk var með færra móti við brennurnar og sagði Bjarki að slæmt veður hefði eflaust átt sinn þátt í þvi. SKIPVERJI á skuttogar- anum Páli Pálssyni frá Hnífsdal, Gunnar Kári Magnússon, féll útbyrðis þegar verið var að híf a inn vörpu togarans 30. desem- ber s.l. á Vestf jarðamiðum. Páll Pálsson var að hífa mjög stórt hal og byrjaði poki vörpunn- ar að rifna er hann kom í skut- rennuna. Mun Gunnar hafa haft Nautgripum f ækkar- saud- fé og hrossum fjölgar GERT er ráð fyrir að á árinu 1976 hafi nautgripum í landinu fækkað um 3,7%, sauðfé fjölgað um 1,8% og hrossum fjölgað um 3,8%. Kom þetta fram í yfirliti búnaðar- málastjóra, Halldórs Pálssonar, um landbúnaðinn 1976, er hann flutti f útvarpínu í gær. I ársbyrjun 1976 var bústofn landsmanna 61.785 nautgripir, þar af 36.453 mjólkurkýr, 860,778 sauðkindur, þar af 713.994 ær. 46.925 hross, 1028 gyltur og geltir, 5497 grísir, 182.816 varphænur, 27.532 aðrir alifuglar og 12.500 minkar, þar af 10.200 læður. Enn liggja ekki fyrir tölur um bústofn f árslok 1976, en samkvæmt fram- tali á forðagæzluskýrslum úr 23 hreppum hefur nautgripum fækkað um 3,7%, sauðfé fjölgað um 1,8% og hrossum fjölgað um 3,8%. hald á netinu og runnið út með fiskinum þegar pokinn rifnaði. Skipsfélagi Gunnars, sem einnig var staddur aftast á skipinu, var snöggur til og kastaði til hans björgunarhring, sem Gunnar náði taki á. Tókst fljótlega að ná Gunn- ari inn aftur og var hann þá að- eins búinn að vera í sjónum tvær til þrjár mínútur. Reiðhjóli stolið REIÐHJÓLI var stolið á nýársdag frá húsinu að Þrastargötu 3b á tfmabilinu frá kl. 9.30 til 12.30. Hjólið er gamalt sendiferðahjól með bögglaberanum yfir fram- hjólinu og er merkt verzlun Óla Þór. Þeir sem haf a orðið hjólsins varir eru beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna eða láta vita í síma 11151. Flugeldurinn sprakk í úlpuhettunni Á NÝÁRSNÓTT kom tæp- lega þrítugur maður á slysadeild Borgarspítalans með töluvert mikinn áverka á höfði. Hafði mað- urinn verið að skjóta upp flugeldum en vegna veður- hamsins tókst ekki betur til en svo, að einn flugeld- urinn tók ranga stefnu, þaut upp í úlpuhettu mannsins og sprakk þar. Hlaut hann af þessum sök- um töluvert mikil brunasár á höfði. Ovíst hvenær Haf- síldarverksmiðjan tekur til starf a KETILLINN, sem sprakk f sfldar- og loðnuverksmiðju Hafsfldar h.f. á Seyðisfirði að kvöldi 29. desember s.l., reyndist með öllu ónýtur, þegar hann var skoðaður og er nú verið að útvega ketil erlendis frá. Af þessum sökum er 9 ára drengur fyr- ir bíl á Eskifirði Eskifirði, 3. janúar. ARAMðTIN voru hér með ró- legra móti. A gamlárskvöld var mjög gott veður, logn en frekar kalt. Brenna var á Mióeyri og mikið um blys og flugelda. Þá var dansað fram undir morgun f sam- komuhúsinu Vaihöli. A nýársdag hlýnaði með mikilli hiáku og f dag er hér 10—12 stiga hití og gott veður. Það bar við á nýársdagskvöld, að þá kviknaði í bfl, sem var á leið eftir Strandgötu. Slökkviliðið kom til svo strax á vettvang og tókst að slökkva eldinn, en bíllinn skemmdist engu að siður mjög mikið. I gær varð svo 9 ára drengur fyrir bifreið á Strandgötu. Er tal- ið að hann hafi rennt sér á sleða fyrir bílinn og var drengurinn fluttur í sjúkrahúsið I Neskaup- stað og er hann eitthvað slasaður, en það er þó ekki talið alvarlegt. Vertfð fer nú senn að hefjast og eru bátar, að búa sig á veiðar með net og lfnu. Togararnir voru báðir f landi yfir hátíðarnar, en Hólmanes fór út á nýársdag. Bilun kom fram i Hólmatindi og er hann ekki far inn enn. óljðst hvenær loðnubræðsla getur hafist hjá Hafsfld. Vilhjálmur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Hafsíldar, sagða í samtali við Morgunblaðið I gær, að unnið væri að því að f á ketil til landsins, sem allra fyrst, en enn væri ekki vitað nákvæmlega með afgreiðslutíma nýs ketils né um skipaferðir til íslands í þessum mánuði. Það væri því óljóst hve- nær bræðsla gæti hafist hjá verk- smiðjunni, en það færi einnig eftir því hvort fyrsta loðnu- gangan yrði seint eða snemma á ferðinni. Annir hjá rannsóknar- lögreglu MIKLAR annir voru hjá rann- sóknarlögreglunni í Reykjavfk um áramótin. Útköll voru mjóg mörg og af margvíslegu tagi. Mörg innbrot voru tilkynnt en engin þeirra munu hafa verið stórvægileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.