Morgunblaðið - 05.01.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.01.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1977 23 Minning: Jón Kr. Þorsteinsson húsasmíðameistari Fæddur 28. júnf 1912. Dáinn 24. des. 1976. I dag kveðjum við hinstu kveðju Jón Kr. Þorsteinsson, Skjólbraut 6 f Kópavogi, en hann andaðist á aðfangadag jóla. Jón var fæddur að Ytri- Þorsteinsstöðum í Haukadal i Dalasýslu, foreldrar hans voru hjónin Guðfinna Eýjólfsdóttir og Þorsteinn Þorvarðarson bóndi þar. Jón var giftur Ingu Þorsteins- dóttur, móðursystur minni. Þau bjuggu alla tíð í Kópavogi, og lengst af í húsi því sem Jón reisti sjálfur að Skjólbraut 6. Þar bjó hann þeim og syninum Þór Er- ling, gott og fallegt heimili. Hús þetta svo og allar innréttingar eru góður minnisvarði, vandvirkni og dugnaðar hans f iðn sinni. Jón lauk sveinsprófi í húsa- smíðum árin 1937, og varð sfðan meistari f iðninni. Fyrst framan af starfaði hann hjá öðrum, en rak sfðan eigið verkstæði um ára- bil. Hann vann lengi á vegum ríkisspítalanna og þá mest við Landspítalann. Félagslyndur maður var Jón og tók hann mikinn þátt í starfi Breiðfirðingafélagsins, og var lengi formaður Breiðfirðinga- kórsins. Hann var einn af stofn- endum Lionklúbbsins Muninn f Kópavogi. Einnig var hann mjög virkur f starfi Sjálfstæðisflokks- ins i Kópavogi. Jón var góður hagyrðingur og eru þau mörg ljóðin sem hann skildi eftir hjá mér og öðrum í fjölskyldunni. Geyma ljóð hans hlýhug og góðvild hans betur en nokkuð annað. Með þessum fáu línum langar mig til að þakka Jóni fyrir allt, og bið ég blessunar drottins ástvin- um hans, sem nú eiga um sárt að binda þessa jólahátfð. Júlfus Kolbeins. Skömmu eftir að kirkjuklukk- urnar höfðu hringt inn hinn helga jólaboðskap og við öll svo ánægð, hringdi sfminn og tengdamóðir mín sagði að Jón hefði verið að skilja við. Augnablik stoppaði allt og minningarnar hrönnuðust upp um hinn hógværa, mæta mann, hversu vel hafði hann reynst þessari fjölskyldu er hún árið 1959 hafði misst fjölskylduföður frá tfu börnum og sex þeirra í heimahúsum. Á sinn hljóðláta hátt kom hann ásamt konu sinni Ingu Þorsteinsdóttur og var hin styrka stoð, eins og alltaf í blfðu og strfðu. Jón tengdist fjölskyldu tengda- móður minnar er hann giftist Ingu Þorsteinsdóttur og áttu þau einn son Þór Erling. Við börn og tengdabörn Hildar komum ekki svo saman að sjálf- sagt væri að Inga og Jón væru þar með, enda eigum við öll falleg ljóð f minningabókum okkar. Nú er skarð i hópnum, en minningin lifir svo björt og hrein, það var ekki hávaðinn heldur traustið og gleðin. Þannig var Jón, fylgdist með öllu í fjölskyldunni, hvernig þeim gekk f sínu lífsstarfi, þetta ber að þakka að leiðarlokum. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka allt sem Guð gaf og fyrir góð kynni. Við biðjum góðan Guð að varð- veita sál Jóns Kr. Þorsteinssonar og vera konu hans og fjölskyldu ljós á framtíðarvegi. r. Guðlaug Gísladótt- ir - Minningarorð Áramótin eru um garð gengin. Gamla árið hefur kvatt og hið nýja hafið innreið sína. Á áramót- um verða alltaf þáttaskil. Við vit- um, að við erum að ljúka vissum kafla, sem kemur aldrei aftur og heilsa nýjum. Við þökkum Guði fyrir allt hið góða sem hann hefur gefið okkur á liðnu ári, og þótt við vitum ekki, hvað hið nýja ár kann að bera í skauti sfnu, horfum við björtum vonaraugum fram á við. Mörkum lífs og dauða mætti líkja við áramót. Þann 28. des. s.l. kvaddi tengdamóðir mfn, Guðlaug Gísladóttir, þetta lff, og gengur nú á vit hins nýja árs í nýjum heimi. Ég veit, að hún kveið ekki þessum þáttaskilum, enda var með þeim bundinn endi á sjúk- dóm þann og þjáningar, sem hún hafði átt við að strfða um nokkurt skeið. Guðlaug fæddist að Meðalnesi f Fellum I Fellahreppi, N- Múlasýslu, þann 12. janúar 1907, og hefði þvf orðið sjötug eftir nokkra daga, hefði henni enzt aldur. Hún var af þekktum aust- firzkum ættum. Foreldrar hennar voru Gísli Sigfússon, bóndi, og kona hans, Bergljót Jónsdóttir. Guðlaug ólst upp f Meðalnesi ásamt stórum hópi systkina og hálfsystkina til 17 ára aldurs, en eftir lát Gfsla, fluttist móðir þeirra með barnahópinn til ísa- fjarðar. Þar höfðu áður setzt að tvær systur Bergljótar, þær Þóra, hjúkrunarkona, og Elln, ljós- móðir. A ísafirði kynntist Guðlaug eftirlifandi manni sínum, Ölafi Júlíussyni, skip- stjóra, og gengu þau í hjónaband árið 1929. Þeim varð þriggja barna auðið, en þau eru: Ólöf Anna, gift Viktori Þorkelssyni, Gísli Jón, kvæntur Margréti Berndsen, og Júlíus Sæberg, kvæntur Sigrfði Claessen. Barna- börnin eru 10 og barnabarnabörn- in 2. Þau Guðlaug og Ólafur bjuggu á Isafirði til ársins 1949, en þá fluttust þau til Siglufjarðar. Árið 1959 lá svo leiðin til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu æ síðan. Guðlaug var gæfusöm manneskja. Hún hafði fengið f vöggugjöf margar þær gjafir, sem ekki öllum eru gefnar, en sem koma að hvað drýgstum notum í leitinni að lffshamingju. Hjá henni fóru saman glæsileiki, glað- lyndi, góðvild og jákvæð afstaða til lífsins og alls sem lifir. Hún hafði þann sjaldgæfa hæfileika að kunna að gleðjast yfir litlu og mótlæti tók hún með stillingu og æðruleysi, eins og bezt kom í ljós í hennar löngu og erfiðu veikindum síðasta árið sem hún lifði. Lífshamingjan er það sem við öll erum að leita að f okkar dag- lega amstri, þótt leiðirnar að markinu séu æði margar og margur leiti langt yfir skammt. Sumum okkar væri hollt að staldra við í „lífsgæðakapphlaup- inu“ og íhuga, hvað það er, sem gefur lífinu gildi og skapar hina raunverulegu hamingju. Guðlaug kom mér fyrir sjónir sem manneskja, sem höndlað hafði hina sönnu lífshamingju. Sú hamingja byggðist á óeigingirni hennar sjálfrar, gjafmildi og fórn- fýsi í garð þeirra, sem henni þótti vænt um. Hún fann gleði í að gefa af sjálfri sér f stað þess að krefjast sér til handa. Ég gæti skrifað langa grein um mannkosti tengdamóður minnar en það væri ekki í hennar handa svo látlaus sem hún var. Ætlunin var aðeins sú, að þakka henni fyrir samfylgdina þau ár, sem leiðir okkar lágu saman. Þar bar aldrei skugga á og ég tel þau kynni hafa orðið mér óendanlega mikils virði. Ég bið tengdaföður mínum Guðs blessunar. Megi minningin um góða eiginkonu verða honum styrkur í sorg hans. Sigrfður I. Claessen + Faðir okkar, tengdafaðir, af og langafi RUNÓLFUR EYJÓLFSSON Vorsab 1. Reykjavlk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju I dag miðvikudaginn 5 janúar kl 1 5 00 e h Jóhann Runólfsson, Guðrún Hinriksdóttir Kristján Sveinn Runólfsson, Helga Pálina Runólfsdóttir, Kristján Runólfur Runólfsson, Ingunn Runólfsdóttir. Bragi Norðdahl. Hrefna Sigríður Runólfsdóttir, Gil Martinez. Lára Laufey Loftsdóttir, Óskar Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, kennara, frá Skáleyjum, Breiðarfirði Systkinin. Móðir okkar . PÁLÍNA M. PÁLSDÓTTIR, Vesturbraut 23, Hafnarfirði. lést í Borgarspítalanum mánudaginn 3. janúar Páll R. Ólafsson Þorbjörg Ó. Morthens. + Elskulegir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, afi og amma, ALBERT GUÐMUNDSSON, GUÐRÚN OLGEIRSDÓTTIR, er létust af slysförgm aðfaranótt 25 desember s I , verða jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6 janúar kl 3 e h Sonja Albertsdóttir. Aðalsteinn Helgason, Elfsabet Albertsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Sævar O. Albertsson og barnaböm. t Faðir minn, JÓN HJALTALÍN JÓHANNESSON, lézt á Elliheimilinu Grund, 30 desember Ólafur Albert Jónsson. + Móðir mín og tengdamóðir MARIE DAM verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6 janúar kl. 13.30 Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Hjálparsjóð Dansk Kvindeklub eða Krabbameinsfélag íslands. Ellen og Viðar Pétursson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi GÍSLI ÞÓRÐARSON, Efstasundi 92, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 7. janúar kl. 13 30 Laufey Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. Eiginmaður minn, SIGURÐUR EINARSSON, fyrrverandi verzlunarstjóri, Hringbraut 43, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 6. janúar kl. 1 3 30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á líknarfélög Fyrir hönd sona minna og fjölskyldna þeirra, Jóhanna Zoéga Henriksdóttir. HREINN PÁLSSON, frá Hrísey, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni. föstudaginn 7 janúar kl 10 30 Lena Figved Pálsson, Erna Hreinsdóttir, Svan Friðgeirsson, Hreinn Hreinsson, Þórey Sveinsdóttir, Marfa Hreinsdóttir, Helgi Hjálmarsson Eva Hreinsdóttir, Ágúst Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Kærar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu og vinsemd, vegna fráfalls STEINS K. STEINDÓRSSONAR og sérstakar þakkir til þeirra, sem veittu honum aðstoð og hjálp í veikindum hans Britt Steindórsson og synir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim vinum og vandamönnum. sem vottuðu samúð slna við andlát og útför SIGURLAUGAR A. SIGURÐARDÓTTUR, Samtúni 12. Einnig færum við sérstakar þakkir læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsliði Borgarspitalans og Landspítalans fyrir frábæra aðhlynningu I veikindum hennar Agnar Gústafsson Inga Dóra Hertervig Inga Dóra Gústafsdóttir Einar Lövdahl Valur Gústafsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.