Morgunblaðið - 05.01.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI SIMI I MIMI er 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumáianám Þetta er sjálfsagt tímabær að- vörun frá piltinum og það er aldrei of varlega farið með eld- inn. Það þarf að hafa eftirlit með börnum og óvitum og kenna þeim að umgangast eld. Það þarf jafn- framt að gera þeim grein fyrir því að eldur getur kviknað og það jafnvel heima hjá þeim og þau þurfa að kunna að bregðast við honum, ekki síður en fullorðið fólk. Börnin eru oftlega ein heima af einhverjum ástæðum og um þetta þarf að fræða þau eins og hvað annað. f upphafi árs Nú er hið nýja ár rétt hafið og við höfum heyrt fyrstu fréttir. Þær eru ekki ósvipaðar fréttum af siðasta ári, slysfarir og skaðar virðast ætla að halda áfram án tillits til hvaða tími er — þau gera ekki hlé og þau gera ekki boð á undan sér slysin. Það hafa margir þann sið að strengja einhvers konar nýársheit um áramótin og hafa í frammi ýmiss konar heit- strengingar um að hætta hinu og þessu eða taka upp hitt og þetta — eitthvað annað og betra en var á því gamla ári 1976. Víst er það góður siður og skyldi ei lasta, en það hefur nú farið svo stundum að ekki hafa þau heit enzt lengi. — Við getum ekki ætlast til þess að slysin geri nein nýársheit og stefni að því að yfirgefa okkur, það erum líklega við sjálf sem ráðum því hvernig fer með þau. Það er áreiðanlega hægt að gæta að og fara varlegar á mörgum sviðum, og fyrstu frétt- ir hins nýbyrjaða árs gefa tilefni til að gefa það nýársloforð sjálf- um sér og öðrum jafnvel líka að nú sé það nauðsynlegt að taka á honum stóra sínum og fara var- lega á öllum sviðum, umferð, meðferð elds og fleira og fleira. Með þessum orðum vill Velvak- andi óska lesendum sínum gleði- legs árs, þó í seinna lagi sé, minn- ugur þess að betra er seint en aldrei. Óska eftir gróðrarstöð eða landi sem hægt er að byggja garðyrkjubýli Tilboð sendist Mbl. merkt 4671". ,Gróðrarstöð: Þessir hringdu . . , 0 Spellvirki í kirkjugarðinum Öldruð kona: „Einstæð kona á áttræðis- aldri lagði leið sina í Fossvogs- kirkjugarðinn á aðfangadag, eins og hundruð manna gera, sem hugga sig við að með því geti þeir komizt í sálarlega snertingu við sína nánustu sem farnir eru af þessari jörð. Ég keypti góða storm-olíulugt og fór með hana í kirkjugarðinn og festi hana vel. Tendraði ég svo ljósin á henni og fór ánægð heim. Siðan fór ég aftur i garðinn á gamlársdag með olíu og ætlaði að bæta á lugtina, en þá var hún horfin. Það var eins og eitthvað brysti hið innra með mér; ég hafði vonað að ég mætti með þessu ljósi senda móður minni og nýlátnum syni mínum sem jarð- sett eru i sama reit, kveðju mína. En ég vona að þeir sem hirða úr helgum reit á mestu hátíð ársins séu ungmenni sem ekki gera sér grein fyrir hvað þau gerðu og megi þessi orð mín verða þeim leiðarljós á lífsleiðinni. — Undir það getur Velvakandi tekið að það er vægast sagt undar- legt að ráðast á hluti í kirkjugörð- um og stela eða skemma. Konan sagðist vona að hér hefðu verið unglingar á ferðinni og getur Vel- vakandi tekið undir það að svo sé líklegt, en oft eru fullorðnir einn- ig staðnir að furðulegustu uppá- tækjum. SKÁK ÍUMSJÁMAR- GEIRS PÉTURSSONAR Slök frammistaða Vukcevichs frá Bandaríkjunum á Reykjavíkur- skákmótinu I sumar kom talsvert á óvart. Hér er hann þó í essinu sínu og hefur hvítt og á leik gegn Inga R. Jóhannssyni. 26. Rxe5! Rxe5 27. Hxe5 Rd6 (Ef 27.....Hxe5 þá 28. Bxf7+ Kh7 29. f4! og vinnur) 28. Hxe7 Svartur gafst upp, þvl að hvorki 28. ... Bxe7 29. Dc3 né 28. ... Rxc4 29. Hxb7 bjarga honum. Músikleikfimin Hefst mánudaginn 10. janúar i húsi Jóns Þorsteinssonar. Byrjenda og framhaldshópar Styrkjandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Upplýsingar og innritun í síma 13022 Gígja Hermannsdóttir. t3 ÍD HÖGNI HREKKVÍSI jazzBau_eCCa<óLí búpu ^¦Gleðilegt ° nýár ic 6 vikna námskeið __ it Byrjum aftur 10. janúar Q) i^ Framhaldsnemendur fyrir CT jól mæti á sama tíma og >_J vanalega. (XL i^ Byrjendahópar síðan í ^V haust hafi samband við _—- skólann vegna hugsan- legra breytinga á tímum. CD if Nýir nemendur innriti sig í y> síma 85090, frá kl. 1—6. * "3 jazzBauLeccekóu búpu Sá svarti hefur hlaupið í skarðið f yrir Högna! VARIZT HALKUNA Fæst hjá skósmiðnum, skóbúðinni og apótekinu. &> SIGGA V/öG^ S AfLVtRAW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.