Morgunblaðið - 05.01.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. JANUAR 1977 íslendingar hörku- tól í samningum segir Fish Trader BREZKA blaðið Fish Trader skrifaði fyrir áramót all ftarlega grein um landhelgismál og var þar vikið nokkuð að viðræðunum við Islendinga. Sagt er að hegðun fslendinga í landhelgismálinu hafi enn einu sinni valdið fjaðrafoki innan brezks fiskiðnaðar og stjórnvalda. Síðustu samningaviðræður, við- ræður EBE fyrir hönd Breta, hafi leitt enn einu sinni f ljós, að þegar sezt er niður við erfiða samninga séu íslenzkir leiðtogar hörkutól. Hins vegar verði að segjast með allri sanngirni að áframhaldandi fiskveiðar erlendra þjóða á ís- landsmiðum geti haft jafn alvar- legar afleiðingar fyrir íslendinga og það muni hafa fyrir íbúa Hull, Grimsby og Fleetwood ef ekki ná- ist samkomulag um áframhald- andi fiskveiðiréttindi. Svo sé nú komið eftir margar aldir, er fisk- urinn f sjónum var talinn allra eign, að hann sé nú alþjóðlegt mál. Hinir góðu gömlu tlmar séu á enda og hreint efnahagslega séð sé fiskur verðmætur gjaldmiðill. Breytingar í vændum? „All the Presidents Men" bezta myndin 1976 New York — 4. janúar — NTB. KVIKMYNDAGAGNRYNEND- UR I New York hafa valið „VII the Presidents Men" beztu mynd ársins 1976, og af sjö verðlaunum, sem þeir veita árlega, fékk þessi kvikmynd þrenn. Jason Robards, sem lék ritstjóra Washington Post í myndinni, fékk verðlaun fyrir bezta aukahlutverkið og Al- an J. Pakula fékk verðlaun fyrir bezta kvikmyndahandritið. Liv Ullman var valin bezta leik- kona ársins fyrir leik sinn í mynd Ingmar Bergmans, „Augliti til auglitis", og var valin bezti leikar- inn fyrir frammistöðu sína í myndinni „Leigubílstjórinn". Fyrir bezta leik í aukahlutverki konu hlaut Talia Shire í mynd- inni „Rocky". Carter hœttir jarðhneturækt Plains — 4.janúar — Reuter. JIMMY Carter, næsti forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir f dag að hann ætlaði að leggja jarðhneturæktina á hilluna meðan hann gegndi forsetaembætti til að koma í veg fyrir að mismunandi hagsmunir gætu rekizt á, og lét hann svo um mælt, að þessi ákvörðun hefði reynzt sér mjög erfið. Liv lJllman Birtar voru ýmsar upplýsingar um f jármál Carters í Plains í dag um leið og fram komu strangar kröfur á hendur ráðherrum og öðrum háttsettum embættis- mönnum í stjórn Carters um að gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega áður en þeir taka við embættinu. Carter ætlar að fela sérstökum umsjónarmanni eignaumsýslu meðan hann er í embætti, en í kosningabaráttunni kom fram, að eignirnar væru virtar á um 800 þúsundir dala. Enn er óráðið hvort forsetaefnið selur hluta sinn í fjölskyldufyrirtækinu, sem verzlar með jarðhnetur, eða hvort hann legir það, en hann hefur þegar tekið ákvörðun um að leigja jarðhnetuekrur sínar. Fjölskyldufyrirtækið á Jimmy Carter ásamt móður sinni og bróður. Þegar faðir hans lézt fyrir riímum tuttugu árum var fyrir- tækið lítið að vöxtum, en blómstraði mjög upp frá því. Laun Jimmy Carters eftir að hann tekur við forsetaembætti verða um 200 þúsund dalir á ári, eða sem nemur um 38 milljónum ísl. króna. The Economist Finn Olav Gunde- lach stórstiarna BREZKA tfmaritið Economist birti nýlega stutta grein um Finn Olav Gundeiach undir fyrirsögninni „Finn Olav superstar" Er þar farið mjög lofsamlegum orðum um þennan danska framkvæmdastjóra hjá EBE og sagt, að hann sé næstur þvf að geta kallazt Henry Kissinger bandalagsins. Sfðan segir: „Gundelach talar reiprenn- andi ensku með hreim, hann kann vel við ferðalög og er aðlaðandi maður. Hins vegar er hann ólfkur Kissinger að þvf leyti, að frægðarstjarna hans er rétt að byrja að rfsa. Svo virðist, sem hann hafi á undanförnum mánuðum stjórnað framkvæmdaráði bandalagsins einn síns liðs. Hann fékk fslendinga til samningaviðræðna um fisk- veiðimál, fékk Japani til að lofa að draga úr hagstæðum viðskiptajöfnuði sfnum við EBE-rfkin, skipaði skriffinn- um EBE að falla frá áætlunum um samræmda matvæla- áætlun, kom í gegnum ráðherraráð bandalagsins nýrri reglugerð til að opna útboð á opinberum framkvæmdum og flaug til Belgrað til þess að koma af stað nýrri samstarfsáætlun Júgóslava og EBE. Þetta er ekki svo slæm byrjun. Þegar hin nýja framkvæmda- stjórn bandalagsins tekur til starfa í byrjun janúar er talið líklegt, að Gundelach verði falin yfirstjórn landbúnaðarmála, ekki það að hann kæri sig svo mjög um þann málaflokk heldur vegna þess, að hann er einn af fáum mönnum f aðalstöðvunum f Briissel, sem allir treysta og kunna vel við. Ef honum tekst vel upp í því starfi er talið lfklegt að hann verði líklegastur arftaki Roy Jenkins sem forseti fram- kvændaráðsins árið 1981. Gundelach er talinn einn bezt gefni og hæfasti maðurinn hjá EBE. Hann er hagfræðingur að mennt og eftir að hafa starfað hjá hinu opinbera f Danmörku um skeið var hann skipaður fram- kvæmdastjóri hjá Gatt f Genf og fór með stefnu f viðskiptamálum. Hann gegndi mjög mikilvægu hlutverki í Kennedyviðræðunum um tollamál um miðjan sjötta ára- tuginn. 1967 var hann skipaður sendiherra Dana hjá EBE og 1973 framkvæmdastjóri með yfirum- sjón yfir innbyrðis markaðsmál- um aðildarríkjanna. Reynsla hans í utanrikisviðskiptamálum varð til þess að hann var sjálfkjörinn staðgengill sir Christophers Soames framkvæmdastjóra utan- rlkismála EBE og eftir að Soames veiktist hefur Gundelach gegnt báðum embættum með miklum sóma. Hvernig getur hann þetta allt? Erfitt er að láta sér líka illa við Gundelach en hann hefur meira til brunns að bera en að vera myndarlegur og aðlaðandi. Þegar brezkir fiskimenn komu öskureið- ir til Briissel í nóvember til að mótmæla stefnu bandalagsins í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.