Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 1977
11
Gunnar Bjarnason:
13 togarar nota svart-
olíu og spara 170
milljónir króna á ári
— en ríkissjóði yfir 100 milljónir í erlendum gjaldeyri
Mirrlees Blockstone and Heavy Fuel
3000 ‘O C D O &2000 C a -c •o 1000
TOTAL bhp I\'STALLD OR ON ORDER USIXG HEA' Y FUCI. OIL
\
50 52 54 5 6 58 60 62 64 66 68 70 72 74 76 78 YEARS FROM 1950
í Mbl. h. 22. f.m. er haft eftir
Ragnari Júlíussyni, formanni út-
gerðarráðs BtJR, að skýrslur SON
bæru vott um mjög einhliða skoð-
anir á kostum brennslu svartoliu
(SO). Ummæli þessi viðhafði for-
maðurinn við umræður um
brennslu SO á fiskiskipum í
borgarstjórn Reykjavíkur 16. des.
sl.
Eg tel að rétt sé að fram komi
að skoðun nefndarinnar er og
hefur verið, að kostir SO sem
brennsluefnis i dísilvélum eru
fljóttaldir, enda ekki nema um
einn að ræða og hann er sá að
verð á SO er ekki eins hátt og á
annarri olíu, sem til greina
kemur. Munurinn á verði var,
fyrir síðustu hækkun kr. 12.40 á
kg, en er eitthvað minni núna.
Það má e.t.v. segja að þetta sé
mjög einhliða skoðun.
Gallar SO eru hinsvegar
margir, en kunnátta um notkun
þessa brennsluefnis felst í því að
þekkja þessa galla og kunna ráð
til að draga úr skaðlegum áhrif-
um þeirra eða jafnvel taka fyrir
þau. Þetta tel ég síður en svo
vandalaust.
Umræður og flokkadrættir um
SO brennslu i fiskiskipum er
annars fuðurlegt fyrirbæri. Frá
mínum bæjardyrum séð er þetta
hreint tæknilegt spursmál. í
upphafi eru það fræðimennirnir,
sem fjalla um mál sem þessi, þeir
styðja rannsóknir sínar með
margs konar tilraunum. Oft líður
langur tími frá þvi slíkar rann-
sóknir hefjast og þangað til
árangur liggur fyrir, Sem dæmi
má nefna að MAN i Þýskalandi
segjast hafa byrjað á rannsóknum
í sambandi við brennslu þunga-
oliu (svartolíu) þegar um árið
1922. Varla er þó um brennslu SO
að ræða að ráði, fyrr en eftir 1950
og þá eingöngu í stórum frekar
hæggengum vélum. Eftir 1960 er
þessi notkun orðin mjög algeng í
meðalstórum vélum og hefur
farið ört vaxandi, eins og sjá má á
meðfylgjandi línuriti úr riti er
fyrirtækið Mirrlees Blackstone
Ltd. sendi frá sér og ber nafnið:
Heavy Fuel and the Diesel
Engine.
Við hér á landi höfum ekki haft
nein tök á að gera tilraunir og
rannsóknir sjálfstætt, en
byggjum eingöngu á niðurstöðum
og árangri erlendra færðimanna.
Við höfum lagt okkur fram um að
stúdera allt, sem snertir þessi mál
farið á fund helstu fræði-
mannanna i Þýskalandi, Eng-
landi, Sviss og Noregi og rætt við
þá um vandamálin I sambandi við
brennslu SO í fiskiskipum sér-
staklega. Við komumst að þeirri
niðurstöðu að svo miklar líkur
væru á því að hægt væri að reka
fiskiskip okkar með þessu
brennsluefni og til svo mikils að
vinna, að sjálfsagt væri að prófa
það. Það var f ágústlok 1972 að
tilraunir þessar hófust í okkar
forsjá á b/v Narfa. Ég ætla ekki
að lengja mál mitt með því að lýsa
hvernig að þessari tilraun var
staðið af okkar hálfu, þó stalli ég
mig ekki um að skýra frá því að í
hvert skipti sem Narfi kom inn
skoðuðum við 2—3 bullur og
mældum strokka. Var þetta gert
til að fylgjast með hvort nokkur
skaðleg áhrif væru sjáanleg og
ekki var skipið tafið af þessum
sökum. Þegar þessu hafði farið
fram í nokkra mánuði og ekkert
að sjá, voru skoðunarbilin lengd.
Nú er svo komið að ekki er ástæða
til slíkrar skoðunar, við eðlilegar
kringumstæður, nema í mesta
lagi einu sinni á ári.
Narfi er enn á SO og segir það
sína sögu, eða halda menn í
alvöru að Guðmundur Jörundsson
útgerðarmaður Narfa sé svo
grunnhygginn að hann væri ekki
löngu kominn aftur á GO ef SO
væri likt þvf eins skaðleg og
hættuleg vélunum eins og reynt
er að telja mönnum trú um.
Þegar reynsla af þessari SO
brennslu smám saman fékkst, var
farið að hyggja á fleiri skip. Rætt
var m.a. við eigendur japönsku
skuttogaranna, sem eru 10 talsins.
Þeim viðræðum lauk með því að
samtök eigenda þessara togara
komu sér saman um að kosta sam-
eiginlega breytingu á einum
þeirra fyrir SO brennslu til
reynslu.
Ymislegt varð til að tefja fram-
kvæmdir, svo sá fyrsti þessa
togara, b/v Rauðinúpur, for ekki
reynsluför fyrr en 24. júní 1974.
Eftir nokkra reynslu ákváðu eig-
endur að láta breyta hinum togur-
unum 9. Sá fyrsti þeirra fór
reynsluför i mars 1975 og síðan 3 f
april, 3 í júní, 1 í júlf og sá síðasti i
des. 1975. Þessir 10 togarar eru
þvf búnir að nota SO nokkuð á
annað ár og sumir hátt í 2 ár. Þeir
spara sér i rekstri yfir 1 millj. kr.
á mánuði og útgerðarstjórarnir
telja sig ekki hafa orðið vara við
að vaðhaldskostnaður hafi aukist.
Árleg upptaka vélanna hefur
farið fram í nokkrum þeirra nú
tiltölulega nýverið og f ljós hefur
komið að strokkslit er í lágmarki,
þetta frá 0,001 mm/1000 klst í
mest 0,005 mm/1000 klst, síðast-
nefnda talan aðeins í einum
strokk. Eðlilegt slit er talið 0,006
— 0,01 mm/klst í GO rekstri. Við-
miðun mælinganna eru niður-
stöður mælinga japananna 1972.
Um þetta atriði segir Ragnar
Júlfusson: slit vélahluta eykst.
Hvaðan hefur hann það?
Sagt er að á fundinum hafi
Ragnar haft með sér sýnishorn
olfu og vélarhlutum og lét það
ganga meðal borgarfulltrúa, svo
þeir gætu séð með leikmannsaug-
um vegsummerki. Ekki veit ég
hvaða stykki þetta var, en get mér
til að um loka hafi verið að ræða,
hvaðan sem hann nú hefur verið
ættaður. Ekki er þess getið að
Ragnar hafi upplýst hvað slíkur
hlutur kostar í innkaupi, en ég
get upplýst að loki kostar í kring
um kr. 50.000. 1 10 japönsku
togurunum fóru um 20 slíkir
lokar á timabilinu febr. — okt.
1976. Jafnvel þótt reiknað sé með
að hver loki kosti kr. 100.000 þá
getur þessi kostnaður ekki haft
neina úrslitaþýðingu, þegar haft
er f huga að sparnaður í oliu-
kaupum er um kr. 80.000.000 á
tímabilinu. Borgarfulltrúinn
telur ennfremur að breytingar-
kostnaður sé mikill. Hann er
örugglega langt innan við 3,5
millj. kr. á hvern togara. Þá telur
hann aukinn kostnað við eftirlit.
Ekki veit ég hvað BÚR greiðir
skipaverkfræðingnum fyrir eftir-
lit, en ég tel að SON myndi taka
það að sér fyrir kr. 30.000 á
mánuði. Þessar tölur ber að skoða
f þvf ljósi, að verið er að ræða um
2,5—3,0 millj. kr. sparnað i oliu-
kaupum á hverjum mánuði, eða
samtals á ári kr. 70—100 millj. af
3 togurum.
Ég hefi hér að framan lýst
nokkuð á hverju SON byggir
skoðanir sínar um brennslu SO i
togurum, þ.e. kunnáttu og
reynslu, svo og hversu háar
upphæðir í sparnaðarátt geti
verið um að ræða. Skoðanir SON
telur Ragnar Júlíusson að séu
mjög einhliða. Þess vegna hafi
verið talið rétt að fá óhlutdrægan
skipaverkfræðing, ekki vélaverk-
fræðing, heldur skipaverk-
fræðing, til að gera úttekt á mál-
inu. Sjalfsagt tel ég hefði verið að
skipaverkfræðingurinn hefði
kynnt sé reynslu af brennslu SO í
togurum landsmanna, en svo var
ekki. Hann hefur aldrei rætt við
SON eða leitað upplýsinga um
reynslu nefndarinnar og mér er
heldur ekki kunnugt um að hann
hafi kynnt sér álit þeirra út-
gerðarmanna, sem brenna SO í
skipum sínum. Hins vegar skilst
mér að hann hafi farið til útlanda
til að rannsaka hvernig reynslan
sé af brennslu SO f íslenskum
togurum. Slík vinnubrögð tel ég
fyrir neðan allar hellur og fráleitt
að nefna þetta úttekt á SO málum
liðandi stundar hér á landi.
Skýrsla skipaverkfræðingsins
felur því ekki annað i sér en skoð-
anir hálfmenntaðs manns í vél-
fræði um að ekki sé hægt að
brenna SO í togurum. Hann
minnist ekki á að þetta hafi verið
prófað hér, því síður að hann geri
tilraun til að sýna fram á nei-
kvæðan árangur þessara tilrauna.
1 Mbl. greininni er haft eftir
Ragnari Júlfussyni að mis-
heppnaðasta dæmið um notkun
SO sé Gyllir frá Flateyri, en eftir
3200 tíma keyrslu kom i ljós að
lokasæti og lokar voru það illa
farnir að viðgerð tók um 10 daga.
Ég skoðaði þetta fyrirbæri og
tilfæri hér kafla úr skýrslu minni
þar að lútandi, dags. 3/11 76:
Um liði 2, 5 og 6
a) Yfirvegun. Efnagreining úr-
fellisins, sem getið er lið 6, ber
með sér að uppruni þess sé smur-
olía (Kalsíum Ca) og SO (Sulfat
S04). Tilvist þessa úrfellis,
tæringin (liður 2) og fyrirbærin
samkv. lið 5, virðast benda til að
þéttun (condensation) hafi átt
sér stað inni í strokknum. Slík
þéttun getur orðið t.d. ef vél er
keyrð með álagi tiltölulega köld,
þ.e. lágu hitastigi á kælivatni.
Uppl. um slíkt liggja ekki fyrir.
Hins vegar er upplýst að hitastig
á skollofti hafi stundum verið
„talsvert undir 20°“, hversu
mikið undir 20° liggur ekki fyrir.
Hugsanlegt virðist að þéttun hafi
getað myndast vegna óhóflega
lágs hitastigs á skolloftinu. Slík
þéttun getur hent við gasoliu,
eins og þegar SO er notuð. Hún er
ávallt óæskileg og skaðleg, en
skaðleg áhrif af völdum gasoliu
eru mun hægvirkari heldur en af
völdum SO.
b) Niðurstaða Orsök tæringar f
sætum útblástursloka virðist vera
þéttun inni f strokknum.
c) Úrbót. Ekki virðist ástæða til
neinna aðgerða á vélinni vegna
þeirrar tæringar, sem þegar er
orðin. Til að taka fyrir frekari
tæringu skal eftirfarandi gætt:
1) Vélin sé ekki keyrð köld með
álagi.
2) Hitastig á skollofti sé ekki
látið lækka mikið undir 40°, en
það er það hitastig, sem fram-
leiðandinn tiltekur á þvf.
Utgerðarstjórinn hefur sjálf-
sagt haft sína ráðgefendur en við-
brögð hans voru þau að hann
hætti við brennslu SO eftir að
hafa, samkv. uppl. R.J. eytt 10
dögum f að slípa lokana (vel í lagt
4 daga verk), en mér er kunnugt
um að það var hið eina sem gert
var við vélina. Gleymst hefur
raunar að geta þess að skipið var
4 daga í slipp vegna málunar á
þessu tímabili.
Nýverið barst svo álit frá MAK,
sem er framleiðandi vélarinnar.
Það er dagsett 16/12 1976. í þvf er
fallist á ofanritaða skýrslu um
orsakir tæringarinnar og að
lokum segir svo:
Wir empfehlen, den Motor
gemass unserer Betriebsanleit-
ung ordentlich warm zu be-
treiben, einen Seewassertempera-
turregler einzubauen und wieder
auf schweren Kraftstoff umzu-
stellen. Wir meinen, dass bei
Berficksichtigung unserer Emp-
fehlungen dieser Motor auch bei
Betrieb mit schwerem Kraftstoff
in einem ahnlich guten Zustand
bleibt, wie der auf B/V
„Gudbjörg".
1 fsl. þýðingu:
Við mælum með að vélin sé
keyrð hæfilega heit i - samræmi
við rekstursleiðbeiningar okkar,
gð bætt verði í kerfið hitastigs-
stilli fyrir sjóinn og skipt svo
aftur yfir á SO. Það er skoðun
Framhald á bls. 21
Þorkell Jóhannesson:
Nokkrar athugasemdir við grein
Sigurðar Jörgenssonar
Sigurður Jörgensson, fram-
kvæmdastjóri Heildverslunar
Stefáns Thorarensens h.f., gerir
að umtalsefni svokallaðar „eftir-
lfkingar“ erlendra sérlyfja i heil-
síðugrein f Morgunblaðinu 29.12
1976. Virðist greinarstúfur undir-
ritaðs f Morgunblaðinu 7.12 1976
sérstaklega hafa egnt Sigurð og
einkum gefið honum tilefni til
fyrrgreindra skrifa. Skrif þessi
eru að verulegu leyti tilraun til
mistúlkunar, rangfærslu og útúr-
snúnings á fyrrgreindum greinar-
stúf undirritaðs ákveðnum versl-
unarhagsmunum til framdráttar.
Undirrituðum er þetta síður en
svo nýmæli, þar eð orðræða Sig-
urðar þau liðlega 10 ár, er þeir
hafa verið málkunnugir, hefur
ævinlega verið á sömu lund. Hef-
ur undirritaður jafnan virt Sig-
urði þetta til vorkunnar, þar eð
hann er harðduglegur skap-
hitamaður í fyrirsvari fyrirtækis,
er hefur umboð hér á landi fyrir
fjölda erlendra sérlyfjaframleið-
enda, þar á meðal F. Hoffmann —
La Roche & Co, framleiðanda
Valium (R). Mætti þvf I fullri
einlægni misvirða við Sigurð
Jörgensson, að hann skyldi ekki
finna rými á heilli blaðsíðu í
Morgunblaðinu til þeSs að segja á
sér full deili saklausu fólki til
glöggvunar, er lesa kynni jólapist-
il hans um lyf og lyfjaframleiðslu.
Enda þótt undirritaður ætli sér
ekki að standa i orðaskaki við
Sigurð Jörgensson í fjölmiðlum,
þykir rett að benda á eftirfar-
andi:
1. Tilraunir með frásog
díazepamtaflna voru gerðar
þegar á árinu 1969. Árangur af
þeim tilraunum var sambæri-
legur við árangur af hliðstæðri
tilraun með Valium-töflur.
Lyfjaformið sjálft var einnig
rannsakað og reyndist standast
þær gæðakröfur, sem gerðar
eru til framleiðslu taflna, sbr.
4. lið f greinarstúfi undirritaðs
í Morgunblaðinu 7.12 1976.
Gáfu þessar tilraunir þannig
sfður en svo tilefni til þess að
ætla, að um einhvers konar
„mistök" væri að ræða. Ef Sig-
urður vill halda til streitu
„mistakakenningu" sinni, hlýt-
ur hann þvf fyrst og fremst að
eiga við einhverja aðra en
Rannsóknastofu f lyfjafræði og
Lyfjaverzlun ríkisins.
2. Undirritaður skýrði Sigurði
Jörgenssyni munnlega frá
fyrrnefndum tilraunum ekki
löngu eftir að þær voru gerðar.
Sigurður hefur oft síðan, m.a. í
Morgunblaðspistli sfnum, tæpt
á þvf, að undirritaður hafi tek-
ið upplýsingar ófrjálsri hendi
úr umsókn nr. 131 um skrán-
ingu á Valium (R) í vörslu
lyfjaskrárnefndar. Sigurði
hefur hins vegar verið fyrir-
munað að skilja, að i slikri
umsókn væri harla lítið bita-
stætt að finna, sem ekki annað
tveggja væri þegar birt á
prenti eða fáanlegt með bein-
um skrifum til framleiðanda.
Hér við bætist, að i upphafi
varð lyfjaskrárnefnd oft að
sætta sig við ófullkomnari um-
sóknir en sfðar varð. Átti þetta
m.a. við Valium (R). Sigurður
slær því hér vindhögg sem oft-
ar.
3. Af pistli Sigurðar má ráða,
að hc.num sé lftt kunn starf-
semi Rannsóknastofu i lyfja-
fræði. Er þetta vorkunnarmál,
þar eð hann hefur til þessa
hvorki eftir leitað, né honum
verið boðið að kynna sér starf-
semi Rannsóknastofunnar.
Skal nú úr þessu bætt. Er hon-
um hér með formlega boðið að
heimsækja Rannsóknastofuna
ásamt tveimur öðrum, er hann
kynni til að nefna með sér,
hvernær sem hentugleikar
beggja leyfa.
Rannsóknastofu f lyfjafræði
30.12.1976.