Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 1977 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framl« væmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. 16 Sú staðreynd að tek- izt hefur að tryggja at- vinnuöryggi um gjörvallt landið, þrátt fyrir víðtæk atvinnuleysisáhrif efna- hagskreppunnar í flestum okkar nágranna- og við- skiptalöndum, er einn eft- irtektarverðasti árangur ríkjandi stjórnarstefnu. Þegar horft er fram á veg fjölgandi þjóðar og þess viðbótarvinnuafls, sem hlýtur að leita á íslenzkan vinnumarkað á komandi árum og áratugum, vakna hins vegar spurningar og efasemdir, er stjórnvöld- um er skylt að gera sér grein fyrir nú þegar. Land- búnaður og sjávarútvegur verða um langa framtíð höfuðstoðir íslenzks at- vinnulifs og hráefnagjafar iðnaðar, sem gegnir sívax- andi hlutverki í þjóðar- framleiðslunni. En hvort tveggja er, að afraksturs- getu fiskstofna og gróður- moldar eru takmörk sett, sem ekki má fara yfir, og að vaxandi tæknivæðing þessara atvinnuvega veld- ur því, að þar hefur verið og verður síaukin fram- leiðni án teljandi viðbótar- vinnuafls. Það er því ljóst aö iðnaður og iðja, sem og ýmis konar þjónustustarf- semi, verður að taka við bróðurparti þess viðbótar- vinnuafls, sem nú er að vaxa úr grasi í þjóðfélag- inu. Auðlindir qkkar eru ekki margþættar. Ein er þó sú auðlind sem enn er ekki nýtt nema að takmörkuðu leyti, orkan í fallvötnum okkar og jarðvarma. Og orkan er undirstaða iðju og iðnaðar. Halldór Jónatans- son, aðstoðarframkvæmda- stjóri Landsvirkjunar sagði nýverið í samtali við Morgunblaðið, að sam- kvæmt orkuspám Lands- virkjunar yrði orkuöflun- arkerfi hennar, að Sigöldu meðtalinni fullnýtt á árinu 1981, og er þá tekið tillit til ráðgerðrar orkusölu til járnblendiverksmiðjunnar í Hvalfirði og umsaminnar 20 MW stækkunar ál- bræðslunnar í Straumsvík. í ljósí þessarar orkuspár er stefnt að því að mæta auk- inni afl- og orkuþörf frá og með árinu 1981 með fyrir- hugaðri virkjun í Tungnaá við Hrauneyjafoss, en það ár er ráðgert, að virkjunin verði fullbúin. Núverandi ríkisstjórn hefur að vísu tekið upp stranga aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum, sem hefur miðað að því að ná halla- lausum ríkisbúskap, auka ekki hlut ríkisútgjalda í þjóðartekjum og hamla gegn verðbólgu og við- skiptahalla út á við. Þessi stefna hefur borið umtals- verðan árangur á sl. tveim- ur árum varðandi öll þessi meginmarkmið efnahags- stefnunnar. En á sama tíma hafa framkvæmdir á sviði nýtingar innlendra orkugjafa haft algjöran forgang, bæði varðandi jarðvarma og vatnsvirkj- anir. Óþarfi er að tína til margþættan árangur á þessum vettvangi sl. tvö ár: í nágrenni Reykjavíkur á Reykjanesi og um gjör- vallt landið, svo ferskar sem þessar stórstígu fram- kvæmdir eru í minni manna. Hitt verður aldrei nægilega undirstrikað, að aðgerðarleysi vinstri stjórnar í orkumálum um þriggja ára skeið hefur í senn kostað þjóðina ómældan gjaldeyri i inn- fluttri olíu og heimilin í landinu drjúga fjármuni í dýrari húshitun og gert framkvæmdirnar verulega dýrari, vegna óhagstæðrar verðlagsþróunar og hærri stofnkostnaðar, sem síðan segir til sín í hærra orku- verði. Samhliða virkjun i Tungnaá við Hrauneyja- foss eru hafin víðtæk rann- sóknar- og undirbúnings- störf að nýrri stórvirkjun í Blöndu nyrðra, sem verður fyrsta stóra virkjunin utan svokallaðs virks jarðhrær- ingasvæðis. Byggðalína milli norður og suðurlands er vel á veg komin. Lína frá Kröflu til Austurlands ráðgerð. Og samtenging allra veitusvæða landsins er markmið sem að er unn- ið. Orkan er undirstaða iðn- aðar. Þar af leiðir að virkj- anir innlendra orkugjafa eru forsenda þess, að iðn- aður og iðja megi mæta því óhjákvæmilega framtíðar- hlutskipti, að taka við bróð- urpartinum af því viðbót- arvinnuafli, sem leitar á hérlendan vinnumarkað á næstu árum og áratugum. Þar verður að leggja höf- uðáherzlu á hinn almenna iðnað, er nýtir innlend hrá- efni, en fleiri stoðir þurfa þar til að koma, ef búa á þann veg í haginn, að at- vinnuöryggi verði að fullu tryggt. Hins vegar verður að sameina framsýni og að- gát þegar um stóriðju er að ræða. Um það efni sagði Gunnar Thoroddsen iðnað- arráðherra nýverið: „Þegar um stóriðju á ís- landi er að ræða, vilja Ís- lendingar fara með gát og varkárni. Með fámennri þjóð býr nokkur uggur i sambandi við erlent fjár- magn og erlend áhrif. Það sjónarmið veit ég að Norð- menn sjálfir (meðeigendur okkar í væntanlegri járn- blendiverksmiðju) þekkja frá fyrri tíð. í annan stað þarf að gæta þess, að stór- iðja raski ekki byggð og byggðajafnvægi né dragi um of vinnuafl frá öðrum atvinnugreinum. í þriðja lagi verður að hafa i huga, að íslendingar hafa jafnan búið við hið tæra loft og langútsýni, og eru næmir fyrir öllu því, er valda kann mengun lofts, láðs og lagar. Því verður að gera strangar kröfur um holl- ustuhætti og mengunar- varnir. Að því er stefnt, að allra þessara sjónarmiða verði gætt í ríkum mæli við þá verksmiðju, sem nú á að reisa (járnblendiverk- smiðju að Grundartanga í Hvalfirði). Megi það fyrir- tæki verða lyftistöng ís- lenzku atvinnulífi og merk- ur þáttur í norrænu sam- starfi.“ Virkjun í Tungnaá við Hrauneyjafoss ANDERS KÚNG skrifar frá Spáni Friðarsinninn sem fær ekki að vera í friði ÖNNUR GREIN 1 _ ▼ Wi *** f j í Eftir ANDERS mm JÍV Æ KUNG RAUÐAR nellikur prýða holt tréð Katalónska fána, rauða og gula. ber við blómin Einhver hefur viljað votta hollustu sína manninum, sem gengur fram og aftur úti fyrir fang- elsinu Lluis Maria Xirinacs heitir hann Xirinacs berst fyrir sakaruppgjöf handa þeim, sem eru í fangelsi af hugsjónaástæðum. fyrir almennum mannréttindum, fyrir ósviknu lýð ræði. og sjálfsákvörðunarrétti þeirra fjögurra þjóða. sem Spán byggja — Baska. Galiciumanna. Kastiljana og Katalóniumanna Hann hefur gert hungurverkföll og setuverkföll. ritað stjórnvöldum opin bréf og dreift köflum úr dagbók sinni meðal manna; allt í sama augnamiði Margir gerðu sér vonir um það, Xirinacs fengi friðarverðlaun Nóbels á þessu ári 300 spænskir prófess- orar og aðrir háskólakennarar stungu upp á honum við Nóbels- nefndina Hugmyndin var sú, að verðlaunaveitingin yrði til uppörvun- ar öllum þeim. sem vilja breyta stjórnarfarinu á Spáni úr einræði til lýðræðis með friðsamlegum hætti Menn villast varla á Lluis Maria Xirinacs og öðrum mönnum Hann ber höfuð og herðar yfir aðra nær- stadda Þó menn tali ákaflega og slái um sig höndunum þagna þeir jafn- an, er Xirinacs tekur til máls ..Ég veit, að sums annars staðar eru menn verr staddir en hér." segir Xirinacs „í Líbanon, Sahara og Suðurafríku. í Argentínu og Chile Alls staðar komum við auga á of- beldi. hvert sem við snúum okkur En líttu á Spán Hér berjumst við vopnlausir fyrir lýðræði i stað ein- ræðisins Friðarverðlaun Nóbels yrðu sæpnsku þjóðinni til mikils framdráttar i baráttu sinni. Sá. sem verðlaunin fengi, mundi svo þakka fyrir alla; ég eða þessi þarna. ellegar einhver annar " Hann benti á mann við hlið sér Sá hafði sagt mér af baráttu Xirinacs meðan hann brá sér sjálfur frá Lluis Maria Xirinacs er prestur og rithöfundur Hann berst fyrir frelsi Katalóníumanna Meðal þeirra manna, sem hann hefur helzt i heiðri eru Gandhi. Albert Luthuli og Martin Luther King Hann skirrist við að fordæma þá spænsku flokka. sem beita ofbeldi í baráttunni. en sjálfur heldur hann fast við friðsam- legar aðferðir. enda þótt yfirvöldin hafi beitt ýmsum ráðum til að halda honum í skefjum „Ég var í fangelsi í tvö ár." segir hann. „frá 1973---- 1975 Á þessu ári hefur mér verið varpað f fangelsi nokkrum sinnum um stutt skeið Mér hefur verið misþyrmt svo oft, að ég hef varla tölu á þvi lengur!" Xirinacs hefúr haldið uppi andófi úti fyrir Modelofangelsinu I Barce- lona lengst af þessu ári Þrisvar hefur lögreglan tekið hann og flutt burt; seinast var honum hent á sorp- haug En hann var kominn aftur árla á hverjum morgni og hélt áfram einmanalegri göngunni framan við fangelsið Herlögregluþjónarnir í fangelsis- garðinum og uppi á múrunum fylgd- ust með honum og höfðu gaman af Engin hætta var á ferðum Það er bara við sérstök tækifæri, að lög reglan eflir vörðmn, til dæmis að nefna, þegar von er á stórfelldum mótmælaaðgerðum eins og urðu daginn, sem ár var liðið frá aftökum baskanna fimm, sem áttu að hafa drepið lögregluþjóna Xirinacs hyggst halda andófi sínu áfram þangað til allir eru lausir, sem nú sitja fangnir af hugsjónaástæð- um Hann telur þá ekki færri en 300 í sumar tók Xirinacs þátt í mót- mælaaðgerðum fjölda manna og var þá handtekinn enn einu sinni Hann var lögreglunni ekki þægur, og svar- aði hann öllum spurningum á móðurmáli sínu. katalónsku Dóm- stóll nokkur dæmdi hann til þess að greiða fjársekt fyrir óhlýðni við yfir- völdin Xirinacs borgaði ekki Hann var þá fangelsaður aftur. En nú er hann enn kominn úr haldi og heldur áfram andófinu — einn síns liðs eins og endranær Ég spurði hann, hvort hann óttaðist ekki, að lögregl- an eða fasistar i hópi óbreyttra borg- ara gengi af honum dauðum „Auðvitað óttast ég það Ungir fasistar koma hingað oft vopnaðir hjólkeðjum og kylfum Þeir láta ill- um látum og kasta að mér rusli Seinast gerðist það fyrir fáum dög- um Mér hefur orðið helzt til bjargar stuðningur almennmgs og almenn ingsálitið i landinu yfirleitt Nú er svo komið. að ég verð ekki lengur drepmn, nema öflug mótmælaalda rísi innanlands og utan. Andstæð- ingar mínir vita, að þeir eiga þetta á hættu Og þetta er von min "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.