Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 1977 23 Stefanía Ingimundar- dóttir - Minningarorð sjónarsviptrr að. Utförin fer fram kl. 10.30 frá Fríkirkjunni. Að leiðarlokum er Hreins Páls- sonar fyrst og fremst minnst sem manns gleðinnar. Manns sem gekk heill að hverju starfi og naut þess að vera virkur þátttakandi i mannlegu samfélagi. Hann gegndi hinum margvís- legustu störfum á lífsleiðinni: skipstjóri, skipeigandi og út- gerðarmaður, rak sfldarsöltun og stjórnaði sfldarleit, kaupfélags- stjóri i Hrisey, útibússtjóri Oliu- verzlunar tslands hf. á Akureyri, og siðar forstjóri þess félags i nær 18 ár og siðan stjórnarmaður félagsins til æviloka. Ég minnist Hreins Pálssonar fyrst á sviðinu í Nýja Bíói á Akur- eyri sem einsöngvara með karla- kórnum Geysi. Það var ekki að- eins mikil og fögur rödd hans sem vakti athygli, heldur fyrst og fremst persónuleiki hans og reisn i framgöngu sem stafaði að nokkru af likamsstærð hans og myndugleika. Það var eins og hann gnæfði yfir allan hópinn þegar hann gekk fram I einsöngs- hlutverkum sfnum. Söngurinn var honum mikil lífsfylling og gleði. Hann var á yngri árum sínum svo vinsæll söngvari að þegar sfldin brást eða illa gekk i útgerðinni bætti hann sér það upp með einsöngshljóm- leikum í Reykjavik og fyllti þar hús kvöld eftir kvöld. Síðar áttu leiðir okkar eftir að liggja saman sem samstarfsmenn hjá Oliuverzlun tslands hf. í nær 30 ár, sem ljúft er nú að minnast. Á þessum degi eru bornar fram þakkir stjórnar og starfsmanna Olíuverzlunar tslands hf. fyrir störf þau er Hreinn Pálsson vann félaginu á liðnum tíma og fyrir vináttu og drengskap i samstarfi að málefnum félagsins. Fyrir um 8 árum síðan tók Hreinn Pálsson að kenna til Parkinsonsveiki, sem ágerðist með hverju ári. Hann gekkst tvis- var undir heilaaðgerðir til að stöðva áhrif sjúkdómsins, sem sýnir hversu dugmikill og kjark- góður hann var þrátt fyrir þenn- an erfiða sjúkdóm. Þegar Hreinn Pálsson nú kveður, er þar á ferð þjáður maður sem lokið hefur jarðneskri göngu sinni og skilað miklu og gæfuríku dagsverki. Lausnin er honum líkn. Dauðinn er fagnaðarefni þeim sem þjáður er og lokið hefur ferð sinni. Ég sendi Lenu og öðrum vanda- mönnum, sem nú sjá á eftir góð- um lífsförunaut og fjölskylduföð- ur, innilegar samúðarkveðjur. önundur Ásgeirsson. í dag er frá Innri- Njarðvikurkirkju til moldar borin Stefanía Ingimundardóttir. Hún er fædd þann 26. janúar 1897 í Snartartungu í Bitru, en þar bjuggu foreldrar hennar, sem voru Ingimundur Magnússon frá Hrófbergi við Steingrímsfjörð og Sigríður Einarsdóttir I Snartar- tungu. Foreldrar Stefaniu hófu búskap I Snartartungu 1893, og bjuggu þar fram til 1903 að þau fluttu að Bæ í Króksfirði i Reykhólasveit. Systkini Stefaniu voru Guðrún, fædd 1894, Magnús, f. 1901, sfðar bóndi I Bæ, Ólöf Ingibjörg, f. 1906, en hún lézt barn 1908, og Ólöf Ingibjörg, f. 1909, húsmóðir i Garðabæ. Guðrún lézt 1924 i blóma lffsins og var harmdauði vinum og vandamönnum. Þau Ingimundur og Sigrfður bjuggu við góð efni eftir því sem þá gerðist, og var Stefanfa I föður- húsum f góðu yfirlæti, þó I mörgu væri að snúast á stóru heimili. Nitján ára gömul lagði hún land undir fót og nam kjólasaum í Reykjavik, en hverfur aftur til föðurhúsa að þvf loknu. Vorið 1920 giftist hún Kristni Hákonarsyni frá Reykhólum, og voru þau fyrst í stað heima hjá foreldrum hennar í Bæ, þar til þau fluttu að Kletti i Gufudals- sveit vorið 1921 og hófu þar bú- skap. Börn Stefaníu og Kristins eru Ingimundur Magnús, f. í Bæ 1920, þá Hákon Magnús, f. 1922 að Kletti, Halldór Hallgrímur, f. 1928 að Hamarlandi I Reykhóla- sveit, en þangað fluttu þau Stefania og Kristinn 1926. Arið 1930 flytja þau Stefania og Kristinn suður á Seltjarnarnes í Bygggarð, og þar fæddist dóttir þeirra, Erna, 1931. Heldur munu kjör þau sem Stefania átti við að búa i búskap þeirra Kristins hafa verið lakari en í föðurhúsum, en þó ekkert lakari en gerðist á þeim árum, var vinnudagurinn langur en hún stóð sig og lét i engu bugast. Þeg- ar Stefanía eignaðist Hákon Magnús, tók hún þá plágu sem margar konur tóku og var barns- fararsótt, hlaut hún af henni mik- il fótasár og örkuml æ síðan en bar sig vel og kvartaði ekki. 1936 slitu þau Stefanía og Krist- inn samvistum, og harðnaði þá enn I ári hjá henni með börnin fjögur. En synir hennar studdu hana og voru henni góðir synir, því 1942 kaupa þeir henni íbúð að Meðalholti 13 i Reykjavík, og má segja að þar með séu búraunir Stefaníu úr sögunni, en þar bjó hún fram til 1960. Mikið var reynt til þess að græða sár Stefaníu, og kostuðu synir hennar sjúkrahúsdvöl í Sviss um tfma, en bati varð aldrei langvinnur. Árið 1954 tók Halldór Hallgrimur ókennilega veiki og missti hann smátt og smátt afl og vald á hreyfingum, flutti Stefania því 1960 er Halldór var orðinn illa haldinn suður i Innri-Njarðvík til að hafa Halldór hjá sér. Var Hall- dór hjá henni í nokkur ár en veikin ágerðist og lézt hann á sjúkrahúsinu í Keflavik 1967. Halldór hafði verið hinn mann- vænlegasti maður, harðger og sterkur og var sjúkleiki hans Stefanfu mikill harmur, sem og vinum og skyldum. Stefania missti einnig son sinn Ingimund Magnús 1971, og misstu þar margir góðan dreng. Síðustu árin hefur Stefania ver- ið á sjúkrahúsinu í Keflavík, sjúk og farlama, þar til hún lézt 29. desember sl. Hér er mörgu sleppt varðandi elsku ömmu mina Stefaníu, það lék aldrei við hana lifið, en hún Framhald á bls. 18 Egill Kristinsson —Minningarorö Fæddur 4. maf 1908 Dáinn 29. desember 1976 1 % Þann 29. desember s.l. andaðist Egill Kristinsson eftir að hafa átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Egill heitinn var fæddur að Mýrarkoti á Höfðaströnd, Skaga- firði, hann var næstyngstur af fimm börnum hjónanna Kristins Egilssonar og Kristínar Rutar Jóhannsdóttur, sem þar bjuggu um nokkurra ára skeið. Elstur var Jóhann Jakob sem lengst af hefur búið á Hofsósi, Skagafirði, kvæntur Guðleifu Jóhannsdóttur, Eggertssonar frá Ytra-Ósi. Sigríður Ingibjörg, giftist Jóni Pílsyni, hún andaðist fyrir nokkr- um árum. Baldvin, drukknaði f Vest- mannaeyjum árið 1930, ókvænt- ur. Yngstur er Sigvaldi búsettur í Keflavfk, ókvæntur. Egill heitinn ólst upp hjá for- eldrum sínum, en fluttist síðan til Siglufjarðar og átti þar heimili um allmörg ár. Hann nam vélvirkjun og starf- aði sem vélstjóri á fiskiskipum og þótti ætfð traustur og áreiðanleg- ur starfsmaður. Arið 1935 kvæntist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni önnu Halldórsdóttur frá Skriðulandi f Arnarneshreppi, Eyjafirði, og reyndist hún manni sínum traust- ur og góður lffsförunautur. Þau Egill og Anna eignuðust eina dóttur, Agnesi, sem er gift Árna Gunnarssyni viðskiptafræð- ing, eru þau búsett f Garðabæ. Eftir nálægt tuttugu og sex ára búskap á Siglufirði fluttu þau Anna og Egill árið 1961 til Reykjavíkur og átti hann þar heima til hinstu stundar. Fljótlega eftir komu sina til Reykjavfkur réðst Egill til starfa hjá útgerð Reykjavfkur og vann þar alla tíð sfðan, þó heilsan væri mikið farin að gefa sig siðustu árin þá stundaði hann starf sitt til sfðasta dags. Egill heitinn var glaðvær og léttur í lund, það birti ætíð yfir fólki þar sem hann kom, gaman- söm orð og léttur hlátur hljómaði, en þó var gamansemi hans græskulaus og ekki á kostnað annarra, hann átti auðvelt með að sjá björtu hliðar lifsins og vildi færa gleðina inn i líf annarra. Mér er ljúft að minnast heim- sókna Egils frænda til min er ég dvaldi á sjúkrahúsi fyrir nokkru, hann kom eins oft og nokkur tök voru á og það var eins og sjúkra- stofan fylltist af lifi þegar hann birtist með gamanyrði á vörum, brosandi og glaðlyndið geislaði af honum, það veit aðeins sá er reyht hefur hvers virði slikar heimsóknir að sjúkrabeði eru. Svona var Egill fram á siðústu stund, enda þótt hann væri löng- um sárþjáður, hann var einn af þeim sem vilja lifa lifinu fagn- andi með þakklátum hug. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, dóttur og öðrum ættingjum og vinum Egils heitins mína innileg- ustu samúð, en gott er að minnast Framhald á bls. 18 t Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma. HULDA JÓNSDÓTTIR frá Bakkagerði, verður jarðsungin frá Reyðar- fjarðarkirkju laugardaginn 8 jan- úar kl 14 Gfsli Sigurjónsson, böm, tengdabörn og barnabarna börn. t RÓSA HJÖRVAR Suðurgötu 6, lést í Landakotspitala miðvikudaginn 5. janúar 197 7. Börnin. t GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR Hrlsey lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 5. janúar Ottó Þorgilsson Svandis Gunnarsdóttir Oddný Einarsdóttir. t JÓN BJORNSSON. vélstjóri Frá Ketilisstöðum, á Tjörnesi, til heimilis að Guðrúnargötu 5, Rvk. andaðist í Torremolions. Spáni þann 30 des Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Fyrir hönd eiginkonu og ættingja. Hallgrfmur J. Jónsson, flugstjóri. t Eiginkona rhin, móðir okkar. tengdamóðir. amma og langamma. GUÐNÝ PETRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skólavegi 8, sem lést i Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 30 desember s I verður jarð sungin frá Landakirkju laugardaginn 8 janúar kl. 2 e h Runólfur Runólfsson Sigrún Steinsdóttir, Einar Ólafsson Helga Vfglundsdóttir Stefán Runólfsson Sigurborg Björnsdóttir, Ólafur Runólfsson böm og bamabörn t Sonur okkar og bróðir GUÐJÓN SIGUROUR HERMANNSSON. GoSatúni 5. Garðabæ. er lést aðfaranótt 1 janúar s.l verður jarðsunginn frá Garðakirkju laugardaginn 8 janúar kl 13.30. Ósk Óskarsdóttir Hermann Sigfússon María Hermannsdóttir Hermann Hermannsson Þorsteinn Hermannsson Þórunn Hermannsdóttir Guðmundina Hermannsdóttir Jón B. Einarsson Sigríður Ósk Jónsdóttir t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar. tengdamóður. ömmu og langömmu. ÞORBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Krókahrauni 8, Hafnarfirði Guðrún R. Rögnvaldsdóttir Eirfkur Stefánsson Ragnhildur P. Rögnvaldsdóttir, Sigurður Brynjólfsson, Björg Ragnvaldsdóttir, Óskar Brynjólfsson, Rögnvaldur Rögnvaldsson, Guðrún Albertsdóttir, Hjördfs Jónsdóttir, Ragnar Sigurðsson barnabörn og barnabarnaborn t Einlægar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍOAR BJORNSDÓTTUR frá Öxl Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Svavar Jónsson og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.