Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1977 HreinnPálsson for- stjóri—Minning Útför Hreins Pálssonar fer fram f dag frá Frfkirkjunni kl. 10.30. Hreinn Pálsson fv. forstjóri Olfuverzlunar tslands andaðist hinn 28. desember s.l. á 76 aldurs- ári á Borgarspítalanum. Hið síðustu ár átti Hreinn við alvar- iegan heilsubrest að strfða, en hafði lengst af ævi sinnar verið stálhraustur og hið mesta þrek- menni. Ekki er það ofmælt, að Hreinn Pálsson hafi verið einn þeirra fáu tslendinga, sem svo að segja hvert mannsbarn í landinu kannaðist við. 1 augum sveitunga sinna var hann eitt margra og glæsilegra barna Páls Bergssonar útgerðar- manns og kaupmanns í Ólafsfirði og Hrísey og konu hans Svan- hildar Jörundsdóttur hákarlafor- manns Jónssonar. Hreinn var for- ystumaður f atvinnu- og félags- málum sveitar sinnar og var kvaddur með söknuði, er hann yfirgaf átthagana. I augum listelskra manna var hann hinn vinsæli söngvari, „sá sem kveða kunni kvæðin ljúfu, þýðu“. Mörgum tslendingum, ungum sem öldnum, hlýnaði um hjartarætur, er hann söng hið gullfagra ljóð Hannesar Hafsteins, sem hefst á þessu erindi: „Kolbrún, mín einasta ástfólgna Hlín, mfn aleigan dýrmætust löngu, svo ertu þá komin aftur til mfn um óraveguna ströngu." ★ ★ ★ Vorið 1926 hafði Hreinn tekið farmannapróf frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 25 ára gamall og gerzt skipstjóri á gufu- skipinu Andey. Tók Hreinn skipið á leigu ásamt Haraldi Thorlaciusi stýrimanni og Einari Malmquist Þorvaldssyni kennara og út- gerðarmanni í Hrísey. Gerðu þeir Andeyna út á sfldveiðar sumarið 1926.Síldarafli í herpinót var tregur þetta sumar og tekjur annarra en reknetabáta rýrar. Hreinn lagði þá um haustið í Bjarmalandsför til Reykjavfkur til að afla sér skotsilfurs með söng sínum. Ég var svo heppinn að vera meðal áheyrenda á fyrstu söngskemmtun Hreins f borginni. Var tæplega hálfskipað í sæti í Nýja bfói, en undirtektir ágætar. Hreinn endurtók sfðan söng- skemmtunina dag eftir dag við húsfylli. Fyrst í Nýja biói, siðan i Frikirkjunni, Gamla bíói og fleiri samkomuhúsum borgarinnar. Á árunum 1926—1940 hélt hann söngskemmtanir víða um land við góða aðsókn. Hljómplötur hans hafa verið mjög vinsælar og eru það enn. Hreinn hafði stundað sönglist allt frá 18 ára aldri. Var hann einsöngvari i ýmsum söngfélög- um i Hrísey, á Akureyri og í Reykjavík. Vilhelm Kristofer Herold var langfrægastur söngmanna Dana um sfna daga. Hann fæddist árið 1865 í Borgundarhólmi. Herold náði heimsfrægð sem tenor- söngvari og tónskáld. Hann var stjórnandi Óperunnar í Khöfn árin 1922—1924. Þar bar fundum þeirra Hreins saman, er Hreinn var um tvitugt, þá háseti á Lagar- fossi og síðar á Gullfossi eldra. Hreinn var ófeiminn og gekk á fund Herolds nokkrum sinnum og lét hann heyra söng sinn. Hvatti Herold Hrein til söngnáms og taldi, að Hreinn gæti með söng- námi átt miklar framavonir í sönglistinni. Ekki varð þó úr því að Hreinn héldi inn á þá náms- braut. Mörg nærtækari verkefni biðu hans á næsta leiti. ★ ★ ★ Hreinn Pálsson kvæntist Lenu Andreasdóttur Figveds kaupmanns á Eskifirði 18. okt. 1927. Hún fæddist 12. mai 1903 I Stavanger í Noregi, alsystir Jens Figveds forstjóra KRON í Rvk f. 11 maí 1907, d. 23. júni 1945. Marie var móðir þeirra, gæða- kona, norskrar ættar. Lena Figved hafði stundað nám I sjúkraleikfimi og nuddi úti I Kaupmannahöfn í 2'á ár. Fékk hún vottorð um kunnáttu sína i þessum greinum frá Den alminde- lige danske Lægeforening hinn 12. janúar 1924. Fór hún þaðan til Fáskrúðsfjarðar og vann um tíma á lækningastofu Georgs Georgs- sonar læknis og við lyfjabúðina á staðnum. Stundaði hún jafnframt eigin sjúklinga. Þar sáust þau Hreinn fyrst, en kynntust ekki fyrr en síðar, þvi að Lena hélt fljótlega suður til Reykjavíkur og réð sig til Jóns Kristjánssonar nuddlæknis, sem rak nudd- lækningastofu I Miðstræti. Jafn- framt stundaði hún eigin sjúklinga. Hreinn var skipstjóri á l.v. And- ey, sem gerður var út frá Eski- firði, þar sem foreldrar Lenu áttu heima. Þá lágu leiðir þeirra aftui saman. Þeim Lenu og Hreini varð fjögurra barna auðið. Þau eru: 1. Erna f. 8. júlí 1928. Gift Svan Friðgeirssyni stöðvarstj. i Laugar- nesi. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 2. Hreinn f. 6. júli 1929, skipstjóri og útgerðarstjóri Björgunar h/f eiganda dælu- skipanna Sandeyja I og II. Kvæntur Þóreyju Sveinsdóttur frá Akureyri. Þeim hefur orðið fimm barna auðið og tveggja barnabarna. 3. María Andrea f. 28. ágúst 1938. Tók B.A-próf frá H.I. Gift Helga arkitekt Hjálmars- syni Vilhjálmarssonar ráðuneytis- stjóra. Þau eiga eina dóttur. 4. Eva f. 20. okt. 1947 viðskiptafræð- ingur. Gift Ágústi Einarssyni við- skiptafræðingi hjá LÍÚ i Rvk. Þau eiga tvö börn. Allt er þetta myndarfólk eins og það á kyn til. Hefði Hreinn lifað til næsta hausts, myndu þau hjón hafa átt gullbrúðkaup. ★ ★ ★ I augum sjómanna og útvegs- manna var Hreinn aflasæll skip- stjóri, framtakssamur og úrræða- góður útgerðarmaður. Hann var um langt skeið I forystusveit í hagsmunasamtökum bæði sjómanna og útgerðarmanna. Hreinn átti frumkvæði að þvi að setja á stofn Verðlagsráð sjávarútvegsins, hliðstætt þvi sem bændur höfðu áður gert með stofnun Framleiðsluráðs land- búnaðar. ★ ★ ★ Hreinn Pálsson var forstjóri Olíuverzlunar Islands h.f. frá 1948 þar til hann lét af þvi starfi 65 ára gamail, er hann tók að kenna vanheilsu, en hélt áfram sæti sínu I stjórn fyrirtækisins. Hreinn innti forstjórastarf sitt hjá'Olíuverzluninni af höndum með ágætum. Hann hafði mjög náið samband við viðskiptamenn fyrirtækisins og umboðsmenn þess á hinum ýmsu stöðum víðs vegar um landið Bygging hinnar miklu stöðvar félagsins I Laugarnesi hafði hafizt árið 1946, en stöðvast vegna þess að neitað var um nauð- synleg innflutningsleyfi fyrir járni I olíugeyma og fl. Þann hnút hafði Hreini tekist að leysa með atbeina Jóhanns Þ. Jósefssonar sjávarútvegsráðherra I stjórn Stefáns Jóhanns 1947, áður en Hreinn tók sjálfur við forstjóra- starfinu hjá Olíuverzlun Islands árið 1948. Var það þrekvirki að kojna upp hinni miklu birgða- og geymslustöð fyrir díselolíu, fuel- olíu, benzín o.fl. I Laugarnesi á þessum árum, þegar alls kyns inn- flutningshaftafargan var I al- gleymingi. Einnig átti Hreinn þátt I því að semja um kaup OIiu- verzlunar Islands á eignum B.P. á Islandi með viðráðanlegum kjör- um, sem reyndust hagstæð. Hreinn stjórnaði frá Siglufirði síldarleit með flugvélum sumrin 1945 og 1946. Þá bar svo til eitt sinn, að annar síldarleitar- flugmaðurinn kallaði upp Siglu- fjarðarradio og sagði að vélin væri orðin benzínlaus og væri hún að nauðlenda á Grlmseyjar- sundi. Á hálftíma tókst Hreini að skipuleggja leit sildveiðiskip- anna, sem þá lágu mörg I höfn á Siglufirði og streymdu skipin út á sundið og skyldu leita að hinni týndu vél. Hægviðri var, en þokan niðdimm. Vélin fannst og flug- mönnunum tveim var bjargað. ★ ★ ★ Frá foreldrum Hreins er kominn mikill ættbálkur. Ellefu börn þeirra náðu fullorðins aldri, en tvö önduðust f bernsku. Rúmsins vegna er ekki unnt á þessum stað að nafngreina barna- börnin. Verður að nægja að nefna tölu þeirra. Hins vegar eru makar tilgreindir. Börn þeirra Páls og Svanhildar voru: 1. Svavar f. 6. apríl 1898, d. 6. júní 1920, 22 ára, ókvæntur og barnlaus. Hann var námsmaður ágætur og glæsimenni. 2. Eva f. 11. sept. 1900. M. Jóhann Kroyer verzlunarstjóri hjá KEA. Varð þeim tveggja barna auðið og fjögurra barnabarna. 3. Hreinn (sjá að framan). 4. Pálina andaðist I bernsku. 5. Gestur f. 24. sept. 1904, d. 27. marz 1969, lög- fræðingur og leikari. Skrifstofu- stjóri hjá Tóbakseinkasölunni og fl. ríkisfyrirtækjum. Kona 3. aprfl 1926 Dóra f. 11. sept. 1904, d. 4. okt. 1974. Ðóttir Þórarins B. Þor- lákssonar listmálara og bóksala I Rvk og konu hans Sigrfðar Snæbjarnardóttur kaupmanns á Akranesi Þorvaldssonar. Þeim Gesti og Dóru varð f jögurra barna auðið. 6. Bjarni f. 27. júlí 1906, d. 17. febr. 1967, vélstjóri og véla- sali. Hann var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir f. 1903, en dáin 23. júli 1929. Þau voru barnlaus. önnur kona hans var Asta Jónas- dóttir læknis og alþm. á Sauðár- króki. Eiga þau 3 börn á lífi. Þau skildu. Þriðja kona Bjarna var Matthildur Þóra Þórðardóttir Einarssonar og Sólveigar Bjarna- dóttur. Þau voru barnlaus. 7. Drengur, andaðist óskírður nýfæddur. 8. Guðrún Pálína f. 15. nóv. 1909, kennari. Giftist 15. sept. 1934 Héðni forstjóra og alþm. Valdemarssyni ritstjóra As- mundssonar og konu hans Bríetar Bjarnhéðinsdóttur Sæmunds- sonar. Þau Guðrún og Héðinn áttu eina dóttur Bríeti leikkonu. Héðinn var f. 26. mal 1892, d. 12. sept. 1948. 9. Gunnar f. 28. des. 1911, d. 13. nóv. 1976, skrifstofu- stjóri Fiskimálanefndar. Kona Ingileif Brýndls Hallgrlmsdóttir stórkaupmanns og alþm. og konu hans Áslaugar Geirsdóttur Zoega rektors Tómassonar. Þeim Ingi- leif og Gunnari varð fjögurra barna auðið, sem öll eru á lífi. 10. Jörundur f. 20 des. 1913, arkitekt og listmálari. Kona Guðrún Stefánsdóttir á Akureyri Stefáns- sonar. Börn þeirra eru tvö. 11. Margrét f. 3. ágúst 1916, d. 21. sept. 1960. M. Jóhannes Halldórs- son skipstjóri og útgerðarmaður. Bjuggu á Akureyri og síðar I Rvk. Stundaði útgerð frá Grindavík. Þeim varð þriggjs barna auðið, sem nú eru öll gift og eiga afkomendur. 12. Bergur skip- stjóri f. 13. sept. 1917. Kona Jónina Sveinsdóttir frá Steindyr- um á Látraströnd alsystir Mörtu konu Guðmundar Jörundssonar úterðarmanns. Þau Bergur og Jónína eiga fjögur börn. 13. Svavar f. 23. sept. 1919. Viðskipta- fræðingur frá H.l. 1941, löggiltur endurskoðandi 1945. Forstjóri Sementsverksmiðju ríkisins frá 1968. Kona Sigríður Stefánsdóttir vatnsveitustjóra á Akureyri Ölafssonar lögregluþjóns I Rvk. Þau Sigriður og Svavar eiga sex börn. öll börn Svanhildar og Páls út- gerðarmanns fæddust I Ólafsfirði nema tvö þau slðasttöldu sem fæddust I Hrísey. ★ ★ ★ Hreinn var vörpulegur á velli, glettinn og gamansamur og kom vel að sér mönnum sem sagt er um þá, sem eru alþýðlegir og eiga auðvelt með að ræða við hvern sem er sem jafningja, enda var hann mjög vinmargur og vinsæll. Attu vel við hann orð Hávamála: „Glaður og reifur skyli gumna hver unz sinn bíður bana“. Gamall síldveiðiskipstjóri rifjaði það upp nýlega, að hann og fleiri skipstjórar minntust þess enn I dag, þegar Hreinn hafi setzt á brúarvænginn á Andey I kvöld- kyrrð i sólmánuði norður á Málm- eyjarfirði I landvari við Málmey. Þá hóf hann slaginn með söng og lék sjálfur undir á harmoniku og skips- hafnir hinna skipanna tóku undir. Þetta er ógleymanleg stund öllum þeim er þar voru, sagði hinn aldni skipstjóri.' Góðvild og glæsimennska þeirra Lenu og Hreins var lands- kunn. Gestrisnari hjón voru vand- fundin. Ánægjulegt var að koma á heimili þeirra i Hrlsey, á Akur- eyri og ekki slzt að Selvogsgrunni 20 I Reykjavík, þar sem smekkvísi hjónanna og menning blasti við augum. Máttu allir sjá, að með þeim hjónum var jafnræði. Ég og fjölskylda mín kveðjum nú góðan vin með söknuði og óskum honum góðrar ferðar yfir landamærin til nýrrar og betri veraldar. Sveinn Benediktsson Veturinn 1920 — 1921 sátum við bekkjarsystkinin I 2, bekk I gamla G. A. Séra Geir Sæmunds- son, ljúfmennið með englarödd- ina, kenndi okkur dönsku. Nú stóð svo á, að I lexíu dagsin var miðsumarsöngur Lange-Miillers, Vi elsker vort Land, og séra Geir stingur upp á þvl, að við kyrjum erindin öll saman. Enginn skarst úr leik, og mun hafa verið hlutað I kennslustofunum báðum megin við. Þegar er söngnum sleppti, endurtók einhver I næstu stofu lagið og gerði það með glæsibrag og stældi rödd séra Geirs. Prestur bað mig að gá, hver þetta væri. Svaraði ég því til, að þess þyrfti ég ekki, þetta væi Hreinn Páls- son, Bergssonar frá Hrísey. „Já, einmitt,“ svaraði prestur, „fannst ykkur þetta ekki laglega gert hjá piltinum?" „Jú, frábærlega," svöruðum við. Seinna lék Hreinn það að syngja fyrir fullu húsi víðs vegar um land, og það nokkur kvöld i röð, I Reykjavík, á Akureyri og víðar. Oft söng Hreinn einsöng hjá Geysi og Kantötukór Akur- eyrar, og mikið var sungið á heimili Ingimundar Árnasonar, þegar Hrein bar að garði. Heyrt hefi ég sjómenn minnast þess, er sfldveiðiflotinn lét reka á lognkvöldum á Grímseyjarsundi, biðandi eftir því, að síldin léti á sér kræla, að þá hafi það oft komið fyrir, að Hreinn hafi sung- ið I brúnni á skipi sínu, Andey, svona sér til hugarhægðar, en þeim til yndisauka. Hreinn var fæddur fyrirmaður og góður félagi, mikill og glæsi- legur að vallarsýn, stilltur og hlýr og átti létt með að gleðjast með glöðum. Við gömlu félagarnir I Geysi og Kantötukór Akureyrar sendum frú Lenu og börnum þeirra hjóna einlægar samúðarkveðjur og biðj- um guð að blessa minningu Hreins. Hermann Stefánsson. Á þeim löngu liðnu árum, áður en útvarp kom til sögunnar hér á landi, þegar íslenzkar hljómplöt- ur voru varla til og sjónvarp ekki einu sinni fjarlægur framtíðar- draumur, þurfti meira en nú er orðið til að verða þjóðkunnur og mikilsvirtur söngvari á Islandi. Slikir menn hittu áheyrendur slna helzt I fátæklegum og oft óvistlegum samkomuhúsum eða skólahúsum, venjulega eftir langar og strangar ferðir milli landshluta eða byggðarlaga, einatt með strandferðaskipum. Var þá ekki að þvl spurt, hvaða tlmi þætti heppilegastur til tón- leikahalds: skipin urðu að halda áætlun sinni. Hljóðfæri voru fá og víða léleg eða lítt stillt að minnsta kosti, og ekki var talið eftir sér, ef svo bar undir að bera planó nokkurn vegarspotta til tónleika- salarins, ef þar var ekki hljóðfæri fyrir. Báðir lögðu þvl mikið á sig, listamennirnir og njótendur listarinnar og ef til vill varð líka ánægjan að þvl skapi meiri en verða vill nú, þegar tónaflóðið dynur á eyrum manna dag út og dag inn, án þess að nokkuð sé fyrir því haft, og raunar hvort sem ljúft er eða leitt. Einn þeirra fáu söngvara, sem gersigruðu íslenzku þjóðina við þessi erfiðu skilyrði þegar á árunum fyrir 1930, var ungur út- gerðarmaður og skipstjóri úr Hrísey: Hreinn Pálsson. Af nafni hans stóð mikill ljómi, og enn mun mörgu rosknu fólki hlýna um hjartarætur, þegar söngur hans frá þvl hann var I blóma lífsins heyrist af hljómplötum I útvarpinu eða annars staðar. Hér verða ekki rakin borgara- leg störf Hreins Pálssonar og um- svif á ýmsum sviðum atvinnu- lifsins, hvorki þar nyrðra né hér syðra. Hitt líður mér seint úr minni, er ég heyrði hann fyrst syngja, ungur skólapiltur á Akur- eyri, skömmu eftir 1930, og mikill sómi þótti mér að teljast um hríð söngmaður I kór, þar sem hann mátti heita fastur einsöngvari. Siðan lágu leiðir okkar ekki saman, fyrr en hann gerðist félagi I karlakórnum „Fóstbræðrum“, skömmu eftir að hann fluttist hingað til Reykjavíkur, en ég var þá söngstjóri kórsins nokkur ár. Þann tlma var hann ein af máttar- stoðum kórsins, bæði sem söng- maður og félagi, og mjög sópaði að honum I söngmannahópnum, svo höfðinglegur maður sem hann var að vallarsýn. Margar góðar minningar geyma gamlir „Fóst- bræður" um hann frá þessum árum, ekki sízt úr mikilli söngför sem farin var til meginlands Evrópu haustið 1954. Eftir að hann hætti virkri þátttöku i „Fóstbræðrum“, varð hann einn traustasti félagi „Gamalla Fóst- bræðra'1, og síðustu árin, þegar hann var sjúkur orðinn, hélt hann enn tryggð við þann félagsskap, og kom á „æfingar", þegar heilsan leyfði. Var það jafnan fagnaðarauki. Fyrir allt þetta hef ég verið beðinn að færa fram innilegar þakkir beggja félaganná, „Fóst- bræðra" og „Gamalla Fóst- bræðra", um leið og ég sendi fjöl- skyldu Hreins Pálssonar samúðarkveðjur á þessari skiln- aðarstund. Jón Þórarinsson Hreinn Pálsson, fyrrverandi forstjóri Oliuverzlunar tslands hf„ er I dag kvaddur hinztu kveðju. Hann er horfinn sjónum jarðlegra og skammsýnna augna samferða mannanna og er mikill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.