Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 1977
13
Tollskrárfrumvarpið:
Fataiðnaði veitt lakari
kjör en öðrum iðngreinum
% EINS og komið hefur fram í Morgunblaðinu hafa
talsmenn fslenzks iðnaðar verið mjög ðánægðir með þá
tollalegu aðstöðu, sem þeir álfta iðnaðinum vera búna og
hafa þeir jafnvel gengið svo langt að tala um tollvernd,
sem íslenzk stjðrnvöld veita erlendum iðnaði í sam-
keppni við íslenzkan iðnað. Fyrir jðl lagði ríkisstjórnin
fram nýtt tollskrárfrumvarp, sem meðal annars á að
bæta íslenzkum iðnaði þennan aðstöðumun, með lækkun
eða niðurfellingu innflutningsgjalda af hráefnum og
f j árf estingarvörum.
Davíð Scheving Thorsteinsson,
formaður Félags islenzkra iðnrek-
enda, sagði Morgunblaðinu I gær
að iðnrekendur væru þeirrar
skoðunar að tollskrárfrumvarpið
væri til verulegra bóta en þó
væru á þvi ýmsir agnúar. Fataiðn-
aðurinn væri samkvæmt frum-
varpinu til dæmis ekki látinn
njóta sömu kjara og aðrar iðn-
greinar og þyrfti hann ennþá að
greiða tolla af sinum hráefnum.
Þá benti Davlð á að iðnaðurinn
þyrfti enn að greiða há opinber
gjöld af ýmsum nauðsynlegum
tækjum, hlutum og varahlutum.
0 Gosdrykkjaverksmiðjan Sani-
tas hefut tekið að sér dreifingu á
pilsner og maltöli fyrir gos-
drykkjaverksmiðjuna Sana á Ak-
ureyri. Mun Sanitas dreifa þess-
um tveim drykkjum á öllu dreif-
Þessi gjöld sem eru tollar, vöru-
gjald og söluskattur nema oft um
80% af verði vörunnar.
„Þá er ég mjög óánægður með
meðferðina á fiskiðnaðinum,"
sagði Davíð. „Það er hneyksli að
hann borgi 30.5% innflutnings-
gjald af sínum vélum á meðan
erlendur fiskiðnaður býr við toll-
frelsi. Þetta er aðeins til þess að
draga niður lífskjör á íslandi."
Davlð sagði að I 3. grein toll-
skrárfrumvarpsins væri veitt
heimild til að leiðrétta ýmsa
agnúa þar á meðal það misrétti,
sem fataiðnaðurinn er látinn búa
ingarsvæði sfnu sunnan og suð-
vestanlands, en það nær austur að
Kirkjubæjarklaustri og vestur
um Snæfellsnes. Samkomulag
verksmiðjanna nær ekki yfir
dreifingu annarra gosdrykkja.
við. Kvaðst Davíð bjartsýnn á að
fataiðnaðurinn fengi leiðréttingu
sinna mála, en það ylti á þvl hvort
framkvæmd tollskrárlaganna yrði
I þeim anda sem 3. greinin er.
Bjarni Björnsson, forstjóri
Dúks h.f. sagði að það ylli honum
vonbrigðum að ekki skyldi vera
hægt að láta fataiðnaðinn, sem
erlendis hefur orðið harðast úti
vegna fríverzlunarbandalaga,
njóta sömu kjara og aðrar iðn-
greinar. Sagði hann að tollar af
dúk, sem er mikilvægasta hráefni
fataiðnaðarins, verði yfirleitt 4 til
11%, ef frumvarpið verður sam-
þykkt, en það felur I sér 4% tolla-
lækkun.
Sagði Bjarni það vera spurn-
ingu um 20 til 30 milljónir fyrir
ríkissjóð hvort tollar af dúk yrðu
algerlega felldir niður og hefði
skipt mun meira máli fyrir hann
ef tollalækkunum úr 25% I 20%.
Aðspurður sagði Bjarni að Is-
lenzki fataiðnaðurinn hefði fram
til þessa staðið sig vel I sam-
keppni við erlendan fataiðnað, en
það væri vafaatriði hvort hann
gerði það áfram. Tollar á fullunn-
um fatnaði hafa verið lækkaðir úr
65% I 20% og taldi Bjarni málin
vera komin á það stig að vafamál
væri hvort islenzki fataiðnaður-
inn gæti staðið sig. Benti hann á
að nokkrar greinar fataiðnaðarins
hefðu þegar lagst niður eins og
skyrtuframleiðsla.
Hann benti einnig á þá athyglis-
verðu staðreynd að útflutningur
fataiðnaðarins hefði aukist á með-
an hlutdeildin á innlendum mark-
aði hefði minnkað.
Sanitas dreifir
Sana drykkjum
gjaldmiðla þá er það almenn skoðun
að viðkomandi ríkisstjórnir hafi þar
einnig haft hönd í bagga
Grunur leikur einnig á um að efna-
hagslega sterk rlki eins og Japan og
Vestur-Þýzkaland hafi notað fljótandi
gengi I eiginhagsmunaskyni. Með
leyndum afskiptum af gjaldeyris-
mörkuðum hafa efnahagslega sterk
lönd reynt að tefja fyrir hækkun gjald-
miðla sinna auðvitað I þeim tilgangi að
koma I veg fyrir að viðskipti tapist í
hendur keppinauta
Það sem gerir þennan grun þeim
mun alvarlegri er að eina sjáanlega
leiðin til efnahagslegrar viðreisnar
Evrópu og Japans er aukinn útflutning-
ur. Allt frá upphafi hefur útflutningur
verið meiriháttar hvati á efnahagslegan
uppgang. Nú var búist við að aukin
fjármunamyndun myndi hraða efna-
hagsafturbata En fjármagnið kom
aldrei fram og er ekki að sjá að svo
verði á næstunni og þvl hafa þjóðir
heims enn treyst á aukningu útflutn-
ings til að mæta samdrætti innanlands.
Þetta stefnuval rfkisstjórna, þ.e.a.s.
að leggja alla áherslu á að auka útflutn-
ing gerir það freistandi fyrir þær að
hafa rangt við á gjaldeyrismörkuðum
til að bæta samkeppnishæfni sina
Afleiðingin hefur orðið meiri sam-
keppni og tortryggni. sem leitt hefur til
tilhneiginga til að grípa til innflutnings-
hafta og strangara eftirlits með sölu á
erlendum gjaldeyri. ítalir hafa t.d sett
7% vörugjald á innflutning en áður
höfðu þeir reynt að takmarka innflutn-
ing með innborgunargjaldi, svipuðu og
gilti á íslandi 1 974 í Frakklandi stend-
ur til að auka gjaIdeyriseftirlit og herða
á reglum um meðferð erlends gjaldeyr-
is og Bretar hugsa alvarlega um að
koma á innborgunargjaldi vegna inn-
flutnings og kvótakerfi Þá eru flest
Evrópulönd á því að innflutningskvótar
verði settar á japanskar vörur eða inn-
flutningur þeirra takmarkaður á ein-
hvern hátt, en þau álíta að Japanir hafi
notið um of þess að yenið hefur verið
of lágt skráð.
Ljóst er að hvað sem segja má um
kosti fljótandi gengis. þá hefur það
ekki leitt til þess stöðugleika. sem í
upphafi var ætlað Það hlýtur þvi að
vera stofnunum eins og Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum og Efnahagsbandalaginu
mikið kappsmál að skapa kerfi sem að
sem mestu leyti útilokar afskipti
einstakra ríkisstjórna af gjaldeyris-
mörkuðum en það er forsenda þess að
stöðugleiki alþjóðlegra peninga-
markaða verði varðveittur
Arnarflug:
Sækir um levfi
til áætlunarflugs
ARNARFLUG hefur sótt um
heimild til að hefja áætlunarflug
til ýmissa landa, að þvf er Bryn-
jólfur Ingólfsson. ráðuneytis-
stjóri 1 samgönguráðuneytinu,
staðfesti I samtali við Mbl. 1 gær.
Er þar bæði um að ræða lönd sem
Loftleiðir og Flugfélagið hafa
áætlunarflug til, en einnig ýmiss
önnur lönd. Beiðni þessari verður
vfsað til umsagnar flugráðs nú á
næstunni.
Þá sneri Morgunblaðið sér til
Magnúsar Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Arnarflugs, og
spurði hann hvaða lönd það væru
einkum sem félagið hefði hug á
að hefja áætlunarflug til. Magnús
kvaðst ekkert vilja ræða um þetta
atriði á þessu stigi eða þar til
flugráð hefði fjallað um málið.
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Sjálfstæðishúsinu Bolholti 7 á
laugardögum frá klukkan 14:00 til 16 00 Er þar
tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum ogábendingum
og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér
viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 8. janúar verða til viðtals
Ólafur B. Thors. borgarfulltrúi,
Bessi Jóhannsdóttir, varaborgarfulltrúi.
VIÐTALSTIMI
Til Oddvita
I þessum mánuði verða póstlög ýmis gögn til
trúnaðarmanna Sambands dýraverndunar-
félaga íslands.
Skorað er á þá ottvita sem enn eiga eftir að
tilnefna trúnaðarmann fyrir S.D.Í. að gera það
nú þegar. Stjórn Sambands
dýraverndunarfélaga íslands.
hugsaðu um
fætuma
Þetta er kuldaskórinn
í snjóinn, loðfóðraður
með þykkum hrágúmísóla
fyrir 8.000 krónur.
SKÓBÚÐIN SUÐURVERI GRÁFELDUR HF
Stigahlíð 45 sími 83225 Ingólfsstræti 5 sími 26540