Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1977 3 Setudómarinn í handtökumálinu: „Sakbending fór vel fram og eftir settum reglum” — ÉG HEF ekki fengið skýrslu um sakbendinguna i Keflavík, en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið, fór hún mjög vel fram og alveg eftir settum reglum, sagði Stein- grímur Gautur Kristjáns- son, setudómari í hand- Skartgrip- um fyrir 600 þúsund kr. stolið NOKKUR innbrot voru framin í fyrirtæki f miðborg Reykja- vfkur f fyrrinótt. Stærsti þjófnaðurinn var framinn f heildverzlun einni, en þar var tekinn mikill fjöldi gullhúð- aðra skartgripa af ýmsum gerðum. Er verðmæti þeirra áætlað um 600 þúsund krónur. Málið er f rannsókn. tökumálinu, í samtali við Mbl. í gær, en komið hefur fram hér i blaðinu að Haukur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður hefur ýmislegt við sak- bendinguna að athuga, og hefur falið lögfræðingi sínum að kanna málið. Steingrímur sagði að margvfs- legur misskilningur hefði komizt á kreik í sambandi við þessa sak- bendingu, t.d. sá að hann sem dómari í málinu hefði átt að sjá um sakbendinguna og' boða til hennar, en ekki lögreglustjórinn f Keflavík. Það rétta væri, að í 5. kafla laga um meðferð opinberra mála, en sá kafli fjallaði um lögreglumenn og upphaf rannsóknar, væri sakbending nefnd í 35. grein, þannig að greinilega væri um verk lögreglu að ræða en ekki sakadóms. Þegar Steingrfmur var spurður um boðun eiginkonu og þriggja systra Hauks í sakbendinguna, sagði hann að það væri misskiln- ingur að þær væru kallaðar til sem vitni. „Þær voru ekki þarna bara til að uppfylla töluna,“ sagði Steingrfmur, en vildi ekkert nánar úttala sig um þetta atriði. V atna vextir MIKIL flóð urðu f Stóru Laxá og Hvftá við Auðsholt á mánudag- inn. Skemmdust girðingar verulega af þeim sökum og vegir spilltust, auk þess sem naumlega tókst að bjarga 19 hrossum frá Unnarsholtskoti. Á Hellu urðu einnig talsverðar skemmdir í þessum vatnavöxtum, en flóðin sjötnuðu fljótlega eftir að árnar höfðu rutt sig og kólna tók f veðri á ný. 1 gær var hvass útsynningur á Suðurlandi og gekk á með éljum. Meðfylgjandi mynd tók Sigurður Sigmundsson f Syðra Langholti á mánudaginn og sýnir hún vatnavextina. AJfabrenna í Kópavogi BJÖRGUNARSVEITIN Stefnir stendur fyrir álfa- brennu í Kópavogi á morg- un á æfingasvæði UBK sunnan Fifuhvammsvegar. Kveikt verður i brennunni klukkan fimm síðdegis, en sitthvað fleira verður auk þess til skemmtunar. Hestamannafélagið Gustur sér um hópreið með log- andi kyndla og koma reið- mennirnir á fákum sínum ofan úr heiðinni með álfa- kóng og álfadrottningu í broddi fylkingar. Þá flytur Leikfélag Kópavogs þjóð- sögulegan þátt, síðustu jólasveinarnir koma og kveðja og björgunar- sveitarmenn sjá um flug- eldasýningu. Aðgangur að brennusvæðinu er ókeypis, en hins vegar munu Stefnismenn selja þarna merki félagsins. Fyrsti pólski skuttogar- inn af minni gerd kemur til landsins í næstu viku Stofnfundur salt- verksmið ju haldinn um miðjan febrúar SAMKVÆMT lögum frá þvf f maí síðastliðnum hefur verið ákveðið að stofna hlutafélag, sem hafi að markmiði að kanna aðstæður til að reisa og reka saltverksmiðju á Reykjanesi og annast undirbúning þess, að slfku fyrirtæki verði komið á fót, m.a. með því að reisa og reka tilraunaverkmsiðju. Með saltverkmsiðju er f lögum átt við iðjuver til vinnslu á salti, natríumklórfði fyrir innlendan og erlendan markað og hagnýtingar á efnum, sem til falla við þá vinnslu. Samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu hefur verið ákveðið að aðild að félaginu sé öllum innlendum aðilum heimil, einstaklingum og stofnunum eða félögum, sem áhuga hafa á mál- inu, og geta stofnendur skráð sig fyrir hlutafé hjá iðnaðarráðu- neytinu fyrir 1. febrúar næstkom- andi, en þar liggja fyrir drög að stofnsamningi og samþykktum fyrir félagið. Lágmarkshlutaf járframlag hvers stofnanda er 20 þúsund krónur og er við það miðað að 5 þúsund krónur af hlutafjárloforð- inu eða 'A hluti þess sé greiddur innan viku frá stofnfundi. Stofn- fundur verður haldinn 15. febrúar, enda hafi þá fengizt nægilegt hlutafjárloforð að mati stofnenda á stofnfundi. Eins of fram kom í Morgunblað- inu fyrir tveimur dögum, eru 7 sveitarfélög á Reykjanesi nú að kaupa háhitasvæðið, þar sem fyrirhugað er að gera tilraunir með saltverkmsiðjuna af bræðrunum Katli og Oddi Ólafssonum fyrir samtals 21 milljón króna, en samningurinn milli bræðranna og sveitarfélag- anna var háður fullgildingu stjórna sveitarfélaganna sjö, því að enn hafa aðeins bæjarstjórar eða sveitastjórar sveitarfélaganna undirritað hann. STÆRSTI skuttogarinn af þremur, sem að undan- förnu hafa verið í smíði í Póllandi fyrir íslendinga, er væntanlegur til heima- hafnar sinnar, Sandgerðis, síðari hluta næstu viku. Þessi togari, en þeir eru allir af minni gerð er um 480 lestir, nefnist Ólafur Jónsson og er í eigu Miðness h.f. Hinir togar- arnir tveir nefnast Bjarni Herjólfsson og Klakkur, og er Bjarni I eigu fyrirtækja á Stokkseyri og víðar í Árnessýlu en Klakkur fer til Vestmannaeyja. Bjarni Herjólfsson mun koma til Karlsefni fékk 144 kr. á kílóið SKUTTOGARINN Karlsefni frá Reykjavfk seldi um 180 lestir af fsfiski f Bremerhaven f gær fyrir 25,8 milljónir króna og er meðalverð á hvert kfló kr. 144 eða tveimur kr. hærra en var hjá Vigra f fyrra- dag. Laxárvirkjunarsvæðið tengt Landsvirkjun í næstu viku BYGGÐALÍNAN norður , sem tengja mun veitusvæði Laxárvirkjunar við veitusvæði Landsvirkjunar, mun verða formlega tekin f notkun næstkomandi fimmtudag með þvf að iðnaðarráðherra, Gunnar Thor- oddsen, opnar Ifnuna á Rangárvöllum f Eyjafirði, en þar er aðveitustöð fyrir Akureyri. Mun þessi Ifna geta flutt þegar f stað 4 megawött frá Landsvirkjunarsvæðinu á Laxárvirkjunarsvæðið og ætti þetta afl að minnka að einhverju leyti rafmagnsskammtanir á Akureyri, þegar fshrafl hindrar nægilega raforkuframleiðslu f Laxá. Slíkt ástand var einmitt nyrðra f gær og var þá rafmagn skammtað á Akureyri. Sambandið, sem kemst á milli þessara tveggja veitusvæða, er fyrir tilstilli raflínu, sem lögð hef- ur verið yfir Holtavörðuheiði frá Vatnshömrum í Borgarfirði að Laxárvatni. Fer línan síðan þaðan í Varmahlíð, en þar tekur við „hundur Magnúsar Kjartansson- ar“ eins og línan frá Varmahlíð og austur hefur jafnan verið kölluð. Kemur hún nú fyrst að fullurn notum, en línan hefur verið notuð til þessa til að flytja rafmagn frá svæði Laxárvirkjunar og til Skagafjarðar. Samkvæmt upplýsingum Guð- jóns Valgeirssonar, fulltrúa hjá Rafmagnsveitum ríkisins, mun ástand þessara mála enn batna, er lögð hefur verið lína yfir Hval- fjörð til járnblendiverksmiðjunn- ar á Grundartanga, en sú lína verður 132 kílóvolta lína eða lina eins og sú, sem lögð hefur verið yfir Holtavörðuheiði. Mun þessi lína yfir Hvalfjörð hafa það í för með sér að unnt verður að flytja norður allt að 50 metawött. Nú mun unnt að flytja norður Holta- vörðuheiði allt að 19 megawötten talsvert af því er notað á leiðinni r.orður, svo að við núverandi að- stæður er ekki búizt við að Akur- eyringar eða notendur á Laxár- virkjunarsvæði fái meira en 4 megawött. Um næstu helgi mun ætlunin að prófa byggðalínuna og ef allt gengur samkvæmt áætlun — eins og Guðjón Valgeirsson hjá Rarik sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, verður unnt að opna hana formlega á fimmtudaginn að Rangárvöllum í Eyjafirði. Samkvæmt upplýsingum Knúts Framhald á bls. 18 landsins um mánaðamótin, en Klakkur um mánaða- mótin febrúar-marz. Ólafur B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Miðness h.f. i Sand- gerði, sagði f samtali við Morgun- blaðið í gær, að tekizt hefði að öllu leyti að koma f veg fyrir galla þá, sem komu fram í aðalvél eins togarans. Galfinn hefði uppgötv- azt strax á framleiðslustiginu og hefði t.d. vélin í Ólafi Jónssyni reynzt vel f reynslusiglingum. Mældist ganghraði skipsins 15.8 sjómílur, en i skipunum er 2200 hestafla aðalvél. „Einlægnin skipt- ir mestu máli” SIGFÚS Hafldórsson opnar mál- verkasýningu á Kjarvalsstöóum á morgun, laugardag. „Ég syndi sfð- ast hér f Revkjavfk árið 1974 en var sfðast með sýningu f Borgar- nesi f fyrra. Þessar myndir eru flestar málaðar ’75 — ’76. Þó er hér t.d. einn bás, sem með mynd- um frá námsárunum f Englandi, gerðar 1945 — myndir af bygg- ingum og vistaverum mfnum þar.“ Sigfús var við nám f leikmynda- gerð í Englandi, en á sýningunni eru einmitt nokkrar myndir af þeim vettvangi, leikmynd Sigfús- ar fyrir óperuna Igor fursti eftir Borudin. Þá eru margar manna- myndir, en flest þó málverkin af fslenzku landslagi og úr Reykja- vfk, einkum af gömlum húsum og götum. „Ég nota allt — olíu, vatnsliti, japanska krft, blýant, túss .... — Tengsl milli myndlistar og músfkur, nei, ekki hvað mig varð- ar, og þó, þegar ég var að vinna að Reykjavfkursýningunni minni, samdi ég ein 10 lög. En þetta er ekki eins og var þegar maður var stráklingur og vissi ekki f hvorn fótinn átti að stíga, að mála eða semja, nú held ég þessu alveg aðskildu. Að mála er meiri vinna — tónlistin, hún kemur svona af sjálfu sér.“ Og það kemur af sjálfu sér, að á miðju gólfi sýnangarsalarins stendur pfanóið — Sigfús ætlar að taka lagið „svona þegar þannig liggur á honum“. „En það er sama hvað maður er að gera, aðalatriðið er að vera einlægur, annað er bara hismi. Að gera alla hluti eins vel og manni er mögulegt, það skiptir mestu máli.“ Lýsing bóka — leiðrétting TVÆR setningar runnu saman f eina og nokkur orð féllu niður f grein Braga Ásgeirssonar, „Lýs- ing bóka“, í blaðinu i gær þar sem rætt er um pennateikningar f bók- inni „Punktur punktur komma strik”. Þar átti að standa: „For- sfða bókarinnar er sérkennileg, grípur og vekur forvitni um inni- hald hennar. Teikningar innan i bókinni eru mjög misjafnar.. o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.