Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977
3
„Nýjavélin
bæði kraft-
meiri og
öruggari”
segir Guðjón Jónsson flugstjóri um nýju
Friendship vél Landhelgisgæzlunnar
HIN nýja Fokker friendship flugvél Landhelgisgæzlunnar TF-
SYN lenti I fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli í gær kl. 17.20,
eftir tæplega fjögurra og hálfs klukkutfma flug frá Amsterdam í
Hollandi, þar sem vélin var afhent á miðvikudag. Flugstjóri á
heimleið var Guðjón Guðbjartsson, aðstoðarmaður Þórhallur
Karlsson og flugvélstjóri Torfi Jónsson.
Töluverður fjöldi fólks tók á
móti nýju vélinni, þar á meðal
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar, og
Guðmundur Kjærnested skip-
herra, en hann starfaði lengi á
flugvélum Gæzlunnar.
, Þessi vél er ansi mikið
Pétur Sigurðsson forstjóri Landhcigisgæzlunnar
heilsar Þórhalli Karlssyni aðstoðarflugmanni. Til
vinstri við þá eru Torfi Guðbjartsson og Guðjón
Jónsson.
Hin nýja Fokker friendship flugvél Landhelgisgæzlunnar á Reykjavíkurflugvelli
í gær.
breytt frá Friendship vélinni
SÝR, og er kraftmeiri og
öruggari" sagði Guðjón Jónsson
flugstjóri þegar Mbl. ræddi við
hann eftir komuna til Reykja-
víkur. „Fyrirkomulag á tækjum
er bæði betra og tryggara. Þá
hefur mikil breyting verið gerð
á rafmagnskerfi þessarar vélar
frá því sem það er i SÝR, þann-
ig að það er nú einfaldara og
öruggara. Þá eru hér fullkomn-
ari flugmælitæki og ennfremur
sjálfstýring, sem ekki er í
gömlu vélinni. Ennfremur má
geta þess að hreyflar þessarar
vélar eu öflugri og flýgur þvi
SYN 15—20 hnútum hraðar en
eldri vélin.“
Að sögn Guðjóns Jónssonar
liggur næst fyrir að seltuverja
nýju vélina, koma fyrir ýmsum
tækjum og þjálfa þrjá af flug-
mönnum Gæzlunnar.
Nafn vélarinnar SYN, er sem
fyrri nöfn skipa og flugvéla
Landhelgisgæzlunnar sótt í
goðafræði. í Snorra-Eddu,
Gylfaginningu, 34,xl, sem er
kaflinn um ásynjur, segir svo:
„SYN-hon gæti dura í höll-
inni og lýkur fyrir þeim, er eigi
skulu inn ganga, ok er sett til
varnar í þingum fyrir þau mál,
er hon vill ósanna, þvi er þat
Guðjón Jónsson flugstjóri í flugstjórasæti TF-SYN.
orðtak, at syn sé fyrir sett, þá er
maður neitar'".
TF-SYN hefur verksmiðju-
númerið 10545 og er 445. vélin,
sem Fokker framleiðir af þess-
ari gerð. Eldri vél Landhelgis-
gæzlunnar TF-SYR hefur verk-
smiðjunúmer 10269 og hefur
því verið 169. vélin, sem fram-
leidd var af þessari gerð. SYR
kom til landsins 1972, en smíða-
ár hennar er 1964 og er eldri
véln því á 13. ári.
Undirskrift samnínga um
kaup á nýju vélinni fór fram á
ísiandi 13. ágúst 1975 og skrif-
uðu undir samninginn fyrir
Islands hönd Ólafur Jóhannes-
son dómsmálaráðherra og
Matthias Matthiesen fjármála-
ráðherra.
Kaupverð TF-SYN er um 8,5
milljónir hollenzkra gyllina eða
um 650 milljónir króna.
Ljósm. Mbl ; KAX
Loðnusýni á flakki
NOKKUÐ erfiðlega hefur
gengið að koma loðnusýn-
um til Rannsóknastofnun-
ar fiskiðnaðarins frá
löndunarstöðvunum fyrir
norðan. Bæði hefur flug
legið niðri og eins hafa
aðrar orsakir átt hlut að
máli.
Emilía Martinsdóttir
efnafræðingur, sem sér um
mælingar á loðnunni sagði
i samtali við Morgunblaðið
í gær, að hún hefði átt von
á 19 loðnusýnum frá
Raufarhöfn í byrjun vik-
unnar, en þau hefóu ekki
komið til Reykjavíkur fyrr
en í gær. Að vísu hefðu
sýnin farið um borð í áætl-
unarflugvél á Raufarhöfn
á miðvikudag. Þaðan hefði
svo flugvélin haldið til
Þórshafnar, áður en lagt
var af stað til Akureyrar og
þaðan suður. Á Þórshöfn
hefðu bætzt fjölmargir far-
þegar í vélina og þá hefði
loðnusýnunum verið hent
út úr vélinni. Þegar hún
hefði farið að grennslast
fyrir um sýnin, hefði eng-
inn vitað neitt, en að end-
ingu hefðu þau fundist i
snjóskafli við flugvöllinn á
XN3HNNI
INNLENT
Þórshöfn. Sagði Emilía að
hætt væri við að loðnusýn-
in hefðu öll eyðilagst, ef
frost hefði ekki verið.
Þegar Morgunblaðið
hafði samband við Emilíu
var hún búin að greina 15
sýni í gær, en sagði að fjöl-
mörg væru eftir, bæði frá
Raufarhöfn og Siglufirði.
Meðalfitan í þessari loðnu
var 13,0—13,5% og þurr-
efnisinnihaldið var á bilinu
15,5—15,9%.
Guðni í
Sunnu hef-
ur keypt
„Ungfrú
ísland”
1 NYÚTKOMNU Lögbirtinga-
blaði er frá þvi skýrt, að Guðni
Þórðarson, Garðastræti 39
(Ferðaskrifstofan Sunna) hafi
keypt firmað Fegurðarsam-
keppni Islands, Ungfrú lsland
og Ungfrú Reykjavík með öll-
um þeim réttindum, sem firm-
anu fylgja. Seljendur eru
Hjörtur Blöndal og Einar D.
Einarsson, og í yfirlýsingu i
Lögbirtingablaðinu segja þeir
að þeim séu óviðkomandi allar
skuldbindingar firmans eftir
7. desember 1976. I yfirlýsingu
frá Guðna segir, að hann beri
alla ábyrgð á rekstri firmans
frá sama degi.
uma ái'stíma er flugþjónusta Vængja hf. einu
umöguleikar fól^sins í stórum byggöa-
ö fljúgumfreiiafeiajil:
, Gjögurs.
kkishólms, Búöardals, Suftureyrar, Siglufjaröar. B
Olafsvikur, Hvammstanga, Reykhóla, Hólmavíkur, Blönduóss F
Tökum aö okkur
leiguf lug. s
hvert á land semv er.
Höfum á aö skipa 9 og 19 farþega flugvélum.
öryggi • þægindi • hraðí
, VÆNGIR h/f
REYKJAVIKURFLUGVELLI — Símar 26066
26060