Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977 Guðbjartur boðaði símtal frá utanríkisráðherra Enginn hefur neitt það á mig að hann geti notað mig Framhald af bls. 32. að dómnum skyldí fullnægt eins og öðrum dómum skipti ég mér ekkert af þvi, var búinn að fá nóg af þessu. En sumarið 1976, kom enn ein kæran á manninn. Þá boðaði ég hann á mínn fund og sagði að nú væri rétt að hann færi að afplána eitthvað af þessum dómum og gaf honum þriggja vikna frest til að ganga frá sínum málum. Atti hann að koma og tala við mig aftur á mánudegi eftir 3 vikur. Sunnudagskvöldið áður, klukkan 11 að kvöldi var ég svo beðinn að koma út i bifreið, sem stóð fyrir utan heimili mitt i Reykjavík, og hitta þar mann að máli. Gerði ég það og í bílnum var maður, sem kynnti sig og kvaðst heita Guðbjartur Pálsson. Þennan mann hafði ég aldrei séð áður. Guðbjartur var kurteis í alla staði en sagðist þurfa að fá frest í viku til viðbótar fyrir þennan mann því hann þyrfti að bjarga þessu máli. Sagði hann að „það gengi", hann hefði gert önnur eins stórverk og þetta. llann kvaðst ekki hafa náð í viðkomandi menn i dómsmálaráðuneytinu en Einar Agústsson utanríkisráðherra myndi hringja suður eftir (til Keflavíkur), og bað um vikufrest til viðbótar. Eg sá ekki ástæðu til annars en veita þennan frest. A þessu gekk síöan næstu viku, sífelldar hringingar frá Guðbjarti, lögfræðingum og hinum og þessum. Ég sagði að ég myndi framfylgja ósk dómsmála- ráðuneytisins um afplánun dómsins nema til kæmi einhver afturköllun á því frá ráðuneytinu, en það vildi ráðuneytið ekki gera, eða skipta sér af þessu máli. Náðunarbeiðni mannsins var hafnað af ráðuneytinu. Daginn sem maðurinn átti að fara inn kom hann til mín og sagðist hafa verið hjá Olafi Jóhannessyni dómsmálaráðherra og vildi ráðherra ekkert skipta sér af málinu. Væri mér því i sjálfsvald sett hvort ég setti hann inn eða ekki, en dómsmálaráðuneytið myndi ekkert skipta sér af "því hvort ég setti hann inn eða ekki. Um sannleiksgildi þessara orða veit ég ekki, en ég lét setja manninn inn i ágúst s.l., dag- setninguna man ég ekki, enda átti hann að minnsta kosti 20 mánuði óafplánaða og ekki búið að dæma í þriðja málinu. Skömmu siðar fór ég til framhaldsnáms i Vestur- Þýzkalandi, og frétti síðan ekki af málinu þar til fyrir nokkrum dögum, að mér var tjáð að maður- inn væri enn laus úr fangelsi eftir aðeins fjóra mánuði. Þá frétti ég það líka fyrst, að maðurinn væri starfsmaður Guðbjarts. Um símtal utanríkisráðherra er það að segja, að hann hringdi aldrei i mig. Aftur á móti frétti ég þegar ég kom til Keflavíkur, að hann hefði hringt í Sigurð Hali Stefánsson héraðsdómara, sem þá var settur bæjarfógeti. Eg veit ekki, hvað þeim fór á milli, en Sigurður fór ekkí fram á eitt eða neitt við mig. Það er því einhver mísskilningur eða misminni hjá Einari Agústssyni að hann hafi ra'tt við mig." Umsögn Einars Agústssonar Einar Agústsson sagði: „Það getur ve' verið, að mig hafi misminnt, við hvern ég tal- aði, og ég hafi hringt í Sigurð Hall Stefánsson, en ekki Valtý Sigurðsson. Hér stanzar ekki sím- inn frá morgni til kvölds og ég beðinn um alls konar fyrirgreiðsl- ur. Mitt eðli er það að reyna að gera mönnum gotl, ef ég get — en að brjóta lög hefur mér aldrei dottið i hug. Ég bað Sigurð Hall um tveggja daga frest vegna þess að mér var tjáð, að maðurinn gæti komið sín- um persónulegu málum i betra horf, aóur en hann yrði settur inn, og fannst mér ekkert athuga- vert við það. Önnur afskipti af þessu máli hef ég engin haft. Maður er beðinn um 10 — 20 greiða og fyrirgreiðslur á degi hverjum og maður er stundum ef til vill of fljótur að verða við þessu kvabbi og kannar þá ekki alltaf málavöxtu. Þannig var það, þegar ég var beðinn um þetta. Ef einhver segir, að það sé óeðlilegt af ráðherra af skipta sér af slíku máli, svara ég þvi til, að ég hef yfirleitt haft tilhneigingu til að rétta mönnum hjálparhönd og ef til vill ekki alltaf rannsakað mála- vexti til hlitar, eins og ég sagði áðan. Haldi einhver að ég hafi í þessu sambandi gert eitthvað, sem ég teldi rangt, þá er það út i hött. Enginn hefur neitt það á mig, að hann geti notað mig til slíkra hluta. Við það mun ég standa." Ummæli Jóns Thors Morgunblaðið ræddi í gær- kvöldi við Jón Thors, deildar- stjóra i dómsmálaráðuneytinu og spurði um mál þess manns sem hér um ræðir og hvers vegna hann hefði ekki verið látinn af- plána meira af dómum sínum en raun bæri vitni. Jón sagði að allt mögulegt hefði tiðkast í sambandi við það að sleppa mönnum úr fangelsi og náða og væri hægt að nefna ótelj- andi dæmi þvi til sönnunar. Menn hefðu komizt hjá því að afplána af ýmsum ástæðum, t.d. af heilsu- farsástæðum og vegna þess að málið væri orðið gamalt þegar það væri dæmt og viðkomandi maður þá kannski kominn út úr sínum vandamálum. Hefði ráðuneytið í mörgum tilvikum ekki talið það forsvaranlegt að henda viðkom- andí út í þau vandamá! sem það skapaði að láta hann sitja af sér einhverja mánuði i fangelsi. Hættan væri svo mikil á því að missa manninn út i glæpastarf- semi aftur að það væri ekki talið forsvaranlegt að gera það. Um reynzlunáðun sagði Jón að giltu vissar reglur. Jón Thors sagði það ekki venju dómsmálaráðuneytisins að ræða opinberlega um mál einstakra sakamanna, en vegna umræðna um mál þessa tiltekna manns væri nú gerð undantekning og skýrt frá ástæðum þess að hann var látinn laus. Sagði Jón, að nú í síðara tilfellinu hefði maðurinn fengið frest á afplánun frá 23. desember s.l. til 1. maí n.k. vegna veikinda sambýliskonu sinnar. Hún hefði eignast barn fyrir tæpu ári og siðan gengist undir margar læknisaðgerðir. Fyrir dyrum hefði staðið enn ein aðgerð og hefði þótt rétt eftir atvikum að láta manninn ganga -lausan ein- hvern tíma. Þetta væri ekki náð- un, heldur frestun á afplánun og yrði maðurinn undir sérstöku eft- irliti þennan tíma. I hinu tilfellinu þegar mannin- um var sleppt eftir afplánun 3ja af 12 mánaða dómi á árinu 1973, sagði Jón að ástæðan hefði verið sú, að óskað hefði verið eftir því mjög eindregið að maðurinn yrði látinn laus tii þess að hann gæti tekið við skipstjórn á tilteknu skipi. Maðurinn hefði skipstjórn- arréttindi og ákveðinn útgerðar- maður hefði óskað mjög eindregið eftir því að fá manninn í skips- pláss, þar sem ekki væri hægt að gera út bátinn nema skipstjórinn fengist leystur úr fangelsinu. Hefði þótt rétt að sleppa mannin- um og reyna að láta hann vinna fyrir þjóðarbúið og afla í það heldur en afplána dóminn. Sagði Jón og þá hefði verið veittur frestur í einhverja mánuði. Sá frestur hefði runnið út og hefði ekki verið gerð gangskör að því að hala manninn inn í fangelsið aft- ur fyrr en ný mál komu á hann. — Gjaldeyris- staða Framhald af bls. 32. Þannig hefur nettógjaldeyris- staðan batnað á árinu 1976 um rúmar 3.400 milljónir miðað við gengi 1 árslok til samanburðar við rýrnun um 6.201 millj kr. 1975 og 10.227 millj. kr. á árinu 1974, einnig reiknað á gengi i árslok 1976. Batinn 1976 ber þannig með sér mjög veruleg umskipti frá óhagstæðri framvindu áranna á undan. Eigi að síður er nettó- staðan enn neikvæð um 430 millj. kr. Ennfremur er gjaldeyrisforð- inn ásamt nettóstöðu viðskipta- bankanna nærri þvi lágmarki, sem nauðsynlegt er til tryggingar eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum, eða sem svarar almennum vöru- innflutningi í hálfan þriðja mánuð. Þótt upplýsingar um aðra þætti greiðslujafnaðarins við útlönd séu enn ekki fyrir hendi fyrir árið í heild, má ætla, að langar erlend- ar lántökur hafi numið alls um 20.000 millj. kr., en nettóaukning langra lána, þ.e. lántökur að frá- dregnum endurgreiðslum, hafi orðið nálægt 12.000 millj. kr. Framangreindar tölur um breyt- ingu á gjaldeyrisstöðu og hreyf- ingu langtímalána benda til þess, að síðasta áætlun um 8.800 millj. kr. viðskiptahalla á árinu 1976 sé ekki fjarri lagi, sem er um þriðj- ungur hallans árið áður. Gott ástand í umferðinni ÁSTANDIÐ hefur verið óvenju- gott í höfuðborgarumferðinni að undanförnu. samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar í Reykjavík. 1 gær voru t.d. skráðir 7 árekstrar frá klukkan 6 fram að kvöldmat, þar af 4 mjög smávægilegir. Hef- ur ástandið ekki verið jafn gott á föstudegi í háa herrans tið. Athugasemd vegna fréttar um fóðurbæti Vegna fréttar i blaðinu í gær um lækkun á verði fóðurvara og innflutning á maisgrits, hefur Gunnar Bjarnason, forstöðumað- ur Fóðureftilits ríkisins, óskað eftir að fram komi að rangt sé að í maísgrits sé minni sterkja en í hreinum maís. Það rétta sé að í maísgrits sé minni fita og minna tréni en meiri sterkja og þurr- efni. í tilefni orða Hjörleifs Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Fóður- blöndunnar h.f., um að ekki væri hægt að nota maísgrits í hænsna- og svínafóður, óskaði Gunnar eft- ir að taka fram, að maísgrits væri ágætt fóður handa svínum og hænsnum og betra fóður en hreinn maís að því leyti að mais- grits gæfi betri afurðir i svína- kjöti. — Leirvogsár- slysið Framhald af bls. 32. vegna formgalla. Úrskurðurinn var kveðinn upp snemma í desember en saksóknari kærði úr- skurðinn til Hæstaréttar milli jóla og nýárs. í gær féll úr- skurður réttarins á þá leið, að úrskurður sakadóms skyldi óraskaður vera og rétt hefði þvi verið að vlsa málinu frá saka- dómi. Leirvogsárslysið gerðist í september árið 1969. Rútubíll valt í Leirvogsá að næturlagi og ungur maður beið þar bana. Málið var rannsakað í sakadómi Reykja- vikur og siðar féll dómur þar einnig og hlaut þar ungur maður dóm. Dómi þessum var ekki áfrýjað og hann því endanlegur. í fyrra skrifaði blaðamaður, Halldór Halldórsson, nokkrar greinar um slys þetta i Vísi og taldi upp ýmis atriði, sem hann taldi að ekki hefðu verið nægilega vel rannsökuð. I framhaldi af þessum skrifum óskaði rikissak- sóknari eftir því við sakadóm, að ýmsir þættir málsins yrðu rann- sakaðir að nýju. Fulltrúi sakadómsins leit svo á, að beiðni saksóknara væri ósk um endurupptöku málsins og bæri saksóknara því samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála að snúa sér fyrst til Hæstaréttar og fá úrskurð hans um hvort taka ætti málið upp að nýju og siðan að snúa sér til sakadóms, ef svar hans væri jákvætt. Er í lögunum tiltekið að liggja þurfi fyrir gildar ástæður til endurupptöku, t.d. að áður óþekktar sannanir liggi fyrir. Eftir þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér mun það ekki hafa gerst um áraraðir a.m.k. að óskað sé endurupptöku á opin- beru máli. — Ekki tilbúið Framhald af bls. 32. bandsins gerir ekki ráð fyrir að annar aðili móti afstöðu þess til nýrrar samningagerðar en kjara- málaráðstefna ASl. Ljóst er að sú ráðstefna verður haldin í febrúar, en nánari dagsetning er ekki ákveðin. Björn Jónsson, forseti ASÍ, sagði í viðtali við Morgunblaðið i gær að á miðstjórnarfundi þess í fyrradag hafi verið kjörin nefnd til þess að undirbúa kjaramála- ráðstefnuna. I nefndinni eiga sæti formenn landssambandanna, forseti og framkvæmdastjóri ASl. Nefndin hefur verið boðuð til fundar í dag. Björn Jónsson sagði að ASÍ hefði hvorki fengið skrif- legt né munnlegt frá VSÍ, að það væri tilbúið að hefja samninga- viðræður, en Ijóst væri að ASl yrði ekki tilbúið fyrr en eftir ráð- stefnuna. Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Is- lands, sagði í viðtali við Morgun- balðið í gær að sambandið hefði ekki sent ASÍ tilkynningu um það, að VSÍ væri tilbúið til við- ræðna. Hins vegar hefði VSl birt opinberlega tilkynningu um það fyrir nokkru. Þá kvað Ólafur það helzt fréttnæmt að samningsaðil- ar myndu hittast á ráðstefnu, sem nú færi í hönd á vegum Stjórn- unarfélags íslands. Verða þar og fleiri aðilar. Svo sem kunnugt er renna allir heildarkjarasamningar út hinn 30. april næstkomandi verði þeim sagt upp með tilskildum fyrirvör- um. — Tveir tollverðir Sagði Þorsteinn að þessi gögn hefðu síðan verið til meðferðar innan ráðuneytisins undanfarið og á grundvelli þeirra hafi fram- angreind niðurstaða fengizt. — Löndunarbann Framhald af bls. 1. loka aðeins þá. Lita þeir á þetta sem óþarfa fjandskap gagnvart Bretum. Margir hafa hvatt tii þess að undanförnu að gripið verði til ein- hvers konar efnahagslegra aðgera gagnvart íslendingum. Fulltrúi samtaka flutningaverkamanna á Humberside, Davið Cairns, sem fjárfestingarlánasjóða, kemur fram talsverður stöðubati árið 1976, i stað versnandi stöðu árið á undan. Millj. kr. Sjóðir 1 opinberri vörzlu Fjórfestingarlána- sjóðir, nettó Heildarniðurstaðan er sú að í stað þess að þessir sjóðir til samans minnkuðu eign sina eða ykju skuld við Seðlabankann um 2.847 millj. kr. árið áður, bættu þeir stöðuna um 2.957 millj. kr. árið 1976. Fyrirferðamest í fyrri liðnum er uppsöfnun á nýjum reikningi orlofsfjár er nemur einnig er fiskveiðimálafulltrúi samtakanna, sagði i viðtali skömmu fyrir áramót að hann ætlaði að ráðgast við önnur félög í samtökunum um möguleikann á samstilltu átaki gegn íslending- um. Cairns er einn þeirra sem fram til þessa hafa haft samúð með Islendingum, en er nú að missa þolinmæðina. Walter Cunningham, formaður trúnaðarmanna hafnarverka- manna, sagði i gærkvöldi að samúð hans með Islendingum hefði minnkað nokkuð. Tom Nielsen skipstjóri for- maður Samtaka yfirmanna á togurum, sagði í dag að nú ætti að gera Íslendingum grein fyrir því að ef þeir væru ekki reiðubúnir til að semja um gagnkvæm veiði- réttindi þá yrði lagt bann á fisk- innflutning þeirra til rikja Efna- hagsbandalagsins. „Til eru aðrir, sem geta séð okkur fyrir fiski, eins og Norðmenn. Þeir hafa veitt okkur veiðiheimildir og við þá eigum við að skipta“, sagði hann. Hann kvað fiskiðnaðinn ekki þurfa að óttast atvinnuelysi þó að hætt yrði innflutningi á fiski frá lslandi. — Skildu jafnir Framhald af bls. 2 I stórmeistaraflokki lauk öðr- um skákum þannig að Boehm frá Hollandi vann Barezay frá Ung- verjalandi, Miles og Ligterink skildu jafnir, Geller og Timman skildu jafnir, Sosonko frá Hollandi vann Nikolac frá Júgó- slavíu og Kurajica frá Júgóslavíu vann Kavalek frá Bandaríkjun- um. I meistaraflokki, 1. umferð, fóru leikar þannig, að Krnic frá Júgóslavíu vann Sterren frá Hol- landi. Popov frá Búlgaríu og Hartoch frá Hollandi skildu jafn- ir, Vliet frá Hollandi vann Witt frá Hollandi, Bellon frá Spáni og Szmetan frá Argentínu skildu jafnir, Kupreichik frá Sovétríkj- unum vann Christiansen frá Bandaríkjunum, en skák Eslon og Jamieson frá Austurríki varð jafntefli. í skeyti frá fréttaritara Mbl., Mr. Withuis, segir að þeir Friðrik og Guðmundur hafi notað 2 klukkustundir í 16 leiki. Sam- kvæmt stigakerfi F'ide, Alþjöða- skáksambandsins, eru sterkustu menn mótsins Efim Geller með 2.590 stig og Jan Timman, sem er jafn Geller að stigatölu. Geller hefur tvisvar sinnum unnið þetta mót, 1965 og 1969. Einhver mest spennandi skák 1. umferðar mun hafa verið skák Bretans Miles og Hollendingsins Ligterink. I tímahraki varð Hol- lendingnum það á að tvítaka leik og varð því skákin jafntefli. Síðar kom í ljós að þar varð Hollend- ingurinn af vinningi. I dag teflir Guðmundur við Kurajica og hefur svart. Friðrik teflir við Boehm og hefur einnig svart. Hér fer á eftir skák Guðmundar og Friðriks. Guðmundur hafði hvitt: 1. e4 c5, 2. Rf3 e6, 3. d4 cxd4, 4. Rxd4 a6, 5. Bd3 Bc5, 6. Rb3 Bb6, 7, Rc3 Rc6, 8. De2 Rge7, 9. Be3 0-0, 10. 0-0-0 d6, 11. f4 Bd7, 12. Hhfl Rb4, 13. a3 Rxb3, 14. Hxd3 Bc7, 15. Bd2 De8, 16. g4 f6, 17. h4 b5, 18. Hg3 keppendur sömdu jafntefli. — 14% skuldaaukning Framhald af bls. 2 STAÐA OPINBERRA SJÓÐA VIÐ SEÐLABANKANN 1.267 millj. kr i stöðu og hreyf- ingu 1976, en þar næst að Verð- jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins jók innstæðu sína um 219 millj. kr. i Staða I árslok Ilreyfingar 1975 1976 1975 1976 2608 4403 -1533 +1795 1252 - 90 -1314 +1162 stað þess að rýra hana um 910 millj. kr. árið áður. Bætt staða fjárfestingarlána- sjóða gagnvart Seðlabanka er samsett af því annars vegar að verðbréfaskuld er greidd niður um 461 millj. kr. og hins vegar að innstæður á viðskiptareikningum aukast um 701 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.