Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977 15 Tékkóslóvakía: Minni harka í árás- um á andófsmenn Prag, 14. janúar Heuter LÖGREGLAN f Prag hélt áfram yfirheyrslum yfir andófsmönnum í dag, en þó virðist svo sem heldur hafi dregið úr árásum yfir- valda á þá sem undirrituðu „Mannréttindayfirlýsingu 77“. Á þriðja hundrað Tékkar og Slóvakar undirrituðu yfirlýsinguna þar sem þess var krafizt á mannréttindi yrðu virt. Eiginkona leikritahöfundarins Vaclav Havels, sem meðal annarra var f yfirheyrslum í dag, sagði i samtali við fréttamann Reuters, að Havel hefði verið sóttur árla morguns og byggist hún við því að hann yrði i aðal- stöðvum lögreglunnar fram á kvöld. Árásir fjölmiðla á hópinn sem stóð að yfirlýsingunni virðast nú minni en áður, og telja ýmsir það stafa af því að yfirvöld hafi ákveðið hvernig bregðast skuli við aðgerðum andófsmannanna. Gérard Fréche, grunaður um að hafa hleypt skotinu af. skulduðu prinsinum. De Ribe- mont neitar því afdráttarlaust að hann hafi á nokkurn hátt verið við málið riðinn. Frönsk bíöð hafa dregið i efa opinbera skýringu á málinu er kom fram á blaðamannafundi sem Michel Poniatowski innan- ríkisráðherra hélt. Hann nafn- greindi þá sem hann kvað bera ábyrgð á morðinu og dómarar og dómsmálaráðuneytið gagnrýndu hann fyrir að dæma i raun og veru grunaða menn áður en þeir væru ákærðir. Meðal annarra sem hafa verið ákærðir vegna málsins eru Ger- ard Freche, sem er sakaður um að hafa drýgt morðið, og Guy Simone lögregluforingi, sem lögreglan segir að hafi skipulagt morðið. Jean de Broglie prins. Pierre de Varga. De Ribemont. Corvalan fær orðu Leníns Moskvu, 14. janúar. AP. Kommúnistaleiðtog- inn Luis Corvalan, sem Chilestjórn lét lausan f skiptum fyrir sovézka andófsmanninn Vladi- mir Bukovsky, var f dag sæmdur Lenfnorðunni. Fiikolai Podgorny sæmdi Corvalan orðunni á sextugsafmæli hans „fyrir framúrskarandi störf i þágu alþjóðahreyf- ingar kommúnista, virka þátttöku í baráttunni fyr- ir friði, lýðræði og þjóð- Corvalan félagslegum framförum og gegn heimsvalda- stefnu og mikilvægan skerf hans i þágu efling- ar vináttu þjóða Sovét- ríkjanna og Chile.“ Daoudmálid: Yfirstjórn hersins á Spáni endurskipulögð Madrid, 14. janúar. Rputer BREYTINGAR hafa verið gerðar ð yfirstjórn spænska hersins, bersýnilega til þess að koma I veg fyrir að herinn skipti sér af stjórnmálum, og þær eru taldar liður I undirbúningi þingkosning- a sem eru ráðgerðar slðar á árinu. Jose Vega Rodriguez hers- höfðingi, yfirmaður hersins á Madridsvæðinu, var skipaður for- seti herráðsins. Við starfi hans tekur Federico Gomez de Salazar hershöfðingi sem hafði yfirum- sjón með brottflutningi spænska hersins frá Vestur-Sahara I febrúar I fyrra. Báðir þessir hershöfðingjar eru taldir frjálslyndir, en stjórnin vill friða íhaldssama herforingja þar sem hún skipaði yfirmann þjóðar- varðliðsins sem nýlega var rekinn í stöðu yfirmanns Valladolid- herstjórnarsvæðisins fyrir norðan höfuðborgina. Þessi hershöfðingi, Angel Campano, var rekinn i síðasta mánuði ásamt fjórum öðrum yfir- mönnum öryggismála eftir ein- stæðar mótmælaaðgerðir 400 lög- reglumanna og þjóðvarðliða fyrir utan innanrikisráðuneytið. 171 fangi á Spáni Madrid, 14. janúar. AP. 171 pólitfskur fangi er í haldi á Spáni tæpum sex mánuðum eftir að Juan Carlos konungur lýsti yfir sakaruppgjöf að sögn tals- manns spænska dómsmálaráðu- neytisins I dag. Talsmaðurinn sagði að 75 fang- anna afplánuðu dóma fyrir hermdarverk og hinir biðu þess að réttarhöld hæfust í málum þeirra. Barre skellir skuld- inni á V-Þjóðverja Stjórnin samþykkti jafnframt að auka herútgjöld á þessu ári um 4,5 milljarða peseta til þess að unnt verði að efla herinn þrátt fyrir efnahagserfiðleika sem Spánverjar eiga við að stríða. Markgreifinn af Valenzuela var skipaður yfirmaður lífvarðar konungs. Hann tekur við af hörðum francoista, Sanchez Galiano hershöfðingja sem sagði af sér í siðasta mánuði. Bæði markgreifinn og hinn nýi forseti herráðsins eru taldir tryggir konungssinnar. Jose Veaga Rodriguez hers- höfðingi, hinn nýi herráðsforseti, verður æðsti yfirmaður land- hersins og hermálaráðherrann mun aðallega gegna pólitísku hlutverki. Nýskipuð nefnd vinnur að þvi að endurskipuleggja herinn til samræmis við skipulagningu herja NATO-landanna. Paris, 14. janúar. Reuter. FRAKKAR reyndu í dag að mæta þeirri fordæm- ingu sem þeir hafa orðið fyrir, að hafa látið lausan palestínska skæruliðafor- ingjann Abu Daoud með þvf að koma sökinni yfir á Vestur Þjóðverja. For- sætisráðherra Frakka, Reymond Barre, sagði í löngu viðtali f frönskum blöðum: „Franska stjórnin gat ekki varist þvf að veita athygli því sem ég vil kalla óákveðni vestur-þýzkra stjórnvalda“. Abu Daoud, sem grunaður var um að hafa skipulagt árásina á israelsku íþróttamennina á Ólympíuleikunum i Múnchen 1972, var sleppt og sendur til Alsír, fjórum dögum eftir hand- tökuna. Barre sagði að hann hefði verið hafður i haldi að beiðni vestur-þýzku lögreglunnar, en Bonn-stjórnin hefði ekki itrekað formlega eftir diplómatiskum leiðum beiðni sina um að Daoud yrði framseldur henni samkvæmt samningi rikjanna. „Þetta er mjög undarleg hégð- an þar sem þrem dögum áður hafði vestur-þýzka innanrikis- ráðuneytið lagt svo rika áherslu á að fá hann framseldan" sagði hann. Barre sagði að væri megin ástæðan fyrir því að Daoud hefði verið sleppt að Vestur Þjóðverjar hefði ekki itrekað beiðni sína formlega. Barre hafnaði þeirri fullyrð- ingu að franska stjórnin hefði skýlt sér á bak við lagaleg forms- atriði til að vernda viðskiptalega og pólitiska hagsmuni sina i Mið- austurlöndum. Raymond Barre Dómari ákærir félaga Broglie París, 14. janúar. Reuler. DÓMARI í París ákærði f dag Patrick Allenet de Ribemont, samstarfsmann Jean de Broglie fyrrver- andi ráðherra í viðskipta- Iffinu, fyrir þátttöku í morðinu á honum á að- fangadag. De Ribemont er einn sex manna sem hafa verið ákærðir í sambandi við morðið. Hann hefur verið f haldi sfðan f sfðasta mán- uði fyrir að hafa haft vopn ólöglega undir höndum. Morðið á de Broglie prins var framið fyrir framan fjölbýlishús þar sem de Ribemont bjó og auk þess annar félagi þeirra í við- skiptamálum, Pierre de Varga, sem hefur einnig verið ákærður fyrir að vera samsekur. Lögreglan heldur því fram að de Ribemont og Varga hafi komið morðinu til leiðar til þess að sleppa við að greiða fjórar milljónir franka sem þeir menn hefði hann komist að raun um að mikill hugmyndaágreining- ur væri innan öryggisþjónustunn- ar frönsku. „Stundum fannst mér ég meira að segja eins og ég væri með fólk frá Tel Aviv en ekki Frakka fyrir framan mig“, sagði hann. „Auk þess virtist mér að zionistar, seru andstæðir væri þeirri opinberu stefnu Frakka að virða réttindi Araba, vera i innsta hring franska stjórnkerfisins. Þá kvartaðí hann yfir þvf að hafa þurft að sitja f klefa með eiturlyfjaneytendum og whiskyþjóf. Abu Daoud í viðtali við Le Mond, sem tekið var í Ageirsborg sagði Daoud að handtaka hans hefði verið pólitísk. Sagði hann að með sam- tölum sinum við franska lögreglu- Tass „leid- réttir” frétta- skýringu um hemaóarmátt risaveldanna Moskvu, 14. janúar Reuter TASS-fréttastofan birti í fyrra- dag fréttaskýringu þar sem haldið var fram, að Sovétmenn hefðu á ýmsum sviðum hernaðarlega yfirburði yfir Bandarfkjamenn, en að sumu leyti stæðu Bandaríkin þó framar. Nú hefur þessum um- mælum verið breytt á þann veg, að rfkin „standi nokkurn veginn jafnfætis“ hvað hernaðarmátt snertir. Undanfarna daga hafa margar greinar birzt í sovézkum fjölmiðlum þar sem segir að á Vesturlöndum gæti nú vaxandi tilhneigingár til að vekja ótta meðal almennings um að Sovétríkin stefni að yfirburðum á hernaðarsviðinu. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.