Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977
. _ ............. V
1»
fm
Hl
.11.
'-'úi'c'' ' í i
—
ÍpálAlM^
Haukur Gudmundsson:
HVAÐ ER
AÐ
GERAST?
VEGNA umræðu og skrifa um
hvers konar afbrotamái slðustu
misseri tel ég mér skylt að upp-
lýsa nokkur atriði 1 meðferð
þeirra, sérstaklega hlutverk rlkis-
saksóknara, m.a. í Ijósi síðustu
viðburða vegna afgreiðslu hans á
„ávlsanamálinu". Að sjálfsögðu
verður hér aðeins rakið lauslegt
yfirlit um helstu málin, sem hafa
vakið athygli almennings og mik-
ið hafa áður verið til umfjöllunar
1 fjölmiðlum. Fyrsta málsgrein
21. greinar 1 lögum um meðferð
opinberra mála (nr. 74/1974)
hljóðar svo: Rikissaksóknari skal
hafa gætur á afbrotum, sem fram-
in eru. Ilann kveður á um rann-
sókn opinberra mála og hefur
yfirstjórn hennar og eftirlit. Get-
ur hann gefið lögreglumönnum
fyrirmæli og leiðbeiningur um
framkvæmd rannsóknar og verið
við hana staddur eða látið full-
trúa sinn vera það. Hann höfðar
opinher mál, sbr. þó 112—114. gr.,
tekur ákvörðun um áfrýjun
þeirra og gegnir að öðru leyti
þeim störfum sem honum eru fal-
in 1 lögum.
Ég hefi á undanförnum árum
unnið við rannsóknir á mörgum
afbrotamálum í flestum brota-
flokkum. Engar athugasemdir
eða kærur höfðu mér borist vegna
þeirra fyrr en nokkru eftir að ég
tók þátt i að gagnrýna meðferð
mála hjá embætti rikissaksóknara
i sjónvarpsþætti 26. mai 1975 —
Þar kom m.a. fram, að þann dag
voru óafgreidd 115 mál vegna
brota á lögum um ávana- og fikni-
efni. Flest stærstu málin og sum
þeirra frá upphafi rannsókna á
þessum málum frá 1970 eða þar
um bil. Ég hefi aldrei fengið ávít-
ur eða tiltal hjá minum yfirmönn-
um i starfa minum sem lögreglu-
maður, en ég hóf störf i lögregl-
unni 1965 og hefi starfað þar allt
siðan.
Eftir greindan sjónvarpsþátt
hefi ég gagnrýnt dómskerfið litil-
lega í dagblöðum. Ég mun nú til-
færa nokkur dæmi um afgreiðslu
ríkissaksóknara, Þórðar Björns-
sonar, á málum, þar sem ég þekki
til.
IIANDTÖKUMÁLIÐ. . .
I hugum margra eru sjálfsagt
ofarlega eftirtalin mál: a. hand-
tökumálið. b. Guðbjartsmálið. c.
athugasemdir mínar við einn þátt
i handtökumálinu, d. hugsanlegt
meiðyrðamál á hendur lögmanni
minum. — I Dagblaðinu 29. des.
s.l. er haft eftir rikissaksóknara,
Þórði Björnssyni, um handtöku-.
málið eftirfarandi:
„Fyllsta ástæða til að fylgjast
með yfirheyrslum." Gott og vel,
ég hefi ekkert á móti því, að ríkis
saksóknari fylgist með þessu máli
og ég hef borið fullt traust til
vararikissaksóknara, Hallvarðs
Einvarðssonar, og geri ennþá.
Sakir þær, sem á mig eru bornar í
handtökumálinu, eru vissulega al-
varlegar, en náuðsyn ber til að
geta þess, að ég hefi áður verið
kærður fyrir hliðstæðan verknað,
þ.e. ólögmæta handtöku o.fl.
KRAFA FRA ERNI CLAUSEN
Með bréfi dags. 12. apríl 1976
gerði Örn Clausen hrl. kröfu um
opinbera rannsókn fyrir hönd
tveggja varnarliðsmanna á hend-
ur undirrituðum og Kristjáni
Péturssyni, m.a. fyrir ólögmæta
handtöku. Með bréfi ríkissak-
sóknara 27. sama mánaðar til lög-
reglustjóra á Keflavikurflugvelli
gerir rikissaksóknari kröfu um
dómsrannsókn í málinu. Siðar var
skipaður setudómari til þess að
fara með rannsókn þess. Örn
Clausen hrl. hefur lýst því yfir i
vitna viðurvist að krafan hafi ver-
ið gerð i þeim tilgangi einum að
tefja fyrir brottrekstri varnarliðs-
mannanna úr landi, sem sagt
krafa þessi var gerð á röngum og
tiibúnum forsendum. 1 þessu máli
eru ásakanir um ólögleg vinnu-
brögð hliðstæð þvi sem fram hef-
ur verið borið i „handtökumál-
inu" — Rikissaksóknari mun ekki
hafa séð ástæðu til þess að vera
viðstaddur yfirheyrslur og rann-
sókn á máli þessu. — Það kann
því að koma upp í huga fólks, að
ekki sé sama hvort um sé að gera
varnarliðsmann eða Guðbjarts-
mann. Þá ber að upplýsa, að fyrir
liggja upplýsingar um að kæra
Karls Guðmundssonar i „hand-
tökumálinu" var gerð á skrifstofu
Arnar Clausen hrl., sem er með-
kærður i Guðbjartsmálinu.
TIMAMALIÐ:
1 lesendabréfi dagblaðsins Tim-
ans 14. april 1976 vorum við,
undirritaður og Kristján Péturs-
son, bornir alvarlegum sökum,
m.a. skjalafalsi og ýmis konar öðr-
um ólögmætum aðgerðum í starfi.
Af þessu tilefni óskuðum við
sjálfir eftir rannsókn á sannleiks-
gildi þessa. Með bréfi rlkissak-
sóknara til .yfirsakadómara i
Reykjavík var krafist rannsóknar
sem þar fór fram.
1 greindu bréfi rikissaksóknara
var þess m.a. óskað, að brotamenn
— grunaðir i „Spíramálunum —
yrðu til þess kvaddir að bera vitni
i málinu og þeim þar með gefið
tækifæri til þess að taka það
fram, að aðeins hluti þeirra bar
við yfirheyrslur á okkur ávirðing-
ar.
Ég var og er mjög ósáttur með
framangreint tiltæki rikissak-
sóknara, en ég tel að rannsaka
hefði mátt fullkomlega sannleiks-
gildi efnis lesendabréfsins á eftir-
farandi hátt:
1. Taka skýrslu af ábyrgðarmanni
Timans og fá hjá honum nafn
bréfritara.
2. Taka skýrslu af bréfritara, fá
upp heimildarmenn hans (en sið-
ar kom í Ijós, að bréfritari var
bróðir tveggja grunaðra í mál-
inu.)
3. Taka skýrslur af heimildar-
mönnum bréfritara.
4. Fá umsögn rannsóknardómara
i spiramálunum, Ásgeirs Frið-
jónssonar.
5. Taka skýrslur af vottum á lög-
regluskýrslum.
6. Taka skýrslur af undirrituðum
og Kristjáni Péturssyni og Rúnari
Sigurðssyni.
Með framangreindum hætti tel
ég, að rannsaka hefði mátt málið
til hlítar.
1 þessu máli voru sakargiftir
mjög alvarlegar, en mér vitanlega
sá rikissaksóknari ekki ástæðu til
þess að vera viðstaddur yfir-
heyrslur eða að fylgjast með rann-
sókninni.
ÖNNUR MAL:
í framhaldi af framanrituðu vil
ég leggja nokkrar spurningar
fyrir rikissaksóknara, Þórð
Björnsson, opinberlega og óska
eftir svari frá honum á sama vett-
vangi.
1. Var maður frá embætti yðar
viðst addur yfirheyrslur og
rannsókn á hendur fangavörðum
i Síðumúla s.l. haust., þar sem
Steingrimur Gautur Kristjánsson
var umboðsdómari?
2. Var maður frá embætti yðar
viðstaddur yfirheyrslur og rann-
sókn á hendur tveimur yfirmönn-
um Tollgæslunnar í Reykjavik s.l.
sumar?
3. Var maður frá embætti yðar
viðstaddur yfirheyrslur og rann-
sókn á hendur varðstjóra i Toll-
gæslunni á Keflavíkurflugvelli
1973?
4. Hvers vegna var ekki maður frá
yður viðstaddur yfirheyrslur og
Haukur Guðmundsson
rannsókn i svo alvarlegu máli sem
fyrri kæra Arnar Clausen er
vegna varnarliðsmananna?
5. Hers vegna var ekki maður frá
embætti yðar viðstaddur yfir-
heyrslur og rannsókn vegna
skrifa Tímans 14. apríl 1976.
Allt eru þetta mál á hendur
opinberum starfsmönnum — lög-
gæslumönnum — og væri því
nauðsynlegt að fá upplýst með
svari ríkissaksóknara i hverju
fólgið er mismunandi mat hans
við meðferð þessara mála.
GEIRFINNSMAL og önnur
MAL:
Rikissaksóknari, Þórður
Björnsson, sá enga ástæðu til þess
að fylgjast með og kveða á um
rannsókn Geirfinnsmálsins í upp-
hafi. Mér er þó kunnugt um að
fulltrúi bæjarfógetans i Keflavik,
Valtýr Sigurðsson, gerði itrekað
árangurslausar tilraunir til þess
að eiga viðræður við Þórð Björns-
son sjálfan um málin án árangurs.
31. des. 1975 eða u.þ.b. 13 mán-
uðum cftir hvarf Geirfinns, ósk-
aði ríkissaksóknari loks eftir þvi
símleiðis að fá send málsskjöl,
sem voru send frá honum rakleið-
is i Sakadóm Reykjavikur, vegna
nýrra upplýsinga i málinu.
Mér er ekki kunnugt um að rikis-
saksóknari hafi fylgst með ein-
hverju stærsta smyglmáli sem
upplýst hefur verið hérlendis —
Spiramálunum 1975 (Meðferð
þessa máls var gagnrýnd i greind-
um sjónvarpsþætti 26. maí 1975).
Mér er ekki kunnugt um að
ríkissaksóknari hafi fylgst með
yfirheyrslum og rannsókn á fíkni-
efnamálum, sem þó verður að
teljast með alvarlegri brotaflokk-
um hér á landi. í þessum flokki
eru mál þar sem upplýst hefur
verið um sölu á eiturefnum fyrir
tugi milljóna — Hér er nauðsyn-
legt að minna á meðferð i máli
varnarliðsmanns nokkurs, sem
um var fjallað i Þjóðviljanum 7.
þ.m. en sá var höfuðpaurinn i
stærstu fikniefnamálum sem hér
hafa komið upp.
IIVAR A RANNSÓKN AÐ FARA
FRAM?
Eins og alþjóð er kunnugt hefur
það komið fyrir þrisvar á s.l. ári
að rikissaksóknari hefur tekið
mál úr höndum undirritaðs og
Kristjáns Péturssonar á umdeil-
anlegan hátt svo ekki sé meira
sagt, en það hefur að minu viti i
öll skiptin tafið og torveldað rann-
sókn.
Ef vafi leikur á um hvar rann-
sókn eigi að fara fram, sker rikis-
saksóknari úr, en kveðið er á um
möguleika á að rannsaka mál þar
sem hagfelldast þykir, einnig er i
lögum getið um heimilisvarnar-
þing, brotavarnarþing.
I máli tveggja tollvarða i
Reykjavík, „flaska i vasann", en
þaó mál hófst i Keflavik, ákvað
ríkissaksóknari að málið skyldi
flutt til Sakadóms Reykjavíkur,
enda þótt aðilar ættu heima i ýms-
um umdæmum. Ekki man ég nú
hvaða ástæður ríkissaksóknari til-
greindi i þetta sinn sem ástæðu til
flutnings málsins.
Við ranhsókn á smygli á lita-
sjónvarpstækjum, sem hófst i
Keflavík með handtöku manns i
Kópavogi, ákvað ríkissaksóknari
að málið skyldi flutt til Reykja-
vikur og rannsakað i sakadómi. I
þessu máli var ástæðan brota-
varnarþing, en grunaðir i málinu
voru menn úr ýmsum lögsagnar-
umdæmum. Ef sama formúla
hefði verið sem í Guðbjartsmál-
inu, hefði rannsókn átt að fara
fram í Kópavogi.
Rannsókn Guðbjartsmálsins
hófst i Keflavík, rikissaksóknari
ákvað á eftirminnilegan hátt,
þrátt fyrir mótmæli yfirsakadóm-
ara, að rannsókn skyldi flutt til
Sakadóms Reykjavíkur. Astæða:
a. Guðbjartur Pálsson er heimilis-
fastur í Reykjavik. b. Ákæra á
hendur Guðbjarti hafði verið
send Sakadómi Reykjavikur til
meðferðar (sjálfsagt fullrannsak-
að mál, þessu alls óviðkomandi)
— Það skal tekið fram, að erfitt er
að ákveða að brotavarnarþing :
Guðbjartsmálinu eigi að vera i
Reykjavík. Þær kærur sem fyrir
lágu voru tvær frá Keflavik og ein
frá Akureyri. Framangreind
dæmi hljóta að vekja upp spurn-
ingu um hvað er að gerasl?
Þá vil ég að lokum benda á, að
það gæti verið verðugt verkefni
fyrir duglegan blaðamann að
kynna sér móttökur sem tveir lög-
reglumenn frá Keflavik fengu hjá
rikissaksóknara, Þórði Björns-
syni, þegar þeir komu til hans
með skjöl og muni Guðbjarts Páls-
sonar. Ég hefi upplýsingar um, að
til sé lögregluskýrsla um greind-
an atburð, sem þó hefur farið
mjög leynt.
Mér er alveg ljóst að starfsgeta
embættis ríkissaksóknara mark-
ast af fjölda starfsfólks, húsakosti
o.fl. Þessi atriði breyta ekki þvi,
að mér hefur virst að sum mál séu
afgreidd eftir geðþótta, en ekki
málefnalega.
Þá virðist mér sem brotamönn-
um hafi i rikari mæli en áður
tekist að ýta dómsmálayfirvöldum
áfram á móti löggæslumönnum.
Að lokum vil ég beina þeim
tilmælum til allra landsmanna að
fylgjast vel meö hlutverki rikis-
saksóknara i „handtökumálinu"
og öðrum málum.
Keflavík 13. jan. 1976