Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977 13 Sinfóníutónleikar Iláskólablo 13. jan. 1977 Stjórnandi: V. Ashkenazy Einleikari: B. Belkin Efnisskrá: P. Tsjaikovsky, Forleikur — Komeó og Júlta Fiðlukonsert I D-dúr S. Rachmaninoff, Sinfónia nr. 2 I e-moll, op. 27. 7. tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar íslands á þessu starfsári fóru fram í Háskólabíói ,sl. fimmtudagskvöld. Að þessu sinni brá svo við að húsið var troðfullt út úr dyrum og kom- ust færri að en vildu, — fyrir- bæri, sem ekki gerist oft á vetri hverjum. En skýringin var auð- fundin, Ashkenazy var mættur til leiks, að þessu sinni í hlut- verki hljómsveitarstjórans og hafði fengið til liðs við sig ung- an landa sinn, Fiðluleikarann Boris Belkin. Það er augljóst að Ashkenazy nýtur mikillar hylli meðal borgarbúa, þvf janfan er fjölmenni á tónleikum, þegar hann á hlut að máli og er það vel. Vissulega var það mikill fengur fyrir Islenzkt menn- ingarlíf, þegar forsjónin beindi braut hans hingað. Á síðari ár- um hefur Ashkenazy fengist æ meira við hljómsveitarstjórn, og virðist kunna býsna vel við sig með tónsprotann i hendi. Það er ef til vill ekki tímabært að bera saman píanóleikarann Ashkenazy, en þar er hann einn fárra útvaldra, og hljómsveitar- stjórann Ashkenazy. Hins veg- ar er greinilegt að honum tekst að laða fram marga af bestu kostum sinfóníuhljómsveitar- innar. Honum tekst að hrifa hljóðfæraleikarana með sér í krafti persónuleika sins og mana menn til átaka með afger- andi hætti. Undir hans stjórn leikur hljómsveitin aldrei logn- mollulega og sjaldan þunglama- lega. Og eitt atriði er það enn. sem áreiðanlega skiptir miklu, honum tekst að örva leikgleði hljómsveitarinnar. Hins vegar vill koma fyrir að of brattar og stundum ótimabærar styrk- leikabreytingar valda þvi að spenna stefs missir marks og ferill laglinu riðlast. Ofan- greind einkenni komu vel fram i fyrsta verki kvöldsins, sem var Forleikurinn Romeó og Júlia eftir Tsjaikovsky, og þrátt fyrir annars góð tilþrif hljóm- sveitarinnar, komust blásararn- ir ekki með öllu áfallalaust frá sinum hlut. Um vinsældir fiðlukonserts Tsjaikovskys efast enginn, enda verkið hárómantiskt í þess orðs bestu merkingu og hlutverk einleikarans eitt það glæsilegaasta, sem skrifað hef- ur verið. Allir fremstu fiðlarar heims hafa glímt við þennan margspilaða konsert og saman- burður því nærtækur. Að þessu sinni fór ungur rússi, Boris Belkin að nafni, með einleiks- hlutverkið, og víst er að hann hreif áheyrendur með tilþrifa- miklum leik og afburða tækni. Túlkun hans einkenndist fyrst og fremst af miklum til- finningahita, fiðlan grét og hló i höndum hans, stundum hjal- aði hann undurblitt en tók svo hraustlega á i annan tima að g-strengurinn urraði að manni. Slikur leikmáti er vænlegur til V. Ashkenazy að vekja hrifningu, enda fögnuðu áheyrendur honum ákaft. En meðferð hans á konsertinum i heild er um- deilanleg og hefði yfirvegaðri leikur gert túlkun hans heil- Iegri. Tónleikunum lauk svo með annarri sinfóniu Rachmaninoffs. Verkið er stór í sniðum og ber öll einkenni sið- rómantikur. En innihaldslega ristir sinfónían ekki djúpt og formið er losaralegt þó umgjörðin sé glæst. Þvi verður þó ekki á móti mælt að hljóm- sveitarútfærslan er alltaf skrif- uð af óbrigðulli smekkvisi með öryggi fagmannsins og skilaði Sinfóniuhljómsveitin hlutverki sinu ágætlega. P.s. Ekki get ég stillt mig um að óska ungum klarinett-Ieikara, Einari Jóhannssyni, til ham- ingju með ágæta frammistöðu í adagio-þættínum. Egill Friðleifsson. Jónas Pétursson: „Fyrst allir adrir þegja þá ætla ég ad segja...” Þrátt fyrir amstur daganna og lækkandi sólargang, bæði á ævi og árstíð, vilja ýmis fyrirbæri þjóðarlífsins, sem enn eru áhuga- efni eða vakin athygli á i mæltu máli eða rituðu, — í blöðum og útvarpi — ýta svo við manni að naumast verður haldið kyrru fyr- ir, orða bundist, eða jafnvel hjá því komist að grípa til pennans. Að visu má ætla það til litils gildis á þeim ofgnóttatfma talaðs máls og ritaðs i þvi forheimskunar- flóði, sem hellt er yfir þjóðina, enda muna nú fæstir stundinni lengur, það sem fyrir augu og eyru bar. Minni flestra er tæpast orðið 5 aura virði — jafnvel tvít- ugir duga litlu betur en sjötugir seggir. En þó skal bætt í ofgnóttarflóð- ið. í Morgunblaðinu laugardaginn 23. október gafst að líta á baksíðu með allstóru letri: Nfu nýjar íbúðir koma á hvern nýjan fbúa. Þrfr f fbúð f Reykja- vík. Þar undir: „Á árinu 1975 fjölgaði íbúum I Reykjavik um 84, en á sama tíma fjölgaði íbúðum um 743. Eru nýjar ibúðir, sem við bættust í fyrra því nærri niu sinn- um fleiri en nýir Reykvíkingar. I árslok 1975 voru ibúar borgar- innar 84.856 og voru þá 28.263 íbúðir í Reykjavík. Þannig eru að meðaltali 3 i hverri íbúð. Hefir sú tala farið sílækkandi frá 1964 þeg- ar voru að meðaltali 3.86 í hverri íbúð“. í framhaldi af þessu eru svo að finna upplýsingar um ibúð- ir, sem við bættust 1975 og fólks- fjölgun á því ári á Faxaflóasvæð- inu frá Mosfellshreppi og suður fyrir Hafnarfjörð, og niðurlagið er þetta: ,,En á öllu svæðinu koma 1.13 nýir íbúar á hverja Ibúð, sem byggð er“. Dagblaðið (frjálst og óháð dag- blað) mánudaginn 29. nóvember s.l., 269. tbl. blaðsiðu 11: Hagnaður byggingaraðila er gffurlegur. Stór fyrirsögn á rammagrein eftir Þorvald Mawby. Rekur hann þar íbúða- verð hjá Byggung- félagi ungs fólks um fjölbýlishús. 70 fm. ibúð hjá þvi félagi 3.310 þús. Hjá öðr- um aðila, einnig 70 fm. 8.250 þús. og hjá þriðja aðila 77 fm. 6.250 þús. Tölurnar tala! Minna vil ég á I leiðinni: Kastljós i sjónvarpi 10. des. s.l. rætt um byggingar- kostnað. Akureyringurinn Tryggvi Pálsson athyglisverðast- ur, — þeir sem byggja sambæri- lega við Byggung. Skoðanir Tryggva ákveðnar og rökfastar, ekki sfst það er hann sagði um uppmælinguna! Enn Dagblaðið 29. nóv. Opnan bls. 14—15. Dagvistunarmálin: Aðalfyrirsögn: Ætli yfirvöld séu að rumska. Dablaðið 10. des. 279. tbl. bls. 9, rammagrein: Heilsugæslustöðvar- innar: Reykvfkingar, sem allt borga eru sfðastir á lista. Undir- fyrirsögn: Höfuðborgin síðust í röðinni um aðkallandi heilsu- bótarréttindi! Tekur því ekki að minnast á: Landspítala, Borgar- spftala, Landakotsspítala, nær all- an „sérfræðinga" skara lækna- stéttarinnar- auk fjölda annarra sjúkra og hjálparstofnanna. Jú, Biblian geymir einhversstaðar þessi orð: Drottinn ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, og ekki eins og þessi tollheimtu- maður! 1 leiðurum Visis heyrðust ítrekaðar heiftarárásir á Kröflu- virkjun og þá sem þar hafa staðið í fylkingarbrjósti (og margar fleiri raddir um það heyrst) — að ekki sé talað um hina guðlegu forsjón fjölmiðlanna, að draga nú úr samneyzlunni, sem svo er nefnd, — og ekki dylst hvert stefnt er með því: i minni „opinberar" framkvæmdir — jú, þær koma einnig að liði, hinnu strjálu byggð —: Þjoðareinkenni tslendinga. Borgarf jarðarbrú! Óhæfa — út yfir tekur að hugsa til brúar yfir Ölfusárós — en Borgarleikhús u.þ.b. l'A til 2 milljarðar, loksins , loksins — enda I miðborg Reykjavikur. Og enn Dagblaðið. Jú, það má Jónas Pétursson spara á fjárlögunum, þurrka út 8H milljarð, sem það nefndi styrki til landbúnaðar! Og þörungavinnslan! Svoleiðis ævin- týri á að stöðva. Tölvan nær því ekki að fyrirtæki, að framtak við verðmætaöflunar úr skauti islenzkrar náttúru kunni að eiga sina bernskutið — enga dag- heimilasamúð með slíkri vitleysu á Vestfjarðarkjálka! En Hrauneyjarfossinn. Tilbú- inn til útboðs, áfram í smérið, svo að þessar 1.13 manna fbúðir við Faxaflóann fái nóg rafmagn og steinstypuhjól verðbólgunnar geti haldið hraðanum- og dúsu verði stungið upp í kjarklitlar og auðtrúa sálir i strjálbýlinu, sam halda að guð almáttugur stýri Orkustofnun og Rafmagnsveitum rikisins og þeir fái bara þó nokk- ur megawött úr Þjórsá eftir náðarspenanum, sem reynt er að teygja umhverfis landið. Svo skeði nýtt, eftir að framan- skáð fór á blað. Steinar Berg — það minnir mig að hann heiti — talaði um daginn og veginn- og heyr! Faxaflóamenn mega aldeil- is fara að vara sig að verða ekki of grátt leiknir í raforkumálum. Landsvirkjun, sko, það er okkar mál. Mig rekur minni til að ég væri einhverntima i umræðuhópi þar, sem Steinar Berg var lfka og skirpti einhverjum tölvutölum, sem áttu að tákna einskonar dauðadóm á raforkudreifingu um Austurland. Ein aðferðin, eitt vopnið til að halda austfirðingum hikandi og hræddum i sinum orkumálum! Þessum minnispunktum og til- vitnunum, sem ég hefi varpað hér fram, er liklega rétt að fylgja eftir með fleiri orðum. Tilvitnunin í Morgunblaðið 23. október er svo athyglsiverð að eigi má um þegja. Áberandi hefir verið í dagblöð- um, sjálfstæðismanna ekki síst, — að opinberu framkvæmdirnar séu Framhald á bls. 25 0(6 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR m SjS <ii<| Miðnæiursýning M| Austurbæjarbíói OXB f kvöld kL 24.00. ' Aðgöngumiðasala í Austurbæjar- <BÁO bíói frá kl. 16, simi 11384. HUSBYGGINGASJOÐURI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.