Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977 17 Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði er 70 ára um þessar mundir, en félagið var stofnað snemma árs árið 1907. Er Hlíf meðal elztu verkalýðsfélaga á landinu og var eitt af stofnfélögum Alþýðu- sambands íslands árið 1916. Framan var Hlif einnig félag verka- kvenna og sjómanna, en á þvi varð breyting er Sjómannafélag Hafnarfjarðar var stofnað 1924 og Verkakvennafélagið Framtiðin 1 925. Félagar i Hlif minn- ast timamótanna i Skiphól í Hafnarfirði í dag milli klukkan 14 og 18 og er þangað boðið vinum og vel- unnurum félagsins. Þá er komin út hátiðarút- gáfa af Hjálmi, blaði félagsins, og er blaðið í bókarformi að þessu sinni. Viðtöl eru við núlifandi formenn félagsins, ágrip af sögu Hlífar er i ritinu og tók Ólafur Þ. Kristjánsson það saman. í ritinu er 72 myndir af formönn- um og stjórnum og myndir eru úr atvinnu- lífinu, einkum af vinnubrögðum, sem nú sjást ekki lengur. Frumkvöðlar að félags- stofnunmni voru tveir hafn- firzkir sjómenn, þeir Jóhann Tómasson og Gunnlaugur Hildibrandsson. Fyrsti for- maður var ísak Bjarnason, sem síðar bjó lengi í Fífu- hvammi. Eitt af fyrstu verk- um Hlifar var að auglýsa fast- an kauptaxta frá 1 marz 1907 nokkru hærri en það kaup sem tíðkazt hafði, og náði félagið fram kröfum sin- um. Jafnframt voru sett ákvæði um eftirvinnukaup, 5 aurum hærra á klukkustund en í dagvinnu, og var þetta nýjung Dagvinnutimi var frá kl 6 að morgni til klukkan 19 að kvöldi með tveimur klukkustundum frádregnum til matar Seinna voru tekin upp ákvæði um sérstakt næturvinnukaup eftir mið- nætti Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan Hlífarfélagar háðu sina fyrstu orrustu, en „Nærri 35 ára formennsk; í Hlíf hefur sannfært mig un hversu þýðingarmikið all starf verkalýsðhreyfingarinn ar er og þá um leið þai raunalegu sannindi að allto margir innan samtakann; vanmeta störf og þýðingi þeirra sem hefur leitt til þes: að þau eru miklu veikari er sá mikli fjöldi sem er innan verkalýðshreyfingarinnar gefur tilefni til Á þessu þarf Núverandi stjórn Hltfar: Hallgrimur Pétursson, Gunnar S. GuSmundsson, Sigurður T. SigurSsson. Hermann GuSmundsson formaSur, Hermann Valsteinsson, Guðni Kristjánsson, Halldór Helgason. (myndirnar eru úr afmælisriti Hltfar). „Verkalýðshreyfingin má ekki verða dráttarvagn fyrir stjórnmálaflokka” — segir Hermann Guðmundsson, for- maður Verkamannafélagsins Hlífar, en félagið á 70 ára afmæli um þessar mundir ísak Bjarnason, fyrsti formaður Hltfar. að vera breyting. Og hún verður ekki nema með auknu fræðslustarfi og áróðri, sem væntanlega leiðir til aukins skilnings á gildi samtakanna. Ósk mín er sú að sterk og óháð verkalýðshreyfing verði sem fyrst hið þjóðfélaginu " ráðandi afl Almennt menningarfélag Lengi framan af mátti segja að Hlíf væri eins konar málfundafélag, jafnframt þvi sem félagið beitti sér fyrir samtökum verkamanna til þess að fá kjör sin bætt Margvisleg málefni voru rædd á fundum og haldið þar uppi fræðslu, mátti jafnvel kalla félagið almennt menn- ingarfélag um tima. í grein Ólafs Þ Kristjánssonar i af- mælisritinu segir m.a., að sjómannafélagið sem hafði verið starfandi i Hafnarfirði um hrið er Hlif var stofnuð hafi á nokkurn hátt verið fyrirmynd Hlífarfélaga að sinu félagi í grein Ólafs segir sðan: ,,Þó mun meira hafa verið sótt til verkamannafélagsins Dagsbrúnar og lög þess félags lögð til grundvallar ef lög Hlífar voru samin. En hið sama er að segja um Hlif og flest hin eldri verkamanna- félög að meginfyrirmyndin um starfsháttu og skipulag var sótt til góðtemplararegl- unnar. Frá góðtemplararegl- unni fengu verkalýðsfélögin ýmsa beztu forystumenn sina fundarvana menn og þroskaða í félagsstarfi Svo var það i Hafnarfirði ' Markmiðum Hlifar er lýst á eftirfarandi hátt i fyrstu lög- um félagsins: 1. Að styrkja og efla hag og atvinnu félagsmanna 2. Að koma betra skipulagi á alla daglaunavinnu. 3 Að takmarka vinnu á ölI- um helgidögum 4 Að auka menningu og bróðurlegan samhug innan félagsins 5. Að styrkja þá félagsmenn eftir megni er verða fyrir slys- um eða öðrum óhöppum Þó að þessi markmið virð- ist hógvær í dag vöktu þau þó mótspyrnu á sínum tima, en félagar i Hlif efldust að- eins við mótlætið Á margan hátt hefur Hlíf lagt sitt af mörkum i bæjarlífi í Hafnar- firði og má nefna að togara- útgerð bæjarins var fyrst rædd á Hlifarfundi i febrúar 1916 Þessi hugmynd varð síðan að veruleika með stofn- un Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar árið 1931 Þá var pöntunarfélag stofnað innan verkamannafélagsins árið 1931 og uþp úr því spratt síðan Kaupfélag Hafnfirð- inga. Ekki dráttarvagn stjórnmálaflokks Of langt mál yrði að gera merkri sögu Hlífar nákvæm skil hér en i lokin fer svar Hermanns Guðmundssonar i afmælisritinu við spurning- unni um það hvort nægilegt sé fyrir verkalýðshreyfinguna að vera faglega hvort ekki sé einnig nauðsynlegt fyrir hana að vera pólitiska ..Það er staðreynd að hm klassiska baráttuaðferð upp- sögn sarrminga barátta fyrir nýjum samningpm annað- hvort með verkfalli eða án þess virðist mörgum úrelt Framhald á bls. 29 Uppskipun úr togara skömmu eftir 1 940. Fiskstakkur hjá Einari Þorgilssyni ári8 1932. Fjær á myndinni má m.a. sjá kolabing á Thorsplaninu. baráttan heldur áfram ein og Hermann Guðmundsson formaður félagsins siðastliðii 35 ár segið í lokaorðum við tals i afmælisriti Hlifar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.