Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977 t Systir og fóstursystir okkar, INGIBJORG GUNNJÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR Goðheimum 1, andaðist að heimili sínu fimmtudaginn 1 3 jan Ragnheiður Guðjónsdóttir, Jón Guðjónsson, Franklin Jónsson. t Tengdamóðir mín og amma okkar SVEINBJORG HALLDÓRSDÓTTIR Efstasundi 91 5em andaðist á Landakotsspítala 9 þ m verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju. mánudaginn 1 7 janúar kl 10 30. Hrafnhildur Jónsdóttir, Einar M. Árnason, Vilhelm Þ. Árnason, Jón V. Árnason, Ásgeir Arnason Bróðir okkar. ÞORLEIFUR JÓNSSON, frá Suðure/ri, Tálknafirði, til heimilis að Laugarnesvegi 74, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 7 jan kl 13 30 Systkinin. t Jarðarf ör INGIBJARGAR HELGU GUOMUNDSDÓTTUR, Stekkum 13, Patreksfirði fer fram frá Patreksfjarðarkirkju i dag. laugardaginn 1 5 janúar kl 1 4 Fyrir hönd ættingja, Marteinn Jónsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JENS GUÐMUNDAR JÓNSSONAR frá Fjallaskaga ! Dýrafirði. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður og afa EDÚARD ÁGÚSTS KOBBELT, Vallargötu 23, Siglufirði. Esther Kobbelt, Haraldur Sigmarsson, Ernst Kobbelt, Guðrún Magnúsdóttir. Hulda Kobbelt. Alma Kobbelt, Edúard Ágúst Kobbelt t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og útför eigmmanns mins. föður okkar, tengdaföður og afa MAGNÚSAR JÓNSSONAR, Freyjugötu 1 7 B, Sigurjóna Sofffa Sigurjónsdóttir Hulda R. Magnúsdóttir, Sigurjón S. Magnússon, Gyða S Magnúsdóttir. Pálína Þ. Magnúsdóttir, Guðmundlna O. Magnúsdóttir, Sigrún L. Helgadóttir, Pállna Stefánsdóttir Gestur Hallgrfmsson, Jón Þ. Sigurjónsson. Áskell Magnússon, Hafsteinn Hannesson og barnabörn. t Hiartanlega þöKkum við auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför elskulegra foreldra okkar og bróður SIGURÐAR JÓNASSONAR ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR OG HALLGRÍMS SIGURÐSSONAR Hnffsdalsvegi 1, fsafirði. Valgerður Sigurðardóttir Sigrún Sigurðardóttir Jónas Sigurðsson Hjálmar Sigurðsson Sigurður Rósi Sigurðsson Katrín Sigurðardóttir _ a . . , og barnabörn Guð blessi ykkur oll Magnús Jakobsson Halldór Friðbjörnsson Guðrún Lóa Guðmundsd. Hulda Helgadóttir Hanna Lára Gunnarsd. Einar Þorsteinsson Reykjum F. 31. ágúst 1915 D. 5. janúar 1977 Uóöur vinur og nágranni er hniginn í valinn fyrir aldur fram. Einar Þorsteinsson bóndi á Reykjum andaðist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 5. þ.m. eftir erf- iða sjúkdómslegu. Hann Inun fyr- ir nokkru hafa kennt þess sjúk- dóms er dró hann til dauða, enda þótt ekki væri vitað hver var, fyrr en hann gekk undir uppskurð í okt. s.l. og var þá ljöst að hverju dró. Æðrulaus háði hann siðustu baráttuna heima og á sjúkrahús- inu, en kamast mun honum hafa verið að fá að vera heima og njóta hjúkrunar og umhyggju konu sinnar. Þar fékk hann að vera um jólin, en þá voru kraftarnir það þrotnir, að ekki var um annað að ra'ða en sjúkrahúsvist. Biinar var fæddur á Reykjum 31. ágúst 1915, næst-elstur fjög- urra systkina, sonur hjónanna (iuðrúnar Jónsdóttur og Þor- steins Einarssonar, er þar bjuggu frá 1911 til 1943 að Þorsteinn missti heilsuna. Að Einari stóðu traustar ættir, föðurætt úr Húna- þingi, afi hans hinn kunni hag- leiksmaður Einar Skúlason, gull- smiður og bóndi á Tannstaða- bakka. Guðrún móðir Einars var ættuð úr Skagafirði, af kunnu dugnaðarfólki komin. Einar ólst upp í föðurgarði við umhyggju góðra foreldra og þau umsvif, er sveitabúskap fylgja. I Reykja- skóla stundaði hann nám og var svo um tíma hjá sr. Helga Kon- ráðssyni mági sínum, er þá var prestur á Höskuldsstöðum í A- Hún. Þótt skólagangan væri ekki löng, var Einar mjög vel fær mað- ur og bar það hvort tveggja til, ágæt greind og uppeldi á menn- ingarheimili eins og bezt gerist. Þegar Þorsteinn faðir Einars missti heilsuna tók ICinar við búi eitt ár, en síðan var jörðin leigð um þriggja ára skeið frá 1944— 194. Lengst af þann tíma var Ein- ar á Hvammstanga ásamt móður sinni og föður, þegar hann gat verið heima heilsunnar vegna. A þessum árum stundaði Einar bifreiðaakstur við Kaupfélag V- Húnvetninga. En römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. Til Reykja stefndi hugurinn og vorið 1947 hóf Einar búskap á Reykjum ásamt unnustu sinni Ósk Agústsdóttur frá Ánastöðum á Vatnsnesi. Giftust þau 21. des- ember 1947. Við sem til þekkjum, vitum að með þeim var jafnræði - Minning sakir mannkosta og dugnaðar. Það er ekki ofmælt, að þau Reykjahjón hafi verið samhent og gengið að hverju verki af þeim frábæra dugnaði, sem þeim báð- um var í blóð borinn. Verkin sýna merkin. Reykir eru góð jörð með mikla ræktunarmöguleika. Þaðan er fagurt að lita yfír byggðina báðum megin fjarðar og fjörðinn með eyjar og nes, norður til Strandafjalla og inn til heiða, enda unni Einar föðurleifð sinni. Þau hjón helguðu henni flest handtök, öll sin búskaparár, bættu og fegruðu og skal nokkuð nefnt, er framkvæmt var í bú- skapartíð þeirra: Heimilisrafstöð, er framleiddi næga orku til heimilisnota, byggð við mjög erfið skilyrði, penings- hús öll er hæfðu stóru búi, vándað íbúðarhús og viðáttumikla ný- rækt. Annað ræktunarland, sem ekki hefur þegar verið fullunnið, er framræst og bíður næstu- kyn- slóðar. Vélakostur var ágætur og hafður í góðu lagi og hirðu. Okkur i nágrenni Reykja fannst með ólikindum hversu verk gengu um heyskapartimann. Þar var sam- hent fjölskylda að verki og svo mun hafa verið að hverju sem gengið var. Verk var ekki geymt til næsta dags, ef þurfti að vinna það, og búpeningi sinnt af um- hyggju hvenær sem þörf var á. Þau hjón eignuðust sex dætur: Guðrúnu, gifta Guðjóni Sigurðs- syni, stýrimanni i Grindavík. Eiga þau þrjár dætur. Þóru, gifta Karli Ólafssyni trésmið i Njarðvik. Eiga þau einn son, sem skirður verður við kistu afa síns. Helgu, ljósmóð- ur á Akranesi. Jóhönnu, sem stundar nám i Iþróttakennara- skóla íslands. Er heitbundin Ólafi Jakobssyni, stúdent frá Hvamms- tanga. Þórhildi, gifta Hallgrimi Bogasyni, bankagjaldkera i Grindavík, og yngst er Hulda, sem fermist i vor. Stundar hún nám í Reykjaskóla eins og allar eldri systur hennar hafa gert. Allar hafa þær reynst mjög góðir nem- endur, enda uppruni og uppeldi á þá lund að þess mátti vænta. Ein- ar hafði mikið ástríki á dætrum sínum og var stoltur af þeim, sem hann og mátti, hlýjan leyndi sér ekki þegar hann ræddi um þær. Barnalán verður aldrei fullþakk- að. Það lýsir Einari sem heimilis- föður hversu annt honum var um dætur sinar og bar mikla um- hyggju fyrir konu sinni og fannst of mikið erfiði á hana lagt við Ingimundur Pétursson Y-Njarðvík - Minning Fæddur. 16. júlt, 1925. Dáinn 7. janúar, 1977. I dag verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju Ingimundur Pétursson, Borgarvegi 22, Y- Njarðvik. Hann var fæddur 16. júli 1925 og því aðeins rúmlega fimmtugur er hann lézt. Hann fæddist að Hauksstöðum á Jökuldal, sonur hjónanna Péturs Guðmundssonar bónda þar og konu hans Aðal- bjargar Jónsdóttur. Fyrstu árin var hann með for- eldrum sinum en þriggja ára fer hann til frænku sinnar Guðnýjar Guðmundsdóttur, Heiðarseli i Hróarstungu á Héraði, og ólst upp i skjóli hennar fram yfir fremingaraldur. ýæstu árin vann hann fyrir sér við ýmis störf stundaði meðai annars starf á fiskiskipum nokk- ur ár. Um 1952 kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Jónu Hjaltadóttur frá Rútsstöðum i B’yjafirði, dóttur hjónanna þar, Hjalta Guðijnundssonar og Önnu G. Guðmundsdóttur. Þau Ingimundur og Jóna hófu búskap i Reykjavik en árið 1956 fluttu þau til Suðurnesja og bjuggu þar alla tíð siðan, fyrst i Keflavik en siðan í Y—Njarðvík þar sem þau mynduðu fallegt og hlýlegt heimili með börnum sín- um. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, elst er Sigurdis f. 7.7. 1953, hún er nemandi í ljósmæðraskóla, gift Hlyn Antonssyni, hann er við nám í Háskóla Islands. Næstur er Sigbjörn Guðni, f. 25.7. 1955, nem- andi í Iönskóla, heitbundinn Haf- disi Matthiasdóttur úr Keflavik. Svanberg Teitur, f. 21.12. 1957., er við nám i fjölbrautarskóla, véladeild. Særún f. 24.4. 1960, dvelur í foreldrahúsum, og Sævar Már, f. 21.1 1963, nemandi í gagn- fræðaskóla. Ingimundur var dagfarsgóður og hið mesta prúðmenni, hann þurfti eins og margir aðrir að mæta ýmsum erfiðleikum á lifs- leiðinni en ekki heyrðist hann umfangsmikinn búskap og einnig störf utan heimilis. Móður sinni sýndi hann og mikla umhyggju, en hún var hjá þeim hjónum til dauðadags og andaðist í hárri elli fyrir fáum árum. Eundum okkar Fiinars bar fyrst saman, þegar ég var nemandi i Reykjaskóla síðari hluta vetrar 1931. Við vorum þá ungir að ár- um. Hann var ekki nemandi i skólanum þá, en kom oft niður eftir til okkar strákanna, léttur og glaður. Þá sköpuðust strax tengsl við Reykjaheimilið. Við áttum leið upp eftir, þar var símstöðin og okkur frábærlega vel tekið af foreldrum Einars. Þorsteinn var i skólanefnd og báru þau hjón umhyggju fyrir skólanum og heimilisfólki þar. Veturinn eftir kom Einar í skól- ann og kynntumst við þá nánar. Hann var góður félagi og glað- lyndur og hreinskiptinn, gekk ekki á aðra, en lét heldur ekki sinn hlut. Siðan skildu leiðir þar til fyrir rúmum tuttugu árum, að við urðum aftur nágrannar og nánir samstarfsmenn. Á það ná- grenni bar aldrei skugga. En þess er skylt að geta, að i þeim sam- skiptum var Einar veitandinn. Oft þurfti til hans að Ieita vegna margvislegra þarfa skólans og ávallt var hann boðinn og búinn að liðsinna. Aldrei var svo ann- ríkt á Reykjum, að ekki væri tími til að gera viðvik fyrir mig eða skólann. Bar þar hvort tveggja til, eðlislæg hjálpsemi, vinátta og vel- vild í garð skólans. Við þessi þáttaskil, þegar leiðir skiljast — í bilí — þökkum við hjónin samfylgdina, vináttuna og hlýjuna og margvíslega hjálp. Eft- ir lifir minningin um góðan dreng, sem aldrei brást. Eftirlifandi eiginkonu, dætrun- um, börnum þeirra og eiginmönn- um, vottum við innilegustu samúð og biðjum þeim blessunar guðs. Ólafur II. Kristjánsson kvarta, heldur gerði jafnan góð- látlegt grín að vandamálunum og taldi ekki verða auðveldara að sigrast á þeim með því að ala með sér áhyggjur. Hann þurfti i mörg ár að stríða við veikindi en bar þau með þeirri karlmennsku og rósemd sem ein- kenndi hann ætið. Mörg síðustu árin vann Ingi- mundur tvöfalt starf, hann vann við fólksflutninga á Keflavíkur- flugvelli og ók einnig leigubifreið á bifreiðastöð Keflavíkur. Hann var virtur og vinsæll hjá starfs- félögum sínum eins og öðrum sem kynntust honum, hann tók ætíð málstað þess sem honum fannst hallað á og virtist alltaf hafa næg- an tima til að rabba við þá sem áttu erfitt eða ólu með sér áhyggj- ur og vildi draga fram ljósu hliðina á hverju máli, slíkir menn eru ómetanlegir sinu samferða- fólki á lífsleiðinni. Við vinir og félagar hans mun- um minnast með söknuði góðra sainverustunda, og erfitt verður að sætta sig við að sjá Ingimund ekki lengur i okkar félagsskap, en örlögin eru oft miskunnarlaus og allir verða að hlýta kallinu þegar það kemur, en gott er að minnast orða skáldsins: Þóll Ifkaminn falli ad foldu og felisl sem slrá I moldu þá megnar (*uðs mískunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. Eg votta eftirlifandi eiginkonu, börnum hans og öðrum ættingj- um og vinum innilegustu samúð, við munum öll minnast Ingi- mundar Péturssonar með hlýjum hug með þakklæti fyrir kynnin á liðnum árum. Ari Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.