Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977 31 Aðalfundur fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna: r A 7. hundrað manns gengu í flokksfélögin á síðastliðnu ári AÐALFUNDUR fulltrúaráðs sjálfstæðisfðlaganna 1 Reykjavfk var haldinn að Ilótel Sögu, Súlna- sal miðvikudaginn 12. janúar s.l. t upphafi fundarins minntist Gunnar Ilelgason, formaður fulltrúaráðsins, þeirra fulltrúar- ráðsmeðlima, er látist höfðu á árinu. 1 upphafi skýrslu sinnar minntist Gunnar sérstaklega Birgis Kjaran, fyrrv. formanns ráðsins, en Kirgir sat fjölmörg ár 1 stjðrn fulltrúaráðsins og var formaður þess 1 fjögur ár. 1 skýrslu formanns kom fram að fjölbreytt og þróttmikið hefur verið unnið á vegum sjálfstæðis- félaganna 1 Reykjavík á sl. ári, m.a. öflug fundastarfsemi, félaga- söfnun, útgáfustarfsemi, spila- og skemmtikvöld, skipulagðar Ekki langt að bída „mini”- sjónvarpa hér EINS og fram kom 1 Morgunblað- inu í gær hafa brezku Sinclair- verksmiðjurnar hafið framleiðslu á „mini“-sjónvörpum. Umboðsað- ilar hérlendis eru Heimilistæki og 1 gær spurði Morgunblaðið Rafn Johnson forstjóra, hvenær þessi tæki kæmu hugsanlega á markað hérlendis. Rafn sagði, að hann vonaðist til þess, að þess yrði ekki langt að bíða, en enn sem komið væri hefðu Heimilistæki ekki fengið tilkynningu frá framleiðendum um það að unnt væri að panta tækin. Hann kvað þessi tæki að öllum Hkindum verða nokkuð dýr, en þróunin yrði áreiðanlega I þessu sem öðru sú, að tækin yrðu ódýrari meðtímanum. skemmtiferðir innanlands og utan o.m.fl. I Reykjavik eru nú starfandi 16 félög sjálfstæðismanna, þ.e. Heimdallur, samtök ungra sjálf- stæðismanna, Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna, Málfundafélagið Óðinn og Landsmálafélagið Vörður, samband félaga sjálf- stæðismanna i hverfum Reykja- vikur, en 12 hverfafélög sjálf- stæðismanna eru nú starfandi I borginni. Á s.l. starfsári var tólfta hverfafélagið stofnað I Skóga- og Seljahverfi og mættu tæplega 90 manns á stofnfundinn. 1 skýrslu formanns kom fram, að rúmlega 600 nýir félagar hafa gengið í sjálfstæðisfélögin i Reykavik á s.l. ári. Gunnar Helgason var endur- kjörinn formaður fulltrúaráðsins. Meðstjórnendur voru kjörnir Gunnar Thoroddsen, Hannes Þ. Sigurðsson, Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Jensson, Sigurður Haf- stein og Valgarð Briem. Sjálfskip- aðir i stjórnina skv. reglugerð ráðsins eru formenn allra sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavik 16 að tölu, en það eru Ásgrímur P. Lúð- viksson, Bjarni Guðbrandsson, Brynhildur Andersen, Björgólfur Guðmundsson, Eiríkur Kristins- son, Guðni Jónsson, Halldór Jóns- son, Halldór Sigurðsson, Gunnar Hauksson, Jón Magnússon, Jóna Sigurðardóttir, Jónina Þorfinns- dóttir, Konráð Ingi Torfason, Pétur Hannesson, Snorri Halldórsson og Vilhjálmur Heiðdal. Á fundinum voru ennfremur kjörnir 12 fulltrúar í flokksráð Sjálfstæðisflokksins. Matthias Bjarnason sjávarút- vegsráðherra flutti ítarlega ræðu um fiskveiðilögsöguna og sam- starf þjóða um fiskvernd. Fundar- stjóri á fundinum var Guðmundur H. Garðarsson, alþm. Bílasýning P. Stefánsson- ar í nýjum húsakynnum P. Stefánsson mun um helgina opna söludeild slna I nýjum húsa- kynnum við Siðumúla 33 og taka formlega i notkun sýningarsal þar. I dag, laugardag og á morgun verður bilasýning þar kl. 14—18. Sigfús Sigfússon forstjóri sagði í viðtali við Mbl. að þetta húsnæði væri um 800 fermetrar að stærð og þarna yrði söludeild, og vara- hlutalager til húsa. Einnig er ráðgert að opna í sumar verkstæði er anni öllum skyndiviðgerðum, og með þvi getum við veitt mun betri þjónustu en nú er, sagði Sigfús, smáviðgerðir og skoðanir er þá hægt að framkvæma með mun styttri fyrirvara en nú er. Sigfús sagði að P. Stefánsson væri orðið mjög aðþrengt á Hverf- isgötunni og í hinum nýju húsa- kynnum væri nú unnt að veita meiri þjónustu og sýningarsalir væru bjartir og rúmgóðir. Myndi fyrirtækið nú stofna aðra deild, sem myndi sjá um innflutning og sölu á þungavinnuvélum, Leyland vegheflum, völturum og hjóla- skóflum, og það eru nú 25 veg- heflar af þessari gerð hér á landi, sagði Sigfús. Þá myndi fyrirtæki einnig flytja inn vörubifreiðar og strætisvagna af Leyland-gerð. Á sýningunni um helgina verða sýndar bifreiðar af Land-Rover og Range-Rover gerð svo og Austin Mini, Austin 1275 GT, Austin Clubman og Austin Allegro. Sigfús Sigfússon forstjóri P. Stefánsson og Stefán Sandholt sölustjóri eru hér við nokkrar af þeim bifreiðum sem sýna á um helgina i nýjum sýningarsal í Sfðumúla 33. Nótt ástmeyjanna aftur til sýninga ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er nú aftur tekið til við að sýna Nótt ást- meyjanna eftir Per Olov Enquist, sem eins og kunnugt er fjallar um Strindberg. Sýn- ing þessi hefur fengið mjög lofsamlega dóma leikritagagn- rýnenda, og Jóhann Hjálmars- son sagði m.a. í Morgunblað- inu skömmu eftir frumsýn- ingu verksins í byrjun nóvember sl.: Að mínu viti var frumsýning Þjóðleikhússins á Nótt ást- meyjanna eftirminnilegur sig- ur sem ekki sizt ber að þakka traustri leikstjórn Helga Skúlasonar. Hér var sannar- lega á ferðinni list sem á er- indi til fólks og vonandi kunna ieikhúsgestir að meta það.“ Iðnaðarráðunegtið um Kröflu: Beðið eft- ir umsögn Flugleiða SAMKVÆMT upplýsingum Agn- ars Kofoed Hansens flugmála- stjóra fjallaði Flugráð I fyrradag um beiðni Arnarflugs h.f. til þess að hefja áætlunarflug til Dublin, Amsterdam, Kaupmannahafnar, Dússeldorf og Zúrich. Flugráð samþykkti að senda Flugleiðum umsóknina til umsagnar. Agnar sagði að samkvæmt þeim reglum, sem Flugráði væru sett- ar, bæri þeim að leita umsagnar Flugleiða, þar sem umsókn Arnarflugs snerti mjög áætlunar- flugið sem fyrir væri á þessum leiðum og því væri talið rétt að gefa þessum aðila tækifæri til þess að tjá sig um málið. Ekki er búizt við þvi að langt um líði unz svar berst frá Flug- leiðum og verður málið þá tekið fyrir að nýju í Flugráði. Klakastíflur sprengdar KLAKASTÍFLUR mynduðust i Elliðaánum í gær og var stærsta stíflan við Vatnsveitubrúna. Var þar fyrir hádegi farið að flæða yfir veginn á móts við Fylkisvöll- inn. Starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavikur unnu að því að sprengja stíflurnar og um hádegisbil tókst þeim að losa stærstu stífluna. Viðbótargufa vœntanleg, sem tiltœk verður í febrúar LANDRIS hefur stöðvazt siðast- liðna þrjá sólarhringa segir í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu barst I gær frá iðnaðar- ráðuneytinu, og hefur tiðni smá- skjálfta aukizt. Engin breyting hefur orðið á gufumagni hola 6 og 7 en afköst holu 10 hafa minnkað siðan um miðjan desember til 7. janúar, en frá þeim tfma hafa þau haldizt óbreytt. Þá segir í frétta- tilkynningunni, sem hér fer á eftir f heild, að væntanleg sé gufa frá holu 9 og 11, sem gert er ráð fyrir að verði tiltæk á febrúar. „Samstarfsnefnd um Kröflu- virkjun hélt fund á virkjunar- svæðinu í dag. Á fundinn mættu, auk iðnaðarráðherra, fulltrúar iðnaðarráðuneytis Kröflu- nefndar, Orkustofnunar, Rafmagnsveitna ríkisins og ráð- gjafarverkfræðingar. Framkvæmdaaðilar gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda. Nokkrir erfiðleikar hafa verið vegna óhag- stæðs veðurfars að undanförnu og hafa af því hlotist nokkrar tafir. Er nú gert ráð fyrir að tilrauna- rekstur geti hafist i mars-apríl, sem þó er nokkuð háð tíðarfari. Rætt var um hugsanlega gos- hættu I janúar og kom fram að nýjustu mælingar benda til að landris hafi stöðvast síðastliðna þrjá daga, en tiðni smáskjálfta á svæðinu hefur aukist. Að loknu mati á aðstæðum og með tilliti til aukinna varúðarráð- stafana er ekki talin ástæða til að breyta framkvæmdaáætlunum. Engin breyting hefur orðið á gufumagni hola 6 og 7, en afköst holu 10 hafa minnkað verulega siðan um miðjan desember til 7. janúar en þau hafa haldist óbreytt síðan. Til viðbótar ofangreindu er væntanleg gufa frá holu 9 og 11, sem gert er ráð fyrir að verði tiltæk í febrúar. Verið er nú að vinna úr niður- stöðum borana árið 1976 og meta áhrif óstöðugleika svæðisins á gufuöflun. Að því loknu munu verða teknar ákvarðanir um bor- anir næsta sumar. Ástæða er til að leiðrétta mis- skilning, sem fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu um hreyfingar á stöðvarhúsi Kröflu- virkjunar. Mesti hæðarmunur norður- og suðurenda hússins hefur mælst um 1 cm en húsið er um 70 m langt. Hvergi i húsinu heur orðið vart við sprungur i steinsteypu af völdum þessara hreyfinga. Starfsmannafjöldi við virkjun- ina er nú um 150—200 manns, sem er verulega færra en síðast- liðið sumar. SKÁKSAMBANDI íslands barst í gær skeyti frá Al- þjóöaskáksambandinu, þar sem staöfest er að áskor- endaeinvigi Horts og Spasskys muni fara fram í Reykjavik. Er Skák- sambandinu óskað til ham- ingju og þess jafnan óskaö að einvígið gangi vel. Skáksamband íslands ætlar aó byrja undir- búning af fullum krafti eft- 12.300 lestir til Póllands í BLAÐINU i gær var sagt að tekizt hefðu samningar um sölu á 17.300 lestum af loðnumjöli til Póllands, en hér var misritun. Samið hefur verið um sölu á 12.300 lestum. Aðstæður eru fyrir hendi til að hýsa þennan mannfjölda í Mývatnssveit ef til skyndibrott- flutnings kemur. Snjóruðningstæki eru ávallt höfð tiltæk til að halda leiðinni milli Kröflu og Mývatnssveitar opinni og sérstakri vörslu hefur verið komið á fót á stað ofan við virkjúnarsvæðið þaðan, sem sér til Leirhnjúks til að stytta við- bragðstíma ef til eldsumbrota kemur.“ ir helgina, og mun stjórn þess halda fyrsta undir- búningsfundinn í dag. Ein- vígið á sem kunnugt er að hefjast 27. febrúar. Stað- festingarskeyti FIDE er hér meðfylgjandi. Tónleikar Akranesi, 14. janúar — TONLISTARFÉLAG Akraness efnir til tónleika i Akraness- kirkju næstkomandi sunnudag (á morgun) klukkan 15. Flutt verð- ur tónlist úr nótnahefti Önnu Magdalenu Bach. Flytjendur verða Ágústa Ágústsdóttir óperu- söngkona, Auður Ingvarsdóttir sellóleikari, Helga Ingólfsdóttir semballeikari, Ilaukur Guðlaugs- son organleikari og Barnakór Tónlistarskóla Akraness undir stjórn Guðmundu Elíasdóttur óperusöngkonu og Jóns Karls Einarssonar. —Júlfus. Staðfesting komin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.