Morgunblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977
11
„Finnsku uppskeru-
mennimir syna sig
Þrettán finnskir listamenn
sýna í Norræna húsinu
SÝNING þrettán finnskra
listamanna verður opnuð í
Norræna húsinu laugar-
daginn 15. janúar og er það
fyrsta sýning hússins á
þessu ári. Sýningin er köll-
uð „Adhesiva Arketyper“,
sem gæti útlagst á íslenzku
sem „Aleitin og óbreytan-
leg frumtákn“ eða „Klfstr-
uð frumtákn“. Sjálfir kalla
listamennirnir sig
„Elankorjaad“ eða „ungu
uppskerumennirnir". Af
þeim þrettán, sem verk
eiga á sýningunni komu
þrír til landsins til að setja
upp sýninguna og kynna
hana. Þeir eru Philip von
Knorring ljósmyndari,
Antero Kare og Olle
Lyytikáinen. Antero Kare
fékk styrk til íslandsfarar-
innar til þess að skrifa um
list á Islandi í finnsk blöð.
Hann mun halda fyrirlest-
ur í Norræna húsinu hinn
16. janúar um finnska list
og sýna kvikmynd. Sýning-
in hefst kl. 16 og er öllum
heimill aðgangur.
Finnsku listamennirnir eru úr
hópi sem hefur rekið gallerý i
Helsinki síóan 1971 og fékk ný-
lega styrk frá Norræna menning-
arsjóðnum til að setja upp farand-
sýningu, sjem opnuð vár i Helsinki
i vetur. Norræna húsið er fyrsti
viðkomustaður utan heimalands-
ins, en héðan fer sýningin til
Stokkhólms.
Að þvi er listafólkiö segir sjálft,
beitir það hvers kyns aðferðum til
að tjá sig, en á sýningunni eru
málverk, grafik ljósmyndir og
tónlist af segulböndum. Sýning
„finnsku uppskerumannanna"
stendur til 30. janúar.
„Finnsku uppskerumennirnir“ f Norræna húsínu I gær ásamt aðstoðarstúlku sem einnig er finnsk.
Volkswagen og Auói árgerð 1977
bílasýning
verður í sýningarsal okkar að Laugavegi 172
laugard. 15. jan. og sunnud. 16. jan. frá 1 —6 e.h.
Þar verða sýndir hinir glæsilegu nýju Aoói-bílar
Akureyri:
Gáfu vönduð
heyrnarmæl-
ingatæki
Akureyri, 12. janúar —
KIVV ANISKLÚBBURINN Kald-
bakur afhenti l gær mjög vönduð
heyrnarmælingarlæki með
einangrunarklefa sem gjöf til
Heilsuverndarstöðvar Akureyrar.
Þar með var stofnuð heyrnardeild
Ileilsuverndarstöðvarinnar, sem
nú tekur til starfa undir stjórn
Eirfks Sveinssonar læknis, en
hann valdi lækin í samráði við
Gylfa Baldursson, fyrrverandi
forstöðumann heyrnardeildar
Ileilsuverndarstöðvar Reykjavlk-
ur.
Tækin kostuðu um 750 þúsund
krónur og var þess fjár aflað með
sölu páskaeggja, sem Kiwanis-
menn buðu Akureyringum til
kaups fyrir síðustu páska. Með
tækjunum er hægt að heyrnar-
prófa fólk og greina heyrnarsjúk-
dóma og þar með segja til um
lækningaaðferðir. Birgir Guð-
mundsson, forstöðumaður heyrn-
ardeildar Heiisuverndarstöðvar
Reykjavíkur, var til ráðuneytis
við uppsetningu tækjanna, en
þeim var komið fyrir i læknamið-
stöðinni i Amaró-húsinu. Við af-
hendingu þeirra töluðu þeir Rafn
Hjaltalin fyrir hönd Kiwanis-
manna, Baldur Jónsson læknir og
Eiríkur Sveinsson læknir og voru
Kiwanismönnum fluttar miklar
þakkir fyrir framtak þeirra. —
Sv.P.
n\\
Auói 80 LS
Audi ÍOO LS
Au<ii-bílarnir eru frábærir að gæðum og með
fullkominn tæknibúnað. — Sjón er sögu ríkari. -
Komið, skoðið og kynnist Auói árgerð 1977
V.W. 1200
hefir aldrei verið betri
og hagkvæmari í rekstri.
Golf
fallegur nútímabíll með
fullkomnum búnaði.
LT sendibíll
hagkvæmur og fáanlegur
af mörgum gerðum.
Volkswagen og
i-bílar eru vestur-þýzk gæðaframleiðsla
Voíkswagen GOOOAuöi HEKLA HF.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240