Morgunblaðið - 22.01.1977, Page 1
32 SÍÐUR OG LESBÓK
16. tbl. 64. árg.
LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Rithöfundar
styðjafrelsis-
yfirlýsingu
París, Prag, 21. janúar.
NTB. Reuter.
FJÖLDI rithöfunda og leikara á
vesturlöndum hefur borið fram
mótmæli gegn meðferðinni á
stjórnarandstæðingum í
Tékkóslóvakíu. Þeir hafa undir-
ritað yfirlýsingu alþjóðlegrar
stuðningsnefndar, sem hefur
Moskva:
Blóðgáta í
sendiráði
Bandaríkja
Moskvu, 21. janúar. Reuter.
UNGUR sonur starfsmanns
bandarfska sendiráðsins í
Moskvu hefur verið sendur til
Bandarfkjanna til læknisrann-
sóknar eftir að komið hefur f
Ijós að þriðjungur starfsfólks
sendiráðsins hefur óeðlilega
blóðsamsetningu, að sögn
sendiráðsins f dag. Barnið er
sá þriðji sem sendur er til
Itandarík janna sfðustu sex
mánuði af þessum orsökum.
Talsmaður sendiráðsins
sagði að drengurinn hefði
meira magn af hvítum blóð-
kornum en eðlilegt er og for-
eldrar hans hefðu óskað eftir
að hann yrði rannsakaður
heima i næstu viku. Sendiráðið
vildi ekki ræða málið nánar.
Blóðrannsóknir, sem að undan-
förnu hafa verið gerðar á
starfsfólki sendiráðsins og fjöl-
skyldum þess hafa leitt i ljós
að þriðjungur þeirra er með
fleiri lymphocytes (tegund
hvítra blóðkorna) í blóðinu en
eðlilegt er.
Rannsóknir voru gerðar á
fólkinu eftir að sendiráðið
Framhald á bls. 18
aðalstöðvar f París. Yfirlýsingin
var send Gustav Husak, leiðtoga
tékkneska kommúnistaflokksins,
og öðrum kommúnistaleiðtogum,
að sögn nokkurra aðstandenda
nefndarinnar. Styður nefndin þá
sem undirritað hafa og kenndir
eru við „frelsisyfirlýsingu '77“,
þar sem mótmælt er skerðingu á
mannréttindum í Tékkóslóvakíu.
Tveir Nóbelsverðlaunahafar
eru i nefndinni, þeir Heinrich
Böll og Saul Bellow. Aðrir
nefndarmenn eru bandarísku rit-
höfundarnir Mary McCarthy og
Arthur Miller, brezku rithöf-
undarnir Iris Murdoch og
Graham Green og vestur-þýzki rit-
höfundurinn Gunther Grass og
frönsku leikararnir Simone
Signoret og Yves Montant.
Yfir 300 Tékkar hafa sett nafn
sitt undir frelsisyfirlýsinguna.
Margir þeirra hafa verið yfir-
Framhald á bls. 18
Simamynd AP
Fyrsta verk forsetans. Carter undirritar greinargerð til þingsins, þar sem segir hverja hann hefur
útnefnt f ríkisstjórn sína. Þetta var hans fyrsta embættisverk eftir að hann hafði svarið eið sem 39.
þjóðhöfðingi Bandaríkjanna.
Fyrsta tilskipun Carters:
Hundruðum þúsunda
veitt sakaruppgjöf
Washington, 21. janúar. Reuter.
.'IMMY Carter Bandaríkjaforseti
veitti í dag fulla og óskilorðs-
bundna sakauppgjöf hundruðum
þúsunda Bandaríkjamanna, sem
brotið hafa gegn herskyldulögum
vegna stríðsins f Vietnam. Með
því að efna strax þetta kosninga-
loforð sitt vonast Carter til að
geta bundið endi á þann bitur-
leik, sem enn eimir eftir af frá
stríðinu. Náðunin var fyrsta til-
skipun hans í Hvíta húsinu.
Carter viðurkenndi að ákvörð-
un hans væri umdeild og blaða-
fulltrúi hans, Jody Powell, sagði
forsetann hafa sagt sér að honum
væri Ijóst að þetta yrði ekki til að
gleðja alla. Bjóst Catter við að
meira en helmingur þjóðarinnar
áliti að hann hefði annað hvort
gengið of langt eða ekki nógu
langt.
Eitt af fyrstu verkum Geralds
Ford í forsetaembætti var einnig
að veita sakaruppgjöf. í þvi« til-
felli var það Richard Níxon, fyrr-
verandi forseti, sem fékk upp-
gefið allt sem hann hugsanlega
hefði unnið til saka i sambandi
við Watergatemálið. Sú sakarupp-
gjöf vakti miklar deilur.
Tilskipun Carters felldi úr gildi
tveggja ára gamla náðunaráætlun
Fords, sem fól í sér að menn sem
hefðu komið sér undan að gegna
Kairo, 21. janúar — NTB.
UM ÞAÐ bil 900 manns hafa verið handteknir á Egyptalandi eftir óeirðir sfðustu daga, en rfkisstjórnin
hefur lýst kommúnista ábyrga fyrir þeim. Álitið er að bitrar ásakanir stjórnarinnar á hendur
kommúnistum muni leiða til mun erfiðari sambúðar milli Egyptalands og Sovétrfkjanna en verið hefur.
Samtals týndu 86 lffi f óeirðunum og 800 særðust, en þær eru hinar mestu sem orðið hafa sfðan Anwar
Sadat tók við forsetaembætti 1970. Orsök óeirðanna var almenn reiði vegna verðhækkunaráforma
stjórnvalda, en þau hafa nú fallið frá þeim. Myndin sýnir strætisvagna brenna í Kairo. Símamynd ap.
Vinstri-
flokkur
utan við-
ræðnanna
Kaupmannahöfn 21. janúar.
NTB.
STÆRSTl stjórnarandstöðu-
flokkurinn i Danmörku,
Vinstriflokkurinn tók ekki
þátt í viðræðum rikisstjórnar-
innar og fimm stjórnmála-
flokka í dag, en þetta er annar
Framhald á bls. 18
herþjónustu fengju náðun gegn
því að vinna fyrir ríkið sem sjálf-
boðaliðar í tvö ár. En eitt af síð-
ustu embættisverkum Fords var
að vísa frá beiðnum um náðanir.
Carter sagði að allar dóms-
rannsóknir og ákærur á hendur
þeim sem brotið hafa gegn her-
skyldulögum án þess að hafa um
leið orðið sekir um ofbeldi yrðu
endanlega látnar niður falla. Auk
þeirra scm sekir eru urn ofbeldi,
nær sakaruppgjöfun ekki til um
4.500 liðhlaupa og um 203.000
manna, sem reknir voru úr hern-
um. Þeirra mál verða hins vegar
tekin til endurskoðunar af
varnarmálaráðuneytinu, sem
mun leggja tillögur fyrir forset-
ann.
Powell sagðist ekki vita ná-
kvæmlega til hve margra sakar-
uppgjöfin næði en þeir væru
mörg hundruð þúsund. Það væru
aðeins örfáir, sem ekki nytu
hennar vegna ofbeldisverknaða.
Framhald á bls. 18
Indland:
Stjórnarandstaðan
myndar einn flokk
Nýju Delf, 21. janúar.
Reuter.
EINN af helztu leiðtogum
stjórnarandstöðunnar í Indlandi,
friðarsinninn Jayaprakash
Narayan, hefur fallist á að styðja
sameinaða stjórnarandstöðu í
þingkosningunum, sem haldnar
verða i marz. Narayan, sem er 74
ára gamall, var helzti leiðtogi
st jórnarandstöðunnar, áður en
nevðarást andi var lýst yfir í land-
inu.
A laugardag mun hann halda
fund með leiðtogum fjögurra
stærstu stjórnarandstöðuflokk-
anna að kommúnistum undan-
skildum, en þcir mynduðu á
fimmtudag einn flokk, Janata eða
Þjóðarflokkinn. Narayan hefur af
heilsufarsástæðum ekki tekið
þátt í stjórnmálum siðan honum
var slcppt úr fangelsi í árslok
1975. Hann hefur hins vegar hvað
eftir annað hvatt stjórnarand-
Framhald á bls. 18